Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 9. september 1972 Á slóðir landkönnuða Fyrir nokkru hafði viödvöl i Reykjavikurhöfn skemmtiferöa- skip af óvenjulegu tagi, Lindblad Explorer. Með þessu skipi getur þú, lesandi góöur, tekið þér far til ævintýralegustu staða, sem þig hefur e.t.v. alla tið dreymt um að lita augum, — svo sem Suöur- heimskautsiandsins, eyjanna i Norður-tshafinu, eöa siglt upp Amazonfljótið 4000 km veg inn i frumskóginn alla leið til Perú. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að allir hafa ekki efni á að veita sér þess- ar ævintýraferðir, — það kostar hátt i (iOOO kr. á dag að ferðast meðskipinu, mánaðarferð kostar yfir 160.000 kr. Meirihluti farþeganna er roskið fólk, þvi fáir aðrir geta veitt sér slik ferðalög. Flest vel menntað. Um helmingur Bandaríkjamenn, en helmingur Evrópubúar. „Mér finnst stórkostlegt, að fólk skuli nú hafa tækifæri til að ferðast til staða fjarri siðmenn- ingunni, sem það kannski hefur alla tið dreymt um að kynnast", sagði Peter Scott fuglafræöingur i viðtali við blaðamann Timans um borð i Lindblad Explorer. „Þess- ar ferðir eru aö visu dýrar fyrir roskna kennslukonu, sem komin er á eftirlaun, en þegar allt kem- ur til alls tekur hún ekki spariféð sitt með sér i gröfina. Og þvi ekki að láta það eftir sér, sem mann langar til". Peter Scott er einn þeirra vis- indamanna, sem feröast hafa með Lindblad Explorer og flutt erindi fyrir farþega. Hann er son- ur landkönnuðsins Roberts Scotts, sem komst á Suðurheim- skautið skömmu á eftir Amund- sen. Um þá segir hann sjálfur. „Faöir minn var eins konar Fis- cher, en Amundsen Spasski." En kofar Roberts Scotts á Suður- heimskautslandinu eru einmitt meðal þeirra staða, sem farþegar Á Lindblad Explorer hafa komíð til. Peter Scott og annar visinda- maður, sem við hittum um borð i skipinu, Lyall Watson, luku mikiu lofsorði á einn af aðaleigendum skipsins og upphafsmann að hug- myndinni að gera út slikt skip, Lars-Enc Lindblad, en hann var einnig i þessari ferð þess, sem hófst i Kristianssand i Noregi og lýkur i St. John's á Nýfundna- landi, en leiðin lá um Norður-Is- hafið með viökomu á ýmsum stöðum. M.a. var siglt i kringum Milneland á Scoresbysundi, sem ekki hefur verið gert áður. Lind- blad Explorer er einnig fyrsta farþegaskipið, sem farið hefur allt norður á 82* 12" norðlægrar breiddar, og fleiri einstæð atvik í sögu þess mætti nefna. Lars-Eric Lindblad er greini- lega mikill atorku- og áhugamað- ur. Hann fæddist í Sviþjóð, en hef- ur búið i Bandarikjunum frál945, og veitir þar forstöðu ferðaskrif- stofu, Lindblad Travel Inc. Hann var einnig um borð þegar skipið strandaði i vetur i Suður-tshafinu. „Það var óhugnanleg lifs- reynsla", segir hann um atburö- Doktorarnir Lyall Watson og Peter Scott, leiðsögumenn í ferðum um Norður-tshafið. inn. En nú er viðgerð á skipinu af- staðin og ferðir hafnar á ný. „Mikill mannfjöldi er mesta böl i heimi", segir Lars-Eric Lind- blad. Og í anda þeirra orða stóð hann fyrir byggingu Lindblad Ex- plorer i Finnlandi 1969. Skipið tekur 92 farþega, sem er lægsta tala til þess að fyrirtækið geti borgað sig fjárhagslega. Skipið er sérstaklega byggt til að sigla i hafis og á grunnsævi og i alla staði tæknilega vel búið. Um borð er einnig fullkomin tilrauna- stofa og fyrirlestrasalur, en i hverri ferð eru fimm eða sex vis- indamenn farþegum til leiðsagn- ar. I ferðum skipsins hefur verið safnað efniviði fyrir bandariskar visindastofnanir, og vinna far- Mörgæsavarp á Suðurh* Timamyndir Gunnar Lars-Eric Lindblad, upphafs maður fyrsta visindaskemmti ferðaskipsins. þegar og visindamenn saman að tilraunum og gagnasöfnun. Liffræðingurinn Lyall Watson vekur athygli okkar á fræðslu- starfinuum borð. „Við byrjum að tala við fólkið strax i upphafi ferðar, og eftir 2-3 fyrstu dagana þegar það e.t.v. kemur á fyrsta ákvörðunarstað, er það tilbúið að taka við þvi, sem þar er að sjá og kynnast." Af frásögn Watsons kemur i ljós, að visindamennirnir leggja mikla áherzlu á vistfræði, samhengi allra hluta i náttúrunni. Hann er greinilega mjög heillað- ur af þessu viðfangsefni Lars-Er- ic Ljndblads. „Ég kem alltaf og vinn fyrir hann þegar hann biður mig þess. Ég veit það er alltaf þess virði". Og nú ætlar Watson i næstu ferð og upp Amazonfljótið. „Túrismi af þessu tagi er mjög ákjósanlegur", segir Watson enn- fremur. Við gistum i skipinu og borðum þar. Við þurfum engin hótel. Við tökum ekkert með okk- ur frá þeim stöðum, sem viö heimsækjum, og skiljum hvorki eftir úrgang né mengun. „Náttúr- an er jafnósnortin eftir að við för- um eins og hún var þegar við gengum á land." Lyall Watson býr nú á Seychell- es-eyjum austan Afríkustranda, sem eru einmitt slikur staður, sem enn er óspjallaður af sið- menntuðu fólki. „Lindblad Ex- plorer kom þangað", sagði hann, „og eins og venja er var ekkert tekið burt og ekkert skilið eftir nema visindatæki til rannsókna á eyjunum". SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.