Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN Otgefandi: Frámsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.o : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaos Timans).:| ; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasom,: Ritstjórnarskrif-,:| istofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306i..:; I Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýs4; : ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi: : 225 krónur á mánuöi iiinaii lands, i lausasölu 15 krónur ein-fc: takið. Blaðaprent h.f. Kynnum málstað okkar í landhelgismálinu Er núverandi rikisstjórn kom til valda hófst öflug kynning á málstað Islands i landhelgis- málum meðal erlendra þjóða. Kynning á bar- áttu íslendinga fyrir yfirráðum yfir fiski- miðunum á landgrunni Islands hafði þá nær al- veg legið niðri i heilan áratug. Þessi kynningarstarfssemi hefur borið mik- inn árangur og feikimikið verið talað um málið i erlendum fjölmiðlum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að koma sjónarmiðum Islands á framfæri og auk ráð- herra, blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar og utanrikisráðuneytisins hafa fjölmörg félaga- samtök, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar lagt þessari kynningarstarfssemi lið. Skákeinvigið hefur dregið mikinn fjölda er- lendra fréttamanna hingað og þeir hafa einnig kynnt Island sérstaklega og islenzk málefni, ekki sizt landhelgismálið og sjónarmið Is- lendinga þótt auðvitað sé æði misjafnt hvernig þar er á haldið. Blaðafulltrúi rikisstjórnarinn- ar skipulagði kynningardagskrá um land- helgismálið fyrir fjölda erl. blaðamanna i siðasta mánuði, ræddu þeir við ráðherra og ferðuðust um landið. Hér voru svo i siðustu viku 8 brezkir blaðamenn á vegum utanrikis- ráðuneytisins. Fóru þeir viða i verstöðvar og töluðu við sjómenn, fiskverkunarfólk og fiski- fræðinga. I fyrri viku hélt Hannes Jónsson, blaðafull- trúi rikisstjórnarinnar, kynningarfund um landhelgismálið með fréttamönnum i Lundún- um. Jafnframt var frumsýnd landhelgiskvik- mynd sú, sem rikisstjórnin lét gera „The living sea". Þessi kvikmynd hefur nú verið pöntuð til sýningar i tugum sjónvarpsstöðva viða um heim. Eftir fundinn kom blaðafulltrúinn fram i BBC-útvarpinu og þremur sjónvarpsdagskrám og aðrir áhrifamestu fjölmiðlar i Bretlandi birtu fréttir af þvi, sem fram kom á fundinum. Það er svo mál út af fyrir sig, að þeir, sem sátu auðum höndum i landhelgismálinu i 10 ár skuli telja sig þess umkomna að deila á framtak biaðafulltrúa rikisstjórnarinnar af þessu tilefni. Eitt er vist. Island og islenzk málefni hafa aldrei verið jafn mikið og viða kynnt i heimin- um og á þessu sumri. Þar á skákeinvigið vissu- lega sinn þátt og gat það ekki verið á betri tima með tilliti til landhelgismálsins og kynningar þess meðal erlendra þjóða. En þrátt fyrir þessa kynningarstarfssemi er viða skilningsleysi að mæta og hörð barátta framundan. Þess vegna verðum við að halda kynningunni þrotlaust áfram. —TK Robert Kaiser: Eistlendingar reyna að halda í séreinkenni sín Andrúmsloftið er þar allt annað en í Rússlandi og atvinnulífið er blómlegt HAAR sjónvarpsstengur gnæfa yfir ibúðarhúsum þess- arar