Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. ágúst 1972 TÍMINN 15 Hexaklórófen Framhald af bls. 1. upp á siðkastið. Rannsóknir i Bandarikjunum leiddu i ljós, að rottur, sem meðhöndlaðar voru með hexaklórófeni, hlutu af þvi heilaskemmdir. bess vegna hafa verið settar allstrangar reglur um, i hvers konar tilfellum skuli nota það þar i landi, auk þess sem varað er við notkun þess sérstak- lega, ef ungbörn eiga i hlut. Almar taldi,að sápa, sem inni- heldur efnið og notuð hefur verið á islenzkum spitulum, væri nú mjög á undanhaldi og viki fyrir öðrum nýrri, lausum við marg- nefnt efni. Um það, hvort hexa- klórófensápa væri enn notuð á sjúkrahúsum, vissi hann ekki, en visaði á Hrafnkel Stefánsson lyfjafræðing. Hins vegar benti hann á, að sér þætti afar ósenni- legt, að efnið væri i einu né neinu án þess að þess væri getið á um- búðum. Við höfðum tal af Hrafnkeli Stefánssyni og spurðum, hvort hexaklórófen væri notað á is- lenzkum spitölum og þá sérstak- lega á fæðingardeildum. Hann kvað það aldrei hafa verið notað i duftformi, sem væri hættulegt vegna þess, hve greiða leið efnið á þá i öndunarfærin. Hinu væri ekki að leyna, að húð ungbarna væri til muna þynnri en þeim, sem komn- ir eru til meiri þroska, og þvi ættu ýms efni hægara með að komast gegnum hana og út i blóð þeirra en annarra, sem þykkara hafa skinnið. Um bandarisku tilraun- ina sagði hann, að oft væri hæpið að færa það, sem við ætti um dýr, upp á mannfólkið. Hrafnkeli var ekki kunnugt um, að til væru nein smyrsl, sem blönduð væru i is- lenzkum lyfjaverzlunum, sem innihéldu hexaklórófen. Enn höfðum við samband við sérfræðing — Matthias Ingibergs- son, lyfsali i Kópavogi, kvað hexaklórofen vera notað i allt krem og sápu, sem ætlað er að drepa bakteriur, vegna þess að það verkar afarvel i fitu og veldur ekki sviða á viðkvæmu hörundi. Ekkert benti til, að það gæti haft hættu i för með sér, nema ef til vill fyrir kornbörn, og visaði hann til þess, að Bandarikjamenn hefðu bent á það fyrir tveimur ár- um, að hugsanlegt væri,að efnið smygi gegnum húð þeirra, jafn- vel þótt það væri notað mjög þynnt. En eftir að barnið er komið úr vöggu er taliö, að húð þess hafi öðlazt nægan þroska til að þola það. Hann lét þess og getið, aö lyfjaeftirlit i veröldinni væri mis- gott og það franska væri harla laust i reipunum, samanborið við t.-am. hið bandariska og það sem tiðkast á Norðurlöndum. Matthi- as sagði lika, að bandarisk og sennilega öll brezk lyf, auk lyfja frá Norðurlöndunum, væru með áletrun á umbúðum. sem gæfi til kynna, hvaða efni þau innihalda. Framhald af bls. 1. blaðamannafundinum i gær- morgun og sagði þá m.a.: „Við færum landhelgina út af brýnni nauðsyn, þvi það er eina leiðin til að vernda fiskistofnana hér við land.” Þá vitnaði hann i alþjóð- legar skýrslur um ástand fiski- stofnanna, og benti á, hvernig komið væri i Barentshafi, þar sem brezkir togarar hefðu áður stundað veiðar. Á blaðamannafundinum bar varnarliðið i Keflavik á góma, eins og ætið, þegar erlendir blaðamenn ræöa við islenzka ráðamenn. Utanrikisráðherra sagði m.a., i þvi sambandi,að út- færsla fiskveiðilandhelginnar heföi haft algjöran forgangsrétt i utanrikisráðuneytinu, en hann vonaðist til, að fyrir lok þessa árs væri hægt að hefja viðræður við Bandarikjamenn um endurskoð- un varnarsamningsins milli ts- lands og Bandarfkjanna. 