Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 1
I< Fl 4' SNIS RYSTIKISTUR ÍfK'/J RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 BAttttaAvcíaA- A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Reyndu að fiska upp vörpurnar - sem Ægir klippti aftan úr Lucida og Wyre Victory í gær K.I-Kcykjavik Varðskipið Ægir vaggaði rólega á sjónum um 20 milur út af Pat- reksfirði um klukkan fimm i gær, en nær landi voru átta brczkir togarar i hálfgeróu reiöilcysi, aft j>vi er bezt varó séð úr fiugvél, sem Timamenn voru i. Varð- skipsmenn veifuðu glaólega til flugvélarinnar, cn það var lieldur illt augnaráó, sem við fengum frá brezku sjómönnunum. sem voru að reyná að slá undir nýjar vörp- ur i staö þeirra sem varðskips- inenn klipptu aftan úr tveiin togurum i gærdag. Þriðji togar- inn var á siglingu og dró vörpuna á eftir sér á öörurn virnum. f fyrra skiptið voru varðskips- menn að verki rétt fyrir hádegið i gær. en þá klipptu þeir sundur báða togvirana hjá gulmálaða togaranum Lucida H-403. Varð- skipið Ægir hafði komið að togaranum um 36 milur innan 50 milnanna út af Patreksfirði. Eftir að varðskipsmenn höfðu skipað skipstjóra togarans að hætta veiðum, en hann þráazt við, var virahnifnum rennt fyrir borð um gat á skut varðskipsins og báðir virarnir klipptir sundur. Strax og togaramenn urðu var- ir við, hvers kyns var, kölluðu þeir til hinna togaranna, sem voru á svæðinu, og sigldu tveir þeirra þegar upp að hlið varð- skipsins. En ekkert hindraði, að varðskipsmenn klipptu sundur virana. Þegar hinir togararnir, sem voru að veiðum, sáu hvað gerzt hafði. drógu þeir þegar inn vörp- urnar. Reyndar hafði einn skip- stjóri látiö draga inn strax og varðskipsmenn skipuðu honum það. Að sögn Landhelgisgæzlunn- ar voru fimm togarar á þessum slóðum, er klipptir voru sundur togvirar Lucidu. Aftur á móti voru togararnir orönir átta, þegar Timamenn komu á miðin um klukkan fimm. Charles Adams, skipherra á að- stoðarskipinu Miröndu. var i tal- stöðvarsambandi við togarana út af Patreksíirði. og latti hann þá ekki að halda áfram veiðum, heldur hið gagnstæða, og lagði áherzlu á að skipin væru að fiska á opnu úthafi. Klippt af öðrum Ægir hélt sig á þessum slóðum áfram og sigldi um svæðið. Um klukkan hálf þrjú kom Ægir að togaranum Safa frá Fleetwood og voru togaramenn þá með slitinn togvir, að sögn Landhelgisgæzl- unnar. Skömmu siðar kom Ægir að Wire Victory, og var hann þá með vörpuna i sjónum. Varð- skipsmenn gáfu skipstjóranum venjulegar aðvaranir, og skipuðu honum að hætta veiðum, en hann svaraði þeim fullum hálsi og sagði ,,Ég vef vörpunni um varð- skipið, ef það kemur nálægt. „Þá fór hann i beygjur til að hindra varðskipið i að koma nálægt, en honum varð heldur hált á þvi, þvi að þá snerist upp á togvirana við það að varpan snerist i sjónum. Stuttu siðar renndu varðskips- Framhald á bls. 13 Fleiri myndir eru á bls. 6. Patreksfirði í gaer Skipverjar á Wyre Victory vinna við aö setja saman nýtt troll um Ægir cr á siglingu i kringum togarann, og fylgist meö hvort togara- borð i togaranum i gær. Fyrir aftan toggálgan má sjá vir I sjónum, en mönnum verður ágengt með að ná burtkiipptu vörpunni úr sjónum. mcð honum voru Brctarnir aö reyna að slæða upp vörpuna. Varðskipið (Timamynd Ounnar) TVÖFALT FLEIRI NÝNEM- LÆKNADEILD EN ÁÐUR NÆR AR í Engin kennslustofa rúmar efnafræðinemana, svo að grípa verður til hátíðasalarins Háskólaráð sat á fundi i allan gærdag, og voru þar einkanlega til umræðu húsnæðismál lækna- deildar. i þeirri deild munu 142 stúdentar hefja nám að þessu sinni, scxtiu fleiri en nokkru sinni áður, og munu þó aðeins fjórir út- lendir stúdcntar af niutiu, sem um inngöngu sóttu, komast i dcildina. Þar meö er þó ekki öll sagan sögð. Stúdentar i lyfjadeild og tannlækningadeild eiga að njóta kennslu i efnafræði. ásamt nýlið- um i læknadeild, en engin kennslustofa skólans er svo stór, að hún rúmi þann fjölda, alls um hundrað og áttatiu stúdenta. — Þó að einhverjir heltist fljdt- lega úr lestinni. sagði Stefán Sörensson háskólaritari við Tim- ann i gær. fer þvi mjög fjarri, að hópnum verði komið inn i nokkra kennslustofu, sem við höfum ráö á. Engin er stærri en svo, að hún rúmi yíir hundrað manns. Þess vegna verður gripið til þcss ráðs að kcnna i hátiöasal há- skólans. Það er cina lausnin, scm við eigum völ á. Verkleg kennsla i efnafræði mun fara fram i hinum nýju húsakynnum verkfræði- og raun- visindadeildarinnar.og þó að húsakynni þau, sem háskólinn hefur fengið til umráða i Ármúla séu senn að komast i gagnið, hrökkva þau skammt til þess að mæta þeirri þenslu, er nú dynur yfir. — Það var gerð ályktun um byggingarmál læknadeildar og tannlæknadeildar i sambandi við Landspitalann, sagði Stefán, og mótuð sú stelna, sem ætlunin er að fylgja. En aö sjálfsögðu á það langt i land, að þær byggingar risi og verði teknar i notkun. Af útlendingum þeim, sem leit- uðu inngöngu i læknadeildina, voru langflestir Norðmenn, sagði Stefán að lokum, en einnig all- margir Sviar. Þeir úllendingar ljórir, sem tekið verður við, eru allir Norðurlandabúar, og þar fylgt venju að veita fjórum viö- töku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.