Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miftvikudagur 13. septcmber 1972 Miðvikudagur 13. september 1972 TÍMINN 9 Kyiislóbafirringariiiiiar gætir ekki á (liigulsstubum. Ileimasætan Jona Kigurgeirsdóttir er samt ósvikif) baru sins líma eins og sjá má á myiid- innt: (iitar úli i liorni og leikaramymlir á veggium. róslkul'fortift ellimóba. I þvi var Inrbum daga l'luttur poslur austur á land, en nú hel'ur þvi verift biiinn griflastaður á öiigulsstöfuim. HBLCI H. JÓNSSON: Ljósmyndir: Friðrik Vestmann Litið inn á Öngulsstöðum ovifla mun búsældarlegra en i Öngulsstaflahreppi i Eyjafirði, þar scm samfelld tún tcygja sig iim um alla Staðarbyggð. En þótt myndarlega sc búið og flest standi á gamalli og traustri rót, eru þcir tæplega margir bæirnir, þar scm svo hagar til, að lieima- sætan gctur boðið gcðþekkum gcsti til baðstofu og leitt hann til sætis á gömlum brúðarbckk. I>etla cr þó liægt á öngulsstöðum, scin hrcppurinn er við kenndur. Maður á vegum Timans var ný- lega á ferð um Eyjafjörð og leit þá inn á öngulsstöðum og var vel tekið eins og við mátti búast, þótt ekki væri hann leiddur i brúöar- bekkinn. BoðiA til baðstofu Fjölmennara er á öngulsstöð- um en titt er um sveitaheimili nú orðið, enda búa þar f jórir ættliðir, og skilja 79 ár á milli þess elzta og hins yngsta. Sigurgeir bóndi Halldórsson var á ferðalagi, ásamt Guðnýju, konu sinni, Magnúsdóttur, þegar okkur bar að garði, en i þeirra stað tók Þorgerður Siggeirsdóttir, móðir Sigurgeirs, á móti okkur og sýndi okkur bæinn, og ekki bar á þvi, að ellin mæddi hana, þótt komin sé á niræðisaldur. Hún bauð okkur fyrst til baðstofu, sem gerð heíur verið á efri hæð ibúð- arhússins. beir öngulsstaðamenn hafa látið margan góðan grip af hendi rakna við minjasafnið á Akureyri, en luma samt enn á ýmsu íagætu og merkilegu, eins og sjá mátti i baðstofunni, Þar var til dæmis brúðarbekkurinn góði, til öngulsstaða kominn úr Miklagarðskirkju i Saurbæjar- hreppi. Faðir Þorgerðar var fylgdarmaður austanpóstsins á yngri árum, og úr fórum hans er komið póstkoffort, sem nú stend- ur á baðstofugólfinu á öngulstöð- um, máð og slitið i mörgum ferðalögum. En baðstofan er samt ekkert minjasafn, heldur lifandi hluti af húsinu. Þar safnast heimilisfólkið saman á kvöldin að vinnu lokinni, spjallar saman, horfir á sjónvarp eða sinnir einhverjum hugðar- efnum. Karn sins tíma Þessu næst heilsum við upp á Jónu heimasætu Sigurgeirsdótt- ur. Hún er á fermingaraldri, og það leynir sér ekki, að hún er ósvikið barn sins tima. Oti i einu horninu stendur gitar, og her- bergisveggirnir eru skreyttir árituðum leikaramyndum. Þar tróna lika þau Spasski og Angela Davis. Spjallaö við Þorgerði Svo setjumst við inn til bor- gerðar og spjöllum við hana. Hún er komin á niræðisaldur sem fyrr segir og hefur að sjálfsögðu orðið að hlita þvi lögmáli, sem við verðum öll að beygja okkur undir, og móðir hennar, sem var hagort i bezta lagi, orðaði svo á efri ár- um sinum: Ellin beygja bak mitt fer, blóminn meyja horfinn er. Brúðarbekkurinii úr Miklagarðskirkju í Saurbæjarhreppi sóniir sér vel Ungur drengur enginn hér i öngulsstaðabaöstofu. augum lengur snýr að mér. En Þorgerður ber ellina samt vel og er hin ernasta til sálar og likama. Yngri kynslóðirnar á bænum hafa auðvitað létt af henni búsýslu eins og vera ber, þótt hún gangi enn að öllum venjulegum störfum, ef þess er þörf. Mest þótti okkur samt til þess koma, hversu