Tíminn - 29.08.1972, Page 2
2
TÍMINN
Þriðjudagur 29. ágúst 1972
Bréf frá
lesendum
IiR. STÓRMEISTARI
E. GELLER
Með tilvisun til islenzkra laga
um skoðanafrelsi og ritfrelsi,
leyfi ég mér að skrifa yður opið
bréf og tjá yður álit mitt og undr-
un vegna aðdróttana yðar, er
beinast gegn áskoranda, hr.
Róbert Fischer i yfirstandandi
heimsmeistaraeinvfgi i skák.
Þér látið að þvi liggja, að
ástæða sé að ætla, að rafeinda-
tækni eða kemiskum efnum sé
beitt i þeim tilgangi að lama hug-
sanir Spasskis. Þá tortryggið þér
lýsingar yfir sviðinu. Dularfullur
draugagangur á að vera i
Laugardalshöll að næturlagi.
Stóll Fischers ósköp tortryggi-
legur o.s.frv. sem of langt mál
yröi að rekja.
Astandið i Laugardalshöll er
voðalegt. Spasski lamaður og við-
utan. Lothar Schmid yfirdómari
sjónlaus. Það hlýtur maðurinn að
SKATTAR í KÓPAVOGI
Gjaldendur i Kópavogi eru hér með að-
varaðir um að lögtök vegna ógreiddra
skatta 1972 hefjast nú um mánaðamótin.
Jafnframt hefjast lögtök vegna
ógreiddra bifreiðagjalda 1972 og annarra
gjaidfallinna gjalda, sem hér eru til inn-
heimtu.
Bæjarfógetinn i Kópavogi, 24. ágúst 1972
Sigurgeir Jónsson.
Er vandi að fá varahluti?
Útvega allskonar varahluti i enska, ameriska og þýzka
bíla og vinnuvclar. Lika varahluti sem crfitt er að fá,—
útvega lika allskonar nolaðar og nýjar vélar og tæki til
ýmissa nota.
Agúst Jónsson
Siini 25(152 — 17042 Box 1524
Frá barnaskólum
Reykjavíkur
Börnin komi i skólann föstudaginn 1. sept-
ember sem hér segir:
1. bekkur (börn fædd 1965) komi kl. 9.
2. bekkur (börn fædd 1964) komi kl. 10.
3. bekkur (börn fædd 1963) komi kl. 11.
4. bekkur (börn fædd 1962) komi kl. 13.
5. bekkur (börn fædd 1961) komi kl. 14.
6. bekkur (börn fædd 1960) komi kl. 15.
Kennarafundur verður föstudaginn 1.
september, kl. 15.30.
Skólaganga 6 ára barna (f. 1966) hefst 15.
september.
Tilkynna þarf skólunum fyrir n.k.
mánaðamót um þau 6 ára börn sem ekki
voru innrituð i vor.
Ath.: Auglýsing þessi á einnig við um
Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla
íslands.
Fossvogsskóli mun taka til starfa um
miðjan september og Fellaskóli um
mánaðamót september og október. Inn-
ritun fyrir þessa skóla fer þó fram föstu-
daginn 1. september samkvæmt ofan-
greindri timatöflu. Innritun nemenda i
Fellaskóla fer fram i húsakynnum Breið-
holtsskóla.
Fræðslustjórinn i Reykjavik.
Hugsum
áðurtn
við
nenoum
Liandsins grróðnr
- > ðar liróðnr
■BÚNAÐARBANKI
' ÍSLANDS
vera, þvi að hann sér ekki annað
en að allt sé i lagi i höllinni. Skák-
sambandsmenn alveg rænulaus-
ir, þvi að þeir vita ekki annað en
að allt sé með felldu i
Laugardalshöll.
Lothar Schmid sagði, að hvorki
hann né Guðmundur Arnlaugsson
hefðu tekið eftir neinu undarlegu
meðan skákir stóðu yfir, og fram-
koma keppenda i fullu samræmi
við venjur. Þvilfk fjarstæða að
láta hafa slfkt eftir sér. Þeim er
vorkunn. Báöir einstaklega
sómakærir og skarpskyggnir
menn, að sagt er. Báðir þora þeir
að segja sannleikann, enda mikil
birta i svip beggja.
