Fréttablaðið - 17.03.2004, Qupperneq 16
Sykurskvísurnar í Sugababesvita ekki hvað þær eiga í vænd- um. Þeir Auðunn Blöndal og PéturJóhann úr PoppTívi eru á leiðinni
til Brighton að hitta skvísurnar.
Pétur lofar að taka stúlkurnar eng-
um vettlingatökum.
„Það er allt voðalega óskýrt
hvað við fáum að gera þarna,“ seg-
ir Pétur dularfullur. „Okkur er
sagt að við fáum viðtal við þær en
hvort það sé á blaðamannafundi
eða prívat vitum við ekki alveg.“
Pétur segist ekki eiga sína upp-
áhalds Sykurskvísu og er ekki
mikill aðdáandi. „Þetta er bara
vinna,“ spýtir hann út úr sér, en
með hæðnislegum tón þó.
Stúlkurnar komust í heims-
pressuna fyrir rúmri viku eftir að
þær hættu við uppselda tónleika í
Dublin nokkrum mínútum áður en
þær áttu að fara á svið. Bresku
slúðurblöðin vitnuðu í sjónarvotta
sem héldu því fram að Keisha og
Heidi hefðu lent í hörkurifrildi og
þess vegna hafi þær ekki getað
farið upp á svið saman. Þær eiga
að hafa rokið heim til London í fýlu
og ekki talast við í nokkra daga.
„Við komum nú örugglega til
með að vera með eitthvað spjall
sem er kannski ekki alveg eins og
þær eiga að venjast. Við höfum
meiri áhyggjur af því að okkur
verði hent út þarna en eitthvað
annað. Við reynum kannski að vera
eðlilegir fyrstu mínúturnar til þess
að fá inngöngu. Okkar takmark er
ekki að hlífa þeim.“
Pétur er þó ekki mjög bjartsýnn
á að þeir félagar nái að bjóða stúlk-
unum upp á ógeðsdrykkinn fræga.
„Ef við verðum ekki með smá
prufu í glasi þá kannski náum við
að rigga einhverju upp á staðn-
um,“ segir hann þó að lokum. ■
16 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR
Dagur heilags Patreks er núhaldinn hátíðlegur víða um
heim en er yfirleitt tengdur
drykkju á Guinness-bjór og írsk-
um innflytjendum í Bandaríkjun-
um. Fyrsta skrúðgangan til heið-
urs heilögum Patreki var gengin
17. mars 1762 þegar írskir her-
menn í breska hernum gengu í
New York í Bandaríkjunum.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur
til minningar um heilagan Patrek,
verndardýrling Írlands, sem
færði Íra til kristinnar trúar á
fimmtu öld og er talinn hafa látist
á þessum degi árið 460. Þegar
hann lést voru svo til allir íbúar
Írlands kristnir.
Með auknum fjölda írskra inn-
flytjenda í Bandaríkjunum, sér-
staklega um miðja 19. öld, jukust
vinsældir skrúðgöngunnar og í
dag halda milljónir Bandaríkja-
manna af írskum uppruna daginn
hátíðlegan. Vinsældir skrúðgöng-
unnar á degi heilags Patreks urðu
það miklar að dagurinn er nú
haldinn hátíðlegur um allan heim,
sérstaklega á írskum krám, og má
segja án mikilla ýkna að vinsæld-
ir dags heilags Patreks í Banda-
ríkjunum hafi endurlífgað hátíð-
arhöldin á Írlandi. Litur þessa
dags er grænn eins og smárinn,
sem er blóm Írlands. Dæmi eru
um að Guinness-bjórinn víðfrægi,
sem er orðinn sterkari táknmynd
þessa dags en heilagur Patrekur
sjálfur, sé litaður grænn í tilefni
dagsins. ■
■ Afmæli
Páll Pétursson,
fyrrverandi al-
þingismaður og
ráðherra, er 67
ára í dag.
Ernir Kristján Smárason er 60 ára í
dag.
Guðrún Eva
Mínervudóttir rithöf-
undur er 28 ára í dag.
■ Jarðarfarir
13.30 Elísabet G. Magnúsdóttir (Bettý)
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
15.00 Anna Katrín Guðmundsdóttir
verður jarðsungin frá Hafnarfjarð-
arkirkju.
■ Andlát
Gunnlaugur Guðlaugsson, netagerðar-
meistari, Mosabarði 14, Hafnarfirði, and-
aðist á St. Jósefsspítala sunnudaginn 14.
mars.
Sveinborg Helga Sveinsdóttir lést á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 13. mars.
Guðmundur Ingi Ólafsson, frá Hagavík,
Grafningshreppi, áður til heimilis í Suð-
urgötu 39, Keflavík, lést á hjúkrunar-
heimilinu Garðvangi, Garði, sunnudag-
inn 7. mars.
Jón Rósmundsson, fyrrverandi borgar-
gjaldkeri, Hæðargarði 22, Reykjavík, lést
á Landspítala, Landakoti, sunnudaginn
14. mars.
Björg Beinteinsdóttir, frá Grafardal, lést
á Sóltúni 2, Reykjavík, þriðjudaginn 9.
mars.
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sóltúni 2,
Reykjavík, lést mánudaginn 15. mars.
