Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur 13. september 1972 TÍMINN 7 Þröskuldurinn Það er nú komið glöggt i ljós, hve hyggilegt það var af rikisstjórn og Alþingi að lýsa land- helgissamningana frá 1961 úr gildi fallna. Ef það hefði ekki verið gert, væru íslendingar nú skuldbundnir til að fara eftir úrskurði Alþjóða- dómstólsins. íslendingar geta með fullum rétti og góðri samvizku neitað að fara eftir úrskurð- inum þar sem dómstóllinn hafði ekki lögsögu i málinu. Það væri ekki hægt ef samningarnir hefðu ekki verið lýstir úr gildi fallnir. Af sömu ástæðum er augljóst, að það styrkir mjög aðstöðu íslands, að ekki var mætt fyrir réttinum, þegar kærur Breta og Vestur-Þjóð- verja voru teknar fyrir. Alþjóðadómstólnum hafa oft borizt kærur á hendur aðilum, sem ekki hafa viðurkennt lögsögu hans um viðkom- andi atriði. Viðbrögð þeirra hafa undantekn- ingalitið verið þau að neita lögsögu dómstóls- ins og mæta ekki. Fjarvera er sterkasta undir- strikun þess, að dómstóllinn eigi ekki lögsögu i viðkomandi máli. Islendingum bar að undir- strika þessa afstöðu sina á sem allra skýrastan hátt; En þótt íslendingar hafi notað rétt sinn til að losa sig undan ákvæðum landhelgissamn- inganna frá 1961 og lögsögu Alþjóðadómstóls- ins, hafa landhelgissamningarnir frá 1961 reynzt hinn mikli þröskuldur i málinu. Margir forustumenn Breta hafa viljað gera bráða- birgðasamning við Islendinga, alveg eins og ráðamenn Belgiumanna. Þeir Bretar, sem ekki hafa viljað semja, eins og t.d. togaraút- gerðarmenn og viss hópur þingmanna, hafa hins vegar sagt, að Bretar ættu að nota sér landhelgissamningana frá 1961 til þrautar, áður en nokkuð væri að ráði gengið til móts við íslendinga. Þess vegna ætti brezka stjórnin að leggja aðaláherzlu á málskot til Alþjóðadóm- stólsins. Þetta sjónarmið hefur ráðið afstöðu Breta til þessa. Þannig hafa landhelgissamningarnir frá 1961 verið mikill þröskuldur i vegi þess, að hægt væri að ná samkomulagi við Breta og Vestur- Þjóðverja. Afstaða Padilla Nervo Morgunblaðið ræddi i gær um afstöðu Padilla Nervo, sem var eini dómarinn i Alþjóðadóm- stólnum, sem greiddi atkvæði gegn úrskurð- inum vegna kæru Breta og Vestur-Þjóðverja á hendur Islendingum. I þvi sambandi þykir rétt að minna á, að höfuðrök hans gegn úrskurð- inum voru þessi. ,,Að minu áliti hefði dómstóllinn ekki átt að samþykkja ályktun um verndaraðgerðir. Sér- staða þessa máls getur ekki réttlætt þessar að- gerðir gegn riki, sem ekki viðurkennir lögsögu dómstólsins, sem er ekki aðili að þessum dómi, og fullveldi þess er þannig ekki virt’.’ (Mbl. 18. ágúst). Þannig byggði Nervo afstöðu sina fyrst og fremst á uppsögn landhelgissamninganna frá 1961. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður komið til móts við Sadat og Hussein? Þeir hafa báðir sýnt augljósan sáttavilja Sailal forscti ÞAÐ ER óumdeilanlegt,. að morðin á israelskum iþrótta- mönnum i Miinchen eru eitt mesta hermdarverk, sem skæruliðar hafa nokkru sinni unnið. Um það mun hins vegar lengi verða deilt. hverjir beri mesta sök á þvi, að svo illa fór, sem raun varð á. Þannig er t.d. upplýst, að búið var að að- vara israelsk stjórnarvöld um, að iþróttamennirnir gætu verið i hættu, en að þau voru frábitin miklum varúðarað- gerðum sökum þess, að með þvi væri gert of mikið úr getu skæruliða. Þá hafa margir orðið til að halda þvi fram. m.a. Olof Lagercrantz, aðal- ritstjóri Dagens Nyheter i Stokkhólmi, að ekki hafi verið reynt nægilega að semja við skæruliða og að árásin, sem gerð var á þá á flugvellinum i Munchen, hafi orkað mjög tvi- mælis. Lagercrantz dregur einnig i efa, að rétt hafi verið að hafna að skipta á iþrótta- mönnunum og föngum. sem eru i vörzlu tsraelsstjórnar. Hann segist skilja vel þá af- stöðu tsraelsmanna, að slikt undanlát geti ýtt undir meiri ofbeldisaðgerðir af hálfu skæruliða. Hins vegar muni það ekki draga úr aðgerðum skæruliða, að nokkrir félagar þeirra féllu á flugvellinum i Miinchen. I augum félaga sinna hafi þeir dáið hetju- dauða eftir að hafa vakið heimsathygli á málum pal- estinskra flóttamanna. Slikt geti orðið meira til eftir- breytni en aðvörunar i augum þeirra. MORG heimsblaðanna, t.d. Sunday Times, varavið þvi^að atburðirnir i Miinchen verði til þess að draga úr við- leitninni til að koma á friði i Austurlöndúm nær. Sunday Times segir t.d., að þótt verk skæruliðanna séu óverjandi, megi það ekki bitna á palestinskum flóttamönnum, sem búi við erfiðustu kjör. Það sé nú liöinn um aldarfjórð- ungur siðan þeir misstu heimili sin. og siðan hafi mörg hundruð þúsunda þeirra hafzt