Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 16
M'Vndin var tckin cr þcir fjórmenningarnir komu út af fundinum á Loftlciöahótelinu, og einhverju virö- ist séra Lombardy þurfa aö hvisla aö Guömundi Þórarinssyni, en vinstra megin við þá stendur Fred Cramer og hægra megin Asgeir Friöjónsson. (Tlmamynd Róbert) „ÆTLUMST TIL AÐ ÞÉR HÆTTIÐ FREKARI ÚTÚR- SNÚNINGUM” sagði Fischer í bréfi til Schmids yfirdómara 3 milljón króna halli á listahátíð 1972 - þar af 2,5 af sænsku útvarpshljómsveitinni. Leitað til norræna menningarsjóðsins um styrk ÓV—Reykjavik Næstu daga fæst væntanlega úr þvi skorið, hvort listahátið i Reykjavik, fyrir milligöngu rikis og borgar fær styrk úr norræna menningarsjóðnum. h’járhags- legur halli listahátiöar 1972 nam um það bil 3 milljónum króna, þar af var 2.5 millj. kr. halli af sænsku útvarpshljómsveitinni. Þorkell Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri listahátiðar, sagði i viðtali viö fréttamann blaðsins i gær, að þar sem hljómsveitin hefði eingöngu flutt norræn tón- verk og veriö i öllu norræn, þá gerðu menn sér vonir um, að styrkurinn fengist — og er þá reiknað meö að sá styrkur borgi hallann af Sveriges Radio Orkester. — Annars er þetta á ráðherra- plani, sagði Þorkell. Norræn ráð- herranefnd mun fjalla um þetta, þannig að ég get ákaflega litlar upplýsingar veitt. A þeim 11 dögum, sem lista- hátið’72stóð yfir, voru seldir um það vil 17.000 aðgöngumiðar, og var það rúmlega 4000 meira en ’70. Aðeins 1200 sóttu þá tvennu hljómleika, sem haidnir voru með sænsku hljómsveitinni, en ef.þeir hefðu átt að standa undir sér f jár- hagslega, hefði þurft um 6000 manns. Þó er óhætt að fullyrða, að umrædd hljómsveit var eitt bezta atriöi á allri Listahátiöinni. Skýringin á þessu kann ef til vill að vera sú, sem Vladimir Ashkenazy skaut að fréttamanni blaðsins isamtali undir iok lista- hátiðar: —Sænska útvarpshljómsveitin, sagði Ashkenazy. Það þykir al- menningi hljóma dálitið hjákát- lega, og þvi hugsar fólk ekki meira um það og gerir sér þar af leiðandi ekki grein fyrir þvi, ao þetta er ein bezta sinfóniuhljóm- sveit i heiminum. Þorkell Sigurbjörnsson sagði i gær: —Fyrir svo sem 15 árum var sænska útvarpshljómsveitin ekki miklu betri en sinfóniu- hljómsveitin hér, en Sviar lögðu þá mikla rækt við hana, og nú hefur árangurinn komið i ljós. Ródesía verður ekki með! NTB—Mlinchen Alþjóöa Ólympiunefndin samþykkti á fundi sfnum í gærkvöldi, aö útiloka Ródesiu frá þátttöku i Ólympiuieikunum, sem hefj- ast i MUnchen eftir þrjá daga. Atkvæöagreiðslan um máliö fór þannig, aö 36 voru meö útilokuninni, en 31 á móti. KJ — Reykjavik Kftir skákina á sunnudaginn, sem færði Skáksambandinu meira en milljón i kassann, voru Fischer og fuiltrúar hans mjög óánægðir með hávaðann, sem verið hafði i salnum i Laugar- dalshöliinni ve^na hins mikla mannfjölda. Buizt var við, að Bandarikjamennirnir sendu hörð mótmæli strax á sunnudags- kvöldið en það var ekki fyrr en aðfaranótt miðvikudagsins, sem aðaldómaranum, Lothar Schmid, bárust tvö mótmælabréf. Annaö bréfið var frá Fischer og undir- skrifað af honum, en hitt frá fulltrúa hans, Cramer. t bréfi sinu krafðist Fischer þess, að 17 skákin yrði tefld i bak- herberginu og ekki yrði teflt framar i salnum, nema gerðar yrðu breytingar þar. Schmid aðaldómari tilkynnti stjórn Skáksambandsins um bréfin, og var ákveðiö, að þeir Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambandsins, og Asgeir Friðjónsson varaforseti kæmu til fundar við fulltrúa Fischers, þá séra Lombardy og Fred Cramer. Fundur þessi hófst um hádegisbilið i gær, meðan Fischer svaf enn værum svefni á þriðju hæð Loftleiðahótelsins. Eftir 90 minútna fund þeirra fjórmenninganna komu þeir út i anddyri Loftleiðahótelsins, og virtistaf svip þeirra, sem vel lægi á þeim. ,,Við höfum komið okkur saman um að skýra ekki frá þvi, sem gerðist á fundinum”, sagöi Guðmundur G. Þórarinsson, ,,en þið munið sjá, hvað gerzt hefur, þegar þið komið i höllina i dag”. Siöan héldu þeir hver i sina átt, og lá leið Guðmundar i Laugardals- höllina. Hér á eftir fer svo lausleg þýðing á bréfi Fischers til Schmid. Lothar Schmid Chief Arbiter World Championship Chess Undanfarnar vikur hafið þér fengið fjögur bréf og margskonar kvartanir frá okkur, og ennþá versnar keppnisaðstaðan i sýningahöllinni. Aöstaðan hefur nú versnað það mikið, að ég mun ekki sætta mig við hana lengur. Ég vænti þess, að þér látið tefla 17. umferðina i sérstöku herbergi. og látið halda þar áfram, þangað til breytingar þær i salnum, sem fulltrúar minir hafa farið fram á, hafa verið gerðar, svo mér liki. Ef neitun yðar við þessu verður til