Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 5. september 1972 Komið á Snæfellsnes 18. ágúst 1972. Þoka á Fróðár- heiði. Áætlunarbillinn frá Reykjavik ekur i hlað á Hell — issandi. Þar er þéttingshvass suðvestan vindur. Blóm i görð- um, veðurbarin, og hrislur eiga erfitt uppdráttar þarna á opnu flötu landi. Jarðvegur er send- inn og kartöflur bragðgóðar, garðar sumir i hraunbollum i grennd. Konurnar reyna að rækja blóm til yndisauka, þótt veðrasamt sé. f garði Jóhönnu Vigfúsdóttur á Munaðarhóli standa „bláklæddir venusvagn- ar” i löngum röðum úti við girð- inguna. Upp við húsið vex eld- lilja, og blóm er þar i hengipotti viö dyrnar. ,,Ég set yfir það plast i óveðrum,” segir frúin. Það er hægt að rækta hér ýmis Undir Stapafclli »g Snæfellsjökli. skrautblóm i sæmilegu skjóli, bezt gengur með hin lágvöxnu og ýmsar islenzkar jurtir. Ég sé þarna margar tegundir, bæði fjölærar skrautjurtir og sumar- bólmj einnig' ýmsar islenzkar jurtir, t.d. burnirót, mjað- urt.umfeðming.eyrarrós og þrenningarfjólu. Fleiri Sand- arakonur eiga litla, snotra blómreiti. Utan garðanna ber mikið á melgresi, silfurmuru og vallhumli. Mururætur voru fyrrum notaðar til matar. f ferðabók Þorvaldar Thoroddsen segir, að á Hellnum noti menn töluvert mururætur á vorin til matar (um 1890). ,,Þau áttu börn og buru, grófu rætur og muru”, segir í ævintýrunum. Ekki er til langrar garða- göngu boðið, billinn heldur áfram til Ólafsvikur. 1 sendnu landi neðan við Sveinsstaði, rétt utan við Ólafsvikurenni, er dá- litið kartöflugarðahverfi, sem ég skoðaði siöar. Full rakt virt- ist mér á blettum, en sprettu- horfur þó allgóöar, og fá ólsar- ar þaðan kartöflur á borðiö. Undir „Enninu” var bálhvasst og rauk allur sjórj einnig gekk á með úrhellis skúrum. Vegur er nú góður undir Ólafsvikurenni, áður var ekið i fjöruna og varð að sæta sjávarföllum. Við flýtt- um okkur i húsaskjól á hótelinu i Ólafsvik rétt við höfnina. Sið- ustu bátarnir skutust inn i hafn- armynnið og var ærinn velting- ur á þeim. Gaf að lita skóg af siglutrjám báðum megin viö hafnarbryggjuna. Úti fyrir braut mjög á Fróðaskeri, eins og um hávetur, sögðu heima- menn. Hélzt óveður til kvöldá. Við inngang hótelsins hnöppuð- ust unglingar saman um sæl- gætissöluopið, og þeytti múgur- inn sælgætisbréfum um gang- ana. 1 veitingasalnum var framreitt kaffi og „Hnallþóru- brauð”, mundi Laxness segja, þ.e. tertur og fl. sætabraut, en þó einnig franskbrauð með osti. Ég spurði eftir rúgbrauði eða heilhveitibrauði. „Rúgbrauð heilhveitibrauð! ” endurtók þernan. „Það er ekki til hér. Við höfum stundum útvegað rúg- brauð til hótelsins,” bætti hún mildilega við, „en enginn af okkar gestum hefur snert það, þó undarlegt sé, þvi að auðvitað er miklu meiri næring i þvi en franskbrauði.” Viðast annar staðar vilja menn fá rúgbrauð með áleggi. Um kvöldið bað ég um hafragraut. „Það er ekki hægt að fá hann hér,” var svarið „en vellingur er stundum á borðum.” ,,Og þá kannske slát- ur?” spurði ég. „Nei, ekki er svo vel um þetta leyti árs.” Fæöi var að öðru leyti fremur