Tíminn - 30.08.1972, Qupperneq 13

Tíminn - 30.08.1972, Qupperneq 13
Miðvikudagur :iO. ágúst 1972 TÍMINN 13 Hv.: Fischer. Sv.: Spasský. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 Sikileyjarvörn enn einu sinni. Hún er vel til þess fallin að skapa flækjur og sneiða hjá jafnteflislegum afbrigðum, sem ekki henta Spasský, eins •og sakir standa. 2. Rf:i Rc6 :i.d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. RcS d6 6. Bg5 Rauser-árásin, sem einnig varð upp á teningnum i 18. skákinni. t 4. skákinni lék Fischer 6. Bc4. 6. — e6 7. Dd2 a6 Spasský beitir sömu upp- byggingu og i 18. skákinni og hefur greinilega gert sig ánægðan með rás viöburða þar, a.m.k. að vissu marki. Efalaust lumar hann á endur- bót. mætti þvi vænta skemmtilegr- ar viðureignar með harðvitug- um kóngssóknaratlögum. 11. Bf3 h6 12. Bh4 Fischer átti kost á að vinna peð hér, en á kostnaö stöðunn- ar. Eftir 12. Bxf6, Bxf6 13. Rxc6, Bxc6 14. Dxd6 skapar svartur sér vænleg færi meö t.d. 14. —, Db6 eða 15. —, Da5. Leikur Fischers gefur Spasský kost á stofna til mik- illa uppskipta, sem leiða til endatafls með svipuöum möguleikum. Fischer hefur liklega ekki átt von á, að Spasský kysi að einfalda taflið þegar tekið er tillit til stööunn- ar i einviginu. En svar Spasskýs bendir til þess, aöhann hafi álitið endataflið hagstætt svarti. 12. — Rxe4 13. Bxe7 Aðrir leikir leiða til hag- stæðrar niðurstöðu fyrir svart. 13. — Rxd2 Friðrik Ólafsson skrifar um tuttugustu skákina staðan er ólik að þvi leyti að styrkleiki herjanna er ekki sá sami á báðum vængjum. Hvitur hefur peðameirihluta á drottningarvængnum, svartur á kóngsvængnum, og það gef- ur taflinu sinn sérstaka svip. Framvinda skákarinnar leiöir i ljós, hvor peðameiri hlutinn má sin meira, en i sliku enda- tafli ræður mestu þekking og reynsla, verklagni og verkvit. 18. Ra4 Be8 Hvitur hótaði 19. Hxd7 + , Hxd7 20. Hxd7+ Kxd7 21. Rb6+ og vinnur mann. 19. HxH HxH 20. Rc5 Ekki 20. HxH RxH 21. Rc5 Bc6 með mun betri stöðu fyrir svart. 20.— Hb8 Spasski teflir greinilega til vinnings og ákveður að halda hróknum á borðinu enn um sinn meðan hann er að koma ár sinni betur fyrir borð. 21. Hd3 a5 8.0-0-0 Bd7 1 skýringum við 18. skákina s.l. föstudag var tekinn til meðferðar möguleikinn 8. —, h6 ásamt þeim afbrigðum, sem af honum leiða. 9. f4 Be7 10. Be2 Fram aö þessu hefur skákin teflzt á sama hátt og sú átjánda, en hér breytir Fischer út af. 1 18. skákinni varð framhaldið 19. Rf3, b5 11. Bxf6, gxf6 12. Bd3, Da5 13. Kbl, b4 14. Re2, Dc5 með möguleikum á báða bóga. 10,— 0-0 Ekki er útlitið friðvænlegt eftir að kapparnir hafa hrókað sinn á hvorum vængnum, og 14. Bxd8 Rxf3 15. Rxf3 Auðvitaö ekki 15. Rxc6, Bxc6 16. Be7, Hfe8 17. Bxd6, Rh4 og hvita g-peðið fellur. 15. — IlfdS 16. Hxd6 Kf8 17. Hhdl Ke7 Hvitur hefur rýmra tafl, eins og sakir standa, en svart- ur réttir smám saman úr kútnum. Efalaust er svarti biskupinn betri maöur en hvit riddarinn i þessari stöðu, ef hann kemst i gagnið, Tefl- endur standa jafnt aö vigi hvað liðsafla áhrærir, en vig- Nauðsynlegur undirbún- ingsleikur, áður en b-peðinu er leikið fram. Það er athyglis- vert, að Fischer reynir ekkert til þess að koma peöum sinum á hreyfingu. E.t.v. telur hann aðgerðarleysi æskilegast, eins og stöðunni i einviginu er hátt- að. Hann hættir ekki á neitt. 