Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 31. ágúst 1972 smiðjustjórnin er staðráðin að láta hart mæta hörðu”. — „Óháðum verkamönnum tryggð lögvernd við vinnu i verksmiöjunum”. — „Verkamannafélaginu heitið eindregnum stuðningi i réttindabaráttu sinni á geysi-fjölmennum fjöldafundi”. — „Attundi verkfallsdagurinn i Blairsborg”. — „Sextándi verkfallsdagurinn”. Þannig rak hver fyrir- sögnin aðra. Ég þurfti varla að lita á þær: ég mundi þetta allt nógu greinilega. Þótt fullur áratugur sé liðinn siðan þetta gerðist, standa verkfalls- verðirnir við verksmiðjuhliðið mér enn ljóslifandi fyrir hugarsjónum. Ég sé þá ganga fram og aftur. Ég sé þá hnipra sig saman við stórar skjólur, sem þeir hafa stungið göt á og lagt eld i. Ég get ekki heldur gleymt konunum, sem stóðu klukkustundum saman með slitleg sjöl yfir sér og tómar körfur á handleggjum fyrir framan skýlin, þar sem þurlandi heimilum var ulhlutað matvælum. Ég sé i anda hálfvaxna drengi og telpur snudda i kringum brautarslöðina og meðfram járn- braulinni i leit að kolamolum. Ég gleymi þó sizt af öllu litlu börnunum, sem börðusl um sprek og kassalok, er þau l'undu i húsasundunum, og rifu upp runna i vanhirtum görðum og burðuðust meö herfangið heim i köld og óvistleg hreysin. Ég sá að visu slærri og gleiðari fyrirsagnir um stórfenglegri verkföll i umfangsmeiri iðjuverum i fjölmennari borgumþennan vetur. Ég las frásagnirnar um þessa atburði og langar og fræöilegar greinar, sem sifellt var verið að birta, um nauðsyn þess, að peningaveltan ykist og fólk eyddi meira fé, svo að „eðlilegt ástand”, er menn nefndu svo i bjarlsýni sinni, skapist sem allra fyrsta. En ég kynntist þessum atburðum ekki af sjáll's raun. Og auk þess var lika sá munur, að hungur og kuldi og hatri þrungnar illdeilur voru ný tiðindi i Blairsborg. Vist hafði þar stundum verið hart i ári, en aldrei hafði þó syrt svona i álinn l'yrr. Hanna lylgdist stórum betur með þvi, sem gerðist, heldur en ég hafði búizt við. Að visu var hún l'ram úr öllu lagi ofsafengin i ályktunum sin- um. til dæmis um matvælaúthlutun verkamannasamtakanna, sem hún lormælti með munnsöfnuði, er okkur öllur blöskraði. En atburðir þeir, sem gerzt höfðu, virtust hafa vakið hana lil umhugsunar um málefni, sem hún hafði aldrei borið við að ihuga áður. Nokkrum mánuðum siðar komsl ég að raun um hverju þelta sætti. „(iuð fyrirgefi þér, Hanna!” varð Harrý að orði eitt kvöldið, þegar hún hal'ði hellt af skálum reiði sinnar al' óvenjulegri heift. „Þú ættir að reyna að hal'a eitthverl taumhald á tungu þinni”. „Hvaðer þaðannað, sem þeir vilja'?” Hún beit saman mjúkum rós- rauðum og bjúgum vörunum og kastaði Ijósu bárinu frá enninu. „Þeir þykjast sjálfsagt eiga skilið að lil'a sæmilegu lifi eins og ég og þú”. Ég vissi ekki l'yrr til, en ég hafði sagt þetla. „Ógæfan er einmitt sú”. hélt ég ál'ram. „að það er svo auðvelt að skella skuldinni á aðra, kenna „þeim” um allt. I augum verksmiðjufólksins erum við „þeir”, en i okkar munni er það „þeir". Svona er farið að þvi að gleyma, að við erum iill venjulegir menn og vekja stéttahalur og úlfúö". Ég þagnaðijþvi að ég hafði sagt