Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 20
Guíífossil^ ( lagt í vetur Stjórn Eimskipafélags lslands h.f. hefur ákveðið, að farþegaskip félagsins, m.s. GULLFÓSS, veröi ekki i förum i vetur, og verður skipinu lagt á timabilinu frá miðjum október til maimánaðar 1973. Ráðgert er, að Gullfoss hefji aftur reglubundnar ferðir um 15. mai 1973 og sigli þá eins og undanfarin ár milli Reykjavikur og Kaup- mannahafnar, með viðkomu i Skotlandi. Þó verður sú breyting gerð á ferðum skipsins, að það mun fara þrjár ferðir i mánuði i stað tveggja áður og veröa ferðir skipsins eingöngu miðaðar við farþegaflutninga og bifreiðir farþega. Vegna vöruflutninga munu hin nýju skip Eimskipafélagsins, trafoss og Múlafoss, halda uppi vikulegum ferðum milli Reykjavikur og Kaup- mannahafnar. Frímerki á bréf til heimsbyggð- arinnar - hugmynd Selfyssings Frimerki á bréf lil heims- byggðarinnar, kailar Kristján Finnbogason, verkstjóri á Selfossi, grein, sem hann sendi Timanum til birtingar i gær. i þessari grein sinni leggur hann það til, að tslendingar gefi vannærðum þjóðum allan þann afla, sem þeir draga úr sjó 1. septembermánaðar, þegar reglu gerðin um nýju fiskveiðitak- mörkin tekur gildi. Ætlar hann, að slik ákvörðun yrði þung á metunum, málstaö fslendinga til framdráttar, og hinum óbilgjarna úrskurði Haagdómstólsins verðugt svar. Grein er á 5. siðu. i c Þriðjudagur 22. ágúst 1972 J ' . * t i * 4’ M I Margir vilja hjálpa ÁTVR um krækiber - kaupverðið 60 krónur kílóið Klp—Iteykjavík. Eins og menn eflaust muna hóf Afengisvcr/.lun rfkisins að fram- leiða krækiberjalikjör i fyrra með góðum árangri- svo góðum, að öil framleiðslan scldist upp á tveim dögum, á miili 201)0 og 3000 hálf- flöskur. Nú ætlar Afengisverzlunin að fara aftur af stað með þessa framleiðslu, og biður nú aðeins eftir að fá hráefnið, islenzk krækiber. ,,Við ætlum að byrja að kaupa á föstudaginn kemur” — sagði Baldur Stefánsson, verkstjóri hjá Afengisverzluninni, er við töluð- um við hann i gær. — ,,Við borg- um i ár 60 krónur fyrir kilóið af vel hreinsuðum og góðum berj- um, og tökum minnst 30 kiló i einu. Það er ógjörningur fyrir okkur að vera að taka minna i einu, þvi aö það yrði allt of mikið stúss. f fyrra fengum við öll ber i Þórð á gegnum einn mann, Sæbóli, um 800 kiló. Úr þvi magni fengum við svo á milli 2000 og 3000 hálfflöskur. Nú ætlum við að kaupa af öllum, sem koma með minnst 30 kg, og verö- ur tekiö á móti berjunum á öllum útsölustöðum Afengisverzlunar- innar úti á landi, en hér i Reykja- vik verður tekið á móti i verk- smiðjunni að Draghálsi 2 i' Arbæjarhverfi.” Baldur sagði okkur, að þegar væri fjöldi manns búinn að hringja til verksmiðjunnar og bjóöa ber. Væriaðheyra á fólki, að mikill áhugi væri á þessu, sér- staklega úti á landi. Væri á þvi að heyra, að mikið væri um kræki- ber á sumstaðar, eins og t.d. i Þingeyjarsýslu, og væri að vænta þaðan nokkuð mikils af berjum. Fólk hefði talað um að slá sér saman við tinsluna, þvi þá væri það enga stund að ná saman 30 kilóum, sem gæfi af sér 1800 krón- ur. Altmann er Barbie NTB—La Paz Klaus Altmann, kaupsýslu- maður i Bóliviu, hefur viður- kennt að hann sé i rauninni fyrr- verandi Gestapoforinginn Klaus Barbie frá Lyon i Frakklandi. Barbie var dæmdur til dauða fjarrverandi af frönskum