þess, að i annað sinn verður ekki teflt, lit ég svo á, að einviginu sé endanlega lokið, og ekki mun undir neinum kringum- stæðum verða teflt áfram. Yðar er nú að taka ákvörðun. Ég og skákheimurinn ætlumst til þess, að þér hættið frekari útúrsnúningum og sjáið um að keppnisaöstaðan verði heims- meistaraveinviginu samboðin. Yðar einlægur Bobby Fischer (sign) 1 bréfi Fred Cramers, fulltrúa Bobby Fischers, segir, m.a.: ,,Keppnisaðstaðan i sýninga- höllinni á sunnudaginn var sú versta fram að þessu. Áhorfendur voru margir, og þeir voru hávaðasamir, stöðugt á hreyfingu, hóstandi, standandi meðfram hliðunum, hvislandi, og jafnvel hiaupandi um. Þetta er Framhald á bls. 13 Hotel Loftleidir, Reykjavik, lceland. Telephone 22322, Telex: Reykjavik 2021 REYKJAVÍK, Aug. 21', 1972 Lothar Schmid Chief .iArbi ter World Championship Chess Match Sir: You have received four letters and many urgings from us during recent weeks, yet playing conditions at Exposition Hall continue to worsen. They have now reached the poirft where I do not intend to tolerate them further. I shall expect you to schedule play in tho pri- vate roo.m beginnlng vith game 17 and continuing there, unles3 or until the corrections to the auditorium, as requested by my representatives, heve been completed to my satisfactíon. Should your failure to do this produce another forfeit< I shall consider the match siimmarily ter- minated, and there will be no further play under any conditions. The decision is now in your hands. T and the chess world expect you to rejject the present travesty and to give us playing conditions worthy of a world championship match. Yours truly, • . ■Cvtty 'ti s <A*r Bobby Pischer — Blaðburðarfólk óskast á eftirtaldar götur: Viðimelur, Reynimelur, Bergstaðastræti, Ljósheimar, Bústaðavegur, Kleppsvegur, Skólavöröustigur og Boga-' hlið. Upplýsingará afgreiðslu Timans, Bankastræti 7 og i sima 12323. Vcnjulega liefur Fischer látið fulltrúum slnum eftir að skrifa og undir- rita mótmælabréfin, en að þessu sinni var orðalagiö hans sjálfs og undirskriftin sömuleiðis, eins og sjá má á meðfyigjandi mynd af bréf- inu til Schmid. lMiðvikudagur^23^ágús^972^J Seglbátur sambands- laus í 20 daga Klp—Reykjavík. i gær óskaöi brezka scndiráðið I Reykjavik eftir þvi aö Slysa- varnafélag tslands, aö hafin yröi leit aö enskum seglbáti meö fimm mönnum innan borös. Haföi bát- urinn haldiö frá tslandi 30. júli s.l. á leiö til Grænlands, en þegar ekkert spurzt til hans I 20 daga og þess vegna farið aö óttast um hann. Bátur þessi, sem heitir Seabreeze, er 30 lesta, 47 fet á lengd, búinn litilli hjálparvél. Hann kom til Jan Mayen hinn 25. júli og hélt þaðan til íslands. Frá tslandi fór hann 30. júli, og ætlaöi áhöfnin að sigla honum til Græn- lands. Þegar ekkert hafði frétzt af honum i 20 daga, var farið að spyrjast fyrir um hann á strand- stöövum á Grænlandi og skipum, sem leið áttu um þessar slóðir. En enginn kannaðist við að hafa séö eða heyrt i honum, og fór þá brezka sendiráöið þess á leit við Slysavarnafélagið, að hafin yrði skipulögð leit. Var haft samband við varnar- liðið á Keflavikurflugvelli, og einnig við leitarstöðvar i Skot- landi, sem þegar hófu undirbún- ing að þvi að senda flugvélar til leitarinnar. I gærmorgun var allri undirbúningsvinnu lokið, og átti að fara að hef ja leit, þegar sú fregn barst frá norskum hval- veiðibáti, sem var við Grænland, að hann heföi haft samband við Seabreeze skömmu áður, og væri hann á leið til hafnar i Ang- magsalik. 1 bátnum var enginn fjarskipta- búnaður og aðeins einn litill gúm fleki, sem að sögn kunnugra er svo litill að hann getur varla boriö alla áhöfnina i einu á ládauðum sjó. Enn veltur olíubíll frá BP Klp—Reykjavik i gær valt oliubill frá Olluverzl- un íslands, BP, á leiöinni frá isa- firöi til Súgandafjaröar. i bilnum voru tveir bifvélavirkjar, sem voru aö skila bilnum til Súganda- fjaröar eftir viögerö, og uröu þeir ekki fyrir teljandi meiöslum. Billinn fór einar fimm veltur áður en hann stöðvaðist, og er hann talinn gjörónýtur. Þetta er annar bilinn frá BP, sem eyði- leggst eftir veltu. Hinn fór sem kunnugt er niður Kamba fyrir nokkrum dögum. Skömmu áður haföi svo bill frá sama fyrirtæki stórskemmzt i árekstri suður á Keflavikurflugvelli. Þeir hjá BP sögðu við okkur i gær, að það væri eins og einhver bylgja gengi yfir fyrirtækið þessa dagana, þvi að hvert óhappið tæki við af öðru. Til allrar hamingju hefði starfsfólkið sloppið við telj- andi meiðsl, og væri það fyrir öllu, en vonandi væri nú bylgjan liðin hjá, með þessu siðasta óhappi á Súgandafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.