Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. ágúst 1972 TIMINN 5 Jafntefli í 16. skákinni eftir 60 leiki - Dauf skák fyrir troðfullu húsi v ET—Reykjavik 16. einvígisskákinni, sem tefld var á sunnudaginn, lauk með jafntefli að luknum 60 leikjum. Skákin var f daufara lagi og staðan yfirleitt jafnteflisleg. Spasski hafði nokkru betur á timabili, en tókst ekki að notfæra sér þá stöðuyfirburði til vinnings. Yfir 2000 áhorfendur fylgdust með skákinni og er það metað- sókn að einvigisskák. Keppnis salurinn var þéttsetinn og að minum dómi hefðu vart fleiri gestir komist inn i Höllina, slik var þröngin þar innan dyra. Að lokinni 16. skákinni hefur Fischer 9 1/2 vinning — Spasski 6 1/2. Áskorandann skortir þvi aðeins 3 vinninga til að krækja sér i heimsmeistaratign og má segja, að sifellt syrti meira og meira i álinn fyrir núverandi heims- meistara. — 17. einvigisskákin verður tefld I dag kl. 5 og hefur Spasski hvitt. FISCHERS—AFRIGÐIÐ — METAÐSÓKN Spasski mætir timanlega til leiks með kaffibrúsana i rauðri tösku. Larissa, kona hans, skartar lika rauðu, svo að þau hjónakornin halda sannarlega. uppi merki ættlandsins. Fischer er seinn eins og venjul. en leikur nú hinum dæmigerða upphafsleik sinum e4. Spasski svarar e5 og upp kemur kunnug- leg staða i augum byrjenda i skák, nefnilega spánski leikurinn. Askorandinn kórónar svo byrjunina i 4. leik, er hann drepur BxRc6 og beinir skákinni þar með i sitt eigið afbrigði, Fischers-- afbrigðið. (Eitt af eftirlætis- afbrigðum kappans, svo sem nafngiftin ber með sér). Það er óvenju margt fólk i Höllinni, hvert sæti skipað i salnum og fjölmargir standa upp á endann. Ég vík mér að þeim skáksambandsmönnum og spyr um tölu áhorfenda. 2200, nei 2300 miðar seldir (og það kl. 6) Metaðsókn! I leiðinni frétti ég það, að Schmid yfirdómara hafi bærizt bref frá Fred Cramer, þar sem þess var krafizt, að teflt yrði i bakherberginu. Ég spyr Guðmund Arnlaugsson aðst. dómara um málið. Hann segir bréfið nánast út i hött og þvi hafi ekki verið svarað. FOX ÞÖGULL — SKÁKIN LEIÐINLEG Ég hitti Chester Fox að máli i anddyrinu. Hann verst allra frétta, en visar til lögfr. sins. Ég spyr hvernig þessi tröllháa stefnufjárhæð, 1.75 millj. dollara, sé fundin. Fox segir þetta bæði bein útgjöld, og tekjur, sem hann hafi orðið af vegna þess að ekki var kvik- myndað. Hann itrekar, að hann sé reiðubúinn að hefja kvikmyndun, gefi Fischer grænt ljós. Hafsteinn Baldvinsson, hrl., lögfræðingur Fox vill ekkert um málið segja að svo komnu. Hann segir, að til greina komi að kyrrsetja verð- launaupphæð Fischers hér á landi og verði þá að reka kyrr- setningarmálið fyrir islenzkum dómstólum. Hins vegar verði sjálft skaðabótamálið tekið fyrir i Bandaríkjunum. Lögfræðingur Fischers Sveinn Snorrason, hrl., er lika þögull um málavöxtu. Skákin hefur þokast áfram i millitiðinni. Hún er leiðinleg að flestra dómi og einhver vor- kennir öllum áhorfenda- skaranum. Skoðanir um stöðuna eru skiptar, eins og svo oft áður. Sumir telja hana sigla hraðbyri i átt til jafnteflis, aðrir sjá mögu- leika fyrir sinn hvorn keppand- ann. FJÖRKIPPUR — DAUTT JAFNTEFLI Allt i einu lifnar yfir skákinni. Fischer gefur andstæðingnum peð, en við það tekur Spasski mikinn fjörkipp. 