Tíminn - 29.08.1972, Síða 7

Tíminn - 29.08.1972, Síða 7
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN 7 {■I a 10 Jk Kólumbus var Gyðingur 1 nýrri bók, sem gefin hefur verið út um Kristófer Kólumbus er þvi haldið fram, að konungur og drottning Spánar hafi ekki lagt til allt það fé, sem hingað til hefur verið haldið að þau hafi gert til þess að styrkja Kólum- bus til ferðar þeirrar, sem hann fór til þess að finna Ameriku. Nú kemur fram i bókinni að það hafi verið auðugir spánskir gyð- ingar, sem lögðu Kólumbusi lið, i þeim tilgangi, að þeir gætu fundið sér stað, þar sem þeir gætu setzt að með fólk sitt, þvi útlit var fyrir.að konungshjónin Ferdinand og Isabella, myndu ekki verða þeim sérlega hliðholl i framtiðinni. Höfundur þessara bókar um Kólumbus er Simon Wiesenthal, sem er mjög vel þekktur um allan heim fyrir tilraunir sinar til þess að draga þýzka nazista, sem frömdu hryðjuverk á Gyðingum i siðari heimstyrjöldinni fyrir lög og rétt. Wiesenthal segir að Kólumbus hafi verið af Gyð- ingaættum, og fyrstu orðin, sem hann sagði við Indiánana i Ameriku hafi verið á hebrezku. Sérstakar leiðir fyrir strætisvagna 1 ráði er að strætisvagnar Og leigubilar i Paris(fái i sinn hlut sérstakar leiðir eftir götum borgarinnar, eða að minnsta kosti öllum helztu breiðgötun- um. Ástæðan er sú, aö bilstjórar almennt, sýna ekki nægilega til- hliðrunarsemi við vagnana og leigubilana, og kemur jafnvel fyrir, að þeir leggi bilum sinum á þeim stöðum, þar sem strætis- vögnum er t.d. ætlað að nema staðar eða hafa lengri viðdvöl. Tilgangurinn með þvi að úthluta vögnunum ákveðnar leiðir, er sá, að flýta fyrir umferðinni i borginni, og gera vagnstjórum kleift, að komast milli áfanga- staða á skemmri tima. Strætis- vagnaleiðirnar verða af- markaðar með lágum múrvegg, þar sem nægilegt rými er fyrir slikt, en á þröngum götum, verða leiðirnar eftir sem áður aðeins afmarkaðar með óbrotnum strikum. Vaknaði við illan draum Fiskimaður nokkur i bænum Trapani aá Sikiley voknaði viö illan draum i sjónum við bryggjuna þar sem hann hafði sofið i bát sinum. Maðurinn hafði sofnað i bánum, sem bundinn var við bryggjuna, er. allt i einu kom strætisvagn ak- andi niður á bryggju, og steypt- ist fram af og ofan á bátinn sem sökk undan þunga vagnsins. Sjómaðurinn hrökk illilega við, þegar hann vaknaði i sjónum, en meiddist ekkert, þótt undar- legt megi virðast. Hefði ekki átt að fæðast Fimm ára gamall drengur, Michael liggur nú á Amts- sjúkrahúsinu i Odense. Hann er ekki i fyrsta skipti á sjúkrahúsi i þetta sinn, þvi i þau fimm ár, sem hann hefur lifað hefur hann alltaf af og til verið á sjúkra- húsi, og þess á milli orðið að þjást mikið heima hjá sér, og aldrei hefur hann getað leikið sér eins og önnur litil börn gera. Michael er það sem kallast A- blæðari og hann þjáist af hemofili. Móðir hans fór fram á það strax og hún gekk með hann, að fóstrinu yrði eytt, þar sem sjúkdómur þessi hefur gengiö i ættir i fjölskyldu hennar. Læknar neituðu þvi þó, þar sem þeir töldu ekki full- sannað, að eitthvað yrði að barninu. Svo fór þó, sem móðir- in hafði búizt viö, og nú hefur hún og maður hennar stundum látið hvarfla að sér, hvort ekki hefði verið betra fyrir Michael litla að fæðast ekki. Ekkert má við branið koma, þá fær það miklar innvortis blæðingar, og kvalir. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt, að eitt sinn var Michael litli að borða epli, og það særði hann svo i munninn að blæðing byrjaði, sem mjög eríiðlega gekk að stöðva Yfirvöld hafa lifið getað hjálpað foreldrum hans, en mjög dýrt er að þurfa að hugsa um Michael eins mikið og nauð- syn krefur. Litlar likur eru til þess að hann geti lifað nema nokkur ár i viðbót. Reyndar er nú komið á markaðinn lyf, sem hægt er að gefa fólki sem þjáist af þessum sjúkdómi, en litil reynsla er enn komin á það, og þar að auki kostar það hvorki meira né minna en 1 milljón króna ársskammturinn. Sjaldan fer Michael út úr garðinum heima hjá sér, en þá sjaldan hann gerir það verður móðir hans að aka honum i hjólastól, svo ekkert komi fyrir hann. Prins á Olympíuleikana Prinsunum og prinsessum gengur misvel að fá útnefningu á Olympiuleikana. Anna prins- essa i Bretlandi hefur reynt mikið til þess aö fá að fara til Múnchen til þess að taka þátt i Olympiulejkunum sem knapi, en ekki hefur frétzt af þvi enn, að hún komist þangað. Nú hefur hins vegar Haraldur krónprins Noregs fengið að vita, að hann fái að taka þátt i siglingakeppni Olympiuleikanna fyrir hönd Noregs. Það er krónprinsinn, sem sýpur hér af kampavins- flöskustút á meðan vinir hans fagna honum með lófaklappi. Prinsinn var i sundi, þegar til- kynningin barst, og var þegar tekiö til viö að fagna og spá um frarntiðina. Keppnin i siglingum fer fram i Kiel i Þýzkalandi. örin bendir á prinsinn. — Undir stæðum er sökun að lögunum. þessum kringum- það yður engin af- vera illa heima i Fangelsispresturinn var aö ræða ungan fanga. Ég sé, að þessa 18 mánuði, sem hefur verið hér, hefur enginn þig. Attu enga aðstand- endur? — Jú, ég á átta systkini og for- eldra. — Þetta er synd og skömm. Ég að tala við þau og láta þau koma. Hvern viltu fá fyrst i heim- sókn? Fanginn hugsaði sig andartak um, en svaraði siðan: — Ætli litli bróðir minn sleppi ekki út fyrstur af þeim. Sumt fólk heldur þvi fram, að Ijgidýr séu heimsk. En hafið þið nokkurn tima heyrt um dýr, sem ber áburð á grasflöt og kvartar ':©svo yfir að það þurfi að slá? — Hvað varð af þessum, sem þú komst með i siðustu viku? Hann var miklu mannslegri. Óli fór til læknis, og eftir nákvæma rannsókn fékk hann þann úrskurð, að hann yrði heyrnarlaus, ef hann héldi áfram að drekka. Nei, ég hætti ekki að drekka, þvi það sem ég drekk, er mun betra en það sem ég heyri. DENNI DÆMALAUSI Ég verð að komast út, bara út. Við vorum vanir að sjá eitthvað þessu líkt í striðinu, það var kallað orystuþreyta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.