Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. ágúst 1972 TÍMINN 3 Friðrik Olafsson skrifar um tuttugustu skákina ABCDBFGH Hv.: Fischer. Sv.: Spassky. Hin álitlega staða, sem Spassky hafði tekizt að byggja sér upp i 20. skákinni, þegar hún fór i bið s.l. þriðjudags- kvöld, reyndist ekki fela i sér nægilega möguleika til vinn- ings, þegar til kastanna kom, og Spassky sætti sig við jafn- tefli, án þess að láta nokkurn Spassky Friðrik Fiseher timann sverfa til stáls. Skákin einkenndistaf þæfingi fram og til baka með mennina. Spassky var greinilega að þreifa fyrir sér og reyna að uppgötva snöggan blettárann- sóknum Fischers á biðstöð- unni, en hafði ekki erindi sem erfiði. Biðskákin fer hér á eftir án athugasemda. 41. — Kd(> 42. Re3 BeR 43. Kd3 Bf7 44. Kc3 KcR 45. Kd3 Kc5 40. Ke4 KdR 47. Kd3 Bg6+ 48. Kc3 Kc5 49. RdS+ Kdfi 50. Rel Kcfi 51. Kd2 Kc5 52. Rd3+ Kdfi 53. ltel Refi 54. Kc3 Rd4 55. Kd2 Fischer krafðist jafnteflis, áður en hann lék siðasta leik sinum, en eftir þann leik er kominn upp þrisvar sinnum sama staðan i skákinni. Eftir jafntefii í 20. einvígisskákinni vaknar spurningin: Tryggir Fischer sér heimsmeistaratitilinn í dag? ET-Reykjavik. 20. einvigisskákinni lauk með jafntefli í 55. leik. Enn eitt jafn- teflið — það sjöunda i röð — og enn einu sinni hafði Spasski nokkru betri stöðu, er hann gat ekki nýtt sér til vinnings. Biðskákin liktist flestum fyrri biðskákum i einviginu. Keppendur léku fram og aftur án auðsýnilegs markmiðs og sömdu loks um jafntefli. Úrslitin eru sæt fyrir Fischer, en að sama skapi lik banastungu fyrir andstæðing hans. Fischer hcfur nú hlotið 11 1/2 vinning og skortir aðeins 1 — 1 vinning — til sigurs i einviginu. Svo gæti jafn- vcl farið, að hann næði þvi tak- marki i dag. Spasski hefur aftur á Jafnvel kettirnir eru farnir að tefla 1 árdaga, þegar allt lék i lyndi, sátu goðin að tafli eins og lesa má i Völuspá: Tefldu i túni, teitir voru, var þeim vettergis vant úr gulli. Enn er eflt mikinn, og gull i boði, þvi að aftur er sú stund runnin, að þess er „vettergis vant”. Hitt er liklega nýlunda, að jafnvel kettirnir eru farnir að tefla. Hér heyja þeir sitt skákeinvigi og hugsa sig sýni- lega vel um, áður en þeir leika, enda mjög tvisýnt, hvernig skákin ræðst. Að loknu einvigi kvað eiga að vera veizla mikil i hverfinu, þar sem meiri háttar kettir hafa úti allar klær, lepja rjóma úr gervinegldum trog- um og gæða sér á rottum, sem bornar verða fram i heilu liki. Stærstu högnarnir annast eldsvarnareftirlit i veizlunni. móti 8 1/2 vinning og þarfnast 3 1/2 vinnings úr 4 skákum til að halda titlinum. Slíkt er ofur- mannlegt! Um biðskákina, sem tefld var i gær, er annars fátt að segja. Geller, aðstoðarmaður Spasskis hafði sýnilega ekki komið dúr á auga i fyrirnótt, þvi að hann fylgdist hálfdottandi með skák- inni. Hann (og hinir Rússarnir) hafði þó sýnilega ekki uppskorið neitt með athugunum sinum á biðstöðunni. Spasski fann ekki leið til vinnings (ef hún var þá NORRÆNT NEMAMÓT VATNI Þó-Reykjavík. „Samleikar jarðfræði og sögu,” ncfnist aðalviðfangsefni norræns kcnnaranemamóts, scm verður haldiðá I.augarvatni dagana 1.