Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 17. ágúst 1972 Magnús E. Baldvlnsson llugavcgl 12 - Siml 2280« Ú T S A L A Terryline dömukápur frá 1400/- Kegnkápur m/hettu 900/- Kjólar frá 300/- Eldhúsbuxur frá 325/- Undirkjólar 200/- Nærbuxur 80/- LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644 eru fyrirliggjandi Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bréf frá lesendum SJÓNVARPIÐ sendi út nýlega viðtal danska sjónvarpsins við Halldór Laxness. Sem von var fór viðtal þetta fram á dönsku. Sá er þetta ritar fylgdist með þessu viðtali i danska sjónvarpinu og skildi of litið, siðan i sænska sjónvarpinu og skildi sæmilega, þvi þar fylg di sænskur texti. Hafði ég verulega gaman af. Kennara vantar Vistheimilið Sólborg Akureyri, óskar að ráða almennan kennara frá 1. september n.k. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu i kennslu afbrigðilegra barna. Ibúð og fæði á staðnum. Upplýsingar gefur forstöðukonan i simum 96-21454 og 96-21754. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16.þ.m. verða lögtök látin fram fara fyrir van- greiddum opinberum gjöldum skv. gjald- heimtuseðli 1972, er féilu i eindaga þ. 15. þ.m. (Ijöldin cru þcssi: Tckjuskatlur, eignarskattur, kirkjugjald, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36 gr. 1. nr. 67/1971 uin almannatryggingar, llfeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga atvinnuleysistryggingagjald, al- nicnnur launaskattur, sérstakur launaskattur, útsvar, að- stöðugjald, kirkjugarðsgjald og iðnlánasjóðsgjald. Ennfrcmur nær útskurðurinn til skaltsekta, sem ákveðnar bafa vcrið til rikissjóðs og borgarsjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 16. ág. 1972. Nú ber svo við, að islenzka sjónvarpið fær viðtal þetta til sýningar, en þá er ekki haft meira viö en svo, að ekki er settur við það islenzkur texti. Mitt álit er, að sænskir skilja betur dönsku en islenzkir. Það er þvi skömm að þvi að senda út svona gott viðtal án islenzks texta. Vera má, að allt starfslið islenzka sjónvarpsins skilji dönsku, en gæta þarf að þvi að svo er ekki um alla landsmenn. Efni frá öðrum Norðurlöndum á aldrei að senda án islenzks texta, þó svo sé, að margir islendingar geti bjargað sér á einhverju norðurlandamáli. Að lokum vil ég benda starfsliði sjónvarpsins á það, að sjónvarpið er eina von um gott skemmtiefni á láugardagskvöldum og öðrum hátiðakvöldum. Að kvöldi 17. júni tautaði ég sitthvað miður fagurt i barm mér um efni sjónvarpsins. Alla verzlunarmannahelgina sat ég heima hvert kvöld, en sjónvarpsfólk hefur greinilega ekki reiknað með þvi að nokkur sæti heima. Við, sem sitjum heima öll kvöld erum tryggustu gláparar sjónvarps. Við sitjum lika heima á laugardagskvöldum og þá langar mann til þess, að brugðið séá leik með léttara efni, þ.e.a.s. dagskrá kvöldsins ætti að vera hnitmiðað skemmtiefni. Það er bara, hvort þið hafið fjárráð til þess. K FORELDRAR OG LÖGREGI.A t dagblöðum fyrstu daga og vikur eftir 17. júni bar mikið á skrifum um erfiöleika lögreglu við að losa sig við drukkna unglinga, vegna þess að viða voru foreldrar ýmist ekki heima eða ekki i þvi ásigkomulagi að þeir væru hæfir til þesss að taka við börnum sinum. Þetta vandamál lögreglunnar hefur verið blásið þannig upp, að flestum þykir hlutur lögreglu góður en foreldra slæmur. Vera má, að mikið sé rétt i þvi. Foreldra vandamálið eða unglingavandamálið, hvort sem það er kallað, er mikið, sérstak- lega drykkjuskapur beggja aðila Til þess að ráða á þessu einhverja bót, er nauðsynleg samvinna þeirra aðila, sem raunverulega vilja takast á við vandann. Ein BÆNDUR ATHUGIÐ! — Af sérstökum ástæðum er ný heybindivél til sölu Upplýsingar i sima 33-100 kl. 9-6 og i sima 34-554 eftir kl. 7. hlið þessa máls er samvinna lögreglu og foreldra. Eitt dæmi veit ég um, sem bendir til alvarlegs hugsunar- leysis eða vanrækslu lögregl- unnar. Þann 17. júni fellur 15 ára drukkinn unglingur i tröppu og fær skurð á höfuðið. Lögreglan tekur hann i gæzlu, setur i fanga- klefa, og þar eyðir hann nóttinni. Að morgni er honum sleppt út, og heima segist hann hafa sofið heima hjá félögum. Sárið og blóð i fötum skýrir hann með þvi, að þeir hafi verið að fljúgast á i góðu, og þetta hafi verið óhapp. Foreldrarnir, sem eru bindindisfólk trúa þessu, þótt þá gruni, að einhver vinneyzla hafi verið með i spilinu. Laugardagsnótt nokkrum vikum siðar birtist lögreglan með drenginn ofurölvi, en hann hafði verið fjarlægður frá dansstað i borginni. Lögreglan afhenti drenginn með þeim ummælum, að engin kæra væri á hann, þetta væri aðeins heimkeyrsla vegna ofurölvunar. Vert er að taka það fram, að lögreglumaður, sá, er fylgdi honum inn, gætti þess að láta sem minnst á þvi bera, kveikti meðal annars engin ljós i göngum húss- ins. Er tillitssemi og kurteisi þessa lögreglumanns einstaklega þakkarverð. Hér er það sambandið eða sam- bandsleysi lögreglunnar við foreldrana, sem er umhugsunarefni. 17. júni-atvikið vissu foreldrarnir ekki um fyrr en siðar, er drengurinn sagði þeim frá þvi sjálfur. Þeir foreldrar, sem um er rætt, hafa átt i nokkrum erfiðleikum með að halda i drenginn, en treyst þvi, að vitneskja bærist strax frá lögreglu, ef hún þyrfti að hafa af honum einhver afskipti. Sú von hefur brugðizt. Og þvi er óskað svars, ekki aðeins fyrir við- komandi foreldra, heldur alla foreldra, sem eiga við svipað vandamál að striða: Hve oft þarf lögreglan að hafa afskipti af unglingi áður en hún hefur samband við foreldrana vegna þess? Kemur oft fyrir, að unglingar undir lögaldri séu geymdir i klefum lögreglunnar án þess að samband sé haft við foreldra? Vonandi fæst ákveðið svar við þessum spurningum, en hér er greinilega brostinn hlekkur. Vinur AMAZON kartöfluvél til sölu. — Pokar kartöflurnar. Eirikur Magnússon Skúfslæk — Simi um Villingaholt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.