gott þarna i gistihúsinu og þægi- leg aðbúð, enda margt gesta. A vetrum kvað jafnan vera fullt af vermönnum. Veitingasalurinn er stór og þokkalegur með myndir á veggjum og skáp með kröbbum, skeljum, kuöungum o.fl. sædýra til skrauts. Svart fslandskort hangir á grænum vegg. Stendur þar Ingólfur landnámsmaður sem verndar- vættur i hafi, en stórfiskar synda fyrir ströndum. Sjórinn veitir Ólsurum flest, og er næg atvinna fyrir heimamenn. Ólafsvik stendur undir hlið „i halla og á stöllum. Falla smá4 fossar fram af klettum og fara vel við græna og blágráa hlið- ina. Nú feykti stormurinn vatn- inu i gusum út á bergið. Að hlið- arbaki gnæfir tindurinn Hrói o.fl. hnjúkar yfir byggðina. Þegar verzlun lagðist niður i Rifi var ólafsvik löggiltur verzlunarstaður árið 1687. Var þar aðeins eitt timburhús fram- an af. 1777 voru komin þar þrjú hús, 1784 sex hús, er öll heyrðu undir verzlunina. Nú búa um þúsund manns i Ólafsvik. Húsin eru flest lág steinhús, ljós á lit með grænu þaki en nokkur með rauðu. Blasa húsin, allra snotr- ustu og vinalegustu kassar, við undir grænni hliðinni. Flest byggð eftir 1950. Munu nú 8 eða I I | I O Arnór Sigurjónsson: Erfiðleikar framundan Við fslendingar eigum nú háskalega og erfiða tima fram- undan. Haagdómstóllinn hefur, að ósk andstæðinga okkar i land- helgismálinu, tekið sér vald til þess með rangsleitnum og ósvifn- um dómi að siga á okkur erlend- um veiðiflotum, eins og ólmum hundum sé sigað á fénað i heima- landi sinu. Dómur þessi er að visu kallaður bráðabirgðadómur, til þess að breiöa yfir ófyrirleitnina og rangsleitnina. En eins vist er það og tvisvar tveir eru fjórir, að Haagdómstóllinn leiðréttir ekki þessa gerð sina ótilneyddur. Einnig verðurekkertmarfe tekiö á hjali lögfræðinga okkar, að það skipti máli, að form dómsins sé ekki lögfræðilega lögsögulegt. A slikt verður eigi af öörum litið, nema þá helzt sem aumingjalega sjálfsblekkingu þjóðar, sem ekki hefur þrek til að horfast i augu við vandamál sin, og sé þvi eigi vand- leikið við hana. Við skulum, held- ur en hafa uppi þvilikt ráðleysis- hjal, gera okkur það ljóst, að bak við Haag-dóminn standa ekki aö- eins óskir ensku og þýzku rikis- stjórnanna, heldur lika vilji ráð- andi manna Efnahagsbandalags- ins, sem hefur ótvirætt látið ljós sittskina yfir þau fyrirheit sin, að við skulum eigi njóta sæmilegra viðskipta við það, nema við sætt umst við rikisstjórnir Breta og Þjóðverja, með þvi að láta af ósk- um okkar og kröfum um stækk- aða landhelgi og lofum þeim og öðrum að yrja upp landgrunn okkar og mið. Með dóminum á að tryggja þaö, aðviðfáum ekki notiö samúðar nokkurrar þjóðar i Vest- ur-Evrópu i þvi „þorskastriöi”, sem undirbúið er að hefja gegn okkur eftir 1. september; Við get- um þvi ekki gert okkur vonir um að heyja það við Breta eina, eins og þorskastriðið 1958—1959, held- ur við Breta og Þjóðverja með alla Vestur-Evrópu að baki sér, Beneluxlöndin öll, ftaliu og Frakkland. 