Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN 11 LEIKA NÆSTU STORLEIKI I MADRID OG NESKAUPSTAÐ - mótherjar Keflvíkinga misjafnir að styrkleika. Dregið í Bikarkeppni KSI. Alf — Reykjavík — Lánið leikur ekki enda- laust við Keflvíkinga, hugsuðu margir í gær, þegar dregið var um það, hvaða lið eigi að leika saman i aðal- keppni Bikarkeppni KSÍ, og Keflvikingar drógust gegn Aust- fjarða-liðinu, sem verður sennilega Þróttur frá Neskaup- stað. Þetta þýðir 50-60 þús. kr. kostnað fyrir Keflvikinga, þar sem Austfjarðaliðið dróst á undan og á rétt á heimaleiknum. Næstu stórleikir Keflavikur verða þvi háðir á Nes- kaupstað og i Madrid — og þykir ýmsum býsna langur vegur á milli 3. deildar liðs frá Aust- fjörðum og eins þekktasta knattspyrnu- liðs veraldar. Formaður tþróttabandalags Keflavikur, Hafsteinn Guö- Þessi mynd er frá leik Fram og Keflavfkur f fyrrakvöld. Þarna sést hinn snjalli útherji Fram, Eggert Steingrimsson, sækja að Keflavikurmarkinu, en fjær á myndinni, sjást Erlendur Magnússon, Fram, Guöni Kjartansson, iBK, HöröurRagnarsson, tBK og Baldur Sceving, Fram (Tfmamynd Gunnar). Tekst KR-ingum að snúa blaðinu við í kvöld? Mæta Vestmannaeyingum á Laugardalsvellinum Alf — Reykjavik — Aformaö er, að i kvöld fari fram leikur KR og Vestmannaeyinga i 1. deild, sem tvivegis hefur orðið að fresta, Hópferð til Spánar - ÍBK gefur knattspyrnuáhugamönnum og sóldýrkendum, kost á að sjá Real Madrid leika á heimavelli sínum Estadio Santiago Bernabeu Nú geta þeir sem hafa áhuga, brugöið sér með Keflavikurliðinu til Spánar og séð liðið leika á hinum heims- fræga knattspyrnuvelli Real Madrid. — Estadio Santiago Bernabeu — þar sem Keflvík- ingar mæta snillingunum sjálfum Real Madrid en liðið er talið eitt af beztu félags- liðum heims og það gerði al- hvita félagsbúningin heims- frægan á sinum tima. T,d. hafa mörg félagslið tekið upp á þvi að leika i i alhvítii eftir að búningurinn var talinn sá ósigrandi. IHK hefur ákveðið að efna til hópferðar til Spánar i samráði við ferðaskrifstofu Útsýnar, sem skipuleggur ferðina. Ferðin tekur 11 daga i allt og er hin ákjósanlegásta fyrir knattspyrnuáhugamenn og sóldýrkendur. Farið verður til Spánar 10. sept- ember og dvalarstaður verður næst fjölsóttast sólskinspara dis Evrópu, Costa del Sol. Þaðan veröur svo farið til Madrid 13. september til að horfa á leik Keflvikinga og Real Madrid. Siðan verður farið til Costa del Sol og dvalist þar i fimm daga, þar sem menn geta sólað sig og skemmt sér. Miklar likur eru á þvf að þessi ferð verði eftir- sótt og skemmtileg, þvi það er ekki á hverjum degi að tslendingar fái tækifæri til að sjá Real Madrid, leika á einum frægasta og stærsta leikvelli Evrópu, en leik- völlurinn tekur 125.000 þús. manns og stemningin er gifurleg þegar Real Madrid leikur i Evrópukeppni. Kefl- vfkingar efndu til hópferðar þegar þeir léku gegn Totten- ham f London i fyrra, þá seldust miðar f ferðina fljót- lega upp og er talið, að sú saga endurtaki sig einnig nú. SOS sökúm þess, að Vestmannaeyin- gar hafa ekki komizt til „megin- landsins" vegna veðurs. Leikurinn i kvöld fer fram á Laugardalsvejjinum og hefst kl. 19. Eins og kunnugt er léku þessi lið um helgina i Vestmanna- eyjum, og unnu heimamenn þann leik með eins marks mun, 2:1, en að sögn eru KR-ingar ekki á þeim buxunum aö láta slfkt endurtaka sig enda veitir þeim ekkert ai' fleiri stigum til að losna alveg úr fallhættu. Það má þvi búast við skemmtilegum leik, en leikurinn er ekki síður þýöingarmikill fyrir Vestmannaeyinga, sem fræðilega hafa mesta möguleika á að verða íslandsmeistarar, fyrir utan Fram. mundsson, var haldur óhress yfir þvi að þurfa að fara til Austf jarða vegna kostnaðarins, en það leiðir hugann að þvi, hve miklir erfið- leikar hljóta að steðja að Aust- fjarða-liðunum, sem þurfa að leggja I mikfu meírí kostnaö vegna fleiri leikja, sem þeir þurfa að leika við f jarlæg liö. En það er önnur saga. Jón Magnússon, formaður Mótanefndar KSl, stjórnaði at- höfninni i gær, að viðstöddum for- ráðamönnum félaganna og blaðamönnum. Gat hann þess i upphafi, aö nú væru 16 lið i aðal- keppninni, eöa nokkru fleiri en áöur. Aformað er, að keppninni