Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN Fimmtudagur 31. ágúst 1972 Fimmtudagur 31. ágúst 1972 TÍMINN 9 \ H I: Rætt við Pétur Sigurðsson listmálara: o 0 o ° o Kannclfi onlilocr n cón hlii'lnraQi JÍr” f;íldlllloiVI cUlllcg dy iibidmen íi bcu niuiarcCj jir Viíl Svi'ifluháls Tímamvndir Gunnar — Afstraktmálarar hafa undanfarin 30 ár, eða svo,rekift ákaflega sterkan áróður fyrir sinni stefnu hér á landi. Peir hafa náð miklum völdum og ráöa nær algerlega hvaða málarar taka þátt i samsýningum bæði hér lieima og erlendis. Nokkrir af- straktmálarar ráða lögum og lofum i Félagi islenzkra mynd- listarmanna. Stjórn þess fær venjulega boð um þátttöku i sýningum og skilur þau sem boö til félagsmanna, jafnvel þótt að ilinn, scm boðið kemur frá, hafi haft islenzka málara almennt i liuga. Valdamcnn i félaginu hafa meira að scgja fyrst og fremst sinnt fámennum hópi félags- manna undanfarin ár og litið skipt sér af öðrum. Fyrir 10-15 árum fengu þessir sömu menn þvi til leiðar komið, að safnráð Lista- safns islands sein er ráögefandi um innkaup listavcrka, varð skipað þrem listamönnum auk forstööumanns listasafnsins og fimmta manns, sem mennta- málaráðherra útnefnir. Þcssir listamenn hafa góöa aðstöðu til að kaupa verk hver af öðrum og af sinum vinum. Félag islenzkra myndlistarmanna ræður vali þcssara þriggja listamanna, en það cr fjölmennasta félag mynd- listarmanna i landinu, þótt margir hafi rcyndar ckki stundað myndlist árum og áratugum saman. Mér finnst satt að segja einhæfar skoöanir hafa mótaö ákvarðanir um listaverkakaup til starfsins undanfarin ár. Ég er heldur ekki viss um, að listamcnn séu réttu mennirnir til að gegna þcssu starfi. Kannski er ekki við öðru að búast.en að þeir séu hlut- drægir. Su cr allavega raunin, að t.d. hafa sáráfáar myndir eftir núlifandi islenzka myndlistar- mcnn, sem mála hlutlægt eða figúratift, verið kcyptar á safnið siðustu ár. Staðreynd er einnig, að myndlistarmennirnir i Lista- safnsráöinu vanrækja þá skyldu sina að skoða allar myndlistar- sýningar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig fórust Pétri Friðrik list- málara orð i viðtali við Timann fyrir skömmu á heimili hans suður i Hafnarfirði. Hann er sjálfur einn þeirra málara, sem Listasafn Islands á ekki mynd eftir, en er þó velmenntaður listamaður og af mörgum talinn gera góð listaverk. Pétur Friðrik harmaði það i samtalinu, að sam- tök myndlistarmanna hér á landi skyldu vera með þeim hætti sem raun er á: — Ég fékk ekki einu sinni fundarboð meðan ég var i Félagi islenzkra myndlistarmanna, það var eins og þetta væru sellu- fundir. Margir eldri myndlistar- menn, sem ekki fara eftir kokka bókum afstraktlinunnar, láta hins vegar litið til sin heyra og vinna ekki i neinum samtökum og áhrifa þeirra gætir litiö sem ekkert i myndlistarpólitikinni. Pétur Friörik er undrabarn i islenzkri myndlist. Hann fór að teikna og mála með vatnslitum kornungur, var tæpast meira en þriggja til fjögurra ára, þegar hann byrjaði. Fyrstu oliulitina fékk hann tólf ára gamall og skömmu seinna hélt hann visi að sýningu i Málaraglugganum, sem nú er kallaður. við Bankastræti. Að loknu barnaskólanámi fór hann i