við i eins konar fangabúðum. Þeir eigi kröfu á að fá hlut sinn réttan, og það skerði ekki neitt þann rétt þeirra, þótt öfgamenn, sem alls ekki vinni i nafni þeirra, fremji óhæfu- verk. Ýms blöð vara einnig við þvi að skrifa verk skæruliða á reikning rikisstjórna Araba- landanna. Skæruliðar eru i andstöðu við ýmsa leiðtoga Arabalandanna.t.d, Hussein konung. Aðrir leiðtogar Arabarikja, eins og t.d. Sadat, verða að þola þá, þvi að annars eiga þeir fjandskap þeirra yfir höfði sér. Það er staðreynd,hvort sem mönnum likar það betur eða verr, að meðan hundruðum þúsunda palestinskra flóttamanna er haldið i eymd og volæði, mun alltaf þrifast skæruliða- hreyfing meðal þeirra, sem hikaT ekki við að gripa til mestu ódæðisverka. Þegar skæruliðasamtök geta þrifizt á Norður-lrlandi. þarf engan að undra, þótt þau geti þrifizt meðal palestinskra flótta- manna. Slik hafa kjör þeirra verið, siðan Gyðingar hröktu þá frá heimilum sinum og eignum.Ekkertnema friður og réttlát lausn á málum flótta- mannanna getur kveðið skæruliðasamtökin niður. SITTHVAÐ hefur gerzt á undanförnum mánuðum og misserum, sem hefur glætt þær vonir, aö hægt sé að koma á friði i Austurlöndum nær. Hussein konungur hefur styrkt aðstöðu sina og sýnt mörg merki þess, að hann sé reiðu- búinn til skynsamlegra samn- inga við israelsmenn. Heim- sending rússneskra sérfræð- inga frá Egyptalandi er örugg ábending þess, að Sadat for seti er reiðubúinn til samninga, verði honum boðin viðunandi kjör. Eins og sakir standa, virðist þannig rikja sáttahugur og sáttastefna hjá þeim leiðtogum Araba, sem ráða mestu um þessi mál. En hve lengi geta þeir fylgt þeirri stefnu, ef ekkert kemur á móti'.' Og hve lengi tekst þeim að halda velli, ef þessi afstaða þeirra ber engan árangur? Ekkert er liklegra en að þeim verði fljótlega steypt úr stóli af mönnum, sem eru miklu ósáttfúsari, ef sáttastefna þeirra reynist tilgangslaus. AF þessum ástæðum hefur athyglin beinzt verulega að ísraelsstjórn að undanförnu. Vill hún reyna að nota það tækifæri, sem nú kann að bjóðast til samkomulags, til að reyna að ná sáttum við Ar- aba, eða ekki? Þvi miður bendir það, sem frá henni hef- ur heyrzt að undanförnu, ekki til þess, að hún vilji mikið á sig leggja til að ná samkomúlagi. Tveimur dögum áður en at- burðirnir i Munchen gerðust, átti Golda Meir, forsætisráð- herra landsins. blaðaviðtal, þar sem m.a. kom i ljós, að israelsstjórn er langt frá þvi að vera reiðubúin að fallast á þann sáttagrundvöll, sem var lagður i ályktun öryggis- ráðsins frá 1967, þ.e. að tsrael skilaði herteknu land- svæðunum aftur. Þvert á móti kom fram, að israelsstjórn mundi þvi aðeins semja, að hún héldi a.m.k. verulegum hluta af herteknu landsvæð- unum. Fyrir Arabarikin er hins vegar útilokað að semja nema á þessum grundvelli. Engri rikisstjórn i Egypta- landi yrði t.d. stætt á þvi að semja um eitthvað minna. Þvi fer fjarri, aö Golda Meir sé sá leiðtogi tsraelsmanna, sem þykir ósáttfúsastur. Margir blaðamenn telja, að Iiayan landvarna.málaráð- herra sé enn ósáttfúsari, en hann þykir nú einna lik- legastur til að leysa Goldu Meir af hólmi sem forsætis- ráðherra, en liklegt þykir, að hún láti af stjórnarforustunni fyrir aldurs sakir innan skamms. RÖK israelsmanna fyrir þvi að halda áfram hluta af her- teknu svæðunum eru einkum þau, að þetta sé þeim nauð- synlegt af öryggisástæðum. Margir herfræðingar eru þessu ósammála, enda muni landfræðilegar aðstæður litlu skipta, þegar Arabar hafa fengið betri vopnabúnað og meiri þjálfún og kunnáttu. Fyrir israel sé mikilvægast til frambúðar að fá tryggingu stórveldanna fyrir þvi, að framtiðarlandamæri þess verði virt og varin, jafnframt yfirlýsingu Arabarikjanna um hið sama. Vafalitið mun það mjög velta á afstöðu Banda- rikjanna, hvort israel verður mögulegt til frambúðar að halda landvinningakröfum sinum til streitu. F'rambjóð- endur i forsetakosningunum i Bandarikjunum geta vitan- lega litið um þessi mál sagt fyrir kosningarnar sökum hinna miklu áhrifa Gyðinga þar i landi. Hins vegar þykir ekki óliklegt, að Nixon muni gera sitt til að knyja tsraels- menn til sanngjarnra til- slakana eftir kosningar, og hafi náðst um það óbeint sam- komulag milli hans og ráða- manna i Moskvu. Fátt væri meiri ávinningur fyrir heims- málin en að samkomulag næð- ist um landamæramálin i Austurlöndum nær og að pal- estinsku flóttamönnunum væru búin skapleg kjör. Og ekkert væri vænlegra til að kveða niður skæruliðasamtök- in, sem stóðu að hryðju- verkunum i Munchen á dögun- um. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.