-6. september á vegum Samtaka islenzkra kcnnarancma (SÍKN). Ólafur M. Jóhannesson, for- maður SIKN, tjáði blaðinu, að 40- 50 manns myndu sækja mótið frá öllum Norðurlöndunum, þar með taldir 2 boðsgestir frá Færeyj- um. Ýmsir þekktir fyrirlesarar og fræðimenn á sviði jarðfræði og sögu munu mæta á mótinu og Hlaut 1. verðlaun fyrir lúðrasveitarverk Árni Björnsson, tónskáld, hlaut nýlega 1. verðlaun i norrænni samkeppni, sem danska útvarpið efndi til um lúðrasveitarverk, annars vegar fyrir tréblásturs- hljóðfæri og hinsvegar málm- blásturshljóðfæri. Verðlaunaverk Árna nefnist: „Frumsamið stef og tilbrigði i islenzkum þjóðlaga- stil”, og er samið fyrir tré- blásturshljóðfæri. Verkið tekur innan við 10 minútur i flutningi, svo sem kveðið var á um þau verk, er bárust i þessa sam- keppni. Verðlaunin voru 6000,00 dansk- ar krónur (ca. 75.000,00 isl.), og var verkið frumflutt i danska út- varpinu hinn 18.júli s.l. fyrir hendi) og 20. einvigisskákin endaði i „dauðu jafntefli”. Þess er mjög farið að gæta hér i Laugardalshöllinni, að úrslit i einviginu séu á næsta leiti. Undir- búningur undir lokahátiðina er hafinn af fullum krafti og er- lendum einvigisgestum hefur fjölgað siðustu daga. Þá hefur sala minjagripa er tengjast ein- viginu á einhvern hátt, aukizt fremur en hitt á lokasprettinum. Og loks er þaö spurningin, sem allir biða i ofvæni: Lýkur einvig- inu i dag með sigri Roberts Fischers? KENNARA- A LAUGAR flytja fyrirlestra. — Þá fara þátt- takendur i kynnisferðir i nágrenni Laugarvatns, meðal annars til Þingvalla, en þar munu þátttak- endur sitja hádegisverðarboð menntamálaráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar. Á kvöldin verða kvöldvökur og önnur gleði. Á meðan á mótinu stendur verður dvalið i gamia húsmæðraskólanum á Laugar- vatni, en stúlkur úr húsmæðra- kennaraskólanum sjá um veit- ingar. Enn er timi fyrir islenzka kenn- aranema að láta skrá sig á mótið, og er það hægt á skrifstofu Kennaraskóla islands. Bl lýsir furðu sinni vegna synjunar um aðstöðu á varðskipum Stjórn Blaðamannafélags Is- lands gerði á fundi sinum i gær eftirfarandi samþykkt: „Stjórn Bí lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda, að meina fréttamönnum að vera um borð i islenzkum varðskipum fyrstu dagana eftir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur, þrátt fyrir itrekaðar óskir fjölmiðla þar um. Með þessari synjun er að- staða blaðamanna til að fylgjast með og lýsa atburðum i þessu lifshagsmunamáli þjóðarinnar gerö mjög erfið, og aukin hætta á villandi fréttaflutningi. Stjórn Bí hvetur viðkomandi aðila til að endurskoða þessa af- stöðu sina nú þegar”. Fréttatilkynning frá stjórn Bt Skattar og skák Fjármúlaráðherrann hefur nú tilkynnt, að hann muni beita scr fyrir þvi, að verð- launafc þeirra Fischcrs og Spasskis verði ekki skattlagt hér á