Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 5
MiAvikudagur 13. september 1972 TÍMINN 5 Ljónið og lambið. Þegar öll illska er brott rekin úr heiminum, þarf lambið ekki lengur að óttast ljónið. En bótt þvi stigi fullkomnunarinnar sé enn ekki náð. og á. eftir öllum sólarmerkjum að dæma, langt i land ennþá, lifa þó ljón og lamb saman i bezta samlyndi á bú- garði einum i Kaliforniu. Bóndinn hefur átt ljónið Zamba i mörg ár, og hefur það gengið um landareignina eins og heimilishundur án þess að gera nokkru dýri mein, enda er séð um að Zamba hafi ætið nóg að éta. Eins og oft vill verða dó ær frá lambi. og i Kaliforniu eins og á islandi varð lambið heimalningur. Zamba sýndi lambinu þegar i stað mikla umhyggju og vék ekki frá þvi. begar lambið stækkaði. sá ljónið um að það villtist ekki langt frá bænum og að hvorki menn né dýr gerðu þvi mein. Og lambið er aldrei öruggara en þegar það hjúfrar sig upp að stóra karlljóninu og þau sofa saman i bæli ljónsins. Brigitte Bardot kallaði ástvin sinn. sem hún átti i sumar. ..litla manninn minn". Þetta likaði Kristian Kalt illa og sagði Bardot að sigla sinn sjó, enda væri hann orðinn leiður á að hafa ekki annað fyrir stafni en að lifa i munaði og gera Brigittu allt það til hæfis. sem hún krafð- ist af honum. Hann er nú orðinn barþjónn i einum af dýrustu veitingastöðunum i sól- og sjó- baðsstaðnum St. Tropez. Ný Hitchcockmynd er i uppsiglingu. Alfreð Hitchcock er að gera kvikmynd i London um þessar mundir. Á myndin að heita Krenzy. en fáir vita um hvað hún íjallar. Enginn þekktur leikari er meðal þeirra, sem fara með hlutverk i myndinni. Leikstjórinn hefur ekki gert kvikmynd i London s.l. 21 ár, en á 40 ára starfsferli sinum gerði hann margar myndir i borginni. London hefur alltaf heillað mig, segir hann. Borgin er breytt siðan ég l'lutti héðan, og sérstaklega urðu breytingarnar miklar eftir striðið. En mörg hverfi London eru óbreytt, þröngar götur og skuggaleg sund, og ég ætla að sýna að enn sé hægt að gera gömlu góðu borgina hrollvekjandi. Hvar sem leikstjórinn fer um gömlu hverfin til að velja staði til myndatökunnar fylgir honum skari af blaðamönnum og ljós- myndurum. Hann lætur sér það i léttu rúrhi liggja og svarar spurningum, sem fyrir hann eru lagðar. Blaðamaður spurði Hitchcock hvort almenningur þekkti hann eins vel og áður fyrr. Svar: — Þegar ég var nýlega i Kaupmannahöfn ók sjúkrabill á miklum hraða með sirenurnar i gangi fram hjá mér. Oku- maðurinn stöðvaði bilinn, bakk- aði þar til hann var kominn á móts við mig aftur á gangstétt- inni, kom út og bað um eigin- handaráritun. Siðan hélt hann áfram með stórslasaðan mann á slysavarðstofu. — Pabbi, er ekki hægt að fá aukalykla að bilnum og útdyr- unum. Ég ætla að fara að gifta mig. Tizkan varð til á þvi augnabliki, sem Eva bauð Adam eplið. — Finnst þér gott að ganga með gleraugu, Palli? — Já, svo sannarlega. Þá berja ekki strákarnir mig og stelpurnar kyssa mig ekki. o — Hvers vegna má skipstjóri ekki vera litblindur? — Hann verðuraðsjá muninná Hauðahafinu og Svartahafinu. — Maðurinn minn er bara svona hrjúfur á yfirborðinu. Innst inni er hann ljúfur eins og lamb. — Gætirðu þá ekki látið snúa honum við...? o Allar konur eru eins. Sumar eru bara meira eins en aðrar. Þegar eiginkona spyr mann sinn ráða, er það bara til að láta hann samþykkja eitthvað, sem hún hefur þegar gert. Gamli bóndinn kom inn i korn- vöruverzlunina til að kaupa hænsnafóður. — Jæja, hvernig gengur? spurði kaupmaðurinn. Verpir ekki vel hjá þér? — Æ, nei, þetta er ekkert, svaraði bóndinn mæðulega. — Nú, þá áttu bara að slátra hænunum. — Já, ég hef reynt það, en þær verpa ekkert betur fyrir það. DENNI DÆMALAUSÍ Þú hefur verið aldeilis loðinn í gamla daga Hr. VVilson, en hvaða krakki er þetta á bakinu á þér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.