handiðaskólann i nám i teikningu og málaralist og út- skrifaðist þaðan eftir þrjá vetur. Sumarið.sem hann var sautján ára, hélt hann sýningu i Lista- mannaskálanum og verk hans seldust svo vel að andvirðið dugði honum til þriggja ára náms við Listaháskólann i Kaupmanna- höfn. — Þetta var árið 1945, þegar Evrópa var að opnast aftur eftir striðið, s^gði Pétur Friörik — Margir islendingar voru samtiða mér i Kaupmannahöfn og mikið félagslif i þeirra höp. Það hafa aldrei verið fleiri íslend- ingar við nám i Listaháskólanum en á þessum tima. Við vorum fimmtán eða sextán, þ.á.m. Jóhannes Geir, Einar Baldvins- son, Veturliði Gunnarsson, Karl Kvaran. Maria ólafsdóttir, og vefnaðarkonurnar Vigdis Kristjánsdóttir og Ester Búadóttir. Prófessorinn, sem ég var hjá, hét Kræsten Iversen, og voru sumir íslendinganna hjá honum, en aðrir hjá prófessor Lund- ström. Þeir,sem lærðu hjá hinum siðarnefnda máluðu meira stili- serað yfirleitt. Það var ekki svo mikið um að menn máluðu af- strakt i skólanum á þessum tima. Hinsvegar, þegar ég kom þangað fyrir fáum árum máluðu allir nemendurnir afstrakt, og mér virtist ekki, að þejr þyrftu að kunna neitt að teikna. Prófessor Kræsten Iversen var sérstaklega velviljaður okkur tslendingunum, og sömu sögu var að segja um marga danska skóla- bræður'okkar, þótt nokkuð bæri á gremju i okkar gerð vegna sam- bandsslitanna. Sumrunum varði ég til að mála, og einnig fór skólinn i ferðalag til Hoilands. Okkur þótti heldur bet- ur matur i að skoða verk hollenzku meistaranna, svo sem Rembrandts, og safnið með verk- um Van Goughs. — Hvað tók svo við að loknu námi? — Ég fór heim og hélt áfram að mála. tþróttir tóku einnig nokkuð af timanum, ég fór á ólympiu- leikana i Helsinki 1952 og keppti i spretthlaupi. Svo fór ég að vinna hjá Teikni- stofu landbúnaðarins og var þar i 13 ár, en hafði fri á sumrin. Ég gerði það mest fyrir orð föður mins, þvi mig langaði ekki til að vinna annað en að mála. En ég hafði eignazt fjölskyldu og við vorum að festa kaup á húsi, og tekjurnar af myndunum, sem ég seldi rétt nægðu til að lifa. — En nú fæstu aftur eingöngu viö að mála. Hafa orðið miklar breytingar á myndum þinum? — Mér finnst erfitt að tala um það. Ég held ekki svo miklar á yfirborðinu. Ég mála landslags- myndir, blóm, uppstillingar, hús og svolitið af mannamyndum. — Málar þú mikið úti? — Já, bæði úti og inni. Mér finn- st alltaf meira lif i myndum, sem málaðar eru eftir náttúrunni. Maður nær landslagi bezt ef myndin er máluð helzt til fulls úti. Hins vegar geta landslagsmynd- ir, sem málaðar eru inni eftir góðum skissum, kannski oröið betri, en á annan hátt, sterkari og stiliseraðri. — Hvar málarðu mest úti? — I hraununum hér i nágrenni Hafnarfjarðar, viö Kleifarvatn og viðar. Uppá siðkastið hef ég mál- að talsvert á nýjum slóðum, þ.e.a.s. á leiöinni upp i Bláfjöll. Þar er mjög sérkennilegt lands- lag og mér vitanlega hafa fáir eöa engir málarar unniö þar ennþá. Ég kem auga á málverk frá Húsafelli hjá Pétri Friðrik. Þar dvaldist hann i sveit drengur og kynntist Asgrimi Jónssyni og fleiri málurum. — Hann var mikil persóna og gaman að tala við hann segir Pétur Friðrik. — Þeg- ar vel lá á