Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 5. september 1972 TÍMINN 13 Veizlan mikla Framhald af bls. 8. islenzkar konur og virtist skemmta sér konunglega Hið sama má segja um aðra veizlugesti, einkum vakti kátinu, að öðru hvoru tíirtust nærmyndir af viðstöddum á sjónvarps- tjaldinu i salnum. Var þaö nýstárlegt og skemmtilegt uppátæki. Með hátið þessari lauk heims- meistaraeinviginu i skák. Einvigið varð islenzku þjóðinni til sóma og eiga forráðamenn þess miklar þakkir skildar. Einvigið kynnti ekki aðeins skáklistina fyrir stórum hluta af ibúum jarðarinnar, heldur var bezta landkynning, sem ísland hefur nokkru sinni fengið. Vonandi verður þess ekki langt að biða, að viðburður á borð við þennan eigi sér stað hér á landi e.t.v. verður það næsta heimsmeistaraeinvigi i skák. Úr ræðu Guðmundar G. Þórarinssonar: Skáklistin hefur skapað meistara og snillinga Útdráttur úr setningarávarpi Guðmundar G. Þórarinssonar i lokahófi heimsmeistaraeinvigis- ins i skák á sunnudagskvöld: Góðir gestir. Fyrir hönd stjórnar Skáksam- bands íslands býö ég yður vel- komna til þessa hófs. Þar eð hóf þetta er haldið til heiðurs keppendum i heims- meistaraeinviginu i skák i Reykjavik 1972, og mér er ekki fært að tala tungum þeirra beggja, hef ég valið að flytja meginhluta ræðu minnar á islenzku — En enskri þýðingu hefur verið komið til erlendra fréttamanna og keppenda. Hér hafa miklir atburðir gerzt. Fremstu skáksnillingar heimsins hafa háð hér einvigi og fært land okkar i þjóðbraut heimsins um tveggja mánaða skeið. Hróður skáklistarinnar hefur verið aukinn meir á þessum tima, en menn rekur minni til að áður hafi gerzt. Jafnframt eiga samtök skák- manna og skipuleggjendur skák- móta eftir að draga mikinn lær-. dóm af þessu einvigi. Ég hef oftsinnis velt þvi fyrir mér, hvað sé skák og hvers vegna hún hefur svo sterkt að- dráttarafl. Nú sem oftar ætla ég að ljúka ræðu minni með vanga- veltum um skák. Sumum finnst það ótrúlegt, að fullorðnir menn skuli geta eytt öllu lifinu við að tefla, hreyfa litla tréhluti af hvitum reitum á svarta. Hvað er það við skákina, sem er svona heillandi? Enginn þekkir uppruna skák- listarinnar, né hversu gömul hún er. Þrátt fyrir það getur enginn orðið meistari i skák, án þess að fylgjast sifellt með þvi nýjasta sem fram hefur komið. Skákin er Gjöf til Akureyjarkirkju i Vestur-Landeyjum. Hinn 18. júni siðastliðinn and- aðist frú Maria Jónsdóttir á For- sæti i V-Landeyjum, merk kona og góð. Hún var kirkjurækin, þótti vænt um kirkju sina og sýndi það i mörgu. Og nú siðast með þvi að ánafna Akureyjarkirkju rausn- arlegri fjárupphæð, kr. 135.000,00 og hafa börn hennar nú afhent kirkjunni þessa gjöf. Fyrir hönd Akureyjarkirkju viljum við þakka þessa höfðing- legu gjöf og fögnum þeim hlýhug, til kirkjunnar, er gjöfin ber vott um. Blessuð sé minning Mariu á Forsæti. Sóknarnefnd og sóknarprestur. takmörkuð við hið 64 reita borð, en þó er hún algjörlega tak- markalaus, hvað varðar sam- setningu og fléttur. Þrátt fyrir hinar föstu reglur, sem eru i skák, er þó frjósemi hugans sterkasta valdið i skákinni. Prófessorar og menntamenn hafa skrifað fjölda greina