65 togarar við landið Samkvæmt erlendum fréttum er búizt við, að 65 brezkir togarar verði að veiðum hér við land á út- færsludaginn, og er búizt við, að þeir haldi sig aðallega við suð- austanvert landið og norður af Vestfjörðum. Landhelgisgæzlan mun i dag væntanlega telja er- lend fiskiskip, sem eru að veiðum við landið. Landhelgismálið Hreindýraveiðarnar nýr tekju- stofn fyrir sveitarfélögin Klp—Reykjavík Eins og sagt var frá i Timanum s.l. fimmtudag, hefur Mennta- málaráðuneytið gefið út nýja reglugerð um hreindýraveiðar á Austurlandi. Þar segir m.a., að heimilt sé að veiða allt að 850 hreindýr á timabilinu 14. ágúst til 20. september. Við höfðum samband við Valtý Guðmundsson, sýslumann Suður-Múlasýslu, og spurðum hann, hvernig þeim þarna fyrir austan þætti nýja reglugerðin. Hann sagði, að mönnum þætti hún koma full seint, en annars væru þeir nokkuð ánægðir með hana. Þó taldi hann, að búast mætti við þvi að einhver kurr yrði i mönnum yfir skiptingunni á þeim dýrum, sem mætti fella. En þessum 850 dýrum er skipt á milli 17 hreppa eftir ákveðnum hlut- föllum. Fá stærstu hrepparnir i sinn hlut 150 til 170 dýr, en aðrir fá allt niður i 7 og 10 dýr. Flestir fá þó i sinn hlut á milli 25 og 50 dýr. Valtýr sagði. að samkvæmt nýju reglugerðinni ætti andvirði felldra hreindýra að greiðast i reikning hlutaðeigandi sveitar- sjóðs og hver hreppsnefnd að skipta fénu innan sins svæðis. Ætti þá fyrst og fremst að láta þá Kornrækt Framh. af bls. 1 fengið hér um bil fullþroska korn á sandinum, þetta tiu til þrátiu tunnur af hektara, sið- ustu fimm ár, og þess vegna ætti það ekki að fara á milli mála, að hann er nokkuð ár- viss, ef rétt er að farið. Kornið hefur þroskazt verr i moldar- jarðvegi hér heima á Korn- völlum. Það litur lika vel út með hafra á sandinum, enda á hann vel við þá. Vorrúgur og vetrar- bygg í tilraunaskyni — Meðal þess, sem ég er með núna, er vorrúgur, sagði Klemenz enn fremur. Ég ætl- ast þó ekki til þess að fá rúg- uppskeru, heldur rækta ég hann vegna þess, að hann gef- ur helmingi meiri hálm en bygg og hafrar. Ég ætla að reyna, hversu mikiö getur fengizt af hálmi. Vetrarrúgi sáði ég um miðjan júlimánuð, og markmiðið með þvi er að sjá, hve mikið af honum lifir af veturinn. Vetrarbyggi sáði ég i þrjú hundruð fermetra i fyrra, en mest af þvi fór forgörðum i vetur. Samt liföi nokkuö, og fáein öx bera fuliþroska bygg. Þannig fékk ég þrjú kiló- grömm af útsæði, sem ég sái næsta sumar. Þar er ég aö leita að stofni, sem er nógu harðgerður til þess að lifa hér af veturinn. Takist mér með þessum hætti að koma upp stofni af vetrarbyggi við okkar hæfi, er mikið unnið, þvi að það næði þroska um miðjan ágústmánuð, miklu fyrr en vorbygg. Jafnsannfærður og áður um möguleika á korn- yrkju — Ég er enn sem fyrr sann- færður um, að við getum stundað hér kornrækt með viðhlitandi árangri, sagði Klemenz að lokum. En þá eru sáðskipti mikilvæg. Það er okkur aftur á móti fjötur um fót, að hér er engin regla á jarðrækt, samanborið við það, sem gerist með nágranna- þjóðum okkar. Með tilraunu og úrvali getum við náð betri og betri tökum á kornyrkju, og þó að ekki séu öll ár jafngóð, þá er þess að minnast, að jafnvel hin mestu kornyrkjulönd eru ekki laus við mikil áföll, þvi að þar geta til dæmis of miklir hitar og þurrkar, eins og verið hafa i Rússlandi i sumar, valdið uppskerubresti. bændur. sem verða fyrir mestum ágangi hreindýra á beitilönd sin, njóta arðs af veiðunum. Þetta væri þvi nýr tekjustofn fyrir sveitarfélögin. ef svo mætti að orði komast, og væri þvi hætta við að i einhverjum heyrðist vegna skiptingarinnar milli hreppanna. Hann gat þess, að í hverjum hreppi yrðu ráðnir sérstakir hreindýraeftirlitsmenn, og fengju þeir einir að skjóta dýrin, en mættu þó taka með sér tvo menn, sem báðir væru vanir slikum veiðum og væru góðir skotmenn. Valtýr tjáði okkur, að sala á afurðum hefði gengið vel á undanförnum árum. — Um þetta leyti árs eru skinnin farin að loðna, sagði hann, og fæst þvi ekkert fyrir þau. Margir hafa áhuga á hornum hreindýranna, og