Ásgrimi, var hann op- inn og náttúrulegur, en honum var illa við, ef ferðamenn voru með nefið ofan i þvi, sem hann var að gera. Hann lokaði sig iðu- lega inni til að forðast ágang. En hann var elskulegur við þá, sem kynntust honum. Hann leyfði okk- ur krökkunum oft að hlusta á verk Blómamynd Hvítá I Borgarfirði Mozarts, Bachs og Beethovens, sem hann lék á grammófóninn, sem hann hafði alltaf meðferðis. Pétur Friðrik hélt sýningu á nær hundrað málverkum i iþróttahúsi KR við Kaplaskjóls- veg i sumar og er nokkuð ánægð- ur með viðtökurnar, sem hún hlaut. Á heimili hans sé ég marg- ar nýjar myndir, en nokkuð þröngt er orðiö um þær og fjöl- skylduna, enda eiga þau Pétur Friðrik og Sólveig Jónsdóttir, kona hans, fimm börn, og húsið er orðið þeim of litið. — Þetta stendur þó allt til bóta, segir Pétur Friðrik, við vonumst til að geta flutt i nýtt hús, sem við eigum i smiðum, á næsta ári. Þar fæ ég góða vinnustofu, en i henni og garðstofu og á göngum verður væntanlega hægt að halda heima- sýningar. Hér látum við þessu spjalli við Pétur Friðrik lokið með athuga- semdhansum málaralist: — Þótt ég máli figúratift og mikið af landslagsmyndum, þá hrifst ég af fallegum afstraktmyndum. Mér finnst viðsýni verða að rikja i list- um. -SJ NINOK Cr Bláfjölluin Myndir Péturs Friöriks i Málaraglugganum, þegar hann var 12 ára. Helgi Tryggvason yfirkennari: Kennarar í kennara- skortinum — kennslu- segulbandið Við þekkjum öll söguna um piltinn, sem var spurður sisvona: „Hvernig gekk þér að tala enskuna i Englandi (eða döns- kuna i Danmörku)? „Ágætlega, en þeir bara skildu ekki neitt!” „En hvernig gekk þér að skilja þá?” „Blessaður vertu, þeir gátu hvorki skilið né talað sitt móður- mál”. Á þessu og þviliku er að verða nokkur breyting. En setjum svo, að allir tungumálakennarar i landinu töluðu óaðfinnanlega og reyndu að kenna viöeigandi framburð, þá er við ramman reip að draga, þegar margir eru i bekk, og tiltölulega mikið af þvi sem nemendur heyra af hljómi málsins, er frá félögunum i bekknum, oft stautað á bók að miklu leyti, með hinni frægu islenzku skólafeimni. Það tal nær ekki alltaf að fylla þá kröfu, sem faöir nokkur tiltók um málfar sona sinna, sem þóttu nokkuö flá- mæltir: „O, það er nóg, ef það skelst! Þaö er með framburð framandi máls eins og sönglag, aö hið rétta þarf að æfa frá upphafi. Hjá okkur er einmitt kennara- skortur, kann lesarinn að segja. Hvaða kennari er þá á boð- stólnum? Hér ætla ég að lýsa stuttlega einni sérstakri tegund segul- banda, kennslusegulbandinu (Home Study Recorder). Það er að stærð 28,5 x 23.5 sm að flatar- máli og hæð 7 sm. A myndinni sérðu heyrnartækið á höfði drengsins og þráð frá tækinu. Rafmagnið má taka úr veggnum eða frá rafhlöðu. 