Auðvitað tekur enginn mark á
aragrúa af sérfræðingum, og
tæknifræöingum, er til voru
kvaddir til þess að upplýsa málið.
Þeir hvorki sáu né fundu neitt,
sem rendi stoðum undir ærumeið-
SB-Reykjavik.
Ræktun blóma i vatni
(Hydrokultur) hefur valdið gjör-
byltingu i Evrópu á sviði blóma-
skreytinga innanhúss og hefur nú
einnig náð til Islands. Hjónin
Hildegard og Leifur Þórhallsson,
Karfavogi 54, hafa fengið hér um-
boð fyrir svissneska fyrirtækið
Luwasa, sem framleiðir allt sem
til þarf til slikrar ræktunar.
1 viðtali við Timann sagði frú
Hildegard, að þetta væri raunar
ekkert nýtt. Luwasa hefði starfað
um áraraðir og hefði umboð um
allan heim. Astæðan til að ekki
hefði fyrr verið borið niður á Is-
landi væri sú, að menn hefðu
haldið, að hús hér væru svo köld.
Nú væru þeir búnir að gera sér
grein fyrir hitaveitunni.
Frúin sagði að i flest öllum
opinberum byggingum i Sviss
væru nú Luwasa blómaker.
Einnig hefðu Sviar hrifizt af að-
ferðinni, og Norðmenn hefðu nú
tekið þetta upp i mjög auknum
mæli.
En hydrokultur er ekki aðeins,
fyrir opinberar byggingar, það
andi ásakanir, superstjörnunnar
úr austri, stórmeistara Gellers i
skák og áróðri. Að visu fundu þeir
tvær dauðar flugur, er týnt höfðu
lifi á hroðalegan hátt. Enginn sér
neitt né skilur neitt nema bless-
unin hann Geller. Þó er það svo,
þegar hann er spurður nánar,
hvernig hann sjálfur og austan-
menn, sem hafa notið þeirrar
náðar, að fylgjast með honum
hingað norður á hjara jarðar þá
veit hann heldur ekki nokkurn
skapaðan hlut. Hann hafði bara
fengið upplýsingar um þetta allt
frá útlöndum. Þegar frekir blaða-
menn taka að spyrja hann nánar
missir hann málið og leggur á
flótta, að hætti hermanna, sem
tekið hafa þátt i tapaðri orustu.
Taka ber tillit til þess, að maður-
inn er örþreyttur i ægilegri tima-
þröng, þar eð hann verður að sjá
um allt, vasast i öllu og taka á
sýna stofublómin i Karfavogi 54
sannarlega. Ekki þarf að hugsa
um vökvun nema einu sinni i
mánuði, og áhyggjur af rótar-
skemmdum og pöddum eru alveg
úr sögunni, þvi að hér er engin
mold notuð.
Sérstaka potta þarf undir
blómin, og eru þeir tvöfaldir. 1
efri pottinum er blómið, umlukið
litlum kúlum úr brenndum leir,
en eins má nota vikurmöl. Niður i
gegn um rifur á botninum teygja
ræturnar sig niður i vatnið og
næringuna i neðri pottinum.
Margsýnt er og sannað, að
blómin vaxa mun hraðar svona
en i moldinni og verða stærri og
heilbrigðari.
Leifur sagði, að þau væru bara
rétt komin af stað með þetta hér,
hefðu verið að kynna fyrirtækjum
aðferðina, og væru mörg áhuga-
söm.
Ekki er að efa, að islenzkum
húsmæðrum finnst þessi
ræktunaraðferð forvitnileg, og
geta þær þá snúið sér til frú
Hildegard, sem veitir fúslega
allar upplýsingar og útvegar það,
sem til þarf.
móti upplýsingum að utan. Aleinn
verður hann að sjá um uppeldi
Fischers, vara fólk á tslandi og i
útlöndum við honum, samkvæmt
upplýsingum að utan. Út yfir allt
tekur, hvað lærisveinninn er
óþægur, bara teigir sig lengra og
lengra eftir forboðna eplinu,
heimsmeistaratitlinum i skák.
Óvitandi alls, sem gerist i kring-
um hann, hlutlaus yfir undrun og
skelfingum hallarinnar, eins og
hann sé staddur i órafjarlægð þar
fyrir ofan.