20. leikur hans Be5 er sterkur og aðrir slikir fylgja á eftir. 1 25. leik er svo komið, að Spasski hefur mögu- leika á hrókauppskiptum og stendur þá eftir einu peði rikari i endatafli. Hann velur þó ekki þann kostinn, heldur leikur hrók sinum undan. Fischer er ekki seinn á sér og hremmir eitt peða andstæðingsins. Upp kemur „dauð jafnteflisstaða” að flestra hyggju. Ég spyr Frank Brady um stöðuna. „Hún er vissulega jafn- teflisleg, þótt Spasski hafi smásæja möguleika sem stendur (eftir 28. leik)” Spasski nær að visu peðinu aftur og eftir 33 leik standa tvimenningarnir uppi með kóng og hrók hvor, Spasski tvö en Fischer eitt peð. Danski skák- meistarinn Enevoldsen svarar mér nú á þessa leið: „Samkvæmt skákbókunum er þetta jafntefli, en hver veit?” Eftir þetta likist skákin meira hraðskák en venjulegri keppnis- skák. Kapparnir tefla hratt og að þvi er virðist án nokkurs takmarks. „Ætli Spasski finnist bara ekki svona gaman að hafa einu sinni betri stöðu i lokin?” heyrist einhver spyrja. „Hann ætlar áð þrautreyna alla mögu- leika” segir annar og ég tek undir staðhæfinguna. Þeir félagar eru iðnir og komast upp i 60. leiki, áður en yfir lýkur og þeir semja um jafntefli. Bifreiðin á hvoldi i Gljúfurholtsá eftir áreksturinn. t baksýn sérst i Kotstrandarkirkju. (Ljósm. Páil Þorlakss.) Bíllinn lenti á hvolfi Klp—Reykjavik Lögreglan á Selfossi varð að hafa afskipti af fjórum bilveltum um helgina. Tvær bifreiðir ultu við Skiðaskálann og ein á Þing- völlum á móts við Kárastaði. Þá varð árekstur við Gljúfurholtsá með þeim afleiðingum aö önnur bifreiðin fór út af veginum og lenti á hvolfi út i ánni. Orsök slyssins við Gljúfurholts- á, var að bifreið var ekið fram úr annarri rétt við brúna. Skall sú, sem ætlaði framúr utani hina með í ánni þeim afleiðingum aö hún fór út af veginum og hafnaði á hvolfi i ánni. Þrennt var i bifreiðinni og urðu litil meiðsli á fólki. Sömu sögu er að segja af hinum bilvelt- unum þrem. Balthazar, Bylgja og Kolskeggur, ásamt eigendunum. Ljósmynd: tsak Jónsson. Balthazar A sunnidaginn var haldin góð- hestakeppni i Hveragerði. Hlaut þar fyrstu verðlaun skjóttur hest- ur, eign Mána Antonssonar i Hveragerði, Balthazar að nafni fékk fyrstu verðlaun og heitinn i höfuð fyrri eiganda, leirljós hryssa blesótt, Bylgja, listmálarans spænska. önnur eign Sigurbjargar Jóhannesdótt- verðlaun fékk Kolskeggur eign ur á Kröggúlfsstöðum, einnar af Péturs Þórðarsonar i Hveragerði, dætrunum sjö frá Merkigili i brúnn hestur, og þriðju verðlaun Skagafirði. Frímerki á bréf til heimsbyggðarinnar Ný kvenfata- verzlun ÞM-Reykjavik Opnuð hefur verið ný verzlun að Bergstaðarstræti 3. Verzlunin hefur eingöngu kvenfatnað á boð- stólnum, og eru það lang mest stóru númerin, allt upp i 56, og stærra, sem áherzla verður lögð á. Einnig mun verða hægt að velja efni og snið, og verða þá föt- in sérstaklega saumuð. Nú geta þvi konur, sem áður urðu að láta sérsauma á sig öll föt, loksins fengið tilbúna kjóla og kápur. Nafn verzlunarinnar er Mel- korka, og eigendur eru Ölafur Magnússon, Sigrún Sveinsdóttir og Sigriður Hannesdóttir, sem jafnframt er verzlunarstjóri. Fatnaðurinn, sem verzlunin sel- ur, er allur frá Englandi. SKÁKSAMBANDIÐ EKKIí MÁLAFERLUM Sú frétt hefur siazt út, að S1 sé aðili að máli þvi, sem Fox hefur hafið gegn