Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 16
Nú verður Þórisvatn stærsta vatn á íslandi VATNSBORÐIÐ HÆKKAR JAFNT OG ÞÉTT NÆSTU VIKURNAR ...< Fimmtudagur 17. ágúst 1972 V____________________________/ Eftir þessum skuröi er nú tekið að renna úr Kaldavatni i Þórisvatn. SB-Ilcykjavik. Nokkur timamót urðu á þriöju- daginn i framkvæmdum Þórisóss sf. við Þórisvatn. Klukkan tutt- ugu minútur yl'ir fjögur sprengdu l'jögur hundruð kiló af dýnamili bakka bráðabirgðafarvegar Köldukvislar og lokuöu farvcgin- um þar með. Næstu vikurnar mun siðan Kaldakvisl safnast þarna saman og mynda 15 ferkilómetra stöðuvatn, sem ef til vill mun licita Kaldavatn á kortinu i fram- tiöinni. En sprengingin á þriðjudaginn dugir ekki ein til að stifla Köldu- kvisl. Þarna hefur einnig verið reist mikil stifla, 22 metra há og 300 metra löng. Stiflan var að mestu leyti gerð i fyrra, en fram- kvæmdum við hana lauk i vor. Meðan á stiflugerðinni stóð, var Köldukvisl veitt i sprengdan bráðabirgðafarveg, sem i fyrst- unni var kallaður framhjárennsl- isskurður, en það nafn siðan stytt og nú er bara talað um hjáskurð- inn. Stiflugerðin við Köjdukvisl fór þannig fram, að i'yrst voru hreinsuð burtu laus jarðlög og siðan boraðar holur i bergið und ir. I þessar holur var dælt sem- entsleðju, til að fylla upp i öll tómarúm i berginu, sem gætu hleypt vatni i gegn um sig. Stiflan sjáif er úr isaldarleir, sem fannst þarna á svæðinu og utan á þvi er stórgrýti. Þar sem stiflan er hæst, er hún steypt og undir hana þar rann Kaldakvisl þar til á þriðju- daginn, að gatinu var lokað, fyrst með sprengingunni og siðan voru 7 steyptir bitar, 25 lestir hver, settir fyrir gatið og þvi þannig lokað að eilifu. Ofar á stiflunni er loka, sem hægt verður að opna til að hleypa úr Kaldavatni ef þörf krefur. l'áll llaniiesson. vcrkfræðing- ur, scm stjórnað hefur fram- kvæmdunum við Þórisós. Fyrstu klukkustundina eftir að farveginum var lokað hækkaði um 30-40 sm. i vatninu, en eftir þvi sem yfirborð þess stækkar, verður hækkunin minni. Úr Kaldavatni rennur siðan i Þóris- vatn, eftir 1500 m. löngum skurði, sem sprengdur var i fyrrasumar. Við þetta mun vatnsborð Þóris- vatns hækka um 5 m. og yfirborð vatnsins stækka upp i 80 ferkilómetra, þannig að það verð- ur þá stærsta stöðuvatn landsins. Tilgangurinn með þessum fram- kvæmdum öllum er að gera Þórisvatn að vatnsforðabúri allra þeirra virkjana, sem eru á leið- inni til sjávar eða fyrirhugaðar eru. Búrfellsvirkjun, Hraun- eyjarfossavirkjun og Tungnaár- virkjun, svoog þeirra, sem kunna að bætast við i framtiðinni. Þórisós, sem rennur úr Norður- enda Þórisvatns, hefur einnig veriö stiflaður og er sú stifla 1200 metra löng. Páll Hannesson verk- fræðingur sagði, að gerð þeirrar stiflu hefði verið mun vandasam- ari og erfiðari en Köldukvislar- stiflu, vegna gerðar jarðlaganna. Ekki var hægt að nota sömu að- ferðina við þéttingu laganna, að dæla i þau sementsleðju og var þá gripið til þess ráðs að grafa 550 metra langan skurð undir kjarn- ann. Til þess verks var keyptur erlendis frá stærsti krani er hér hefur sézt. Hann er 180 tonn og er leitt til þess að vita, að ekki eru hér á landi nein verkefni fyrir hann. Þess má geta, að uppi við Þórisós eru einnig stærsta jarð- Séð ofan af stfflunni yfir svæðiö, sem fer undir Kaldavatn. Þarna verður innan skamms 15 ferkiló- metra stöðuvatn. Þcssi mynd er tckin þeirn megin stiflunnar, sem framvegis verður þurrt. Vatniö hinum megin mun ná upp undir slallinn, sem kraninn stendur á. (Timamyndir Róbert) ýta landsins og stærsti vörubili, en þau fá væntanlega atvinnu i framtiðinni. Er skurðurinn hafði verið graf- inn, var hann fylltur af kjarna og þjappað vel i með völturum. Utan á stiflunni er svo möl og sandur eins og hinni. Stiflan i Þórisósi er 20metra há, þar sem hún er hæst. Við framkvæmdirnar hafa i sumar starfað 50-60 manns, en i fyrra voru þarna 250 manns, að störfum. Aðeins er nú eftir um mánaðarstarf þarna og verða þá vélar, tæki og búðir starfsmanna flutt burtu. Þegar allt er farið, munu jarðýtur laga til svæðið og innan fárra ára verða sárin gróin. Fyrsti bitinn, af þeim 7, sem loka eiga flóögáttinni, sigur niöur. Hver biti er 25 lestir aö þyngd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.