1 bezta falli verðum við að gera ráð fyrir verzlunaró- kjörum og truflunum við veiðar utan 12 milna landhelginnar, og af þeim sökum tapi á rekstri okk- ar nýja og gamla togaraflota. Auk þessa er rétt að gera ráö fyr- ir ýmislegu ófyrirsjáanlegu, sem getur oröið enn verra, jafnvel mjög miklu verra en þetta. Við skulum enn gera okkur það ljóst, að þau riki og lönd, sem nú undirbúa viðskiptalegt og at- vinnulegt striö gegn okkur, eru riki og lönd, sem hafa verið okkur mjög tengd viðskiptalega, fjár- hagslega og menningarlega, og við höfum um langt skeiö verið flestum rikjum háðari og bundn- ari. Við skulum einnig gera okkur ljóst, að i þvi striði, sem að hönd- um ber. höfum viö ekki visan ó- tviræðan siðferðilegan stuðning þeirra þjóða, sem við teljum okk- ur nánastar, nema Finna (sem eru okkur fjarlægastir Norður- landaþjóða) og Danatþó ekki al- veg ótviræðan). Norðmönnum finnst þeir ekki vera i sama báti og við, þvi að þeir hafa miklu rýmri landhelgi, mikla landhelgi milli meginlands sins og skerja- garðs, og i skerjagarði sinum, umfram það sem við höfum, og auk þess er viðafskemmrafrá yztu takmörkum landhelgi þeirra á djúpsævi en hér við land. Þeir hafa þvi ástæðu til að gleðjast af sinu án þess að finna til með okk- ur. Sviar telja sig búa við svo eitr- aðan sjó, að þeir hafi ekki lengur neinu teljandi að tapa, þó að þeir leyfi sér að vera fylgjandi alþjóð- legum samningum um yfirborðs- réttlæti i landhelgismálum og svni i þeim málum litla vináttu uppivöðslusömum steigurlætis þjóðum, sem hafa aðgang að stóru hafi eins og fslending- ar. Landhelgismálinu til ofurlit illar skýringar skal þess getið, að ef með sjávarútvegi okkar fs- lendinga er talinn fiskiðnaður okkar, hlutdeild i kaupsiglingum og verzlun þjóðarinnar erlendis, lætur nærri að atvinnutekjur hennar af sjávarútvegi séu um helmingur af öllum atvinnutekj- um hennar. Bretar telja hins vegar atvinnutekjur sinar af sjávarútvegi með atvinnutekjum af landbúnaði, en þannig tald- ar ná samanlagðar landbúnaðar- tekjur þeirra ekki 3% atvinnu- tekna þeirra. Hve mikið af þess- um 3% landbúnaðarteknanna, svona talinna, eru tekjur af sjávarútvegi og hve mikið af sjávarútvegstekjum er af fisk- veiðum við fsland, verður ekki auöveldlega reiknað utan hag- stofu þeirra, þar sem frumgögnin er að finna, en óliklegt sýnist, að allar atvinnutekjur þeirra af fisk- veiðum við fsland nái 1/1000 af at- vinnutekjum þeirra. Hlutur sjávarútvegs Þjóðverja i heild, og hlutdeild fiskveiöa þeirra við fs- land, er enn minni en Breta. Þeim, sem þykja kann það aö einhverju leyti rangt að lita á þetta mál frá sjónarmiði fá- mennrar þjóðar og meta það til jafns við sjónarmið þjóða, sem fram geta talið einstaklinga, skal á það bent, að Breta og Þjóö- verja kostar það litið sem ekki neitt að bæta öllum sinum ein- staklingum, sem fiskveiðar stunda við fsland allan tekjumissi af þeim veiðum — i mesta lagi 0,1% af öllum atvinnutekjum þjóða þeirra, en fslendingum væri algjörlega óviðráðanlegt að bæta sinu fólki þann tekjumissi, sem þvi fylgdi, að þeirra sjávar- útvegur yrði af þeim tekinn. Jafn- vel það, að tekjur þeirra af sjáv- arútvegi minnka um 