Fischer i New York. 1 fréttatilkynningu, sem gefin var út á sunnudag, mótmælir stjórn S1 þessari staðhæfingu og segist aldrei hafa áformað að sækja neinn til saka. Harmar stjórnin þessa frétt, sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Nokkur hávaði var i keppnis- salnum i Laugardalshöllinni á sunnudaginn, enda fjöldi fólks þar samankominn. Fred Cramer sagði i viðtali við Timann i gær, að Fischer væri óánægður með aðstæður i salnum og krefðist breytinga til batnaðar, ella færi hann fram á, að teflt yrði að tjald- baki. Cramer haföi samt ekki sent Schmid yfirdómara enn eitt kvörtunarbréfið, er siðast fréttist. Dómstóll, sem staðsettur er i Haag og kallaður er alþjóðadóm- stóll, hefur kveðið upp bráða- birgðaúrskurð, um deilu Breta og Þjóðverja annars vegar og Is- lendinga hins vegar, hvort Is- lendingar hefðu rétt til að færa fiskveiðilögsögu sina úr 12 milum i 50 milur. Og auðvitað var úr- skurðurinn Islandi óhagstæður. En þessi úrskurður er upp kveð- inn af alþjóðadómstóli eftir lög- um, sem ekki eru til. Og auk þess þarf þessi dómstóll ekki að láta heyra i sér nema að viss riki (helzt sterk) eigi hags- muna að gæta annars vegar og hins vegar smáriki, sem á bók- staflega lifsafkomu sina undir rúmri fiskveiðilögsögu. Það er ofur einfalt mál, að slá ryki i augu alheimsins, að nú sé kveðinn upp réttlátur dómur eftir þeim lögum, sem aldrei hafa ver- ið samin og þvi siður hlotið stað- festingu. Nú er það að sjálfsögðu fjarri islenzku þjóðinni að láta kúga sig i sinu stærsta lifshags- munamáli. „Heyra má ég erki biskups boðskap, en ráðinn er ég að hafa hann að engu”. Þvi mega íslendingar gera sér fulla grein fyrir, að eftir þessum úrskurði Haagdómstólsins verður tekið, jafnt af rikum þjóðum og snauðum, enda þótt hann hafi ekki lögsögu i málinu. Og einmitt þess vegna riður Islendingum á þvi að frimerkja svo bréf sitt, sem þeir senda út um heims- byggðina með boðskapinn um 50 milna fiskveiðilögsögu, að það verði frekar tekið eftir hinu is- lenzka frimerki en úrskurði Haagdómstólsins. Nú hefur verið svo og á að vera svo, að islenzka þjóðin hefurgefiö sveltandi og vannærðum þjóðum mat. Þaö er göfugt hlutverk að rétta þeim hjálparhönd, sem þess þurfa og höllum fæti standa, enda hafa Islendingar oft sýnt gjaf- mildi sina i svo rikum mæli, að eftir þvi hefur verið tekið á al- þjóðavettvangi. Nú er það tillaga min, að is- lenzka þjóðin gefi sveltandi og vannærðum þjóðum allan þann fisk, sem veiðist á fyrsta sólar- hring eftir útfærslu fískvéfði markanna á milli 12 og 50 milna markanna, og mætti gjarnan svo vera 1. september ár hvert, þar til alþjóðalög hafa verið sett um fiskveiðilögsögu. Það verður erfitt fyrir þjóðir heims að kveða upp harða dóma yfir einni smæstu þjóð heimsins sem er að bjarga tilveru sinni með stækkun fiskveiðilögsögu gegn bezt iðnvæddu þjóðum Evrópu og samfara sinni björgun metta þeír lífea sveltandi þjóðir. Ég held, að þetta islenzka tri- merki yrði minnisstæðara þeim vannærðu þjóðum og ýmsum öðr- um, sem við órétt og yfirtroðslu eiga að búa, en bráðabirgðaúr- skurður, sem upp er kveðinn i Haag af dómstóli, sem enga lög- sögu hefur i þvi máli, sem hann kveður upp úrskurðinn um. Kristján Finnbogason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.