Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 31. ágúst 1972 milljónir sjálfboðaliða standa vörð um sovézka náttúru Umhverfisvernd er eitt þeirra mála sem er efst á haugi á vorum limum, inál sem varðar allt maiinkyn á undantekninga. Sem dæmi um jákvæðar og raunhæfar aðgerðir til lausnar þessum vanda, má benda á samkomúlag- ið milli liandarikjanna og Sovét- rikjanna um samvinnu á sviði uinhverfisverndar, scm nýlega var undirritaður i Moskvu. Fréttamaður APN Igor Pavlov álli fyrir skemmstu viðtal við for- seta náttúruverndarfélags Kúss- lands, Nikolai Ovsjannikov, en hann er aðstoðarmaður ráðherra þess er l'er með endurbætur, verndun og hagnýtingu láðs og lagar i rússneska Samhandslýð- veldinu, en hann er nýkominn frá Sviþjóð. Fer viðlalið hér á eftir. >■* •,, ■ Askania-Nova þjóðgarðurinn i Kherson-héraöi i Ckrainu. Steinstytta llvað haldið þér, sem formaöur samtaka rösklega 2(1 inilljóna sjálfboðaliða til verndar náttúr- unni.uni horfur um alþjóðasam- vinnu á sviði umhverfisverndar? Mér er ég á sömu skoðun og fram kemur hjá blaðinu Arbetet i greininni ,,Auslur-l>ýzkaland og umhverfismálin”. Umhverfis- vernd er mál alls mannkyns og getur ekki orðið neitt ágengt nema með virku og jafnréttháu samstarfi allra rikja,án tillits til stjórnskipulags. Kinmitt á þessum grundvelli var fyrir skemmstu undirritað samkomulag um samvinnu á sviði umhverfisverndar milli rik- isstjórna Kandarikjanna og Sovétrikjanna. Fg tel, að slikar raunhælar og jákvæðar aðferðir til lausnar eins brýnasta vanda- máls vorra tima.muni fagna sigri. og að á endanum muni tak- ast að vernda vötn og skóga, ár og andrúmsloft fyrir ógnun mengun- arinnar. en i Sovétrikjunum er einmitt gengið mjög rikt eftir slikri verndun á umhverfi manns- ins. Ilvað eigið þér við mcð „gcngið rikt eftir"? Fyrst og fremst það, að i SSSR fa>r ekkert fyrirtæki að hefja starfsemi lyrr en það hefur verið búið hreinsitækjum. Rikisstjórnin hefur falið ráðuneyti þvi, er fer með verndun og hagnýtinu láðs og lagar.að hafa á hendi eftirlit með þessum ákvæðum enda hafa fulltrúar þessa ráðun. úrslita- atkvæði i nefnd þeirri er veitir leyfi til að ný fyrirtæki taki til starfa. Fá mál bera sovézkar valda- stofnanir meira fyrir brjósti en umhveríisvernd. Að undanförnu hefur rikisstjórnin gefið út til- skipanir um jarðvegsbætur, um Rajkalvatn, um mengunarvarnir á vatnasvæði Volgu, Úral-fljóts og Moskvu-ár. Uessum vanda- málum var einnig helgaður fimmti landsfundur Náttúru- verndarfélags Rússlands, en full- trúar frá öllum 15 sambandslýð- veldum Sovétrikjanna tóku þátt i störfum hans, Vegna náttúruverndar eru nú strangar hömlur lagðar á iðnþró- un á ýmsum svæðum, t.d. á Svartahafsströnd, umhverfis vötnin Seliger og Bajkal, i Valdaj- hæðum og Altaj-fjöllum og viðar. Eftirliti og stjórn umhverfismála i hverju lýðveldi ber lagaleg skylda til að hafa eftirlit með, og ef nauðsyn krefur, að refsa fyrir brot á tilskipunum stjórnarinnar um umhverfisvernd. Kr þá mengun umhverfis ekki til i Sovétrikjunum? Jú, þvi miður. Það kemur fyrir, að ýmsir ráðamenn brjóta reglur um umhverfisvernd, ef þeir telja það hagstætt fyrir þá málaflokka, sém undir þá heyra. Sum fyrir- t Astrakhan-þjóðgarðinum Skýþa og tamdar Kanna-antilópur tæki valda mengun vegna þess, að hvorki hjá okkur né á Vestur- löndum hefur til þessa tekizt að leysa tæknileg vandamál i sam- bandi við sumar hliðar mengun- arvarna. Oftast eru þetta fyrir- tæki, sem reist voru við hinar erf- iðu aðstæður striðsins. Þau eru okkar höfuðvandamál i dag. En starfshæfni hins sovézka stjórnkerfis, sem styðst ekki að- eins við embættismenn sina, heldur einnig milljónir sjálfboða- liða, sem þeim eru til aðstoðar, og virkur stuðningur allrar alþýðu manna gerir það kleift að taka eftir i tima og koma i veg fyrir lögbrot af þessu tagi. Með áætlun- arbúskap reynist- unnt að veita árlega verulegt fjármagn