sumir láta stoppa upp Sjónvarpið Sjónvarpsdagskráin frá setn- ingu Ólympiuleikanna, sem sýnd var verður endursýnd n.k. sunnudag, og hefst endursýningin kl. 16.30, klukkan hálf-fimm. Sérstök ástæða er til að benda sjónvarpsnotendum á, að valið efni frá Ólympiuleikunum verður endursýnt siðdegis þrjá næstu sunnudaga og auglýst nánar sið- ar. Þá er og ástæða til að benda fólki á, að sjónvarpsefni frá Ólympiuleikunum verður ekki aðeins frumsýnt kl. sex til hálf átta fjóra virka daga i viku, held- ur og i íþróttaþættinum á þriðju- dagskvöldum og siðdegis á laug- ardögum og sunnudögum. Bíll út af Kömbum m I TVÆR STÚLKUR óskast I sælgætissölu út á land. Fritt fæði og húsnæði, bátt kaup. Tilboð sendist fyrir 4. september merkt: STARF 1350 hreindýrahöfuð, en það er i litlum mæli. Aftur á móti kaupa verzlanir afturpart dýranna á góðu verði, en frampartinn borðum við sjálf og þykir gott. Ljósmæðrastöður Á fæðingargangi fæðingardeildar Land- spitalans eru lausar til umsóknar fjórar stöður ljósmæðra, sem veitast frá 1. októ- ber 1972. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórnar- nefnd rikisspitalanna, fyrir 20. september n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofu rikisspitalanna. Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur yfirljósmóðir fæðingardeildarinnar, i sima 19500. Reykjavik, 29. ágúst 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. I gær varð það óhapp, að bil fór út af veginum efst i Kömbum. Varð bilun i afturhjóli, og dróst öxullinn út, en við það urðu heml- ar óvirkir. Fór billinn yfir grjót og klungur utan vegar, áður en hann stöðvaðist, en valt ekki. Roskin kona, sem i bilnum, varð fyrir meiðslum i baki. Lézt í Bólivíu Siðast liðinn mánudag lézt is- lenzkur flugmaður, Viggó örn Viggósson, 32 ára gamall, i flug- slysi i Boliviu. Viggó hafði starfað hjá flugfélaginu KLM i Surinám og Boliviu i nær þrjú ár. Viggó var meö öðrum manni i flugi, þegar vél þeirra steyptist til jarð- ar i nánd við Trompillo fiugvelli. Báðir mennirnir létu lifið. For- eldrar Viggós eru Sigriður Jóns- dóttir og Viggó Jónsson. Viggó lætur eftir sig þrjú börn. Þrír bátar í landhelgi Siðari hluta dags i gær kom varðskip til Akraness með þrjá báta, er það tók að ólöglegum veiðum i Faxaflóa suðaustur af Snæfellsjökli. Atti að taka mál þeirra fyrir i gærkvöldi. Bátar þessir voru Sindri RE 410, Sólfari AK 170 og Ingibjörg KE 114. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattgreiðenda er vakin á breytingu á innheimtufyrirkomulagi söluskatts, sbr. reglugerð nr. 160 22. júni 1972. Næsti gjalddagi söluskatts er 15. september n.k. og fellur þá i gjalddaga söluskattur fyrir júli og ágúst en eign- dagi hans er 25. september. Söluskattsskýrslu skal skila til inn- heimtumanns um leið og söluskattur er greiddur. Fjármálaráðuneytið Tilkynning um lögtaksúrskurð Föstudaginn25. ágúst s.l. var kveðinn upp úrskurður þess efnis, að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum tckjuskatti, eignaskatti, atvinnuleysistryggingargjaldi, iðnaðargjaldi, kirkjugjaldi kirkjugarðsgjaldi, hunda- skatti, iðnlánasjóðsgjaldi, slysatryggingargjaldi v. heim ilisstarfa, slysatryggingargjaldi atvinnurekenda, almenn um launaskatti, lífeyristryggingargjaldi atvinnurekenda, sérstökum launaskatti, skemmtanaskatti, miðagjaldi söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum toll vörutegundum, gjöldum til styrktarsjóðs fatlaðra, skipu lagsgjöldum, útflutningsgjöldum, aflatryggingarsjóðs gjöldum, tryggingariðgjöldum af skipshöfnum og skrán ingargjöldum, innflutningsgjöldum, síldargjaldi, fiski matsgjaldi og fæðisgjaldi sjómanna, öllu ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.