Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 13. september 1972 Hann fylgdi mér inn i tóman biðsalinn, og Táta stökk upp a bekkinn og lagði trýnið á hnéð á Jóa. ,,Ég ætlaði ekki að gera þér bilt við”, sagði ég, ,,en áfi þinn er svo illa haldinn af gigtinni i dag, að okkur datt i hug, að Vance reyndi eitthvað að hjálpa honum. Mér fannst, að ég yrði að tala um þetta við þig fyrst, og þá getur þú lika talað við lækninn, þegar hann hefur skoðað gamla manninn”. ,,Já, þakka þér fyrir”, svaraði hann og strauk tikinni i sifellu. „Þú gazt ekki betur gerl. — Honum hefur auðvitað ekki snúizt húgur með mig?” — Nei. Það var ekki heldur við þvi að búast. Ég vildi feginn, að það væri eitthvað, sem ég gæti gert”. ,,Nú gat hann ekki gert við miðstöðina”, sagði ég, ,,þótt hann staul- aðist reyndar ái'ætur til að reyna það i morgun. Og svo er Manga komin i vandræði meö hana, og enginn veit, hvað gera á. Hún var að tala um að lauma þér niður i kjallarann, el' þú vildir lita á hana. Ég skammast min auðvitað lyrir aðbiðja þig að hjálpa okkur, en þú gætir....”. Hann brosti, og mér sýndust tennur hans næstum jafn hvitar og beitt- ar og tennurnar i Tátu. „Vertu ekki að afsaka það”, svaraði hann. ,,Ég kem bráðum. Ef til vill væri réttara al' mér að gera það ckki l'yrr en skuggsýnt er orðið, ef afa yrði lilið út um gluggann. Þetta er sjálfsagt eitthvað smávegis, loft- rásin i ólagi eða rislin biluð. Heldurðu að Möngu sé treystandi?” ,,Hún stakk upp á þvi, að ég talaði við þig”, sagði ég. ,,Ég hefði kannske ekki átl að koma hingað til þess að tala við þig. Mér datt það ekki i hug fyrr en um seinan, að ef til vill kemst þú i klipu vegna þess”. ,,Þú skalt ekki setja það fyrir þig, Emilia”. ,,Ég skal ekki gera það oftar. En þú æltir að segja mér, hvernig ég get komið boðum lil þin, el' á liggur”. Ilann stóð upp og gekk út að hinum veggnum og hripaði laein orð á simaeyðublað, sem liann rétli mér. ,,Þú gerir mér orð þarna niður eftir, el' þér liggur á”, sagði hann. ,,Það veit alltal' hvar ég er. Gleymdu ekki að gera það, ef þú vilt tala viðmig”. „Ég skal ekki gleyma þvi”. Svo l'ór ég að tala um Angelettu. ,,Það er orðið ærið langt siðan ég sá hana siðast”, sagöi hann. ,,Ég vildi gjarna liðsinna henni, ef ég gæti. En Galló kærir sig vist litið um það. Hann hélt alltaf, að mér væri helzt til þelhlýtt til hennar”. Ég hélt lika, að þér hel'ði verið hún hugstæð, þegar við vorum i menntaskólanum”. Hann hristi dökkt höl'uðið. „Fólki detlur margt fávislegt i hug á þeim aldri”, svaraði hann, „en þó var það nú ekki. Jæja, þú segir Möngu að vera á varðbergi og hleypa mér niður i kjallarann. — Mér finnst tikin annars hálfrytjuleg. Þú æltir að láta svo sem eina matskeið af malti á dag i lapið hennar, og olurlitið af brennisteini spillti ekki. Vertu svo sæl og bless uð”. Það var byrjað að snjóa dálitið, þegar ég kom til læknisins. Ég beið hans i lækningastofunni, og þar var tilallrarmildi hlýttognotalegt að sitja. Blái kistillinn stóð á skriíborðinu, og allt i kringum hann var hrúga af blöðum og skýrslum. Ég hallaði mér fram á borðið og strauk blómin og hjörlun og letrið á honum með fingurgómunum. — Heima var mikið af gömlum munum, bæði fallegum og ljótum, en enginn þeirra hafði