22. Hb3 b5 Spasski er ekkert banginn og eykur svigrúm manna sinna með framrás peðanna á drottningarvængnum*. Fischer hefur sennilega haft i hyggju að veikja svörtu peðastöðuna með siðasta leik sinum. Spassky Friðrik Fischer 23. a3 a4 24. HcS Hd8 25. Rd3 f6 Spasský álitur sig vera bú- inn að tryggja nægilega að- stöðu sina á drottningar- vængnum og beinir athyglinni að kóngsvængnum. Hann er nú greinilega búinn að taka frumkvæðið i sinar hendur. 26. Ilc5 Hb8 27. Hc3 burðir svarts færu ekki á milli mála, t.d. eftir að svarta d- peðið væri komið til d4. 35. — Rd4 36. Hc7 + Svartur hótaði hvoru tveggja i senn 36. —, Re2+ og 36.—, Rf3 og hvitur neyðist til að fara i hrókakaup. 36. — Hd7 37. 11x11 + BxH 38. Rel Hróksleikir hvits eru ábend- ing um þaö, að hann getur að- eins beðiö átekta. A.m.k. reyn- ir hann ekki að hrófla við peðastöðunni á drottningar- vængnum, sem gæti veitt hon- um mótvægi á þeim vettvangi. 27. — g5 28. g3 Kd6 Kemur i veg fyrir 38. —, Rf3 38. — e5 Myndar sér frelsingja, sem jafnan er gæfutákn i endatafli. 39. fxc5 fxe5 40. Kd2 Bf5 41. Rdl 29. Rc5 g4 bað þykir yfirleitt ekki ráö- legt að stilla peöunum upp á reiti samlita biskup sinum, en þessi leikur þjónar þvi hlut- verki að ná valdi yfir d4- reitnum. 30. Re4 + Ke7 31. Rel lldH 32. Rd3 Hd4 33. Rcf2 h5 34. Hc5 35. Hc3 Hd5 Fischer áræðir ekki að fara hrókakaup hér, en neyðist til þess tveimur leikjum siðar. Uppskipti á hrókum komu þvi til greina hér, en stöðuyfir- ABCDSFGH Hér fór skákin i bið og Spassky lék biðleik. Stöðuyfir- burðir hans eru greinilegir og gefa góða möguleika til vinn- ings. Spasskí stendur betur að vígi Þannig Ifta drykkjarhornin út, sem gestir bergja af „Vfkingablóðiö” á lokahátiö heimsmeistaraeinvigisins. Sams konar horn voru til handar- gagns á 800 ára afmælishátiö Kaupmannahafnar fyrir nokkru. Önnur borðföng bera og merki einvigisins. Gestir fá afhentan sérstak- lega merktan plastpoka og geta safnað i hann föngunum (þ.á.m. horn- inu) og borið á bakinu heim til sin. ET-Reykjavík. 20. einvigisskákin var tefld i gær. Skákin hófst með Sikileyjar- vörn og varð staöan fljótt jöfn, að sumra dómi jafnteflisleg. Spenna færðist þó í leikinn, er á leið. Spasski sótti fast, en Fischer reyndi að verjast eftir beztu getu. Skákin fór svo i bið eftir 41 leik og er biöstaöan tvisýn, þótt Spasski standi betur að vigi. Mikill mannfjöldi fylgdist með skákinni i gær. Einkum bar mikið á útlendingum meöal áhorfenda, t.d. bættust i gær 30 erlendir blaðamenn i hóp þeirra, sem fyrir voru. Biöskákin verður tefld kl. 5 i dag. SIKILEYJARVÖRN í SJÖTTA SKIPTI Skák dagsins hefst á Sikileyjar- vörn. Þetta er 6. einvigisskákin, er byrjar með þessari sivinsælu vörn. Flestar þessara fimm hafa verið miklar baráttuskákir, svo að skákspekingar lyftast i sætum sinum. Kapparnir leika hratt og 10 fyrstu leikirnir birtast á sjón- varpsskerminum innan hálftima frá upph.skákarinnar. 1 ljós kem- ur, að Fischer velur Rauzer-árás ina, eins og i 18. skákinni. Ég spyr Frank Brady álits: ,, Það er ómögulegt aö segja nokkuð á þessu stigi, en Fischer hefur oft teflt snilldarlega á hvitt gegn Sikileyjarvörn. Við skulum biða og sjá, hvað setur.” ENN EITT JAFN- TEFLID — EÐA...............? Nú er komiö nokkuö fram i þessa 20. einvigisskák. Menn eru ekki á eitt sáttir um stöðuna, frekar en fyrri daginn. Stærsti hluti þeirra skákmeistara, sem ég vik mér að, eru á þvi, að skák- in sé jafnteflisleg. Jens Enevold- sen er i þeirra hópi. „Fischer ger- ir sig sýnilega ánægðan með jafn- tefli. Ég held, að skákin endi líka þannig.” Brady