Fréttablaðið - 17.03.2004, Page 24
24 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGURTennis
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
MARS
Miðvikudagur
Deildabikar kvenna:
Valur og FH leika í kvöld
FÓTBOLTI Deildabikarkeppni kven-
na hefst í kvöld með leik deilda-
bikarmeistara Vals og FH í
Reykjaneshöllinni. Um helgina
leikur Stjarnan við KR og FH við
Breiðablik í Fífunni í Kópavogi en
auk þessara félaga leikur ÍBV í
efri deildinni.
Keppni í efri deild lýkur 30.
apríl með leik Blika og ÍBV en
fjögur efstu félög deildarinnar
keppa í undanúrslitum 2. maí. Úr-
slitaleikurinn fer fram í Egilshöll
sunnudaginn 9. maí.
Keppni í neðri deild hefst 3.
apríl. Þar keppa Landsbanka-
deildarfélögin Fjölnir og
Þór/KA/KS og 1. deildarfélögin
Keflavík, Sindri, Tindastóll og
Þróttur. Keppni í neðri deild lýkur
8. maí. ■
Sn ó k e r s p i l a r i n nStephen Hendry
vann sinn 71. titil á 19
ára ferli sínum þegar hann bar
sigursorð af Skotanum John Higg-
ins 9-6 á Betfair-mótinu sem lauk í
Bretlandi um helgina. Þetta var
sjötti sigur Hendry á mótinu frá
upphafi.
Hendry, sem er fyrrverandi
heimsmeistari í snóker, vantar að-
eins tvo titla til viðbótar til að
jafna met annars fyrrverandi
heimsmeistara, Steve Davis.
Með sigrinum er hinn 35 ára
Hendry orðinn efstur á tekjulista
snókerspilara á árinu með um 25
milljónir króna. Hendry getur
bætt 72. titlinum í sarpinn þegar
hann tekur þátt í írska meistara-
mótinu sem hefst í Dublin á laug-
ardag. ■
■ Tala dagsins
71
FERGUSON
Ætlar að snúa gengi Manchester United til
betri vegar.
Gill styður Alex Ferguson:
Áður verið
afskrifaðir
FÓTBOLTI David Gill, framkvæmda-
stjóri Manchester United, hefur
lýst yfir stuðningi sínum við Sir
Alex Ferguson knattspyrnustjóra.
Liðið datt út úr meistaradeild
Evrópu og er 12 stigum á eftir
Arsenal í titilbaráttunni.
„Ég talaði við Sir Alex og hann
ætlar að snúa genginu við og
ljúka leiktíðinni á öflugan hátt,“
sagði hann. „Við höfum áður ver-
ið afskrifaðir en það má ekki
gleyma því sem Sir Alex hefur
áorkað. Við eigum bjarta tíð
framundan.“ ■
Leyfisráð KSÍ:
Allar
umsóknir
samþykktar
FÓTBOLTI Leyfisráð Knattspyrnu-
sambands Íslands samþykkti á
fundi sínum í gær að leyfa öllum
þeim tíu félögum sem höfðu unnið
sér rétt til að spila í Landsbanka-
deild karla í sumar að taka þátt.
Félögin, sem eru FH, Fram,
Fylkir, Grindavík, ÍA, ÍBV, KA,
Keflavík, KR og Víkingur R, upp-
fylltu öll þær kröfur sem voru
settar fram í leyfishandbók KSÍ.
Byggir hún á sambærilegri hand-
bók sem Knattspyrnusamband
Evrópu hefur gefið út. ■
Nicolas Anelka iðrast:
Biður Sant-
ini afsökunar
FÓTBOLTI Nicolas Anelka, framherji
Manchester City, hefur beðið
Jacques Santini, landsliðsþjálfara
Frakka, afsökunar á því að hafa
neitað að spila vináttuleik með
landsliðinu fyrir 16 mánuðum.
Talið er að með afsökunar-
beiðninni sé Anelka að vonast til
að komast í landsliðshóp Frakka
fyrir Evrópukeppnina í sumar.
„Þrátt fyrir ósætti okkar hef ég
alltaf borið mikla virðingu fyrir
franska landsliðinu,“ sagði
Anelka. Hann neitaði að spila með
liðinu gegn Júgóslövum árið 2002
eftir að meiðsli höfðu komið upp í
franska liðinu. ■
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík tekur á móti
Keflavík í úrslitakeppni 1. deildar
kvenna í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
18.30 Motorworld á Sýn. Kraft-
mikill þáttur um allt það nýjasta í
heimi akstursíþrótta.
19.00 Bandaríska PGA-mótaröðin í
golfi. Ford Championship.
20.00 Meistaradeild Evrópu. Gull-
leikir.
22.00 Olíssport á Sýn.
KÖRFUBOLTI Kappinn skoraði 38 stig í
113-110 sigri Lakers gegn Orlando
Magic í NBA-deildinni í fyrrakvöld.
Bryant skoraði aðeins eitt stig í fyrri
hálfleik en bætti heldur betur fyrir
það í seinni hálfleik og raðaði niður
37 stigum. Þar af skoraði hann 24 af
29 stigum Lakers í síðasta leikhluta.
Bryant var í hlífðartreyju innan
undir keppnistreyju sinni en lét hana
ekki aftra sér í leiknum. Magic var
yfir 88-73 áður en fjórði og síðasti
leikhluti hófst. Tracy McGrady hafði
þá skorað 37 stig fyrir Magic og gekk
vel að eiga við Bryant í sókninni en
setti aðeins fimm stig niður í síðasta
leikhlutanum. Þá var Bryant hins
vegar sjóðheitur og tryggði Lakers
sigur eftir framlengdan leik með frá-
bærri frammistöðu. Shaquille O’Neal
var einnig sterkur fyrir Lakers.