ungleg hún er og létt i lund. Hjá henni gætir ekki þeirrar bölsýni og ihaldssemi, sem sækir að mörgum, þegar þeir taka að reskjast. Margvisleg áhugaefni öll verðum við einhvern tima að láta af störfum. Ef ekki vegna annars þá fyrir aldurs sakir. Þess eru mörg dæmi, að svo er sem fótunum hafi verið kippt undan þeim, sem eiga sér ekkert áhuga- mál, þeir veslast upp og ærast úr elli eða deyja, oft miklu fyrr en aldur segir til um að vera þyrfti. Langlifi er i ætt Þorgerðar, en hún hefur lika ýmsum áhugamál- um að sinna. Það er helzt, að hún fylgist með þvi i blöðum og tima- ritum, sem athygli hennar vekur, og klippir út greinar og myndir og limir inn i bækur. Þær eru orðnar æði margar, 55 alls. Þar eru greinar um málara i fjórum bók- um, margar bækur með kveðskap af ýmsu tagi, skáldum og söng- fólki, og þannig mætti lengi telja. Kristján Eldjárn forseti þarf ekki að fara i grafgötur um, hvern Þorgerður hafi kjörið Bessa- staðabónda, þvi að hún á tvær bækur fullar með myndum af for- setahjónunum. Gott launað með góðu Þá eru margar bækur með dýramyndum, þvi að gamla kon- an er dýravinur og trúir þvi og veit raunar af eigin reynslu, að dýrin eru ekki eins skyni skroppin og sumir halda. bvi til staðfestingar segir hún okkur frá atviki, sem fyrir hana bar, þegar hún kom fyrst til öngulsstaða, tuttugu og tveggja ára gömul. Þá var þar hundur, sem hafði orðið fyrir þvi óhappi, að hestur hafði sparkað út á hon- um öðru auga. Þorgerður þvoði greyinu daglega um augað úr bórsýruvatni, svo að fyrr greri og ekki hlypi illt i. Nú er það eitt sinn um haustið, að hún fer að finna foreldra sina, sem bjuggu að Ytra-Hóli i Kaupangssveit. Þá var brúar- stæði á Þverá annað en nú er og mjög bratt og vandfarið ofan að brúnni. Þegar heim var haldið, var komin logndrifa svo þétt, að varla sá út úr augum. En það varð Þorgerði til happs, að hund- urinn beið hennar við brúna. Þegar yfir um var komið, tók seppi svo á rás heim til önguls- staða. Þorgerður er þess fullviss, að þarna hafi hundurinn verið að launa sér umhyggjuna. Þjóöfræðasjór Nú fækkar óðum þvi fólki, sem af eigin raun kann skil á háttum okkar íslendinga eins og þeir voru, áður en tækniöld rann upp. En ekki kæmi sá þjóðfræðasafn- ari að tómum kofunum, sem leit- aði á náðir Þorgerðar. Hún þuldi okkur til að mynda þuluna, sem hér fylgir a eftir og ekki mun vera til á prenti i þeirri gerð, sem hún kann hana. Skáldskapur á borð við þessa þulu á raunar skylt við nútima ljóðlistsuma, þarsem hrynjandi og hljómfall orðanna, en ekki innihaldið sem slikt, varð- ar mestu, og ætti þvi að láta vel i eyrum okkar fyrir þá sök. Lambið beit i fingur minn, skór minn datt i árgil, hver sem makar skóinn sinn, það munu gera fleiri. Prestarnir, gestirnir ofan af löndunum með sina mágana færa þeim tágarnar. Prestur sat á hillu, hafði uppi sér fyllu, hver einn biti, sem hann át, varð honum að illu. Prestur kallar skip sitt og hrip sitt, nafarinn og tafarinn. Stána þeir úr stokkunum, stela þeir úr bjúgunum, og miga þeir i mörvana og láta svo i keppina, bera fyrir byrðirnar og binda fyrir ofan, trita eftir túni, tita eftir mýri ekki vildi eirnefur arka með trénef, betur þóttist brýnnefur borinn heldur en járnnefur, imjúkt messingarnef wmanaði gullnef, i þó þú lítir á bak þér aftur, brýnnefur, krinnefur. Jón kársmelli ár, reið hann tryppi sinu upp til fjár. Þjóstan kallinn þar á bakka gjarna vill hann gott