Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 10

Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 10
10 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR BEÐIÐ EFTIR SCHRÖDER Jacques Chirac Frakklandsforseti mátti bíða nokkra stund eftir að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kæmi til fundar við hann í Elysee-höll í gær. Vilja að þunglyndi eldri borgara verði rannsakað: Gæti orðið meiriháttar heilbrigðisvandamál ALÞINGI Hætt er við að þunglyndi eldri borgara verði meiriháttar heilbrigðisvandamál ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að sporna gegn því, segir í þings- ályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Ágúst Ólafur Ágústsson, al- þingismaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar. Hann segir þunglyndi ekki hafa verið rannsakað sér- staklega hér á landi og því leggi flutningsmenn tillögunnar til að skipuð verði nefnd til að rann- saka málið og koma með lausnir. Ágúst Ólafur segir þunglyndi eldri borgara að einhverju leyti vera falið og ógreint enda fáist engin stofnun innan heilbrigðis- geirans á skipulagðan hátt við vandamálið. Hann segir að til- hneigingin hafi verið að leysa vandann með lyfjagjöf í stað ann- arrar meðferðar, en það sé ekki nóg. Nauðsynlegt sé að huga að annars konar meðferð samhliða lyfjameðferð. Flutningsmenn tillögunnar telja mikilvægt að tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara sé skoðuð en það hafi lengi verið feimnismál hér á landi eins og annars staðar. ■ Seltjarnarnes: Dagvist fyrir aldraða ALDRAÐIR Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur veitt Seltjarnarnesbæ rekstarleyfi fyrir fimm dagvistarrýmum frá 1. júlí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Sel- tjarnarnesbæ segir að undir- búningur að opnun dagvistar- innar sé þegar hafinn og vonast sé til að hægt verði að taka við fyrstu einstaklingunum fyrir sumarlok. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið fyrir hendi á Seltjarnarnesi og hafa aldraðir því þurft að sækja á ýmsa staði í Reykjavík til að njóta þjónust- unnar. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝTT - NÝTT GALLALÍNA FRÁ DINOMODA ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Ágúst Ólafur er fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögu um þunglyndi eldri borgara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STÓRAUKIÐ EFTIRLIT Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur fyrir- skipað stórauknar prófanir á naut- gripum til að greina hvort kúariðu sé að finna í bandarískum naut- gripum. Kúariða greindist fyrst í Bandaríkjunum í desember. VILJA KÆRA RUMSFELD Hópur lögfræðinga hefur krafist rann- sóknar á hvarfi muna tengdra 11. september. Eftir að brot úr flugvél- inni sem lenti á varnarmálaráðu- neytinu fannst á borði Rumsfelds varnarmálaráðherran vilja þeir að rannsóknin beinist líka að honum. ■ Bandaríkin LÖGREGLUMÁL Ellefu ára drengur fannst látinn á tjaldstæðinu á Sel- fossi um klukkan átta á mánu- dagskvöld. Hann lést af völdum byssuskots sem hæfði hann í höf- uðið. Líklegt er að hann hafi látist samstundis. Talið er að um voða- skot hafi verið að ræða. „Við vitum að tveir piltar voru þarna á ferðinni og vitum að sá sem lést var ekki sjálfur með byss- una þegar skotið hljóp úr henni,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi. Dreng- urinn sem var með þeim látna er tíu ára gamall. Þorgrímur segir að aðstoð hafi verið fengin frá Barna- húsi við að taka skýrslu af drengn- um og fóru þær skýrslutökur fram í Reykjavík í gær. Að sögn Þorgríms komu tveir drengir, átta og fimmtán ára gamlir, að þeim látna þar sem hann lá fyrir aftan bekk við tjald- stæði bæjarins. Byssan var við hliðina á honum en lögreglan vill ekki gefa upp um hvers kyns skot- vopn er að ræða. Þá er verið að rannsaka hvaðan byssan var feng- in. Þorgrímur segir eitt vitni hafa heyrt hvell en vitnið var á ferð í götu skammt frá þeim stað sem drengurinn fannst látinn. Þor- grímur segir ljóst að drengurinn hafi látist samstundis af völdum skotsársins og talið er að hann hafi fundist um tíu til fimmtán mínútum eftir að hann lést. Bæjarlíf á Selfossi bar merki þessa hörmulega atburðar. Börn lögðu leið sína að bekknum þar sem drengurinn fannst látinn, en það er við litla tjörn við Gesthús. Þau voru mjög slegin og hrygg yfir voveiflegu láti drengsins, en hann var skólabróðir margra þeirra. Nemendum í grunnskól- um Selfoss var tilkynnt um at- burðinn í morgunsárið og var þeim veitt áfallahjálp í kjölfarið. Þá var kirkjan opin fyrir bæjar- búa frá klukkan sex til átta í gær- kvöldi. hrs@frettabladid.is FRÁ TJALDSVÆÐINU Á SELFOSSI Börn á Selfossi lögðu leið sína að staðnum þar sem drengurinn fannst látinn. Börnin voru slegin og hrygg yfir þessum hörmulega atburði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ellefu ára drengur lést af voðaskoti Drengur sem fannst látinn á tjaldsvæði Selfoss lést af völdum byssuskots. Bæjarlíf á Selfossi bar merki þessa hörmulega atburðar. Rósir voru lagðar á bekk þar sem drengurinn fannst. Hæstiréttur í Venesúela úrskurðar Chavez í óhag: Andstæðingar forsetans fagna sigri VENESÚELA, AP Andstæðingar Hugos Chavez, forseta Venesúela, fögnuðu sigri þegar hæstiréttur landsins úr- skurðaði að taka þyrfti gildar allar undirskriftir með beiðni um atkvæðagreiðslu um setu Chavez á forsetastóli nema fólk neitaði því að hafa ritað nöfn sín á beiðnina. Yfir- kjörstjórn hafði áður úrskurðað 870.000 undirskriftir ógildar, nema fólk kæmi fram og staðfesti undir- skrift sína. Samkvæmt þessu hafa andstæð- ingar forsetans skilað inn nógu mörgum undirskriftum til að ná fram atkvæðagreiðslu um hvort Chavez hverfi frá völdum fyrir lok kjörtímabils síns. ■ FAGNAÐ Í CARACAS Hundruð andstæðinga Chavez fögnuðu dómi hæstaréttar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.