heillað mig eins og þessi kistill. Mér var ævinlega hugar- léttir að þvi að snerta hann. Merek Vance kom stundvislega. Hann hristi snjóinn af Irakkakraga sinum og hári, og mér virtist hann unglingslegri heldur en mér hafði sýnzt hann nokkru sinni áður. Siðan yljaði hann sér á miðstöðvarofninum og horfði fast á mig. „Þér eruð þreytuleg”, sagði hann. „Var næturslarkið yður ofraun?” Ég hristi höluðið. „Nei ekki næturslarkið — það er borgin. Ég get ekki að þvi gert — hann setur að mér svo mikinn óhug, þessi blær, sem hér er á öllu”. „Sá blær er vist viðar en hér”, svaraði hann. „Það er vist ekki betra i stórborgunum, að þvi er sagt er”. „Hvernig liður litla sjúklingnum?” spurði ég og vildi fegin breyta um umræðuefni. „Hann hefur hresszt til muna. Okkur hefur tekizt vel aðgerðinl gær- kvöldi. Ég sendi farandhjúkrunarkonuna til þess að skipta um umbúðir á honum og mæla hitann”. Hann virti mig rækilega fyrir sér áður en hann hélt áfram. „Þér eruð óvön svona áreynslu. Það er engin furða, þótt þér séuð eftir yður”. „Ég kvarta ekki, þótt ég kunni að vera eftir mig”, sagði ég. „Þér setjið það áreiðanlega ekki heldur fyrir yður, þótt þér verið að leggja mikið á yður, enda er það, sem þér gerðuð i gærkvöldi þess vert að leggja mikið á sig fyrir það. Ég er viss um, að þér hefðuð öllu viljað fórna til þess að geta bjargað litla anganum. En spyrjið þér aldrei sjálfan yður til hvers þér gerið þetta svo? — Spyrjið þér sjálfan yður aldrei þannig eftir á?” „Haldið þér, að ég geri það?” spurði hann i stað þess aðsvara. „I gærkvöldi fannst mér það dásamlegt, að yður skyldi heppnast að bjarga lifi drengsins”, mælti ég. „í morgun sa ég litil börn berjast um kolamolana við brautarteinana. Þá held ég, að mér hafi fyrst flogið þetta i hug.... Þér vitið, að fæst barnanna sem þér læknið, munu eigin- ast kol og mat og föt að þörfum. Til hvers er þá starf lækna: lækna og græða mein þeirra, svo að þau verði leiksoppur enn þungbærara böls? Finnst yður það ekki býsna ömurlegt hlutskipti? Getið þér sætt yður við þetta? Er það ekki áþekkt þvi að lækna dæmdan mann, svo að hægt sé að hengja hann i gálganum?” Hann virtist ekki gefa spurningum minum mikinn gaum. Hann hélt áfram að verma sig og rýna á mig. „Jú, þannig hugsa læknar stundum”, svaraði hann loksins. „Ef til viil hefur yður dottið þetta i hug vegna þess, sem þér sáuð i gærkvöldi. Sjálfum varð mér yngri að aldri en flestum öðrum hugsað um þetta og þá sóun, sem á sér stað i þjóðfélaginu á lifi og hamingju mannanna. En ég sætti mig ekki við það, eins og þér komuzt að orði, og mun aldrei gera. Ég lit allt öðrum augum á það”. „Hvernig getið þér það?” Ég hallaði mér fram á borðiðog studdi enn höndunum á bláa kistilinn. „Þér hafið fjöldann i huga”, hélt hann afram, ,,en ég og við læknarnir hugsum alltaf um einstaklinginn — eina manneskju i einu og það, sem unnt er að gera henni til bjargar eða liknar. Starf okkar er þannig vaxið, að við verðum að gleyma þeim meinum, sem þjá aragrúa fólks i senn. Sem betur fer er þessu þannig farið, þvi að ella myndum við oft- lega ekki geta innt störf okkar af hendi, án óþolandi sálarstriðs”. Hann var þegar byrjaður á hinum venjulegu lækningaaðgerðum. Ég veitti þvi vart athygli, fyrr en ég fann snöggan sársaukann, er hann stakk nálinni gegnum hörund mitt. Þessu var lokið að sinni. Ég stóð upp og tók hanzka mina og tösku, en hann stöðvaði mig, er ég hugðist kveðja og fara. Lárétt II Fugl. - (i) Klukku. — 7) Varðandi. 