um skáklistina og eru ekki á einu máli um, hvort hún skuli teljast list, visindi eða iþrótt. Skáklistin hefur skapað meistara og snill- inga, sem eru sambærilegir við snillinga i tónlist og ljóði. Enginn vafi er á þvi að skákin eflir hæfileika mannsins til að einbeita huganum, svo og imynd- unarafl hans og slikt er hverjum manni verðmæti Fólk um allan heim ferðast land úr landi og yfir úthöfin til aö hitta annað fólk og tefla skák., þannig stuðlar skákin að gagn- kvæmum skilningi og friðsam- legri samvinnu. Tveir af mestu skáksnillingum heims hafa sýnt Islandi heiður með þvi að heyja hér einvigi um heimsmeistaratitilinn i skák. Við erum hér samankomin til að heiðra þessa menn og siðar i kvöld mun forseti FIDE krýna nýja heimsmeistarann. Það er von min, að þið njótið kvöldsins. Matur er framreiddur, en fyrst skulum við hlýða á FIDE-óðinn. Þökk fyrir! Úr ávarpi fjármálaráðherra: Einvígið er orðin falleg fjöður í hatti íslenzku þjóðarinnar Þá fylgir upphaf og lok ávarps llalldórs E. Sigurðssonar, fjár- málaráöherra, á lokahófinu. Herra veizlustjóri, háttvirtu keppendur og aðrir áheyrendur. Hér á lslandi hefur á yfir- standandi sumri farið fram keppni um heimsmeistaratitilinn i skák. Þessa atburðar mun ekki aðeins verða getið sem merkisat- burðar i sögu Islands, heldur og i veraldarsögunni. Þessum merkisatburði er nú að ljúka með mannfagnaði þeim, sem hér fer fram i kvöld. Eitt af mörgu sem gerir mun á lifi litillar þjóðar og stórþjóðar er það, að stjórþjóðum fellur margt i skaut án fyrirhafnar, en smá- þjóðir þurfa mikið á sig að leggja til þess að öðlast þau hnoss, er þykja eftirsóknarverð. Þegar Skáksamband íslands lét i ljósi áhuga sinn á þvi, að ein- vigið um heimsmeistaratitilinn i skák 1972 færi fram hér á landi, fannst mörgum djarft teflt, og hæpið, að það áræði drægi til þess, að slikur stóratburður félli okkur tslendingum i skaut, að tveir fremstu skákmenn, er nú eru uppi i veröldinni og eru auk þess rikisborgarar risaveldanna i vestri og austri ættu eftir að leiða saman hesta sina i skáklistinni við skákborð á tslandi, hjá minnstu þjóð veraldarinnar. Sá atburður er nú staðreynd og það er ástæða til að islenzka þjóðin fagni þvi að þessi atburður er nú orðin falleg fjöður i hennar hatti. Af hverju er fögnuður okkar eðlilegur og sjálfsagður? Skal nú gerð grein fyrir þvi. Þess er fyrst að geta, að skák- list hefur verið mikils metin hjá islenzku þjóðinni og hún hefur átt og á marga góða skákmenn Skákmenn, sem hafa oröiö þekktir fyrir list sina á heims- mælikvaröa og hafa náð stór- meistaratign. Slik landkynning er ekki sizt okkar þjóð ómetanleg. Það var þvi kjörið tækifæri fyrir islenzku þjóðina að standa við bakið á þessum sonum sinum i Skáksambandi tslands, er þeir gerðust svo hugdjarfir að taka þátt i keppni þjóðanna um heim- boð til einvigisins um heims- meistaratign i skák. tslenzk stjórnvöld, rikisstjórn og Alþingi töldu þá ákvörðun sina i sam- ræmi viö vilja þjóöarinnar, að styðja skákmennina á þann hátt, er þeim mátti að gagni verða til þess að koma þessum vilja sinum Ilalldór E. Sigurðsson fjár- málaráöherra heldur ræöu sina i „veizlu