Þorbjörg Jóhannesdóttir, Aðalstræti 47,
Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun
Patreksfjarðar fimmtudaginn 11. mars.
Jóhann G. Sigurðsson, Huldugili 74, Ak-
ureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri föstudaginn 12. mars.
Magðalena Kristín Bragadóttir, Tungu-
seli 3, lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi laugardaginn 13. mars.
Bjarni Bjarnason nemi, Bankastræti 11,
Reykjavík, er látinn.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-stjóri á Flúðum og fyrrum
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, er 50 ára gamall í dag.
„Jú, ég á afmæli, heyrir þú
það ekki á röddinni,“ segir hann
og hlær léttilega. „Hún er gort-
in.“
Það er greinilegt að Ísólfur er
himinlifandi yfir því að ná þess-
um merka áfanga í lífi sínu. „Ég
læt reyndar alltaf svona eins og
bavíani, er það ekki ágætt?“ spyr
hann og hlær enn meira. „Eftir að
ég hætti að vera þingmaður, þá er
allt í lagi að vera glaður. Fólk var
oft voðalega hissa þegar maður
lét illa á meðan maður var á
þingi, það fór víst ekki saman.“
Það ætti ekki að koma neinum
á óvart að jafn lífsglaður maður
hafi ákveðið að blása til heljar-
innar veislu. Hann verður með
opið hús í félagsheimilinu Hvoli á
Hvolsvelli frá átta til ellefu. Allt
á dagskránni er leynilegt en
Ísólfur vonast til þess að veislu-
stjórinn, Þorsteinn J. Vilhjálms-
son, hafi sett saman óhefðbundna
og skemmtilega veislu. „Við höf-
um þekkst dálítið lengi. Við för-
um einstaka sinnum að veiða
saman og höfum báðir gaman af
lífinu og tilverunni.“
Ísólfur segir daginn í dag vera
merkisdag fyrir margt annað en
að hann eigi afmæli. „17. mars
1918 hóf dagblaðið Tíminn göngu
sína. Svo er þetta þjóðhátíðar-
dagur Íra, Sankti Patreksdagur,“
útskýrir Ísólfur, sem vonast til
þess að geta haldið upp á afmæli
sitt á Írlandi einhvern tímann í
framtíðinni.
Ísólfur á fjögur börn með eig-
inkonu sinni Steinunni Ósk Kol-
beinsdóttur. „Ég hef mikið verið í
norrænu samstarfi og þar spyrja
þeir alltaf hvort ég eigi öll börnin
mín með sömu konunni, og það á
ég. Ég hef verið hamingjusam-
lega giftur í 24 ár. Danskir vinir
mínir verða mjög hissa þegar
þeir komast að þessu.“
Ísólfur virðist hamingjusamur
þessa dagana og segist vonast til
þess að dagurinn í dag verði
skemmtilegur og eftirminnileg-
ur. „Mér fannst ég hætta að vera
ungi maðurinn þegar ég varð fer-
tugur,“ segir hann um áhrif ald-
ursins á sálina. „Fram að þeim
tíma var alltaf talað um unga
manninn. Það er þó ekki þannig
að maður hafi verið orðinn gam-
all en maður hættir að vera ungi
maðurinn.“
Það eru því aðeins tíu ár frá
því að Ísólfur varð að manni. ■
Afmæli
ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON
■ Fagnar 50 ára afmæli sínu í dag og
gæti ekki verið ánægðari með það.
ROB LOWE
Fyrrum unglingahjartaknúsarinn sem fékk
endurreisn leikferils síns í þáttunum um
Vesturálmuna er fertugur í dag.
16. mars
SKRÚÐGANGA Í NEW YORK
Írskir innflytjendur í Bandaríkjunum halda
dag heilags Patreks hátíðlegan í dag.
DAGUR HEILAGS PATREKS
■ Fyrsta skrúðgangan haldin í New York.
17. mars
1762
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, systir og mágkona,
Bryndís Kristinsdóttir
Víði, Mosfellsdal,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
13. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Reynir Hólm
Bjarki Hólm Bryndís Yngvadóttir
Svava Dís Reynisdóttir
Ásdís Reynisdóttir
Kristinn Guðjónsson Svava Brynjólfsdóttir
Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir
Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir
Pálmi Kristinsson Salome Tynes
Svandís Kristinsdóttir Sveinn Heiðar Bragason
Grænn bjór og írskir búálfar
PÉTUR
Á leiðinni út til þess að rekja úr Sugababes
garnirnar.
Sykurskvísum ekki hlíft
SUGABABES
Vita ekki hvað þær eiga í vændum.
Popp
SUGABABES Í 70 MÍNÚTUM
■ Þeir Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal
fara út á fimmtudag til þess að hitta
stúlkurnar í Sugababes.
ÍSÓLFUR GYLFI
„Þetta er gott sveitarfélag með góðu fólki sem tekur mér vel,“ segir Ísólfur um sveit-
arstjórastarfið á Flúðum. „Þetta rúllar allt nokkuð eðlilega áfram. Ég er ennþá að
læra, eins og gengur og gerist, þar sem það er nokkuð stutt síðan ég byrjaði hérna.“
„Í lagi að vera glaður
eftir að ég hætti á þingi“