Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. ágúst 1972 TÍMlNN 3 Friðrik Ölafsson skrifar um sextándu skákina Hv.: Fischer Sv.: Spassky. Spánski leikurinn. 1. e4 2. Rf3 3. Bb5 e5 Rc6 Spánski leikurinn. Fyrir- fram var við þvi búizt,að þessi byrjun kæmi oft viö sögu i ein- viginu, en Fischer hefur séð um, að svo yrði ekki með þvi að hefja flestar skákirnar með 1. c4. 3. — 4. Bxc6 a6 Uppskiptaafbrigðið svo- nefnda sem Fischer hefur oft beitt með góðum árangri. Sér- staklega eru mér minnisstæð- ar þrjár skákir, sem hann tefldi á Olympiumótinu i Hav- anna 1966, en þar átti hann i höggi við Gligoric, Portisch og Jiminez. Hann lagði þá alla að velli með snaggaralegum hætti og komst þá uppskipta- afbrigðið i tizku um nokkurt skeið. Hugmyndin að baki uppskiptaafbrigðinu er sú, að hvitur myndar sér peða- meirihluta á kóngsvængnum og reynir siðan að notfæra sér hann i endatafli sem oftast fylgir i kjölfarið. Þetta af- brigði á sér langa sögu, og merkilega sögu og meðal frægra áhangenda þess má nefna fyrrum heimsmeistara Dr. Emanuel Lasker, sem færði sér i nyt snilli sina i endataflinu. 1 endataflinu táknar svarta tvipeðið á e-lin- unni eilitið óhagræði fyrir svart, en hann nýtur nægilegs mótvægis i biskupapari sinu og óhindruðu hreyfifrelsi manna sinna. Til skamms tima hefur uppskiptaafbrigðið ekki þótt sérlega áhrifamikið vopn, en Fischer hefur með rannsóknum sinum blásið i það nýju lifi. 4. — dxc6 Byrjendum er kennt að þeir skuli drepa með peðum sinum i áttina að miðborðinu en hér á þessi regla ekki við. Eftir 4. —, Dxc6 tryggir hvitur sér varan- legt frumkvæði með 5. d4 exd4 6. Dxd4, Df6 7. Dd3 að áliti Fischers. 5. 0-0 Fischer tekur þennan leik framyfir 5. Rc3 eða 5. d4, sem nær undantekningarlaust var leikið áður fyrr. Með 5. d4, exd4 6. Dxd4, stofnar hvitur til uppskipta á drottningum og reyn'ir siðan að fáera sér peða- meirihlutann á kóngsvængn- um í nyt sbr. athugasemdina næst á undan. A þann hátt tefldist t.d. fræg skák milli Dr. Laskers og Capablanca i St. Pétursborg 1914. Leikur Fischers er sveigjanlegri og lætur ekkert uppi um fyrirætl- anir hvits. 5. — f6 Talið traustasta framhald svarts, en aðrir leikir koma til greina, svo sem 5.—, Dd6 5. —, Df6 5. — Bd6 og 5. —, Bg4. Sið- astnefndi leikurinn er athygl- isverður og var á timabili tal- inn kollvarpa uppbyggingu hvits.Eftir 5. —, Bg4. 6. h3, h5! ? Stendur hviti til boða að drepa á g4, en svartur næði þá hættulegri kóngssókn (7. hxg4, hxg4 og nú leikur svartur 8. —, Dh4, eftir að riddarinn hörfar frá f3)! Hvitur lætur þvi kyrrt liggja um sinn og leikur bezt 7. d3. Framhaldið gæti þá orðið: 7. —, Df6 8. Rbd2, Re7 9. Hel, Rg6 10. d4, Bd6 11. hxg4, hxg4 12. Rh2, Hxh2fl3. Dxg4!, Hh4 14. Df5 og Fischer telur stöðu hvíts skárri. 