Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2004 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 40 49 03 /2 00 4 Nýju Rollerblade línuskautarnir eru komnir! Stækkanlegir línuskautar fyrir börn 9.990 kr. Dömu- og herralínuskautar frá 9.990 kr. Heilbrigðisyfirvöld: Ekki fleiri megrunar- kúra ÁSTRALÍA, AP Ástralskir læknar hafa lýst stuðningi við herferð stjórnvalda í Victoríuríki í Ástr- alíu gegn megrunarkúrum á við atkins-kúrinn, sem og aðra þá megrunarkúra sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Stjórnvöld og læknar vilja að fólk hreyfi sig meira og borði skynsamlegar frekar en að það leggist í megrunarkúra. Talið er að 3,3 milljónir Ástr- ala á aldrinum 18–64 ára þjáist af offitu og að 5,6 milljónir Ástr- ala til viðbótar megi við því að grennast. Þetta er um það bil helmingur allra Ástrala og er hlutfall þeirra sem eiga við offitu að stríða hvergi hærra. ■ AL-KAÍDA AÐ BAKI MORÐ- TILRÆÐUM Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir að líbísk- ur félagi al-Kaída hafi staðið á bak við tvö banatilræði við sig í desember í fyrra. Musharraf lýsti þessu yfir á fundi með ætt- bálkahöfðingjum í norðvestur- hluta landsins en nafngreindi manninn ekki. TÍU LÉTUST Tíu manns létu lífið og 25 slösuðust þegar rúta fór út af veginum í fjöllum Jammu- Kasmír í Indlandi og hrapaði 30 metra. Fjórir þeirra slösuðu eru í lífshættu. MANNSKÆÐAR AURSKRIÐUR Aurskriður í Kasakstan kostuðu 28 manns lífið, þeirra á meðal sex börn, að sögn embættis- manna. Aurskriðurnar féllu eft- ir að rignt hafði í marga daga. Enn rignir í landinu og óttast menn að fleiri aurskriður kunni að falla. KÆRÐIR FYRIR VÍGSLURNAR Tveir prestar hafa verið ákærð- ir fyrir að gefa saman þrettán samkynhneigð pör í New York ríki í Bandaríkjunum. Prestarn- ir eru ákærðir fyrir að gefa saman pör án hjúskaparleyfis. Sömu kærur hafa verið lagðar fram á hendur bæjarstjóranum Jason West í New Paltz sem hefur gefið saman samkyn- hneigð pör. VIÐSKIPTI „Það hefur ekki verið nein umræða um sameiningu í stjórn SH. Það eru margir möguleikar sem bjóðast SH til að vaxa. SÍF er einn möguleik- inn. Við erum búin að ganga í gegnum það tvisvar. Kaup SÍF í SH breyta engu um það,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, nýkjörinn stjórnarformað- ur Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna (SH) hefur stofnað dóttur- félag í Kína. Gunnlaugur Sævar segir hug í SH-fólki og mögu- leika mikla fyrir fyrirtækið. Gunnlaugur er einnig stjórn- arformaður Tryggingamið- stöðvarinnar sem hefur selt hlut sinn í Eimskipafélaginu, þar sem Gunnlaugur sat í stjórn. „Við keyptum tólf pró- senta hlut í Straumi fjárfesting- arbanka, þannig að það er nú eitthvert samhengi þar á milli.“ Hann segir sjálfhætt fyrir sig í stjórn Eimskipafélagsins eftir að Tryggingamiðstöðin seldi sinn hlut. „Við erum ekki svo óforskömmuð að gera kröfu um stjórnarsæti í félögum sem við eigum ekkert í.“ ■ KAUPMANNAHÖFN, AP Danska lögregl- an skar í gær upp herör gegn hass- sölum í Kristjaníu og hafði afskipti af 48 þeirra í tilraun til að kveða nið- ur hasssöluna sem hefur löngum verið látin afskiptalaus í fríríkinu. „Við eltumst sérstaklega við nokkra þekkta einstaklinga sem hafa selt hass,“ sagði Flemming Steen Munch, talsmaður Kaup- mannahafnarlögreglunnar. Lögregl- an réðst til atlögu klukkan fjögur í fyrrinótt, hvort tveggja í Kristjaníu og nálægum sveitarfélögum. ■ KRISTJANÍA Dönsk yfirvöld vilja koma reglum yfir Kristjaníu. Barist gegn hasssölu: Ráðist inn í Kristjaníu NÝR STJÓRNARFORMAÐUR Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson hefur tekið við stjórnarformennsku í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann er einnig stjórnar- formaður Tryggingamiðstöðvarinnar. Eignarhlutur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Engin áhrif á sameiningu ■ Asía ■ Bandaríkin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.