landi, eins og gildandi lagaákvæði kveða á um. Til- laga um þetta var samþykkt i rikisstjórninni, og ennfremur hafði fjármálaráðherra sani- baiid við foringja stjórnarand- stöðuflokkanna, sem lýstu sig samþykka tiilögunni, og má þvi búast við, að tillagan vcrði samþykkt átakalaust á Al- þingi. ltikisskattstjóri og rikis- skattanefnd hafði gert könnun á þessu máli. og leiddi sú könnun i ljós, að verðlaunaféð er bæði skatt- og útsvarsskylt hér á landi. Útsvar og kirkju- garðsgjald hcfði fallið i hlut Reykjavikurborgar og Garða- lircpps, en þar hcfur Spasski búið, og hafa bæði þessi sveitarféiög fallizt á cftirgjöf á útsvari og kirkjugarðs- gjaldi. Skv. þessu verða felld niður opinber gjöld af verðlauna- fénu, scm ncma rúmlega tvciniur og hálfri miiljón króna fyrir sigurvcgarann, og rúmlega cinni og hálfri miiljón fyrir þann, sem undir verður í cinviginu. Þessi eftirgjöf gjaldanna cr gerð i trausti þcss, að verð- launaféð vcrði ekki skattlagt i hcimalöndum skákmannanna, þ.e.a.s. sá hluti verðlaunafjár- ins, sem tekinn hefði vcrið skv. gildandi lögum i opinbcr gjöld hér á landi. Ef svo vcrð- ur ckki gcrt er i cngu verið að liygla skákmcisturunum með þcssari cftirgjöf hér á landi, lieldur er vcrið að liygla ríkis- sjóðum landa kcppenda, þar sem skatthluti islands myndi þá ekki lcnda hjá keppendum lieldur rikissjóðum Banda- rikjanna og Kovétrikjanna. Má þó vissulcga segja, að þcir séu frcmur aflögufærir cn rikissjóður islands. Magnús og álféiagið Iðnaðarráðherra er nýkom- inn i'rá Kviss, þar sem hami ræddi við forráðamcnn sviss- neska áfélagsins um mengunarvarnir, iðnþróunar- áform og notkun álþynna til islenzkrar lagmetisiðju og fl. i viðtali, scm Þjóðviljinn átti við ráðhcrranna i gær, segir hann m.a.: „Þriðja atriði var þetta, að Alusuisse-mcnn gcrðu ráð fyr- ir þvi að þcir vildu i cinhverri framtið „Ijúka” framkvæmd- um i Ktraumsvik, en i þvi felst stækkun vcrksmiðjunnar um 10 þúsund tonn miðað við ár- lega afkastagetu. Kpurðu þeir hvort islendingar vildu sclja þcim rafmagn sem þcssari viðhót næmi (en það sam- svarar 20 megawatta virkj- un). Úg sagði þeim að ekki kæini tilinálaaðselja raforku á þvi lága verði sem fýrrver- andi ríkisstjórn samdi um við Alusuisse, 22 aurar á kVVst., heldur yrði að miða við fram- leiðslukostnað úr næstu virkj- un, h.u.b.35 aurar á kWst„ að viðbættum eðlilegum ábata af sölunni. Virtist þeim þykja slik vcrðlagning ekki óeðlileg. Loks gerði ég grein fyrir þeim áformum okkar að stór- auka framleiðslu á lagmeti. Kunnugt er um, að notkun á álþynnum til umbúða ryður sér nú injög til rúms i slikum iðnaði og nýtur sivaxandi vin- sælda, jafnt af framleiöendum sem neytendum. Spurði ég for ráöamenn Alusuisse um möguleika á þvi, að þeir létu i té álþynnur til þessarar fram- leiöslu, en Alusuissc stendur i frcmstu röö á þessu sviði. Þeir kváðust hafa áhuga á að eiga við okkur viöskipti af þvi tagi, og gæti þaö orðið báöum til hags.” —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.