Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
MiAvikudagur 23. ágúst 1972
Arnesingar mældir og flokkaðir
Framhald af bls. 1.
menn, dr. Henke og Annelise
Kandler, en Schwidetzky próf-
essor er væntanlegur hingað til
lands i septembermánuði, áður
en rannsóknirnar eru úti.
Þegar er búið að mæla á þriðja
hundrað manns, en gert er ráð
fyrir, að nær fjögur hundruð verði
mæld i sumar, áður en lýkur, en
þráðurinn siðan tekinn upp að
nýju næsta ár.
Augljós munur á Þing-
eyingum og Árnesingum
Fólk er ekki tekið til þessara
rannsókna holt og bolt, heldur
valið eftir uppruna þess. bað
verður að vera kynjað úr Arnes
sýslu i aðra ætt að minnsta kosti
eða eiga að öðrum kosti árneskan
maka og afkvæmi með honum.
Við þetta úrval hafa visinda-
mennirnir notið leiðbeininga og
fyrirgreiðslu ættfróðra manna,
likt og i Þingeyjarsýslu, þar eð
finna á þau sérkenni, sem kalla
má árnesk.
Augljóst er, að talsverður
munur er á Þingeyingum og
Arnesingum, en allt of snemmt er
að fara um það fleiri orðum, þar
sem þetta verk er enn ekki nema
nokkuð á veg komið og engin
úrvinnsla hefur farið fram.
Rannsóknirnar hófust á
Selfossi, þar sem vigslubiskups-
frú, Stefania Gissurardóttir
Guðni Einarsson kennari og
Iðunn Gisladóttir frá Stóru-
Reykjum aðstoðuðu dr. Jens og
Þjóðverjana. A Fiúðum hefur
Guðmundur Jónsson á Kópsvatni
verið hægri hönd visindamann-
anna, en aðsetur, þar hafa þeir i
skólanum. Mun starfinu á
Flúðum ljúka um helgina næstu,
og færa visindamennirnir sig þá
um set austur i Gnúpverjahrepp
eða vestur i Biskupstungur.
Einnig verða gerðar rannsóknir
á Arnesingum, sem búsettir eru i
Reykjavik, til þess að fá saman-
burð á einkennum þeirra, sem
gerzt hafa bæjarbúar, og hinna,
sem verið hafa kyrrir heima i
byggðarlagi sinu. Reynt verður
þannig að finna, hvernig
Arnesingar breytast i nýju um-
hverfi og hvaða áhrif búseta i
þéttbýli hefur á erfðaeinkenni
barna þeirra. Það eru þessar
breytingar, sem nefndist
urbanisering á erlendu máli.
Fáir brúneygir, margir
ljóshærðir i Hruna-
inannahreppi
Or gögnum þeim, sem dregin
verða saman um Arnesinga,
verður unnið við háskólann i
Mainz. Þar verða meðal annars
borin saman einkenni fólks eftir
þvi, i hvaða hreppi það er. Alls
verða um áttatiu og sex rann-
sakaöir i Hrunamannahreppi og
viðlika margir í öðrum hreppum,
þannig að góð yfirsýn mun fást
um fólkið og einkenni þess.
t Hrunamannahreppi virðast til
dæmis mjög fáir brúneygir, en
þar eru aftur á móti margir ljós-
hærðir (hvort sem hárið getur nú
kallazt glóbjart eins og á Fjalla-
Eyvindi). Sé hugurinn látinn
hvarfla vestur í Dalasýslu, þá er
þar áberandi mikið um dökkhært
fólk með ljós augu, langhöfða að
höfuðlagi. Það eru einkenni, sem
eru mjög algeng í Irlandi. En svo
sem kunnugt er greinir Land-
náma frá þvi, að Auður djúpúðga
kom vestan um haf til landnáms i
Dölum og trúlega með henni
margt manna af irsku kyni.
Dr. Ilenke við niælingu fótleggjar.
Lengd handarinnar mæld.
ÞJÓÐLAGAHATÍÐIN. SEM EKKI
VAR HALDIN I ELLIÐAEY
ÓV—Reykjavik
Þjóðlagahátiðin mikla, sem
halda átti i Elliðaey um heigina,
varð endasleppari en búizt hafði
verið við og var það fyrir reiði
veðurguðanna. óþverraveöur var
i Vestmannaeyjum — sem og
viöar á landinu — á laugardaginn
og var þvi ekki fært i úteyjar en
brugðið var til þess ráös, aö halda
þjóðlagahátlðina i húsi stúkunnar
i Eyjum að kvöldi laugardags.
Ekki var flogið til Vestmanna-
eyja á laugardaginn, þannig að
aðkomufólk varð færra en búizt
hafði veriö við; þeir fáu sem
lögðu á sig að fara með Herjólfi
frá Þorlákshöfn á laugardag —
þar á meðal fréttamaöur Timans
— sóru þess dýran eið og fórnuðu
mat sinum Ægi, að aldrei aftur
skyldi i slikar ferðir farið!
En sá eiður var tekinn til
nákvæmrar endurskoðunar á
þjóðiagahátiðinni siöar um
kvöldiö. Hún fór hið bezta fram og
skemmtu um það bil 120 áheyr-
endur sér konunglega fram eftir
kvöidi. Töluvert er af efnilegum
visnasöngvurum i Eyjum og var
stemning mikil og góö. Sérstaka
athygli vakti þó einn aðkomu-
gestanna, Kristin Lilliendahl úr
Reykjavik og á hún örugglega
eftir að láta mikið að sér kveöa i
framtiðinni. Flestir sungu tvö eða
þrjú lög, nema Arni Johnsen,
„faðir” hátiðarinnar, sem söng i
nokkra tima.
Og um allt skriðu lundapysjur
sem görguðu hátt og bitu mátt-
leysislega i þær hendur, sem
vildu halda þeim. Bandarísk
stúlka, sem vinnur að meistara-
gráðu i kvikmyndagerð við
Coiumbia University i New York
réöi sér varla fyrir kæti er hún sá
lundapysjurnar, enda hafði hún
komið sérstaklega til tslands til
aö sjá Vestmannaeyjar og lund-
ann þar. Skemmti hún sér lengi
vel við að horfa á lundapysju eina
og ræddu þær frænkur saman
góða stund en þegar bandarísku
stúlkunni var sagt að lundi væri
fyrirtaks matur, varð óttasvipur-
inn i augum hennar langtum
meiri en i fuglkvikindinui.
Eins og skýrt var frá i
Timanum fyrir helgina, var hátiö
þessi einskonar tilraun fyrir
stærri og viöameiri hátiö, sem
fyrirhugað er að halda i Elliðaey
næsta sumar, jafnvel með þátt-
töku norrænna visnasöngvara.
Var mikill hugur i áheyrendum á
þjóðlagahátiöinni i Eyjum að af
þeirri hátið gæti orðiö og vinnur
Arni Johnsen nú að þvi, að
komast að samkomulagi við
veðurguðina um heppilega helgi
til þess samkomuhalds i Elliða-
ey-
Hársýni tekin — jafnvel á sköllóttum mönnum
Mjaðmir mældar.
Eyrnamæling á Þóru frá Hverabakka
Dr. Henke rannsakar fingur