vinur minn er á sömu skoðun: „Þetta verður lik- lega jafntefli.” Hópur skákspekinga með skák- skyrendur Alþýðublaðsins, Morg- unblaðsins og Þjóðviljans i broddi fylkingar er í vafa um úrslitin. „Akademian” virðist á þeirri skoðun, að Spasski hafi betur. Ég rekst á Braga Kristjánsson (eftir 32. leik) og hann kveður Spasski varla vinna héðan af. „Semja þeir þá um jafntefli fljót- lega?” spyr ég i einfeldni. „Semja þeir nokkurn tima,” svarar Bragi og brosir við. SPENNA FÆRIST í LEIKINN — BIÐSTAÐA Smám saman færist spenna i leikinn. Spasski er ekki á þvi að gefa hlut sinn og sækir fast fram. Friðrik Ólafsson segir (að lokn- um 34 leikjum): „Ég tel Spasski hafa mun betri stöðu sem stend- ur.” Þetta eru orð islenzka stór- meistarans. en hver er kraftur „ofurmennisins,” Roberts Fischers? Eftir 41. leik fer skákin i bið. Sagt um biðstöðuna: Robert Byrne: „Spasski hefur að- eins betri stöðu að minum dómi. Annars er erfitt að spá um fram- haldið.” Frank Brady: „Svartur (Spasski) hefur vissulega góðan möguleika á vinningi, en samt er ekki vist. að honum takist aö knýja hann fram.” Bragi Kristjánsson: „Spasski hefur alla vega ekki lakari stöðu. Spurningin er bara, nægja yfir- burðir hans til vinnings?” Jens Enevoldsen: „Ég vona, að þessu lykti með jafntefli. Ef Spasski vinnur,þessa skák, fer ég alvarlega að hugsa um aö gefa skák upp á bátinn fyrir fullt og allt.” GLÆSILEG LOKA- IIÁTÍD FRAMUNDAN Tveim dögum frá lokum ein- vigisins verður haldin mikil loka- hátiö i Laugardalshöllinni. Enn er hvorki ákveðið, hve margir miðar verða seldirað hátiðinni, né hvert miöaverðið verður. Verður það þó liklega 2000 kr. Dagskrá hátiðarinnar verður i stórum dráttum þannig, að fyrst flytur Guðmundur G. Þórarins- son ávarp. Þá lýsir Lothar Schm- id úrslitum i einviginu. Að þvi búnu flytur dr. Max Euwe forseti FIDE, ávarp og krýnir nýjan heimsmeistara. Ekki er ljóst með hverjum hætti sú athöfn fer fram, en dr. Euwe mun að likindum af- henda nýbökuðum heimsmeist- ara eitthvert tákn til merkis um tignina. Guðmundur G. mun svo afhenda verðlaun og loks flytur fulltrúi rikisstjórnarinnar, lik- lega Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra, stutta tölu. Borðhaldið verður i anda hinna gömlu vikinga. Setið verður við langborð og bornir fram heilir lambskrokkar og heilsteiktir ali- grisir með viðeigandi góðgæti. Matnum skola menn svo niður með sérstaklega blönduðum mjöð, Vikingablóði, sem kælt verður með is úr Vatnajökli. Mjöðurinn verður reiddur fram i þar til gerðum drykkjarhornum, vel merktum einviginu, eins og annar borðbúnaður. Carl Billich leikur undir borðum, en liklega aðstoðar strengjasveit viö. sjálfa krýninguna. Eftir borðhaldið verður svo dansað af miklu fjöri fram á nótt viö undirleik Hljóm- sveitar Leikhúskjallarans. Höllin verður litið skreytt i til- efni hátiðarinnar, enda litill timi til þess. Þrátt fyrir það veröur lokahátið þessi einn helzti við- burður i skemmtanalifi höfuð- borgarinnar á borö við Pressu- balliö. MÁLSHÖFÐU N GEGN FOX Gisli Gestsson hefur nú stefnt Chester Fox fyrir bæjarþingi Reykjavikur. Krefst Gisli kaup- tryggingar sér og öörum kvik- myndatökumönnum til handa, ella fer hann fram á, aö eignir Fox hér á landi veröi kyrrsettar. Mál þetta er hiö flóknasta og erfitt reyndist að fá botn i mála- vöxtu i gær. Vist er þó, að Fox hefur verulegar varnir fram að færa i málinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.