aldarinnar” i Laugar- dalshöllinni. i framkvæmd, og það hafa islenzk stjórnvöld gert fyrst og fremst með ábyrgðum og óbeinum stuð- ningi. I öðru lagi er það okkur tslendingum fagnaðarefni, hvað skákunnendur á tslandi hafa dugað vel i þessari eldraun sinni. Fyrst lyftu þeir skáklistinni á hærra svið með djörfu tilboði um verðlaun, siðan sýndu þeir dugnað og skipulagshæfileika i öllum undirbúningi og fram- kvæmd og siðast en ekki sizt hefur sannur manndómur, festi og þrautseigja einkennt öll þeirra viðbrögð og úrlausnir á mörgum vandamálum.er upp hafa komið við framkvæmd einvigisins. Ég leyfi mer að færa yður, forráða- mönnum Skáksambands tslands og framkvæmdamönnum einvigi- sins öllum, þakkir islenzkra stjórnvalda fyrir störf yðar, sem hafa aukið hróður yöar og islenzku þjóðarinnar og undir strikaö tilverurétt hennar sem sjálfstæðrar þjóðar. íslendingar geta að loknu þessu afreki yðar, skákmanna, tekiö undir meö skáldinu Stefáni frá Hvitadal og sagt um atburð þennan: „Gleöi mln er djúp og rik”. Ég leyfi mér að færa yöur, fyrr- verandi og núverandi heims- meistara i skák, þakkir islenzku þjóðarinnar fyrir það að sam- þykkja tsland sem keppnisstaö. Ég fullvissa yður um þaö, að hjá engri þjóð hefði komu yðar verið betur fagnaö en hjá tslendingum. Ég fullvissa yður einnig um, að engin ein þjóð hefði getað fylgzt jafnvel með einvigi ykkar eins og við íslendingar höfum gert. Ég staöhæfi, að meö hverjum degi, sem þér hafiö dvalið hér, hafa vinsældir yðar vaxið og áhugi þjóðarinnar fyrir velgengni yðar. Ég segi yður þann sannleika, að islenzka rikisstjórnin tók ákvörðun i samræmi við vilja þjóðarinnar, er hún ákvað að af- henda yður þann hluta af verð- launafé yðar, er islenzka rikið og sveitarfélög þau, er þér höfðuð dvalið i, áttu tilkall til. Ég legg áherzlu á það, að fé þetta er afhent yður persónulega, en á ekki að skattleggjast i heimalöndum yðar. Sem skattfé á islenzka rikið ráðstöfunarrétt á þessu fé, og ætlast til þess, að þér njótið þess, en ekki riki þau, sem þér eruð skattborgarar i. Ég undirstrika einnig, að yður ber að lita á þessu ákvöröun sem vott um vináttu og virðingu islenzkra stjórnvalda i yðar garö, vegna prúðmennsku yðar og háttvisi. Ég leyfi mér að lokum að færa yður báðum, fyrrverandi og nú- verandi heimsmeistara i skák, þakkir fyrir framkomu yðar i ein- vigiskeppninni, fyrir list yðar og hæfni frá islenzku rikisstjórninni og þjóðinni allri. Ég færi sigur- vegaranum, hr. Fischer sér- stakar árnaðaróskir með sigur hans, sem ég tel verðskuldaðan, þar sem við var að etja mikil- hæfan og háttvisan keppinaut, sem hr. Spassky er. Islenzka þjóðin árnar yður báðum allra heilla og mun fanga þeirri stundu, er þér ættuð eftir að sækja hana heim á ný. Lifið heil. Hinn nýi sendiherra Kina á islandi Shieng-Tung kom til landsins meö flugvél i gær siödegis. Pétur Eggerz tók á móti sendiherranum fyrir hönd rfkisstjórnarinnar. Shieng-Tung er annar frá vinstri á myndinni, en við hliö hans er Pétur Eggerz. (Timamynd Gunnar) Guðmundur G. Þórarinsson af- hendir Boris Spasski myndabók Gaimard, innbundna I ekta skinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.