6. d4 Bg4 1 skákinni milli Fischers og Portisch i Havanna 1966 varð framhaldið 6. —, exd4 7. Rxd4, c5 8. Rb3, DxD 9. HxD, Bd6 10. Ra5! og hvitur náði betri stöðu. Hér er ekki um að ræða nýjung af hálfu Fischers. Hollenski skákmeistarinn Barendregt er upphafsmaður þessa leikmáta. 7. dxe5 Þessi uppskipti taka alla spennu úr skákinni og leiða til einföldunar á stöðunni. Skilj- anleg ákvörðun þegar litið er til stöðunnar i einviginu. 7. c3 viðheldur spennunni i stöðunni og leiðir til skemmtilegra sviptinga. 1 skákinni Fischer — Gligoric i Havanna 1966 varð framhaldið 7. —, exd4, 8. cxd4, Dd7 (Gligoric áræddi ekki að þiggja peðsfórnina 8. —, Bxf3 9. Dxf3, Dxd4, sem gefur hviti góð færi eftir 10. Hdl, Dc4 11. Bf4 o.s.frv.) 9. h3, Be6 (9. —, Bh5 er betri leikur að áliti Fischers, en þannig lék Jiminez á móti honum i sömu keppni. Fischer lék 10. Re5 og framhaldið varð 10. —, BxD 11. RxD,KxR 12. HxB. Fischer telur að svartur hefði átt að halda þessu endatafli.) 10. Rc3, 0-0-0 11. Bf4 og hvitur stendur betur. Sjöundi leikur Gligoric er hæpinn. Betra er 7. —, Bd6. 7. — 8. HxD DxD fxe5 Fischer gefur þessum leik spurningarmerki i bók sinni „60 minnisstæðar skákir min- ar” og telur, að svartur verði að leika strax 8. —, Bxf3 9. gxf3, fxe5 10. f4 sem leiði til ei- litið hagstæðari stöðu fyrir. hvit. Spassky er ekki á . sama máli. 9. Hd3 Bd6 Skákin Fischer — Smyslov, Monaco 1967 tefldist þannig: 9. —, Bxf3 10. Hxf3, Rf6 11. Rc3, Bb4 12. Bg5, Bxc3 13. bxc3 (ekki 13. Bxf6, Bxb2 14. Bxg7, Bxal 15. Bxh8, 0-0-0! og vinn- ur) 13. — Hf8 (13. —, Rxe4 14. Hel!) 14. Bxf6, Hxf6 15. Hxf6, gxf6 16. Hdl og Fischer heldur þvi fram, að þessi staða sé unnin fyrir hvit. 10. Rbd2 Rf6 Spassky veit, að e-peð hans er i hættu, en hann hyggst ekki verja það heldur fá hvita e- peðið i staðinn. 11. Rc4 12. Rcxe5 13. Rxf3 Rxe4 Bxf3 Spassky hefur kosið að láta biskupaparið af hendi enda gat hann ekki haldið þvi með góðu móti. Staðan er nú jöfn og tvipeð svarts kemur ekki að sök meðan svo margir menn eru á borðinu. Það er augljóst mál, að svartur mætti ekki við allsherjarmannakaupum i Spassky Friörik Fischer þessari stöðu. Peðaendataflið væri unnið fyrir hvit. 13. — 14. Be3 0-0 b5 1 slikum stöðum reynir hvit- ur gjarnan að svipta svart öll- um möguleikum á drottning- arvængnum, áður en hann reynir sjálfur að færa sér i nyt peðameirihlutann kóngsmeg- in. Lykilleikirnir eru oft c2-c4 ásamt b2-b3, sem heldur svörtu peðunum á drottning- arvængnum algjörlega i skefj- um. Spassky reynir að koma i veg fyrir þetta. 15. c4 En Fischer leikur þvi engu að siður. Nú væri 15. — bxc4, ekki gott vegna 16. Hd4 og hvitur nær peðinu aftur — með vinningsstöðu. 15. — Hab8! Eina ráðið til að trufla að- gerðir hvits á drottningar- vængnum. 