Tíminn - 30.08.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 30.08.1972, Qupperneq 1
[ÍGNÍS FRYSTIKISTUR Mgfy--------- RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 -------- ■ X>/tá tictHAAéjícvt, A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 veiðilögsöguna: Orðsending frá Sovétríkjunum Vertíðarlok hjá vísindamönnunum f Aðalstræti: ■ Ilaftift i ár með ærnum kostnaði, en grafið næstu misseri. Fornleifunum veitt- ur vetrarumbúnaður Nú er fornleifagreftrinum i Keykjavik lokið að sinni. Búið er að moka ofan i gryfjuna að baki Hcrkastalans, og næstu daga verður þannig um( hleðslur og veggjabrot við Aðalstræti,búið að ekki á að haggast i vetur. Fyrst vcrður plast dúkur breiddur yfir allt saman og gryfjan siðan fyilt með gjalli. Næsta vor verður svo hafizt handa á ný og grafið bæði dýpra og vfðar. Gröftur hefur gengið vel i sum- ar, en þó ekki alveg áfallalaust, þvi að skemmdarvargar hafa tvi- vegis ruðzt inn á svæðið og spillt mannvirkjum frá tima innrétt- inganna. t fyrra skiptið var eld- stæði úr múrsteinum rifið sundur, og um siðustu helgi var spillt gólfi úr tigulsteinum, sem liklega er leifar af spunastofunni. Reykjavikurborg er þessa dag- ana að láta ganga frá gamla kirkjugarðinum á horni Aðal- strætis andspænis graftrarsvæð- inu. Hlaðnir hafa verið garðar kringum stærstu trén, en siðan mun eiga að helluleggja afgang- inn af garðinum. Fjöldi manns vinnur að þessum framkvæmdum og virðist sem ekki sé til verksins sparað. Gamli kirkjugarðurinn hefur alllengi veriö i mikilli niðurniðslu, en verður trúlega mikið augnayndi að þessu verki loknu. gjjggyu fyigjr þp skamm- rifi, þvi að áætlað er að hefja fornleifagröft á þessu svæði innan eins eða tveggja ára, að sögn þeira Mjallar Snæsdóttur og Guð- mundar Ólafssonar, sem bæði hafa starfað að fornleifarann- sóknum i Reykjavik i sumar. JARÐHITINN AÐVERKI - meðan bóndinn sefur svefni réttlátra ÞÓ-Reykjavík. A hinum siðari árum hafa margir reynt að hraðþurrka hey með ýmsu móti. Margar aðferðir hafa verið notaðar en gefizt mis- jafnlega vel. Þess verður þó varla langt að bíða, að fundin verður góð aðferð til að hraðþurrka heyið með vélum í vætutið. Meðal þeirra, sem reynt hafa tæknina við þurrkun á heyi, er Ármann Pétursson, bóndi i Reynihlið i Mývantssveit. Otbún- aður Ármanns er ekki fullkominn enn sem komið er, en hefur samt reynzt vel. Þurrkunaraðferð Armanns er einföld og notar hann óspart jarðhitann. Nú i sumar kom Armann sér upp þurrkgrind fyrir utan hlöðu sina. Undir grindinni var komið fyrir snúnum pipum, sem heitt vatn úr jörðu rennur i gegnum. Til að koma hreyfingu á loftið undir grindinni lét Ármann stokk frá súg- þurrkunarblásaranum undir grindina og sér blásarinn um að mikil hreyfing sé á loftinu. Blaðamaður Timans var fyrir stuttu á ferðalagi norður i Mý- vantssveit og innti hann Armann eftir þessari tilraun hans. Armann sagði, að hann hefði getað þurrkað um það bil einn vagn af heyi (10 hesta) á nóttu og með endurbótum á útbúnaðinum ættu afköstin eftir að aukast. T.d. þyrfti að byggja yfir þurrkgrind- ina og leiða heita loftið þannig að það þurrkaði sem bezt á allri grindinni, en i fyrstu vildi aðeins bera á migþurrkun. ,,Ég tel,” sagði Ármann, „að þurrkun sem þessi hafi mikið til sins ágætis. Á þurrkaleysissumr- um getur þessi aðferð alveg bjargað bændum, sem hafa jarð- hita við hendina. Að auki verður hey, sem hægt er að þurrka svo til strax eftir að það er slegið, ávallt betra fóður en það sem liggur og hrekst, kannski i marga daga.” Sendiherra Sovétrikjanna gekk i gær á fund Einars Ágústssonar utanrikisráöherra og flutti honum munnleg skilaboð frá rikisstjórn sinni varOandi útfærslu fiskveiOi- markanna viO tsland. Efnislega eru skiiaboOin þessi: Sovétrikin lita með skilningi á ráðstafanir sem tslendingar gera, er stuðla að eflingu efna- hagslegs sjálfstæðis landsins þ.á.m. að eflingu fiskveiða. Sovétrikin leggja áherzlu á verndun fiskstofna úthafsins með alþjóðlegum ráðstöfunum, og telja að riki eigi að hafa sam- vinnu um nýtingu auðæva hafs- ins. Sovétrikin geta þvi ekki fall- iztá einhliða útfærslu landhelgi út fyrir 12 sjómilur eða að ákveðin séu viðáttumikil fiskveiðibelti, er brjóta i bága við viðurkennd rétt- indi og löglega hagsmuni annarra rikja á opnu hafi, og án tillits til alþjóðaréttar. Akvörðun tslands um aðfæra út fiskveiðimörkin i 50 sjómilur, er tekin meðan verið er aö gera al- varlegar tilraunir innan samtaka Sameinuðu þjóðanna til að ná samkomulagi um hafréttarregl- ur, þ.á.m. varðandi fiskveiðar á úthafinu. Sovétrikin telja, að sér- hver einhliða ráðstöfun til að færa út fiskveiðimörk, áður en þessum málum er ráðið til lykta á al- þjóðavettvangi, torveldi, að fund- in sé á þeim viðunandi lausn. En með hliðsjón af hinni góðu sam- búð Islands og Sovétrikjanna og mikilvægi fiskveiða fyrir tslend- inga, myndu Sovétrikin vera reiðubúin að viðurkenna forrétt- indi tslands til þess að ákveða viss svæði á úthafinu út frá 12 sjó- milna linunni til að veiða það fisk- magn, sem islenzkir fiskimenn komast yfir aö veiða. Með eflingu islenzks sjávarút- vegs getur þessi hluti fiskaflans vaxiö. Af Sovétrikjanna hálfu er gert ráð fyrir, að fiskimenn þeirra geti notið góðs af hinum hluta aflans eins og tiðkast hefir. Sovétrfkin eru reiðubúin aö skiptast á skoðunum við tsland um fiskveiðimál. „Verðum sjálfir að hafa stjórn á veiðunum” „Inntak þessarar orðsendingar er i samræmi við málflutning Sovétrikjanna i Genf”, sagði Ein- ar Agústsson utanrikisráðherra, er Timinn sneri sér til hans i gær- kvöldi. ,,t henni er ekkert á annan veg en ég bjóst við. Við hljótum að leggja megináherzlu á það, að viö verðum sjálfir að hafa stjórn á fiskveiðunum umhverfis landið. Hér er svo ástatt, að annað getur ekki fullnægt okkur”. r Friðrik Olafsson skrifar um 20. skákina á bls. 13 Heyþurrkunarútbúnaður Ármanns I Reynihlið er ekki mikill fyrir- feröar, en samt hefur Ármann þurrkað allt aö 10 hesta af heyi á þurrk- grindinniá nóttu. Timamynd: ÞÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.