fá að smakká. Ærist hann og kallar hann milli þess hann sefur, en uf’rum ána ætlar hann, þegar honum gefur. Takt þú aftur Þuriði þina, en ljá mér aftur mágkonu mina. Hefurðu heyrt af stokkunum, sem fundust þar á Gljúfráreyrun- um? Það var þverþvaraþér, súrsaður rass af sel og Kolbeinn ætlar suðri ver og búið er. LEIÐHETTING. I greininni um listamennina i Litla-Arskógi, Vigfússyni, er á tveim stöðum talað um Hannes, föður þeirra. Þetta eru að sjálfsögðu pennaglöp eins og sjá má, og á þar að standa Vigfús. A þessu eru lesendur og þó einkum aðilar sjálfir beðnir velvirðingar. Eyfirðingar munu ekki heldur vilja komast svo að orði, að Þor- valdsdalur sé i Eyjafirði. Kjórir ættliðir á öngulsstöðum: Frá vinstri Þorgerður Siggeirsdóttir, Sigurgeir Halldórsson bóndi og sonur Þorgeröar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Sveina Björk Jóhannesdóttir. Þorgerður Siggeirsdóttir gluggar i úrklippur sinar. Hér les hún um sýningu Leikfélags Akureyrar á Topazi. Þessi plata, sem nýlega kom út, selst að sögn ákaflega litið, og þykir mér það furðusæta.þar sem hún er óumdeilanlega ein bezta LP-plata, sem út hefur komið á tslandi. Hjálpast þar allt að; mjög gott efni, góður flutningur, vönduð upptökustjórn (pro- duciton) og mjög smekklegar umbúðir. Einar Vilberg, sem hefur samið allt á plötuna, er búinn að reyna i mörg herrans ár. Lengi vel tók enginn mark á sögum hans um mikið lagaval, allt frumsamið, og hefur tætingslegt liferni hans sennilega valdið mestu þar um. En einn góðan veðurdag vöknuðu menn upp við vondan draum: Hann sagði satt, og það, sem hann hafði samið, var margfalt betra en nokkur hafði látið sig dreyma um. Þá var rokið upp til handa og fóta, og að minnsta kosti tveir aöilar gerðu við hann samningj sá sem á undan varðjheldur enn réttindum á lögum hans, Sarah- Music, og segir i plötuumslagi, að Einar Vilberg komi fram með góðfúslegu leyfi (kind permissi- on) Sarah. Fortið Einars er mjög áberandi i ljóðum hans á plötunni. Flest fjalla þau um löngun hans til frelsis, og er greinilegt, að það frelsi, sem hann helzt þráir, er að vera frjáls frá sjálfum sér, sinu alter ego, sem svo sannarlega hefur gert honum margan grik- inn. Hann syngur lika um löngun sina til aö finna öryggi og eðlilegt lif, til dæmis i ,,I just want your loving”. Og i sama lagi, sem og öðrum, segir hann berum orðum að hann vilji aldrei gera neitt nema að spila og syngja? „Where you can paint your pictures and I play my guitar...” Lög hans og textar eru sem sé ákaflega persónuleg, og man ég i svipinn ekki eftir nema þeim Lennon og Cat Stevens, sem eru jafn opinskáir. Tónlistarlega vil ég lika leyfa mér að likja Einari við þá heiðursmenn: Einar Vil- berg er fágætur snillingur, en eins og með aðra slika er honum fátt eitt lagið nema það eitt að vera músikant. Hljóðfæraleikari er hann all- góður, og kassagitarinn sinn þekkir hann út i gegn. Sin eigin takmörk þekkir hann einnig og gerir þvi aldrei neitt, sem ekki hæfir honum. Þvi kemur hann frá þessari plötu sem ákaflega smekklegur gitarleikar og mun betri söngvari en mig hafði órað fyrir. Söngurinn af hans hálfu er JÓNAS & EINAR Jónas R. Jónssonog Einar Vilberg LP - stereo Fálkinn, MOAK 26 hvað beztur i „Lucky day”, og þar sýnir hann lika hugmynda- auðgi sina sem gitarleikari, þar sem hann leikur á „bottleneck"- gitar með vasaljósi og glasi und- an hóstasaft. Glasið setti hann undir strengina neðst