Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 16
israclsk sprciigil'lugvcl ;i liugi ýfir arabiskrí borg. Keykjarmökkur sligur til hirains éftir að sprengjum var varpað. Hefnd fyrir Munchen-morðin: Stórárásir ísraelskra sprengifíugvéla NTK— Tel Aviv israclskar herflugvélar gerðu i gær margar árásir á skæruliðastöðvar i l.fbanon <>g Sýrlandi. Árásirnar cru þær umfaugs- mcstu, scm israclski flughcrinn hcfur gert, siðan vopnahlc var samio í ágúst 1!(70- Fréttaskýrendur i Mið-Austurlöndum eru ekki i vaí'a um, að arásirnar séu fyrsta svarið vib moröunum a lsraelsmönnunum i Milnchen á þriðjudagsnótt, en háværar raddir um allt Israel hal'a heimtað hel'nd, siðan fréttin um morðin barst. Samkvæmt upplýsingum talsmanna hers- ins i Tel Aviv var árasunum beint að sjö þorpum i Sýrlandi og þremur i Líbanon. Arásir voru gerðar allt norður að líbanonska hafnarbænum Tripoli, 80 km. norður af Beirut, og á bækistöð skæruliða aðeins 6 km l'rá Damaskus. Einnig var gerð árás á flóttamannabúðir 120 km frá Beirut. Talsmaður hersins i Beirut sagði, að 24 israelskar sprengiflugvélar hefðu gert árásirnar, sem hefðu byrjað kl. þrjú i gær og staðið i 30 minútur. Palestinska fréttastofan Wafa segir, að árásirnar i Sýrlandi hafi náð frá hafnar- ba-num Latakia inorðri til bæjarins Deraa á landamærum Sýrlands og Jórdaniu. Wafa segir, að 29 manns hafi verið drepnir I árásunum og mikill fjöldi særður. Fjórtán manns voru drepnir i sýrlenzka þorpinu Deraa og 15 i flóttamannabúðum i grennd við libanonska þorpið Rafied. Fréttir frá Tel Aviv herma, að allar isra- elsku sprengiflugvélarnar hafi snúið heim heilar á húfi. Abba Eban, utanrikisráðherra Israels, segir, að mikilvægasta verkefni Israels nú sé að berjast gegn arabisku skæruliðunum, og að tsrael muni ekki sýna neina vægð við að brjóta þá niður. Golda Meir, forsætisráðherra israels, Dayan, varnarmálaráöherra, Perse, samgöngumálarábherra og Allon, varaforsætisráðherra, ganga út úr stjórnarráðsbyggingunni, eftir skyndifundinn. sem kallaður var saman vegna hryðjuverkanna i Múnchen, og á þessum fundi munu hefndarráðstafanirnar hafa verið ákveðnar. ! i NTB—Nicosia 21 pilagrimur fórst á leið til trú- arathafnar, er yfirfylltur áætlun- arbill ók út af i Kreta á Kýpur i gær. Lögreglan sagði, að átján manns, þar á meðal 10 konur og eitt barn, hefðu látizt samstundis, en þrir hefðu látizt á leiðinni til sjúkrahússins i Heraklion, 85 km frá slysstað. Margir af öðrum farþegum bílsins, 28 manns, eru lifshættu- lega særðir, segir talsmaður sjúkrahúsinu i Heraklion. STORARAS NTB-Saigon. Um það bil fimm herdeildir Norður-Vietnama og skæruliða gerðu á fimmtudaginn stórárás á hinn fjölmenna bæ Tien Phuoc fyrir sunnan Da Nang, og stjórnar- hersveitirnar i bænum gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að reka þá til baka, sagði i fréttum frá bardagasvæðinu. Sambandið milli Tien Phuoc og aðalstöðvanna i norðri rofnaði, þegar bardagarnir um bæinn stóðu sem hæst, en háttsettir suður-vietnamskir herforingjar fullyrða, að stjórnarherinn hafi bæinn enn á valdi sinu. Atta myrtir á Jómfrúreyjum NTB-Christiansted. Yfir- völd á Jómfrúreyjum í Karíbahafi hafa stöðvað alla flugumferð frá eyjun- um til þess að hindra, að þeir, sem myrtu 8 gesti í golfklúbbi þar á miðviku- daginn, komist undan. I.ögrcglan sagði, að fimm og sjö grfmuklæddir mcnn með vél- byssur hcfðu drepið átta manns og sært sjö aðra. Eftir að hafa tckið pcningakassa klúbbsins, flýðu þcir fótgangandi i átt til frumskógarins, sem er á næstum óbyggðu fjallasvæði um miðbik cynnar. Fjórir hinna drcpnu voru ferða- mcnn, cn lögreglan vill ekki láta uppi nöfnin, fyrr en komizt hefur vcrið að nöfnum þeirra allra. Tiu velvopnaöir lögreglumenn úr amcrisku lögreglunni komu til .lómfrúreyja frá Puerto Rico á fimmtudaginn til að aðstoða 100 lögreglumenn á eyjunum við leit- ina að morðingjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.