gömlu, þýzkmótuðu borgar. Sjónvarpsstöngunum er beint að Helsinki, en norður þangað eru um 50 milur. Dag- skrá finnska sjónvarpsins er sögð mjög vinsæl i Sovétlýð- veldinu Eistlandi. Eistlendingar fá fregnir aí umheiminum um Helsinki. Þetta er ein af mörgum að- ferðum þeirra til að varðveita sérstöðu sina, enda þótt landið sé að lögum óaðskiljanlegur hluti Sovétrikjanna. Eistlend- ingar tala sina eigin tungu, sem er náskyld finnsku; varð- veita miðaldasvip höfuð- borgarinnar, fylgja sinni sér- stöku og tiltölulega frjáls- lyndu listastefnu og tekst yfir- leitt að halda allt öðru and- rúmslofti en rikir i Rússlandi. Vesturlandamanni, sem býr i Moskvu, finnst sem hann nálgist sitt heima þegar hann kemur til Eistlands. BORGIN Tallin minnir mjög á það umhverfi, sem innanhússkreytingamenn reyna stundum að endur- verkja i ákveðinni gerð veit- ingahúsa. Þetta er borg Hansakaupmanna og þýzkir kaupmenn réðu þarna lögum og lofum kynslóð fram af kyn- slóð. Borgin er enn að mestu i þeirri mynd, sem henni var gefin á fjórta'ndu og fimmtándu öld. Gamla borgin stendur i brattri hæð. Mjóar og krókóttar göturnar eru enn lagðar höggnum steini. Mjóir kirkjuturnar bera við loft og húsin hreiðra um sig i róman- tizkum görðum bak við stein- bogahlið. Nýju borgarhverfin hafa ekki sloppið við áhrif sovézkr- ar byggingalistar. Þar ber fyrir augu sömu verk- smiðjuframleiddu húsin og annars staðar i Sovétrikj- unum. En þarna er þeim skipulegar og haganlegar komið fyrir en annars staðar og garðarnir umhverfis hin nýju hús bera svip af landslagi þar sem grasfletir og runnar skiptast á. Garðar við ibúðar- hús eru sjaldan ræktaðir i Rússlandi og nálega aldrei vel hirtir. Ef reynt er að útskýra fyrir Rússa, að Eistlendingar beri gott skyn á smekklegt út- lit, kemur fljótlega i ljós, að mjög erfitt er að koma að þvi orðum i rússnesku. LEIDSÖGUBÆKUR, sem seldar eru i Eistlandi, skýra frá þvi, að Eistland hafi „sótt um" aðild að Sovétrikjunum árið 1940 eftir sjálfvakta „byltingaruppreisn". Sann- leikurinn er hins vegar sá, að rússneski herinn kom yfirráð- um kommúnista á i Eistlandi sumarið 1940, þegar Stalin var að tryggja aðgang sinn að Eystrasalti. Uppreisn kom þar hvergi við sögu. Eistlendingar höfðu enga aðstöðu til að andmæla aðför- um Stalins, hvað þá að koma i veg fyrir þær. Þannig lauk stjálfstæðinu, sem þeir hlutu með Versalasamningnum og stóð i 21 ár. Eistlendingar hafa ekki notið sjálfstæðis i annan tima siðan að sögur hófust. STALIN lét senda þúsundir Eistlendinga til Siberiu til þess að reyna að koma i veg fyrir andspyrnu gegn frelsis- skerðingunni. Heimamenn i Eistlandi halda fram, að rúm- lega 100 þúsund Eistlendingar hafi verið fluttir nauðugir austur fyrir Uralf jöll og látnir Götumynd frá Tallin setjast þar að. Nú hefir nálega öllum verið leyft að hverfa heim, en margir enduðu ævi sina i Siberiu. Vfirráð Rússa voru Eist- lendingum ærið sársaukafull i upphafi, en þeir virðast siðar hafa náð viðhlitandi friði við valdhafana i Moskvu. At- vinnulif Eistlendinga er með þvi blómlegasta, sem þekkist i Sovétrikjunum 15. Þeir eru til dæmis samkeppnisfærir við Norðurlönd i landbúnaði. Rússneskur verkfræðingur, sem býr i Eistlandi, hefir