meira en ég ællaði. Það sló þögn á alla. Ég hefði ekki vakið meiri skelfingu við matarborðið, þótt ég hefði risið upp með harnar i annarri hendi én sigð i hinni. „Nú-jæja", varð Ilönnu að orði. „Ég get ekki sagt annað en Emilia hali lært talsvert af verkfallsagentunum og Jóa Kellý á sápukassan- um". „Ég held. að þið ættuð að hætta þessu tali, systur, um mál, sem þið berið ekki minnsta skynbragð á”. sagði Ilarrý reiðilega. „Það er nóg að heyra þetta verkfalisskraf allan daginn i vcrksmiðjuskrifstofunum, þó að þið berið það ekki lika á borð með kvöldmatnum. Finnst þér það ckki, Blair?” Hann sneri spurningu sinni til Wallace frænda sem vitan- lega samsinnti honum. Emma frænka sýndi meira umburðarlyndi heldur en ég hafði vænzt. En það var raun að sjá, hve kviðin og mæðuleg hún var. Hún hafði allt- af vonað, að einhver straumhvörf yrðu, áður en verkfallið dyndi yfir, og eftir að verksmiðjunum hal'ði verið lokað’. gerði hún sér jalnvel frá- leitar hugmyndir um möguleika til samkomulags, sem báðir aðilar gætu fellt sig við. „Þú mátt ekki taka þér þessa erfiðleika svona nærri Emma”, sagði Weeks læknir við hana hálfum mánuði eftir að verkfall- ið hófst. „Þessi verkföll virðast vera orðin einn þáttur i þjóðlifinu nú á dögum, svo að þú skalt ekki telja það, sem hér hefur gerzt, neina árás á þig. Þetta er i rauninni eins og næm pest, sem þjáir atvinnulifið og geis- ar um allt landið. Við skulum vona, að það takist að lækna sjúklinginn, þó að hann sé þjáður og sjúkdómurinn heiftúðugur”. „Þú ert læknir Weeks, og veizt, að það skiptir mestu máli að vita, hvað veldur sjúkdómum. Þá fyrst er von um að hægt sé að finna öruggt læknisráð”, svaraði hún. Hún var litverp þessa daga. Þó var hún ekki fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig, heldur feður sina, kynslóðirnar, sem hafið höfðu Friðar- pipuverksmiðjurnar til auðs og virðingar og gengið þar um garöa á undan henni og bræðrum hennar, og niðja ættarinnar, sem við áttu aö taka. Henni sveið að sjá þau straumhvörf, sem orðin voru i samskipt- um verksmiðjueigenda og verksmiðjulýðs. „Við fundum alltaf, að við bárum ábyrgð á kjörum verkafólks”, sagði hún margsinnis við mig. „Sérhverjum, sem var hjálparþurfi, var heimiltað leita til okkar. Viö veittum þurfandi fólki alltaf úrlausn, ann- aðhvort úr einhverjum verksmiðjusjóðum eða vasa okkar sjálfra”. „Ég veit það”, svaraði ég. „En nú á dögum þykir fólki vist betra hjá sjálfu sér að taka en sinn bróður að biðja. Ég á við”, —: ég reyndi að rifja þaðupp, sem Jói Kelly hafði sagt við mig á stignum við læknishús- iö — „Það vill ekki þurfa að leita til annarra um það, sem það þykist fært um að veita sér sjálft”. Hún leitá mig eins og ég hefði rekið henni kinnhest. „Ætlar þú, Emilia”, sagði hún, „að fara að segja mér, að þetta of- beldi hér sé réttlætisverk?” Ég andvarpaði og hristi höfuðið. „Frænka min”, sagði ég. „Ég veit ekki lengur, hvað mér finnst. Ég veit ekki, hvað er rétt. Ég vildi, að ég gæti hlustað á það, sem er að ger- ast, en þó þarf vist meira til en heyrnina.... Ég hef aðeins verið að reyna að setja mig í spor hinna, annað ekki. Ég hef stundum