Þegar sumir leikir hans birtast
á sýningartöflum fá frægir lista-
menn ofbirtu i augun. I stað
venjulegra austanleikja sjá þeir
kristallsskærar perlur. Þeir sjá
það, sem þeir aldrei fyrr hafa
augum litið, fögur og listræn stll
brögð mesta skáksnillings, sem
heimurinn hefur átt fyrr og siðar.
Venjulegt fólk sér ekkert.
Nokkrar listhneigðar mann-
eskjur, sem skilja litið i skák-
fræði, skynja óskjálfrátt ljóma
mikillar fegurðar eins og söngvin
smábörn,sem heyra fagra hljóm-
list. Þau gleyma gullunum sinum,
öllu sem gerist i kringum þau, en
hlusta hugfangin á fegurð
tónanna.
Hr. Stórmeistari! Leyfist mér
að pára isl. þjóðvisu á snepilinn
til yðar. Hún er svona:
„Eggjuðu skýin öfund svört,
þá upp rann morgunstjarna.
Birgið hana, hún er of björt,
helvitið að tarna.
Hatur er alheimsböl. Ekki einn
einasti aumingi á Islandi mundi
láta sér detta i hug að ofsækja
listamenn.
En aumingjar eru þeir nefndir i
daglegu tali, sem eru vangefnir.
Enginn frýr yður vits, en grun
um græsku vekið þér.
Vilborg Auðunsdóttir.
Framh. af bls. 1
Kirkjubæjarklaustri kölluð út, og
hélt hún þegar af stað niður á
sandana með nauðsynlegan bún-
að.
Veðurstóðaf suð-austri, sjólitið
og vindstyrkurinn 4-5 stig og var
þvi áhöfn Fjólu, tveir menn, ekki i
neinni yfirvofandi hættu um borð
i bátnum.
Rétt fyrir kl. 5 var björgunar-
sveitin komin niður á Fossfjöruna
við Hvalsýki og var hún að búa
sig undir að fara þar yfir með
sinn búnað, þegar skilboð komu
frá varðskipsmönnum þess efnis,
að þeir myndu freista að ná til
lands á gúmibát með utanborðs-
vél og sækja áhöfnina á Fjólu,
sem þá var komin i land af eigin
rammleik.
Skömmu siðar var tilkynnt um
öryggistalstöð Slysavarnar-
félagsins á Kirkjubæjarklaustri,
að skipbrotsmenn væru komnir
heilir á húfi um borð i Óðinn.
Varðskipið Óðinn kom með
skipbrotsmennina tvo til Reykja-
vikur i gærkvöldi. Skipsbrots-
mennirnir tveir vildu með engu
móti svara spurningum frétta-
manna eða láta taka af sér mynd-
ir.
Sigurður Arnason skipherra á
Óðni sagði fréttamanni blaðsins,
að þeir Kristinn Arnason 1. stýri-
maður og Sigurður Steinar
Ketilsson 2. stýrimaður hefðu far-
ið á gúmibátnum i land til að
sækja skipbrotsmennina. Sagði
Sigurður að ferðin hefði verið
harðsótt, enda svolitið brim við
ströndina. Lengstan tíma tók að
komast út úr brimgarðinum aftur
i áttina til varðskipsins. — „Ætli
það hafi ekki liðið um það bil tveir
timar frá þvi, að stýrimennirnir
lögðu af stað upp á sandinn og
þangað til þeir voru komnir til
baka meö skipbrotsmennina”.
sagði Sigurður að lokum.
Vélbáturinn Fjóla hefur i sum-
ar verið á handfæraveiðum fyrir
Austurlandi og var gerð út frá
Djúpavogi. Þegar báturinn
strandaði var hann á leið frá
Djúpavogi til Vestamnnaeyja.
Eigendur Fjólu eru skráðir Er-
lendur Magnússon Reykjavik og
Hólmaröst hf. á Bildudal.
Blóm i Hydrokultur. Vatnið og næringin i neðri pottinum. Vikurmöl i
þeim efri. Það skal tekið fram, að þessi ræktunaraðferð er sizt dýrari
en sú vcnjulega. (Timamynd Róbert)
Stærri og fallegri pottablóm
og laus við allan óþrifnað