Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 5. september 1972 „Veizla aldarinnar” í Laugardalshöllinni: Fischer dansaði í veizlunni miklu ET—Reykjavik ,,Veizla aldarinnar" var haldin I Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöid. I)r. Max Euwe, forseti FIDE, krýndi hinn nýbakaða heimsmeistara, Robert Fischer, við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá var Boris Spasski, fyrrum heims- mcistara og hylltur af veizlu- gestum. Þessi lokahátið heims- mcistaraeinvlgins fór I alla staði vcl fram. Hvert sæti var skipaö i Höllinni og góður andi rikjandi meðal gesta. Það lá óvenju vel á heimsmeistaranum við þetta tækifæri, m.a. fékk hann sér snúning á dansgólfinu. Slik hefur Fischer ckki gert áöur opinber- lcga. Veizlan táknaði lok þess stór- kostlcga viðburðar sem hcims- meistaraeinvlgi á tslandi vissu- lcga er. Ber að þakka forráða- mönnum Skáksambandsins þann stórhug, og dug, sem þeir hafa sýnt við framkvæmd einvigisins. Þar ber hæst Guömund G. Þórarinsson, forscta Si, enda þökkuðu veizlugestir honum frábær störf hans meö langvinnu lófataki. Þegar gestir gengu inn i sal Laugardalshallarinnar, blöstu við augum langeldar og yfir þeim rjúkandi svin- og lambskrokkar. Fjöldi matsveina og framreiðslu- fólks með gyllta vikingahjálma á höfði gætti kræsinganna. A sviðinu lék strengjahljómsveit létt lög. Meðfram einum veggnum var staðsettur bar og varð þar fljótlega mjög gest- kvæmt. Gestir voru ólikt klæddir, allt frá karlmönnum i reykklæðum til kvenmanna i gallabuxum frá kvenmönnum i glitrandi sið- kjólum til karlmanna i leður- jökkum. Engu að siður var gesta- hópurinn samstilltur og mikil „stemmning” rikjandi i salnum. Rúmlega sjö var svo að segja hvert sæti skipað. Um það leyti gengu hjónin Larissa og Boris Spasski i salinn og var fagnað með lófataki. Aður hafði birzt margt stórmenna, þ.á.m. tveir ráðherrar, Halldór E. Sigurðsson og Einar Agústsson. Robert Fischer lét enn ekki sjá sig, svo að Guðmundur G. bórarinsson setti hátiðina i fjarveru hins nýbakaða heimsmeistara. Útdráttur úr ávarpi Guðmundar er birt á öðrum stað i blaðinu. Að loknu setningarávarpinu hóf strengjahljómsveitin að leika FIDE-óðinn. Þá sást allt i einu til ferða heimsmeistarans, þar sem hann kom inn um bakdyrnar og klöngraðist framhjá matsveinum og hálfsteiktum dýrskrokkum. undir dynjandi lófaklappi við- staddra. Fischer tók sér sæti við haborðið á milli þeirra Sæm. Pálssonar og dr. Max Euwes. Spasski sat svo á hina hönd Euwes, við hliðina á konu sinni. Þessu næst hljómaði svo rödd Þorvaldar Guðmundssonar um salinn. Bauð hann gestum að gera svo vel og fá sér kræsingar ásamt „Vikingablóðinu” margrómaða. Brugðu men skjótt við og mynduðust langar biðraðir við afgreiðslu veizlukostsins. Fljótlega greiddist þó úr vegna frábærrar frammistöðu liðs- manna Þorvaldar. Sneru gestir til baka með hlaðna diska og fleyti- full horn. Borðhaldið gekk svo fljótt og vel fyrir sig, en að þvi loknu var borðbúnaði stungið i plastpoka, er gestir tóku heim með sér i veizlulok. Þá lýsti Lothar Schmid, yfir- dómari, úrslitum einvigisins. Fór Atján ára yngismær Anna Þor- steinsdóttir Rauðalæk 20, svifur þarna um dansgólfið I örmum hann viðurkenningarorðum um þá keppendurna og þakkaði