1 tækið hefur verið látin kassetta af venjulegri stærð, innspiluð með kennara- röddinni á aðra rásina. Mótorinn er nú settur i gang, tækið stillt á upptöku og kennslukassettan sett i gang. Rödd kennarans er álltaf óhreyfð á sinni rás, enginn getur „kjaftað kennarann i rot,” en gott tækifæri er til aö herma eftir honum þannig: Þegar hann hefur sagt eina til tvær setningar, hægt og mjög skýrt (byrjendanáms- skeið), þagnar hann og gefur nemandanum nokkru fleiri augnablik en hann notaði sjálfur, til að herma eftir sér, og er það tekiö upp á hina rásina (nemendarásina) Ég hef orðið þess var, að þeir sem sjá tækið i fyrsta sinn og hlusta snöggvast á slikt samfellt samspil „kennara” og barns, skemmta sér konunglega,við að heyra lifandi tungumál með sama hraða og hreimi af beggja vörum, og fá traust á kennslutækinu þegar i stað, enda er það óhætt. Og nemandinn getur vitanlega stöövað tækið hvenær sem er, spólað til baka og hlustaö á af- spilun. Með athygli getur hann dæmt um, hversu vel tókst meðan kennslusegulbandiö endursegir kennara- og nemendarödd á vixl. Þessi kennsluaöferð er kennslu- visindaleg út i æsar, — aö hlusta á þá fyrirmynd, sem maður veit eftirbreytnisverða, og likja siðan strax eftir henni bera siðan hvort tveggja saman. Hermihvötin er þannig virkjuð meö knýjandi krafti, bæði hjá eldri og yngri nemendum. Þegar heyrnartækið ernotaðvið afspilun, heyra engir aðrir en sá, sem heyrnartækið ber. Þegar ný upptaka er gerð hreinsast nemendarásin af fyrri upptöku, þ.e. eins og á öðrum segulböndum. Við skulum nú athuga byrj- endamánskeiö af þessu tagi. Myndabók.mjög vel samin,fylgir hverjum sex kassettum (i sér- stöku albúmi) af þvi námskeiöi, sem ég miða við, en þaö er enska Philips námskeiðið. Þær eru alls 18 (3 albúm). Hver blaðsiða skiptist i fjóra reiti með ein- földum útlinuteikningum i hverjum reit, ásamt viðeigandi texta kassettunnar. Sá sem ekkert kann i ensku og fer að hlusta á áðurnefnt nám- skeið, kassettu nr. 1 og áfram með bókina i hendi, á varla vist að skilja hvert orö og setningu hins prentaða máls út frá við- eigandi mynd, þótt einfalt sé. Hjálpartexti á islenzku mun þvi væntanlegur innan skamms. Getur þá hver og einn heimilis- maður, setzt niður andspænis þessum þolinmóða kennara, sem alltaf er jafnfús til að endurtaka og með sama ferska og skil- merkilega rómnum. Fljótlega geta siðan algerir byrjendur' lagt frá sér islenzku textana og notið útlenda málsins á þann fjöl breytilega hátt, sem áðurer lýst. Heimiliskennara af þessu tagi er viða þörf. Það er enginn orða- leikur að hann flokkast undir „heimilistæki”, þ.e. að verzlunin Heimilistæki gefur okkur kost á þessari heimilishjálp, svo að öll börnin á heimilinu geta aö öðru leyti óstudd lagt sterka undir- stöðu að tungumálakunnáttu sinni, með mjög áhugaveröri að- ferð, svo og hinir fullorönu, eftir þvi sem þörf og löngun er fyrir hendi. Kassettur, af þessu tagi.með dönsku tali koma væntanlega i haust. Námskeið eru þegar fáan- leg á ýmsum öðrum málum. Einnig hraðmæltari kassetur fyrir lengra komna, með til- heyrandi prentuðum texta. Ég fyrir mitt leyti hef fyrst og fremst áhuga á þvi eins og stendur, að verða þeim að liði meö þessum ábendingum i dag, sem standa eitthvað höllum fæti með tungumálanám skyldustigs- ins. En að lokum: Ofannefnd segulbandstæki má nota eins og hin venjulegu tæki fyrir hvaöa kassettu sem er. Kennslusegul- bandið hentar einnig vel fyrir notkun i skólastofu, þegar vissra atriða er gætt, og er þegar farið að nota það þannig hér á landi. Um það þyrfti að ræða sérstak- lega innan skamms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.