til,og fullkomna tæknibúnað fram- leiðslunnar með það fyrir augum, að hún skaði sem minnst eða helzt ekkert náttúruna umhverfis. Hvað er gert i Sovétrikjunum, þegar velja þarf milli arðvæn- legra framkvæinda eða aö hafna þeim i nafni umhverfisverndar? Ég skal nefna dæmi, sem mér finnst mjög lýsandi. Skammt frá Volgu stendur Bazuluk-barrskóg- urinn, sem nær yfir 3000 hektara. Fyrir skömmu fannst olia undir skóginum. Frá efnahagslegu sjónarmiði hefði verið hagkvæm- ast að hefja þegar vinnslu henn- ar. Hins vegar hefur verið ákveð- ið að hefja ekki vinnslu fyrr en fundizt hefur tæknileg aðferð, sem tryggir fulla, ég endurtek: fulla varðveizlu skógarins. 1 Sovétrikjunum er mikið kapp á það lagt að hraða visindalegum og tæknilegum framförum. Hins vegar er reynt að keppa að þessu af búhyggindum og framsýni, svo að ekki hljótist af hættuleg meng- un og rányrkja. Um þetta var fjallað á 24.þingi KFS og þessi af- staða liggur til grundvallar öllum viðhorfum til náttúrunnar i landi voru. Hver eru þau verkefni i um- hverfismálum, sem Sovétmenn standa nú frammifyrir og hvaða möguleikar eru á lausn þeirra? Umhverfisvernd hjá okkur er engin herferð. Það er hversdags- legt gerhugult starf,sem á rætur sinar að rekja til þess er stofnandi hins sovézka rikis V.I. Lenin und- irritaði tilskipanirnar „Um skóga” (1918),, ,,Um verndunar- ráð" (1919), ,,Um gróðurvernd” (1920), og ,,Um verndun garða og náttúruminja” (1921). Þessar til- skipanir voru gefnar út á erfiðum timum. þegar Sovétmenn börðust fyrir tilveru sinni gegn erlendri ihlutun, óaldarsveitum Hvitliða, hungursneyð og eyðileggingu. frá Afriku. Nú hafa verið sett lög um nátt- úruvernd i hverju lýðveldi. I Áætlunarráði SSSR og áætlunar- ráðum einstakra lýðvelda er ver- ið að ganga frá verndunarráö- stöfunum langt fram i timann. í áætlunum um hagnýtingu auðl. SiberiUjSvo sem oliu og gass er gert ráð fyrir ráðstöfunum til þess að koma i veg fyrir að vatn og skógar spillist og landslag og dýralif býði hnekki. 1 báðum deildum Æðsta ráðs Sovétrikj- anna eru fastanefndir er fjalla um náttúruvernd og slikar nefnd- ir starfa við stj. allra lýðvelda og héraða. Sett hefur verið á laggirnar Gróðurverndarstofnun rikisins og bann lagt við notkun ýmissa kemiskra efna. Uppeldis- og fræðslustarf er veigamikill þáttur i árangursrikri skipulagðri umhverfisvernd. Við allar æðri menntastofnanir landsins eru haldin náttúruverndarnámskeið. Siðast en ekki sizt ber að nefna náttúruverndarfélögin með tugi milljóna félagsmanna. Viljið þér skýra svolitið nánar frá þeim? Ég skal segja frá Náttúru- verndarfélagi Rússlands þar sem ég er forseti. Það var stofnað 1924 og hafði þá aðeins nokkur hundr- uð meðlimi. Nú eru tuttugu og hálf milljón manna i hinum 150 þús. grunneiningum félagsins. f félagsskapnum eru um 13 þús. deildir til verndunar jarðvegi, vatni, skógum, andrúmslofti og auðlindum i iðrum jarðar. Til eru uppgræðsludeildir, dýra- og fuglavinafélög og meira að segja félagsskapur býflugna- og skor- dýravina. Við deildir þessar starfa 800 meðlimir visindaaka- demiunnar, prófessorar, doktor- ar og visindakandidatar, fjöl- margir verkfræðingar, búfræð- ingar og aðrir sérfræðingar. Sjálfboðastarf félagsmanna er ómetanlegt. Á árinu 1971 einu saman gróðursettu þeir t.d. 58 milljón skrauttrjáa og runna, 25 milljónir ávaxtatrjáa, mörg hundruð milljón blóm, smiðuðu milljónir hreiðurhúsa handa fugl- um, og byggðu fjölda stifla i litl- um ám til að auka vatnsmagn þeirra og hreinleika. Náttúruverndunarfélag Rúss- lands er aðili að Alþjóða Náttúru- verndarsambandinu og hefur virt samband við Náttúruverndarfé- lög i mörgum löndum. Kjörorð meðlima félagsins er: ,,Ekki að- eins við,heldur komandi kynslóðir skulu hafa möguleika til að njóta þeirra gæða sem hin fagra nátt- úra fósturjarðarinnar veitir okk- ur”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.