9) Fisk. — 10) Dugði. 11) Hasar. 12) Þófi. - 13) Stök. — 15) Með fúlan andardrátt —■ Lóðrétt 1) Baðaða. 2) Strax. — 3) Flatir. 4) Sex. — 5) Slæmt. 8) Fæðu. — 9) Hvildi. — 13) Þingdeild. — 15) Efni. — Káðning á gátu No. 1204 Lárétt I) Klökkur. — 6) Lem. — 7) Kó. —- 9) Ak. — 10) Litlaus. — II) Að. — 12) KT, — 13) Ána. — 15) Gólandi. — ' Lóðrétt 1) Kerlaug. — 2) öl. — 3) Kerluna. — 4) Km. — 5) Kekstri. - 8) óið. — 9) Aur. — 13) Ál. — 14) An. — D R E K I Iíreki látinn — galdralæknar drápu I ii i m iuii ,1' MIÐVIKUDAGUR 13. september. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft" cftir P.G. Wodchousc Jón Aðils leikari les (23). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15. islenzk tónlist: Tónlist cftir Björgvin Guðmunds- son a. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: Ingimar Öskarsson talar um Zambesifljótið. 16.40 Lög leikin á hörpu. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Jói norski": Á selveið- um með Norömönnum. Minningar Jóns Daniels Baldvinssonar vélstjóra á Skagaströnd. Erlingur Daviðsson ritstjóri skráði og flytur (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Álitamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Gestur í1 útvarpssal. Ey- vind Brems-Islandi syngur 20.20 Sumarvdka a. Bernsku- og æskukynni Ástriður Egg- ertsdóttir flytur frásögu af fjórum konum. b. Vopnfirð- ingar á Fellsrétt Gunnar Valdimarsson frá Teigi flyt- ur fjórða hluta frásagnar Benedikts Gislasonar frá Hofteigi. c. Kórsöngur Söngfélagið Harpa syngur nokkur lög: Robert Á. Ottósson stj. 21.30 Útvarpssagan: Dalalif eftir Guðrúnu fá Lundi Valdimar Lárusson les (22) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Bréf i stað rósa” eftir Stefan Zweig Edda Þórar- insdóttir leikkona les (2). 22.35 Nútimatónlist eftir bandariska tónskáldið Ric- hard Yardumian. 23.20 Fréttir i stuttu mali. Dagskrárlok. Miövikudagur 13. september 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Steinaldarmennirnir . Skáti er ávallt hjálpsamur Þýðandi Sigriður Ragnars- dóttir. 20.55 Pippa . Fyrir nokkrum árum kom út bókin Borin frjáls, þar sem Joy Adam- son lýsir kynnum sinum af ljónynjunni Elsu, sem hún hafði sjálf alið upp. f þessari mynd er um svipað efni að ræða. Myndin er tekin i Norður-Kenya, þar sem Jóy Adamson dvaldist um skeið og ól þar upp Pippu, bletta- tigur, sem henni var gefin. 1 myndinni sést hvernig Pippa óx úr grasi á heimili stjúpmóður sinnar, og hvernig hún siðar komst i kynni við ættingja sina og sin réttu heimkynni. Þýð- andi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.45 Valdatafl.Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 12. þáttur. Leikiö tveim skjöld- um. Þýðandi Heba Július- dóttir. Efni 11. þáttar: Grunur vaknar um, að ekki sé allt með felldu i skiptum Bligh-feðga við Afrikurikið Matebeliu. Wilder kemst að þvi hvernig þeir fara i kring um lögin og reynir að beita vitneskju sinni gegn Cas- well. en mistekst. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.