Kappinn skoraði 27 stig og tók 23 frá-
köst.
Bryant, sem hefur átt í vandræð-
um í einkalífinu vegna nauðgunará-
kæru, átti einnig góðan leik í 88-81
sigri gegn Chicago Bulls kvöldið
áður. Þá skoraði hann 35 stig, þar af
12 á síðustu fimm mínútunum. „Það
er gaman að vera úti á vellinum,“
sagði Bryant eftir leikinn. „Ég hugsa
um hversu gaman það er að spila. Ég
vil ekki hugsa um sársaukann.“
Næsti leikur Lakers er gegn L.A.
Clippers í miklum nágrannaslag í
kvöld. Liðið er í þriðja sæti vestur-
deildar og hefur unnið sjö leiki af síð-
ustu tíu. Endurkoma Bryant hefur
ráðið þar miklu um. ■
Kristján í hópnum
eftir sex ára fjarveru
Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfarar
hafa valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleik gegn
Albaníu sem fer fram þar í landi 31. mars.
FÓBOLTI Enginn nýliði er í hópnum
en athygli vekur að Kristján Finn-
bogason, markvörður Íslands-
meistara KR, hefur verið valinn í
landsliðið í fyrsta sinn í sex ár.
Síðast sat Kristján á vara-
mannabekknum í 1-1 jafntefli
gegn Suður Afríku í vináttulands-
leik 6. júní 1998. Síðasti leikur
hans í byrjunarliði landsliðsins
var í 3-2 sigri gegn Slóveníu í vin-
áttuleik 5. febrúar sama ár. Krist-
ján hefur leikið 19 landsleiki frá
árinu 1993.
Töluverðar breytingar hafa
verið gerðar á hópnum frá því í
vináttulandsleiknum gegn Mexíkó
í San Francisco í fyrra, sem end-
aði með markalausu jafntefli. Þeir
Ómar Jóhannsson frá Keflavík,
Auðun Helgason (Landskrona),
Bjarni Þorsteinsson (KR), Gylfi
Einarsson (Lilleström) og Rík-
harður Daðason (Fram) urðu ekki
fyrir valinu að þessu sinni. Auk
þeirra gaf Rúnar Kristinsson
(Lokeren) ekki kost á sér og þeir
Helgi Sigurðsson (AGF) og
Tryggvi Guðmundsson (Örgryte)
eru meiddir.
Þrír leikmenn frá íslenskum
félagsliðum eru í hópnum. Auk
Kristjáns Finnbogasonar voru
Kristján Örn Sigurðsson og Veig-
ar Páll Gunnarsson, samherjar
hans hjá KR, valinn.
A landslið Íslands og Albaníu
hafa mæst tvisvar sinnum áður,
en þau voru saman í riðli í und-
ankeppni EM 1992. Ísland vann
með tveimur mörkum gegn engu
á Laugardalsvelli í maí 1990, en
Albanir unnu 1-0 í Tirana ári síðar.
Ásgeir Sigurvinsson sagði í
samtali við Fréttablaðið í gær að
hann liti á þennan leik gegn Al-
bönum sem upphafið af undirbún-
ingi landsliðsins fyrir und-
ankeppni HM sem hefst í haust.
„Við höfum aldrei haft tækifæri
áður til að undirbúa liðið af jafn-
mikilli kostgæfni fyrir alvöruleik-
ina og ætlum okkur að nýta það.
Við fáum fimm hörkuleiki gegn
öflugum þjóðum og ég er ekki í
vafa um að þeir eiga eftir að
hjálpa okkur mikið þegar út í
alvöruna er komið. Ásgeir sagði
jafnframt að allir þeir leikmenn
sem valdir voru í hópinn hefðu
staðfest að þeir væru klárir. ■
ÍSLENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN
Árni Gautur Arason Manchester City
Kristján Finnbogason KR
Hermann Hreiðarsson Charlton
Þórður Guðjónsson Bochum
Brynjar B. Gunnarsson Nottingham Forest
Arnar Þór Viðarsson Lokeren
Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
Pétur Marteinsson Hammarby
Heiðar Helguson Watford
Jóhannes K. Guðjónsson Wolves
Ólafur Örn Bjarnason Brann
Indriði Sigurðsson Genk
Bjarni Guðjónsson Coventry
Ívar Ingimarsson Reading
Marel Baldvinsson Lokeren
Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg
Veigar Páll Gunnarsson KR
Kristján Örn Sigurðsson KR
BRYANT
Kobe Bryant skorar fram hjá Tyson
Chandler þegar Lakers vann Chicago Bulls
88-81 í Chicago á dögunum.
Kobe Bryant leikfær að nýju:
Frábær endurkoma
KRISTJÁN FINNBOGASON
Hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu
í sex ár.
DEILDABIKAR
Deildabikarmeistarar Vals hefja titilvörnina
í kvöld með leik gegn FH.
SVEKKTUR
Rússinn Marat Safin lék gegn Jan Hernych
frá Tékklandi á Opna Pacific Life mótinu
sem var haldið fyrir skömmu í Kaliforníu .
Safin missti af stigi og gat engan veginn
leynt vonbrigðum sínum.
NICOLAS ANELKA
Vill leika með franska landsliðinu.