16. Hcl Eftir 16. b3, bxc4 17. bxc4, Hb4 nær svartur yfirráðum á b-linunni, sem veitir honum fullt mótvægi fyrir tvipeðið á c-linunni. Fischer reynir að leysa vandann á annan hátt. 16. — 17. Hd4 bxc4 Ekki 17. Hxc4, Hxb2 18. Hxe4, Hbl+ og sv. fær mann- inn til baka með betri stöðu (19. Bcl, Hxcl+ 20. Hel o.s.frv.L 17. — Hfc8 Betra en 17. —, Rc5 18. Hdxc4, Rd3 19. Hbl og hv! má vel við una. 18. Rd2! A þennan hátt leysir hv. vandann með b-peðið. Hann hefur að visu orðið að láta peð af hendi rakna, en þripeð svarts á c-linunni, vekur eng- an ugg, i brjósti hans. Spassky tekst þó að gera sér mat úr þvi. 18. — 19. Hxd2 20. g3 21. Hcc2 Rxd2 He4 Be5 Kf7 Það er broddur i þessum leik, sem við fyrstu sýn lætur litið yfir sér. 22. Kg2 Spassky hristir nú snorta leikfléttu fram úr erminni og nær frumkvæðinu, en Fischer fékk i rauninni litið að gert. 22. — 23. Kf3! Hxb2! Bezt. Ekki 23. Hxb2, c3 24. Hd7 + , Ke6 og annar hvor hrókurinn hlýtur að falla. Svartur næði þá mun betri stöðu en i skákinni. 23. — 24. Kxe4 c3 cxd2 25. Hxd2 Hb5 Spassky var fljótur að sann- færa sig um, að biskupaenda- taflið eftir 25. —, Hxd2 26. Bxd2 gefur ekki neina vinn- ingsmöguleika. Eftir 26. —, Ke6 leikur hvitur einfaldlega 27. f4, Bf6 (eða —, Bd6), 28. g4 og sv. kemst ekkert áleiðis. Jafnvel 28. f5+ strax er ná- kvæmara. 26. Hc2 27. Hxc6 Bd6 Ha5 Spassky stendur betur að vigi i endataflinu, en vinnings- horfurnar eru rýrar. Það vefst heldur ekkert fyrir Fischery hvernig tefla á vörnina. 28. Bf4! Með þessum leik vænkast horfur Fischers. Viðleitni Spasskys i framhaldinu ber engan árangur. 28. — 29. Kf3 Ha4 + Ha3 + Svartur fær engu áorkað með 29. — Bxf4 30. gxf4, Hxa2 31. Hxc7+ og nú er kominn upp þekkt jafnteflisstaða i hróksendatafli. Hvitur stillir hróknum fyrir aftan svarta a- peðið (bezt á 7. reitaröð) og sv. kemst ekkert áleiðis. 30. Ke4 Hxa2 Skásti möguleikinn var e.t.v. 30. —, Ke6 sem hvitur svarar með 31. Bxd6, exd6 32. Hc7, d5+ 33. Kd4 (33. Kf4?, Hxa2 og hótar 34. —, Hxf2+ ásamt —, Hxh2) 33. —, Ha4+ 34. Ke3, Kf6 35. Hc6, Ke5 og sv. hefur vissa möguleika, ’ þótt staðan sé jafnteflisleg. 31. Bxd6 32. Hxd6 33. Hxa6 34. Kf3 cxd6 Hxf2 llxh2 Nú er komin upp staða, sem er óvinnandi fyrir svart. Heimsmeistarinn þæfir hana i u.þ.b. 25 leiki, en án árangurs. Skýringa er ekki þörf. 34. — 35. Ha7 + 36. Ha6 + 37. Ha7 + 38. Ha2 39. Kg2 40. Kh3 41. Ha6+ 42. Ha5 43. Ha2 44. Hf2 + 45. Hf7 46. Hf4 47. Hf3 48. Ha3 49. Hf3 50. Ha3 51. Ha6 52. Kh4 53. Kh3 54. Kh4 55. Hb6 56. Hb4 57. Hb6 58. Kh3 59. Kg2 60. Kh3 Hd2 Kf6 Ke7 Hd7 Ke6 He7 Kf6 He6 h 6 Kf5 Kg5 g6 h 5 Hf6 He6 Hc4 Kh6 He5 He4 He7 He5 Kg7 Kh6 Hel Hhl + Hal Ha4 Jafntefli. Vísindaleg vinnubrögð i grein, sem Ingi Tryggva- son, blaðafulltrúi bændasam- takanna ritaði i Timann sl. laugardag upplýsir hann, hve Björn Matthiasson, hagfræð- ingur lék sjálfan sig grátt, eft- ir að hann hafði hiotið gagn- rýni fyrir að fara með firrur og staðlausa stafi i erindi um daginn og veginn i Ríkisút- varpinu. 