við stólinn og renndi siðan vasaljósinu eftir hálsinum. „Lucky day” er, meöal annarra orða, eitt bezta lagið á plötunni, og er þó erfitt að taka eitt lag fram yfir annað. „Song for Christine" er gott dæmi um ágæti Einars. Það hefur aðeins einu sinni verið spilað, akkúrat þegar það var tekið upp, og sem betur fer var Einar þá staddur i EMI-stúdióinu i Stokk- hólmi. Ef til vill er það lag ekki sérlega merkilegt, en það er vel gert. Þannig vinnur hann: allt i einu fær hann fullskapaða hug- mynd, og hún breytist ekki. Hann vinnur aldrei eftir „beinagrind” að lögum eða textum, það kemur allt i einu, og sem betur fer eru lögin á plötunni rétt eins og þau komu af skepnunni. En úr þvi ég minntist á „Song for Christine” hér að framan, þá þykir mér lik- legt, að flest lögin, ef ekki öll, séu meira eða minna söngvar fyrir Stinu, sem á með honum barnið, sem hann heldur á á myndinni i umslaginu. Vistmaður á vændishúsi á ITummálinu „Gaily gaily” l.eikstjóri: Norman Jewison, handrit: Abram S. Ginnes, byggt á sjálfsævisögu Ben Hecht „A child of the century ”. Kvikmyndari: Hichard Kline. Klipping: Halph Winters. Tónlist: Henry Mancini. Sviðsctning: Hobert Boyle Bandarisk frá 1970. Sýningar- staður: Tónabió. Myndin er i litum, islenzkur texti er eftir Loft Guðmundsson. Jewison hefur tekizt vel að endurskapa andrúmsloft ið- andi stórborgar og áhrif þess- arar fjölbreytni á sveitapilt- inn. Við sjáum ekki mikið af þeirri Chicago, sem Upton Sinclair lýsti i „The Jungle”, sem hann skrifaði 1906, að visu eru hliðargöturnar þaktar áróðursspjöldum gegn arð- ræningjunum og ræðumaður- inn, sem talar gegn fjármála- spillingunni segir við Ben Harvey (Beau Bridges): „ef þú annt frelsi og réttlæti þá flýðu eins og fætur toga”. Vændishúsið i myndinni er sniðið eftir hinum fræga klúbb Everleigh i Chicago. Þetta er ekki aðeins staður þar sem for rikir menn svala holdsins lystisemdum, heldur mikil- vægur mótstaður þeirra. Hér ráða þeir ráðum sinum og skiplast á skoðunum. Ben Harvey kemur frá smábæ i Illinois til að láta rithöfundar- draum sinn rætast. llann lend- ir auðvitað (eins og saklausra sveitapilta er siður i kvik- myndum) i ráni og aðfram- kominn af hungri bjargar Lil drottning (Melina Mercouri), sem rekur finasta vændishúsið i borginni.honum. Hún kemur honum einnig i vinnu hjá dag- blaði, þar lærir hann lifsreglur blaðamanna „frétt hvað sem það kostar” og kynnist Francis X Sullivan (Brian Keith) góðum blaðamanni, sem eitt sinn átti sér sama draum og Ben að breyta heim- inum dálitið”. Fyrrverandi hjálpræðis- hersstúlka tekur Ben að sér i bólinu og rænir siðan bók frá „Heiðarlega” Tim Grogan þar sem hann hefur samvizku- samlegt fært inn mútufé. Allir halda nú að Ben hafi bókina undir höndum og skyndilega verður hann mjög eftirsóttur. llann lendir i mannraunum og meiru en auðvitað fer allt vel (eins og við á i svona mynd- um) og Lil drottning heiðrar fjölskyldu hans með veizlu þar sem amman (Merie Earle) slær i glas og segir „Drottinn blessi heimilið”. Ævintýri Bens reyna e.t.v. á trúgirni áhorfandans og Beau Bridges bregzt nokkuð eintóna við furðum veraldar, hann verður stútmynntur og augun kringlótt af undrun, en Bridg- es á nóg af ósviknu fjöri og kæti til að bæta upp þessi at- riði. Brian Keith er góður gamanleikari og hefur greini- lega ekki fengið fram til að En Einar Vilberg væri senni- lega litið betur staddur í dag en hann var áður, ef ekki