látið svo um mælt, að landsmenn virði og meti „vörugæði", en það sé sjaldgæft i Rússlandi FÓLK sem nú býr i Tallin en bjó áður i Moskvu, segir lifs- kjör i Eistlandi til muna rýmri en i Rússlandi. Úrval er þar miklu meira i verzlunum, einkum matvöruverzlunum. Húsmæðrum, sem áður bjuggu i Moskvu og áttu þvi að venjast að þurfa að biða i bíð- röðum við verzlanir, þykir verzlun i Tallin hreinasta skemmtun i samanburði við það, sem þær urðu að sætta sig við i Moskvu. 1 útjöðrum Tall- in eru allmörg hverfi einka- ibúðarhúsa úr múrsteini, en það er fágætt i Rússlandi. Ibúar Eistlands eru um 1200 þúsund að tölu. Tveir þriðju eru Eistlendingar, en þriðj- ungur ibúanna eru af öðru þjóðerni, meginhlutinn Rúss- ar. Russum fjölgar mjóg ört. einkum vegna manneklu, en hún hvetur til innflutnings úr austri. Miðstjórn kommúnista- flokks Eistlands hélt sérstak- an fund i marz i vetur um efl- ingu „samþjóðlegrar vitundar verkamannastéttarinnar", og þykir það næsta augljóst merki þess, að sambúð Eist- lendinga og Rússa hafi ekki veriðeins góð og á verði kosið. FJARRI fer, að Eistlend- ingar mæli allir á rússnesku, en framburður flestra þeirra, sem það gera, er allloðinn. Forustumenn kommúnista- flokksins og ráðherrarnir i rikisstjórn lýðveldisins eru allir hreinir Eistlendingar, en þeir tala allir ágæta rússnesku og er framburður flestra óað- finnanlegur. Rússneskum ibúumlandsins fjölgar mun örar en Eistlend- ingum sjálfum. Þeirri spurn- ingu var beint til Jóhannesar Kabin, Ieiðtoga kommúnista- flokksins og voldugasta manns landsins, hvort þessi framvinda stefndi ekki fram- tið Eistlendinga sem þjóðar i voða. Formaðurinn reiddist sýni- lega. Hann ruddi úr sér á reip- rennandi rússnesku heilmikl- um tölulegum upplýsingum, sem áttu að gefa til kynna, að engin hætta sé á, að Eistlend- ingar glati þjóðerni sinu i bráð. :56 blöð eru gefin út i Eistlandi og 2B þeirra á tungu þjóðarinnar, átta af niu leik- húsum landsins nota hana og þar fram eftir götunum. Allar tólur flokksformannsins sýndu miklar framfarir i þessu efni siðan að Eistland gerðist aðili að Sovétrikjunum. Kabin þuldi þessar upplýs- ingar yfir hópi erlendra blaða- manna, sem boðið hafði verið til Eistlands á umfangsmikla þjóðhátið, þar sem mikið bar á söng og dansi barna. Hátiðin hafði verið undirbúin i tvö ár og yfir 16000 skólabörn, hvar- vetna að úr lýðveldinu (bæði rússnesk og eistlenzk börn) sungu einvörungu eistlenzk al- þýðulög undir berum himni. Enn fjölmennari hópur sýndi eistlenzka þjóðdansa á knatt- spyrnuvelli. EISTLENDINGAR hafa alla tið lifað i skugga voldugra nágranna eða lotið yfirráðum þeirra. Borgarnafnið Tallin þýðir „danska borgin", en það var hún raunar um þriggja alda skeið á miðöldum. Sviar, Þjóðverjar og Rússar hafa einnig raðið þar rikjum á hin- um ýmsu timum. Eistlendihgum er sýnilega ljóst, hver hefir nú húsbónda- valdið yfir þeim — og þykir sumum þeirra miður. Eist- lendingur einn lét svo ummælt við Austur-Evrópubúa, sem þarna var á ferð, að ástandið væri nú að vissu leyti mun betra en það hefði áður verið: „Við áttum löngum marga óvini", sagði hann, ,,en nú er hann aðeins einn".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.