Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 22. ágúst 1972 Hl Electrolux Frystikista 310 Itr. Electrolux Frystikista TC114 310 lítra, kr. 28.405. Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hf. AHMULA 1A SIMI asi12. REVKUAVIK. & SKIPAUTGCRB RIKISINS M/S HEKLA fer frá Reykjavík föstudaginn 25. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumót- taka i dag og á morgun og fimmtu- dag til Austfjarða- hafna. M/S BALDUR fer til Snæfellsness- og Breiðafjarðar- hafna þriðjudaginn 29. águst Vörumót- taka daglega. ER KÖTTURINN RÉTTLAUS Greinarkorn með þessari yfir- skrift eftii: mig undirritaðan birtist i dálkum „Velvakanda” Morgunblaðsins 11. þ.m. Af einhverjum, mer óskiljanlegum, ástæðum, hefur „Velvakandi” ekki talið sér fært, að birta grein- ina óstytta. En þar eð ég tel, að greinin nái ekki tilgangi sinum eftir slika breytingu, hef ég mælzt til þess, að Timinn birti hana óstytta, og fer hún hér á eftir: Dag nokkurn á siðastliðnum vetri átti ég leið um Bröttugötu hér i Reykjavik. Veit ég þá eigi' fyrri til en alllöng spýta kemur á flugferð út úr hliðargötu og hafnar rétt við fætur mér. Sam- timis kemur köttur hlaupandi og skýzt inn i nálægt hús. Var spýtunni sýnilega ætlað að hæfa köttinn, þvi að á sama andartaki komu tveir stálpaðir strákar þjótandi út úr sömu hliðargötu og voru sýnilega gramir vegna þess eins, að kastfimi þeirra skyldi bregðast. Mér gramdist mjög framferði strákanna og talaði til þeirra á viðeigandi hátt, að mér fannst sjálfum. „Ég á köttinn”, hrópaði annar þeirra sigri hrósandi, og gaf mér þar með til kynna, að þetta væri mál, sem honum einum kæmi við. Siöan hlupu þeir báðir inn i húsið, sem kötturinn hafði leitað skjóls i, og hafa trú- lega átt þar góða foreldra, sem létu sig þennan gráa leik litlu skipta. Algengt er, þegar krakkar taka að verða leið á brúðum og gervi- dýrum, heimta þau lifandi dýr, og er það þá venjulega kettlingur, sem þau vilja fá. Eldra fólkið er sveigjanlegt i það endalausa, þegar yngri kynslóðin á i hlut, og ekkert þykir sjálfsagðara en að láta að vilja barnanna i þessum efnum. Svo er litið á, að það hafi mjög svo þroskandi áhrif á börn- in að umgangast lifandi dýr. En þegar þessi börn hafa fengið ósk sina uppfyllta, sem venjulega gengur greiðlega, er oftast litill munur á þeim handtökum, sem hið lifandi dýr kettlingurinn) fær og þeim, sem brúðan og gervi- bangsinn áttu áður að venjast. Börn gera litinn greinarmun á þvi, hvort um lifandi dýr eða venjuleg leikföng er að ræða. Arbæjarhverfi Sölubörn, 10-13 ára óskast til að selja happdrættismiöa BRÆÐRAFÉLAGS ARBÆJARSAFNAÐAR. Miðar af- hendast næstu kvöld milli kl. 6-7 að Vorsabæ 11, Glæsibæ 7 og Glæsibæ 16. HA SÖLULAUN. Stjórnin Landsins ^rdðnr - yðar hróðnr BtNAÐARBANKI " ISLANDS Ílogfrædi j SKRIFSTOFA j j Vilhjálmur Ámason, hrl. j Lækjargötu 12. I (Iönaðarbankahúsinu, 3. h.) { ^ Simar 24635 7 16307. I VELJUM ÍSLENZKT heildsala - smása/a HELLESENS RAFHLÖÐUR jQ/ux£éctAvc/a/i, A/ RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVÍK • SIMI 18395 Veslings dýrin eiga ekki annarra kosta völ en að umbera kvalara sina, krakkana. Svo kemur að þvi samkvæmt lögmáli náttúrunnar, að kettlingurinn verður að fullvöxnum ketti. Þá fer áhugi krakkanna fyrir honum að dofna og að lokum verða þau leið á honum og vilja fá nýtt leik- fang. Og þá er að losa sig