kæmi til Jónas nokkur R. Jónsson. Jónas er algjörlega bráðnauðsynlegur hluti af Einari nú orðið, og án hans myndi liklega ekki allur al- menningur viðurkenna Einar. Þetta er móralska hliðin á mál- inu, en sú tónlistarlega er engu léttvægari. Jónas veitir lögunum þann fágaða blæ, sem þau þarfn- ast, hann syngur betur en hann hefur nokkurn tima gert áður, og það er mikill munur á flautuleik hans frá þvi sem áður var. En mest lof á Jónas þó skilið fyrir upptökustjórnina, eða pródúsjón- ina. Þar sýnir hann og sannar, að hægt er að gera vel á tækjunum i „Studio Pétur Steingrimsson”. Allt er hreint og fágað, hvert hljóðfæri á sinum stað, og er til dæmis mikill munur á þessari plötu og þeirri, sem Jóhann & Magnús sendu frá sér. Astæðan er liklega sú, að Jónas er smekk- maður mikill, og sannast það jafnvel á pródúsjóninni og kristalglösunum, sem hann býð ur manni að drekka úr. Hljóðfæraleikurinn i heild er mjög góður, kannski er Einar ekki þjálfaður rafmagnsgitar- leikari, en það kemur ekki að sök, lyrstu áhrif af þessari plötu eru það jákvæð. Þeir Tómas Tómas- son og Sigurður Arnason skila smekklega af sér bassaleiknum, og brezki trom muleikarinn Timmy Donald er sérdeilis frá- bær, sérstaklega þó i tveimur „breikum” i „How can we know God is real?”, geysilega þungum og áhrifamiklum. Jafnframt er allt ákaflega einfalt; ljóðfæra- leikur, ljóð og lög, svo einfalt, að það nálgast að vera fullkomið. Og staðreyndin er sú, að ég sé enga galla á þessari plötu, sem eru þess virði að nefna þá hér. Hitt er annað mál, að platan kann að vera eitthvað annað en skemmti leg, tónlist Einars er ekki skemmtimúsik, „good-time music”, og likast til er það ástæð- an fyrir þvi, að hún selst ekki. Upptöku, pródúsjón og pressun er allt gott um að segja, en áber- andi erhreinna ,sánd’ i þeim upp- tökum, sem gerðar voru i EMI- Sludios, Stoekholm, Sweden. Umslag vann mjög vel Egill spegill Eðvarðsson með ljós- myndum Sigurgeirs Sigurjónsson ar, og er það allt jaln smekklegt og innihaldið. ó. vald. sina þá hlið á leikhæfileikum sinum. George Kennedy og Ilume Cronyn eru hvor iiðrum betri i hlutverkum fjármálamann- anna, annar kennir sig við heiðarleika og hinn við siðbót þó að hvorugur þeirfa leggi neina stund á þær góðu dyggð- ir. Melina Mercouri fer vel með hlutverk Lil droltningar, sem er eins og riki i rikinu alls ekki nein venjuleg pútnamóð- ir, heldur rik og virt fyrir k;ensku og heiðarleik. Charlcs 'l'yner l'er með hlutverk dr. Lazarusar af hreinni snilld og lifgar óneitanlega upp á myndina ásamt ömmunni, sem veit allt um það al hverju Ben getur ekki sofið ró- legur á nóttunni. Jewison hef- ur tekizt ágætlega, enda helur hann sér við hlið góða tækni- menn, sem sýnt hafa ná- kvæmni og vandvirkni i „The Cincinnati Kid", „Hússarnir koma" og „The Thomas Crown Affair”, svo þær, sem sýndar hafa verið hér séu nefndar. Samt saknar maður þess, að ekki er sýnd ástæöan fyrir spillingu sem þrifst jafn auö- veldlega og raun ber vitni um. Við sjáum enga útkeyrða verkamenn af báðum kynjum og börnin, sem þræluðu i slát- urhúsum Chicago á þessum tima. Þá fengjum við betri bakgrunn fyrir aðgerðum eins og þvi, sem skeður i Kauphöll- inni. Að visu hafði Jewison ekki i huga að skapa raunsæja kvikmynd um rotnaða spill- ingu þessara ára, heldur kát- lega mynd um ungan pilt, sem kemur óspilltur út i spilltan heim. P.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.