Skák- sambandi Islands, Guðmundi Arnlaugssyni, aðstoðardómara, og öörum ómetanlega aðstoð við Fischer tók upp vasatafliö aö loknu borðhaldinu I veizlunni, og fór strax að tefla 21. skákina. Þeir heimsmeistararnir sátu heimsmeistarans I skák, Bobby Fischers. Anna er dóttir hjón- anna Þorsteins Jónssonar kaup- sig. Akaft var klappað undir ræðu Schmids, eins og reyndar öðrum ræðuhöldum kvöldsins. Hápunktur veizlunnar var krýning hins nýbakaða heims- nokkra stund og athuguðu skák- ina, og Fischer sagði: „Það var alveg sama hvaða leik þú hefðir innsiglað, skákin var allavega manns Rauðalæk 20 og konu hans Brigitte A. L. Jónsson. (Ljósmyndir Skáksamband Is- meistara. Dr. Mx Euwe, forseti FIDE, kallaði Robert Fischer upp á svið til sin og lýsti hann form- lega heimsmeistara. Þvi til stað- festingar krýndi dr. Euwe hinn tópuð. Ef þú hefðir gert svona, þá hefði ég gert svona” og til frekari áherzlu notaði hann hendurnar til að sýna fram á vonleysi stöðu Spasskis. lands — C’hester Fox) þetta hefur áreiðanlega orðið eftir- minnilegur dagur fyrir önnu þvi hún varð 18 ára á sunnudaginn. nýja heimsmeistara lárviðar- svéigi, afhenti honum gullpening og skjal, undirritað af honum sjálfum sem forseta FIDE. Strengjahljómsveitin lék þjóð- söng Bandarikjanna og gestir risu á fætur i virðingarskyni. A eftir gekk FMscher til sætis sins við gifurleg fagnaðarlæti. Linnti þeim ekki, fyrr en heimsmeistar- inn reis á fætur og veifaði til viðstaddra. Þá kallaði dr. Euwe á Boris Spasski, fyrrum heims- meistara, og afhenti honum silfurpening fyrir frammistöðuna i einviginu. Eftir að svovézki þjóðsöngurinn hafði verið leikinn, var Spasski fagnað innilega. Langvinnt lófaklappið náði hámarki, þegar þeir tvi- menningarnir risu báðir á fætur og veifuðu mannfjöldanum. Það fór hið bezta á með þeim Fischer og Spasski. Þeir athuguðu t.a.m. 21. skákina á litlu vasatafli, sem Fischer hafði meðferðis. Undir ávarpi dr. Max Euwes virtist Fischer vera hug- fanginn af taflinu, þótt hann klappaði fyrir dr. Euwe, eins og aðrir gestir. Þessu næst afhenti Guðmundur G. Þórarinsson þeim Fischer og Spasski verðlaunaupphæðir frá St. Fischer hlaut 78 þús. dollara (7 milljónir isl. kr.) en Spasski 37 þús. dollara (3,3 milljónir isl. kr.) Kempurnar voru hylltar ákaflega við þetta tækifæri. Sí leysti keppendurna, aðstoðarmenn þeirra, forseta FIDE og dómara einvigisins út með gjöfum. Hlutu þeir bók Gaimards um tsland, auk Vikingataflsins hinnar nýju uppfinningar Magnúsar Ólafs- sonar. Að lokum talaði Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra af hálfu rikisstjórnarinnar. (Upphaf og lok ávarps hans er birt i blaðínu i dag). Þá hófst dansinn og dunaði hann allt til klukkan eitt. Fischer lék á alls oddi i veizlunni, þótt honum væri illa við sifelldan átroðning veizlugesta, sem báðu um eiginhandaráritun. Áttu lögreglumenn og aðrir , þ.á.m. Friðrik Ólafsson, fullt i fangi með að halda aðgangshörðum gestum frá borði Fischers. Spasski var niðurdreginn og hélt snemma heim, ásamt konu sinni og fylgdarmönnum. Fischer var öllu kátari, eins og fyrr segir. Fékk hann sér t.a.m. snúning, en það hefur hann ekki sézt gera opinberlega áður. Dansaði heimsmeistarinn við tvær Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.