verið að hugsa um það hvernig ég myndi lita á málið, ef ég hefði unnið hörðum höndum i verksmiðjunum, eins og sum skólasystkini min. Og mamma var lika verksmiðjustúlka, áður en hún giftist pabba”. Emma frænka harðnaði á svip. Ég fann, aðég hafði hlaupið á mig, er ég minntist móður minnar i þessu sambandi. Hún og faðir minn voru orpin mjúkri slæðu minninganna, sem ekkert átti skylt við gremju þrungin vandamál liðandi stundar. „Móðir þin var mjög óvenjuleg kona, Emilia", svaraði Emma stilli- lega. „Ef hún væri enn á lifi, veit ég, að hún myndi fella ennþáþyngri dóm um það, sem hefur verið, heldur en nokkurt okkar hinna”. 1194 Lárélt Lóðrétt li Æstur - 5) Gól,- 7) Elska - 91 i > Ofjarl,- 2) Sæl,- 3) JJ,- 4) Óar,- llrós - 11) Stafur - 12) Eins,- 13) 6) skalli,- 8) Óri,- 10) Ell - 14) Bors,- 15) tlát.- 16) Hljóðfæri,- 18) Kát,- 15) Ofl - 17) LI - Stjórnar- Lóðrétt 1) Kærir - 2) Beita,- 3) Tónn - 4) Hár,- 6) Hindrar - 8) Verkfæri,- 10) Ýta fram,- 14) Sverta.- 15) Söngmenn - 17) A heima. Háðning á gátu No. 1193 Lárétt 1) Ofsjón.- 5) Æja,- 7) Jól.- 9) Rek - 11) Ar,- 12) La,- 13) Rif,- 15) 011- 16) Alf.- 18) Stilli,- FIMMTUDAGUR 31. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15(og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (14). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25: Mieczyslav Hors- zowski, Peter Serkin og Rudolf Serkin leika ásamt Marlboro-hátiðahljómsveit- inni Konsert fyrir þrjú pianó og strengjasveit i C-dúr eft- ir Bach, Alexander Schneid- er stj. / Kammerhljóm- sveitin i Stuttgart leikur „Eine Kleine Nachtmusik” eftir Mozart, Karl Miinch- inger stj. F’réttir kl. 11.00. Hljómplötusafniö (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodchouse Jón Aðils leikari les (14). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul- tónlist . Andrea Grossi, Johann Heinrich Schmelzer, Don Smithers og Michael Laird ásamt St. Martin in the Fields strengjasveitinni leika Són- ötur fyrir tvo trompeta og strengjasveit eftir P.J. Vejvanovský, Neville Marr- iner stj. Toke Lund Christ- iansen flautuleikari og Ing- olf Olsen gitarleikari flytja verk eftir Vincenzo Gelli, Fernando Carulli, Ferdin- ando Paer o.fl. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár mín” eftir Christy Brown Ragnar Ingi Aðalsteinsson les (10). 18.00 F-réttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá ólyinpiuleikunum i Miinchen.Jón Asgeirsson talar. 19.40 „Handan við krossinn helga" Kristján Ingólfsson ræðir við Þorstein Magnús- son bónda i Höfn i Borgar- firði eystra. 20.15 Einleikur i útvarpssal Philip Jenkins leikur á pianó Sónötu i G-dúr (K283) eftir Mozart. 20.35 Leikrit: „Stiginn” eftir John Whiting, Þýðandi: Unnur Koibeinsdóttir. Leik- stjóri: Ævar R. Kvaran. Persónur og leikendur: Max ...Jón Aðils, Stephen ...Valdemar Helgason, Rattray ...Hákon Waage. 21.10 Úr þorskastriöinu 1958 Minningar af segulböndum o.fl. Stefán Jónsson tekur saman. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem brcytti um andlit" eftir Marcel Aymé Kristinn Reyr les (18). 22.35 A lausuin kili Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.