dómstól fyrir nokkrum árum. Talsmenn rikisstjórnar Bóliviu, segja að ekki verði komið til móts við þær kröfur Frakka, að framselja Barbie, hins vegar geti farið svo að hann verði leiddur fyrir rétt i Bóliviu. Olíuskip sprakk NTB—Höfðaborg Oliuskipið Texanita frá Liberiu sprakk i gær i lætlur og sökk, eftir að hafa rekizt á japanska oiiu- skipið Oswego Guardian, við Agulhas-höfða, sunnan við Af- riku. Þétt þoka olli árekstrinum. Tvö lik hafa fundfzt, en fjölda manna er saknað. Texanita var 43.339 brúttólestir að stærð, en japanska skipið er 48.000 lestir. Sprengingin var svo öflug, að rúður húsa í þorpi nokkru 32 km fjær, brotnuðu. Mikil oliubrák hefur myndazt á svæðinu og mun eitthvað af oli - unni vera úr japanska skipinu. Fjöldi skipa og flugvéla með tæki 3r nú á leið til slysstaðarins. BRETAR ÁNÆGÐIR MEÐ FLUG VÉLARLEIÐAN G U RIN N - hafa fundið meira af vélinni en leit út fyrir í fyrstu Þeir töluðu við trillu- karla og fiskifræðinga K.I—Reykjavik — Brezku blaðamennirnir sannfa'rðust fyrst þegar þeir töluðu við trillukarlana á Suður- eyri og viðar, sem sögðu þeim að i staðínn fyrír þrjú hund'ruð kilóin sem landað var i viðurvist blaða- mannanna, hefði aflinn áður fyrr verið eitt og hálft tonn og það væri togurunum að kenna, hve aflinn væri orðinn rýr, sagöi Helgi Agústsson fulltrúi i utanrikis- ráðuneytinu i viðtali við Timann i dag. Helgi ferðaðist um landið meö blaðamönnunum, sem hingað komu i boði utanr'kisráðu- neytisins. Fóru þeir viða i verstöövar, og töluðu við trillu- karla, bátasjómenn, fólk i fisk- vinnslustöðvum, og aðra sem starfa að sjávarútvegi. Þeir sáu bátana koma með litinn alfa að landi og með smáfisk, og allt bar þetta að sama brunni: Það er verið að eyða fiskimiðunum i kring um landið. Eftir að hafa talað við fólkið i fiskinum, héldu þeir á fund visindamannanna. Nú er aðeins eftir að sjá, hvort blaðamennirnir fá inni i blöðum sinum með greinar sem eru hlið- hollar málsstað Islands, en einn blaðamannanna sagði i þvi sambandi: ,,Ef ég fæ ekki greinar minar birtar i blaðinu, þá er ég farinn þaðan á stundinni”. Og svo skulum við biða og sjá til hvað skeður. Reyndar er ein smáfrétt þegar komin á prent frá einum úr hópnum. Er sú grein i Sunday Telegraph frá þvi á sunnudaginn, og inntak fréttar- innar er að Sovétmenn muni senda njósnaskip, til að fylgjast með hvað skeður á hafinu um- hverfis tsland 1. sept. og muni Sovétmenn reyna allt, sem þeir geta til að ala á óvild tslendinga og annarra Vestur-Evrópurikja i sambandi við landhelgismálið. Þessi fréttagrein er áreiðanlega ekki runnin undan rifjum utan- rikisráðuneytisins, heldur ein- hverra annarra, en heimilda ekki getið. KJ—Reykjavfk i dag cr væntanlcgur úr siöustu fcrð sinni undir lloísjökul, brezki leiðangurinn. sem verið hefur hér á landi að undanförnu i þvi skyni að bjarga þvi sem eftir var af brezkri flugvél, er fórst sunnan Hofsjökuls i desember 1941. Leið- angursmönnum leizt ckki meira en svo á flakið i upphafi, en eftir blaðaskrif og umtal hafa margir gefið sig fram og bent á eða skilað lllutum úr vétinni. Kunnugir menn úr Gnúpverja- hreppi voru fengnir til leiðsagnar að flakinu sumarið eftir að flug- vélin fórst, og höfðu Bretarnir sem þá fóru að flakinu, ýmislegt með sér úr þvi að þvi er haft er eftir leiðsögumönnunum. Þá