5—10% er þeim mjög tilfinnanlegt fjárhags- legt áfall. Næst skal á það bent, sem er aðalatriði þessa landhelgismáls. Það varðar ekki fyrst og fremst árið sem er að liða, 1972, næsta ái; 1973 og næstu ár þar á eftir, held- ur alla framtið, að islenzk fiski- mið séu varðveitt. fslendingar vilja varðveita þau, geta varð- veitt þau og munu varðveita þau, ef þeir fá óskorað vald yfir þeim. Þeir munu einnig rækta þau til aukinna nota sjálfra sin vegna og allra þeirra, er fisks vilja neyta. Þetta munu engir aðrir gera. Bretar og Þjóðverjar vilja aug- ljóslega yrja miðin og eyðileggja til bráðabirgðar hagnaðar fárra einstaklinga, sem búa undir vernd þeirra og lögsögu. 011 mál- færsla þeirra nú ber þessu glögg- íega vitni, aðeins á ofurlitíð niis jafnlega hreinskilinn hátt. Þeir mundu leggja kapp á að halda tryggilega og fast við þessa stefnu sina, jafnvel þótt einhver alþjóðleg ákvæöi yrðu samþykkt og sett til að takmarka slik skemmdarverk, af þvi aö þeir lita svo á, að hér sé að ræða um sjó, sem er almenningur og þeim ó- viðkomandi að allri umhirðu. Þeir færa ótviræðar og glöggar sannanir fyrir þvi, að þetta sé þeirra sjónarmið með fyrirheit- um sinum um að taka upp sjó- hernað að hætti ræningja, eins og Bretar hafa lýst slikum sjóhern- aði sjálfra sin á 17., 18. og jafnvel 19. öld fram að þeim tima, er þeir töldu sig ráöa yfir höfunum og gerðust i krafti þess einskonar lögreglumenn hafsins og vildu um stundarsakir gerast tiltölulega siðaðir menn. Nú ættu þeir að leggja slikt niður á tilteknum haf- svæðum. Hér verður þeim þakk- aður rökstuðningurinn, þvi að hann getur komiö okkur fslend- ingum að hald siðar, og verður forfeörum þeirra af þeim sökum fyrirgefin forn sjórán, þó að þau hafi stundum e.t.v. kostað okkur fslendingaþað, að við höfum ekki getað stundaö sjórán sjálfir á sama tima vegna fátæktar og sults. Vissulega er það skoðun okkar íslendinga, að sjórán skipa, sem breiða yfir nafn og númer eigi ekki lengur við, og að sú menningarviðleitni Breta verði þeim ekki til ávinnings, heldur bara til óvirðingar. Það skal meö gleði viðurkennt, að fyrirhugaður sjóhernaður brezkra og þýzkra útgerðar- manna studdur af rikisstjórnum þeirra á hendur okkar fslendinga, er að litlu leyti gerður vitandi vits af brezku og þýzku þjóöunum. Vissulega lætur meginhluti þess- ara þjóða hernaðarútboð þetta sér óviðkomandi. Það er að þvi leyti vorkunn, að þeim eru mörg mál miklu mikilvægari og erfið- ari viðfangs. Við tslendingar er- um eina þjóðin, sem þetta land- helgismál er mál málanna, þvi að ekkert land þessarar álfu heims á jafn fátækt land að mold og gróðri og jafn auðugan sjó til fiskifanga. Ég minnist á þetta vorkunnar mál þjóðanna brezku og þýzku, af þvi að mér er, þrátt fyrir hern- aðarútboð þeirra á hendur okkur, þelhlýtt til þeirra beggja vegna persónulegra kynna. Ég hef dval- ið árum saman i Bretlandi og virði Breta, sem þjóð, mjög mik- ils fyrir það, hvernig þeir búa að landi sinu og hver að öðrum heima fyrir (þó aö út af geti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.