við „kattarskömmina” á sem fyrir- hafnarminnstan hátt. Dæmi eru til þess, að sá vandi er leystur þannig, að farið er með köttinn á ókunnan stað og honum sleppt þar. Þrautaferill sá, sem dýriðá i vændum, skiptir eigendurna engu máli. Æviferill hins ógæfu- sama dýrs endar svo jafnvel þannig, aö það lendir i „klóm” samvizkulausra stráka og hlýtur þar með kvalafullan dauðdaga. Vitað er, að eitt sinn fóru slikir óknytta strákar með kött upp i Skólavörðuholt, báru I hann tjöru og kveiktu siðan i honum. Við verðum af fletta mörgum blöðum Mannskynssögunnar til þess að finna dæmi um sams konar drápsaðferð. — Stundum hefur verið á það bent, að kettir séu óalandi sakir sins grimma eðlis. Vitanlega neitar enginn þvi, að grimmd er kettinum i blóð borin.-., eins og öðrum rándýrum. Sjálfum hefur mér oft gramizt að sjá ketti hremma bráð sina, mús eða fugl, sem ekki uggði að sér. En þegar ég fer svo að bera saman lifnaðarhætti katta og manna, þá sýnist mér kötturinn aðeins vera meinlitiö peð á tafl- borði grimmdarinnar. Þar situr maðurinn tvimælalaust i önd- vegi. Engin munu þess dæmi, að kötturinn hafi útrýmt nokkurri dýrategund, en hins vegar hefur maðurinn útrýmt mörgum, og er á góðri leið með að útrýma fleirum. Maðurinn er i sannleika böðull lifsins og er þar I sérflokki. Hann drepur i mjög mörgum til- fellum einungis sér til gamans, og úr slóð hans hefur liklega runnið meira blóð á liönum árum og öldum, en úr slóðum allra samtima dýrategunda heimsins samanlagt. Staðreyndir eru ekki ávallt þægilegar. Þegar á allar hliðar málsins er litið, virðist sem i sjálfri höfuð- borg landsins, undir handarjaðri Dýraverndunarfélags íslands, eigi sér stað meiri dýraniðsla en þekkist annars staðar á landinu. Munu margir biða þess með vax- andi óþreyju, að forráðamenn þess félags losi svefninn og gerizt þeir málsvarar dýranna, sem vonir stóðu til i fyrstu að þeir yrðu. Hér dugir ekkert annað en rót- tækar aðgerðir til úrbóta, eins og öllum máljóst vera, sem málið kynna sér. Eyþór Erlendsson íslenzkir 1 júni i sumar var farin bænda- för til Noregs og Danmörku á vegum Búnaðarfélags tslands. Þátttakendur voru 109 og farar- stjóri Agnar Guðnason. Fyrir forgöngu innflutnings- deildar Sambands islenzkra sam- bændur vinnufélaga voru þátttakendurnir gestir fóðurfyrirtækisins Fyens Andels Foderstofforretning i Svendborg (FAF) og er með- fylgjandi mynd tekin uppi á hin- um háu kornturnum fyrirtækisins við höfnina i Svendborg. Að lokn- hjá FAF um ýmsum sýningarferðum hélt FAF gestunum hóf um kvöldið. FAF selur langstærsta hluta þess fóðurs, sem flutt er til tslands og þvi einkar skemmti- legt fyrir islenzka bændur að kynnast fyrirtækinu betur. Veðurathugunarmaður vígður prestur Vopnfirðinga A sunnudaginn fór fram prests- vigsla i Dómkirkjunni i Reykja- vik hún hófst klukkan ellefu. Biskup Islands vigði Hauk Agústsson cand. theol. til Hofs- prestakalls i Vopnafirði. Haukur hefur dvalizt við veður- athuganir á Hveravöllum undan- farið ár, ásamt konu sinni Hildu Torfadóttur. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup lýsti vigslu, en vigsluvott- ar voru séra Jakob Einarsson, séra Jón Guðnason, séra Oddur Thorarensen og séra Þórir Step- hensen. Nýju prestshjónin i Vopnafirði. UR OGSKARTGRIPIR JÓNSSON SKÓLAVÖRÐUSí IC 8 BANKASTRÆTI6 18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.