ljúki fyrr en áður, e.t.v. um miðjan september, og er þá hugsanlegt, að úrslitaleikur keppninnar fari i fyrsta sinn fram á Laugardalsvellinum. Drátturinn fór þannig: Armann - Valur Austurland - Keflavík Akureyri - Vestmannaeyjar Nöfn marka- kónga letruð á Ragnars- bikarinn tþróttasamband Færeyja gaf KSf nýlega bikar til ráð- stöfunar i þvi skyni að heiðra minningu Ragnars Lárus- sonar. Stjórn KSt hefur nú ákveðið, að nafn marka- kóngs 1. deildar hverju sinni verði letrað á „Ragnarsbik- arinn". Eins og kunnugt er, var Ragnar Lárusson mikill hvatamaður að samskiptum tslendinga og Færeyinga á knattspyrnusviðinu. Isafjörður - FH Vfkingur - Njarðvik Þróttur - Akranes Fram - KR Breiðablik - Haukar. Eins og áður segir, á þaö lið, sem dregst á undan, rétt á heima- leik. Aðeins tvö 1. deildar lið drógust saman, þ.e. Fram og KR, og er það óvenjulegt, að ekki skuli fleiri 1. deildar liö dragast saman. Aö sögn Jóns Magnússonar verða leikdagar ákveðnir siðar i vikunni. FH-ingur beztur hand- knattleiksmanna í golfi A mánudagskvöldið var haldið á velli GK í Hafnarfirði golfmót, þar sem keppendur voru ein- göngu þeir, sem þegar eru kunnir úr röðum handknattleiksmanna okkar, svo og forráöamenn félag- anna, er þá iþróttagrein stunda. Er þetta annað árið, sem hand- knattleiksmenn halda keppni til að fá úr þvi skorið, hver sé þeirra beztur í golfi. Mótið fór fram i leiðinda veðri- roki og rigningu-, en þrátt fyrir það mættu yl'ir 20 kappar til leiks úr flestum, ef ekki öllum, hand- knattleiksliðum i Reykjavfk og nágrenni. Veörið setti sinn svip á mótið — mönnum gekk misjafn- lega að koma litla hvita boltanum á réttan stað, og höfðu margir á oröi, að líklega heföi verið betra að nota handbolta fyrir suma, þvi að þeim gekk ærið misjafnlega að hitta þann litla. Leiknar voru 12 holur og veitt verðlaun með og án forgjafar fyrir þá, sem eitthvaö kunnu fyrir sér, en auk þess var keppt i ný- liðaflokki — þ.e.a .s. meðal þeirra, sem eru byrjendur, en hafa þó tekiö „golfbakteriuna". Orslit án forgjafar urðu þau, að Birgir Björnsson, FH, fór með sigur af hólrni, lék á 57 höggum. Hlaut hann þvi farandbikar þann, sem Austurbakki h/f gaf f fyrra til þessarar keppni en handhafi hans var Bergur Guðnason, Val. Orslit án forgjafar urðu annars þessi: Birgir Bjöinsson, FH 57 Sveinb. BJörnsson, HK 58 Ólafur H. Ólafss., Haukum 59 llalldór Kristjánss.. Gróttu 59 BergurGuðnason, Val 65 Með forgjóf uröu úrslit þessi: Sveinbjörii Björnsson, HK 46 Brynjólfur Markússon, Ht 47 llalldór Kristjánss.,Gróttu 47 Birgir Björnsson, FH 49 rtlafur II. Ólafss., Haukum 49 1 nýliðakeppninni röðuðu leik- menn tR sér i þrjú fyrstu sætin, og varð Brynjólfur Markússon efstur, en hann lék á 67 höggum. Annars urðu úrslit i þessum flokki sem hér segir: Brynjólfur Markússon, llt 67 JóhannesGunnarsson, ÍR 71 AgústSvavarsson, 1R 77 KarlH.Sigurðss., Val 80 Ævar Sigurðsson, KR 89 Svo mikil „golfbakteria" greip suma nýliðanna aö þeir faóru aftur út að spila að lokinni keppn- inni, þrátt fyrir aö veörið væri svo slæmt, að varla var hundi ut sig- andi. Mjög brosleg atvik uröu i þessu mikla móti. Þó vakti mesta ká- tinu þegar einn „stórgolfarinn" missti kylfuna úr höndum sér þegar hann var búinn að slá. Fór kylfan lengra en boltinn — liklega Islandsmet i kylfukasti! — og tók langan tima að finna hana aftur. Sögðu vanir menn, að þetta væri I fyrsta skipti sem leitaö heföi ver- iö að kylfu i staö bolta i þessari iþróttagrein. — klp — Atta félög taka þátt í Islandsmóti í kvennaknattspyrnu - fyrstu leikirnir háðir um næstu helgi Alf—Reykjavik. — Átta félög tilkynntu þátttöku i tslandsmóti kvenna i knattspyrnu, sem hefst um næstu helgi. Keppt verður um bikar, sem fyrirtækið Gull og silfur gaf til keppninnar. Nú hefur þátttökuliöunum verið skipt I tvo riöla, og eru þeir þann- ig skipaðir: Á-riöill: B-riðill: FH Keflavik Þróttur Grindavfk Breiðablik Armann Fram. Haukar. Fyrstu leikir f riölunum verða milli FH-Þróttar, Breiðabliks- Fram, Keflavíkur-Grindavfkur og Armanns-Hauka. t dag verður nánar ákveöið um leikdaga, en þau lið, sem nefnd eru á undan, eiga rétt á heimaleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.