er það einnig haft eftir leiðsögu- mönnunum, að Bretarnir hafi kveikt i einhverjum hlutum vél- arinnar, og kann þar að vera komin skýringin á ásigkomulagi flaksins. Þegar rannsóknarmenn voru við virkjunarathuganir upp með Þjórsá fyrir nokkrum árum, fóru þeir að flakinu, og höfðu á brott með sér mótor flugvélarinnar, ásamt stórum hluta af framenda hennar. Segir sagan að mótorin hafi siðan verið notaður sem kjöl- festa á vörubil til Reykjavikur. Samkvæmt ábendingum rann- sóknamannanna er nú bæði mót- orinn og framhlutinn kominn i hendur Bretanna, sem hýrnuðu allir, þegar þeir fréttu um þetta tvennt. Þá hafa aðrir sem komið höfðu að flakinu bent Bretunum á eitt og annað — og jafnvel skilað hlut- um, sem þeir höfðu haft á brott með sér úr þvi. Þvi mun hafa verið haldið fram, að rannsóknamenn við Þjórsá, hefðu kveikt i flakinu, en það er ekki á rökum byggt. Við gröft i bakka Þjórsár, og leit á svæðinu i kring um flakið, ha.fa brezku leiðangursmennirnir fundið eitt og annað sem tilheyrði vélinni, svo niðurstaðan af leið- angrinum hingað verður eftir allt mjög góð, og hafa Bretarnir mun meira á brott með sér af flugvél- inni, en i upphafi leit út fyrir. Róma Bretarnir hjálpsemi ts- lendinga við þennan leiðangur og eiga liklega margir íslendingar eftir að heimsækja safnið, þar sem flugvélin verður til sýnis, þegar búið verður að setja hana saman og smiða i hana það, sem á vantar. r 3 STROKUFANGANNA GRIPNIR - fjöldi fólks felur sig af ótta við hefnd fanganna SB—Reykjavik—NTB Lögreglan i Svíþjóð handtók i gærniorgun þrjá af föngun- um 15, sem struku úr fangcls- inu i Kumla á föstudagsmorg- uninn . Króatarnir tveir, sem sátu i lifstíðarfangelsi fyrir morðið á júgóslavneska am- bassadornum i fyrra.náðust fyrstir. Þeir voru taldir hinir hættulegustu. Þriðju fanginn, Svii náðist siðar um daginn. Króatarnir, Milo Barecik, 22 ára og Andjelko Rrajokovic, 24 ára, náðust eftir að lögregl- an lét til skarar skriða i sam- bandi við árás á vaktmann i Svartá, um 30 km vestan við Kumla. Mikið lögreglulið var sent á staðinn og ekki tók nema tvær klst, að ná Króöt- unum. Þeir voru óvopnaðir og veittu enga mótspyrnu. Skömmu eftir handtöku Króatanna sáust fjórir aðrir strokufanganna i bifreið á öðr- um stað og þangað var aftur sent mikið lögreglulið en það gafst fljótlegd upp, þvi óttast var að fangarnir væru vopnaðir. Talið er að tveir fangar séu enn á svæðinu við Svartá og var þeirra leitað i allan gær- dag. Sviinn, var handtekinn i gærdag, en ekki fylgdi frétt- inni, hvar. Talið er að- hann hafi einnig verið viðriðinn árásina á næturvörðinn, sem skýrði frá þvi, að sjö manns hefðu ráðizt á sig og bundið sig. Hann gat losað sig og náð i lögregluna. Fólk faldi sig Þessa daga, sem fangarnir hafa leikið lausum hala, hefur fjöldi Svia farið i felur af ótta við hefnd þeirra. Einn fanginn Johann Reinfurt, er alræmdur bankaræningi og þegar hann var dæmdur, sór hann að drepa alla þá lögreglumenn, sem þátt áttu i handtöku hans. Júgóslavnesk fjölskylda lét sig „hverfa” eftir að Milo Barecik hafði hringt um helg- ina og hótað að myrða heimil- isföðurinn. Astæðan var sú að dóttir hans hafði gifzt þriöja manninum, sem var viðriðinn morð ambassadorsins. Sá fékk aðeins 8 mánaða fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.