1 stað þess að viðurkenna mistök sin og biðjast afsökun- ar, sem var skynsamlegasta leiðin og raunar eina heiðar- lega leiðin, þegar mönnum verða á augljós mistök gripur Björn Matthiasson til þess ráðs að falsa erindi sitt eftir á, erindi. sem alþjóð hafði á heyrt og ætlaði að láta sem hann hefði aldrei sagt þau orð, sem mestri gagnrýni höfðu sætt. i upphafi greinar sinnar segir Ingvi Tryggvason frá þessu: „Björn Matthíasson, hag- fræöingur i Seðlabankanum og háskólakennari flutti erindi um daginn og veginn i Rikisút- varpiðá mánudaginn 14. ágúst s.l. Kinn þáttur erindis hans fjailaði um landbúnaðarmál. Vakti sá þáttur athygli þeirra, sem á hlýddu, sökum rangrar málsmeðferðar og sleggju- dóma, enda sá Landbúnaðar- ráðuneytið ástæðu til að mót- mæla rangfærslum hans, og liafa þáu mótmæli birzt I blöö- um. Sem starfsmaður bænda- samtakanna gekk ég á fund Björns Matthiassonar og fór þe ss á leit, að hann léti mér i té ljósrit af skrifuðum texta umrædds erindis. Tók hann þvi vel, kvaðst ekki hafa erindið við hendina og bauðst til að senda mér það. Ljósrit af erindinu barst mér svo i hendur i morgun i umslagi merktu Seðlabanka tslands. Við yfirlestur kom i Ijós, að i kaflanum um land- búnað vantaði nokkrar af þeim staðhæfingum, sem sætt höfðu gagnrýni. Kór ég þvi til Ilikisútvarps- ins og fékk þar hljóðrit af kafla þeim, sem fjallar um landbúnaðarmál. Þar sem mér finnst tilraun hagfræðingsins til aö dylja fyrir bændasa m tökunum nokkrar fráleitustu staðhæf- ingar sinar, sanna betur en flest annað fráleitan, óvis- indalegan og ósvifinn mál- flutning, leyfi ég mér að birta orðrétta kaflana um lantfbún aðarmálin, bæði samkvæmt upptöku Rikisútvarpsins, sem flutt var 13. ágúst og sam- kvæmt þvi Ijósritaöa erindi, sem Björn Matthiasson sendi mér og stimplaö er i póst 17. ágúst.” „Verða ekki vefengdar” Siðan birtir Ingi þessar tvær óliku útgáfur oröréttar og get- ur hver og einn séð hve fölsun- in er gróf. Verður þvi setning- in, er hagfræðingurinn flutti i Rikisútvarpið, „Ofangreindar tölur (þ.e. allar firrurnar og misreikningurinn, innskot Timinn) verða þó ekki vé- fengdar” alveg gullvæg og ætti að fara i sérstakan ramma hjá Hagfræðafélag- inu. i niðurlagi greinar sinnar segir Ingi Tryggvason: „Hagfræöingurinn sér sjálf- ur, að hann hefur farið með rangt mál.og þá er kjarkurinn og sannleiksástin ekki meiri en svo, að hann gerir tilraun — raunar ekki skynsamlega — til að hlaupa frá töluöum orðum. Ekki eru mér kunnar siðaregl- ur hagfræðinga, en einhver Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.