Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 Föstudagur 22. september 1972. Atkvæðagreiðsla aldarinnar í Noregi á sunnudaginn: Tvísýnt um aðild Noregs að Efnshagsbandalaginu — rætt við Per M, Arnstad hjá norska Miðflokknum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild Noregs að EBE , y*RTU fKKI f HRÆODURl V!£> llPO STEiPUiy OKK Uf? hj* Um þetta leyti er að ljúka lang- harðskeyttustu stjórnmálabar- áttu, sem hefur átt sér stað i Noregi á siðari áratugum. Spurn- ingin mikla er, hvort Noregur eigi að gerast fullgildur aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu eða ekki. Svarið fæst sunnudaginn 24. sept., þegar Norðmenn ganga að kjör- borðinu i þjóðaratkvæðagreiðsiu um máiið. Fjölmiðlar i Noregi hafa verið uppfuliir af þessu máii nú að segja má i hálft annað ár samfellt. Úrslit eru tvisýn og harkan óskapieg á báða bóga. i Osló gengur annar hver maður mcð merki i barminum, ýmist grænt/rautt merki sem á cr letrað: Stem nei ( = scgðu nei) cða hvitt merki með áietruninni: Ja til EF (já fyrir Efnahags- bandalaginu). Úti um land eru þessi merki ekki eins algeng, en i Björgvin eru þó margir með þau. Þvi er ekki að leyna, að nei-merk- in eru sýnu aigengari, einkum meðai ungs fólks, en það er ein- mitt ákafastir merkisberar. i dagblöðunum norsku eru nú birtir langir iistar, yfir heilar siður, af nöfnum fólks, sem auglýsir afstöðu sína. Ýmist er það já-fólk eða nei-fólk. Ríkisstjórnin hótar afsögn Ekki fer á milli mála, hvaða af- stöðu helztu stjórnmálaforingjar i Noregi hafa tekið i þessu mikla deilumáli. Þeir eru flestir fylgjandi aðild. Þetta á einkum við um núverandi rikisstjórn Verkamannaflokksins undir for- sæti Brattelis, en einnig um alla foringja Hægri flokksins, sem er næststærsti flokkurinn, og um ýmsa helztu foringja Vinstri flokksins og Kristilega þjóðar flokksins, en fylgi hvors þeirra um sig er laust innan við 10%. Miðflokkurinn, sem hefurum 13% fylgi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, er hins vegar al- gerlega andvigur aðild. Sama á við um Sósialiska þjóðarflokkinn, sem he'fur nú um 6% fylgi sam- kvæmt skoðanakönnunum, en á engan fulltrúa á Stórþinginu. Ekki alls fyrir löngu gerði Bratteli landslýð ljóst, að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, ef aðildin yrði felld. Þá kæmi upp erfið aðstaða i norskum stjórnmálum, þvi að ekki er unnt að rjúfa Stórþingið, og kosningar verða ekki til þess fyrr en að ári. Vitað er, að meira en tveir þriðju hlutar stórþings- fulltrúa eru fylgjandi fullri aðild. Foringjar Alþýðusambandsins norska eru mjög fylgjandi aðild, en eiga þó i vök að verjast vegna andstöðu óbreyttra meðlima, sem eru i stórum stil andvigir aðild. Skoðanakannanir virðast sýna,að aðiidin verði felld Skoðanakannanir benda til þess, að aðildin verði felld i þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudaginn. Þetta er mjög athyglisvert, þegar á það er litið, hve mörg sterk öfl i landinu stefna að aðildinni. Helzt er svo að sjá, að um helmingur kjósenda muni greiða atkvæði gegn aðild- inni en svo sem 35-40% með henni. Hinir sitja þá hjá. Þessar tölur eru að visu ekki öruggar, en hafa þó haldizt tiltölulega litt breyttar mjög lengi. Fullvist er, að búseta manna hefur mikil áhrif á afstöðu til aðildar. 1 Osló og umhverfis Oslóarfjörðinn, þ.e. á þéttbýlustu iðnaðarsvæðunum, er meirihlut- inn hlynntur aðildinni en i öðrum landshlutum, þar sem fleiri lifa af landbúnaði og fiskveiðum eru langflestir andvigir aðildinni. Á stórum svæðum i Norður-Noregi eru naumast nokkrir já-menn fyrirfinnanlegir. Þjóðarhreyfing gegn aðild A siðustu mánuðum hefur stöðugt aukizt starfsemi þjóðar- hreyfingarinnar gegn aðildinni — Folkebevegelsen mot medlem- skap.t tengslum við hana er sér- stök æskulýshreyfing, sem á allra siðustu vikum hefur tekið upp nokkurt samstarf við islenzka stúdenta i Osló og tengt islenzka landhelgismálið við baráttu sina að nokkru leyti. Það er nefnilega fullljóst, að Norðmenn gætu ekki fært landhelgina út, ef af aðild yrði, en margir norskir fiskimenn og aðrir áhhugamenn um sjávar- útveg telja að útfærsla norsku landhelginnar i náinni framtið sé nauðsynjamál. . Hvað segir aðstoðarfram- kvæmdastjóri Miðflokks- ins? Fyrir örfáum dögum var höfundur þessarar greinar á ferð i Noregi og þá átti hann viðtal við Per Magnar Arnstad, aðstoðar- framkvæmdastjóra norska Mið- flokksins, um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ekki þarf að taka fram að Per Magnar er andvigur aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu, og hann er einnig hlynntur tslend- ingum i landhelgisdeilunni. Hann er ættaður úr Þrændalögum, tæp- lega þritugur að aldri, en hefur þegar öðlazt mikla reyns’lu a’f norskum stjórnmálum. Viðtalið við hann fer nú hér á eftir. Er Miðflokkurinn i heild and- vigur aöildinni? Já, það má segja, þvi að allir valdaaðilar innan fíokksins, allt frá framkvæmdastjórninni til einstakra félaga úti um land eru andvig aðildinni, þó að eitthvað kunni á að skorta um einstöku meðlimi. Hvernig heldurðu að kjósendur annarra flokka skiptist? 1 Vinstri flokknum og Kristi- lega þjóðarflokknum eru and- stæðingar aðildar i meirihluta og hafa gert samþykktir þar að lútandi. Hins vegar skiptist Per Magnar Arnstad, Verkamannaflokkurinn liklega nokkurn veginn til helminga. Vinnur flokksvél Miðflokksins beinlinis opinberlega gegn aðild? Já, það er óhætt að fullyrða. Við höfum samhæft okkar starfsemi við stárfsemi Þjóðarhreyfingar- innar (Folkebevegelsen), og upp- fyllum hvorir aðra á árangurs rikan hátt. Miðflokkurinn hefur 2500starfsmenn á sinum snærum, sem daglega leggja sitt að mörkum með fundahöldum, heimsóknum i hús o.s.frv. Afar margt af þekktu fólki úr hinum flokkunum leggur sitt starf fram i þágu Þjóðarhreyfingarinnar. Hvernig heldurðu að Verka- mannaflokkurinn fari út úr þessu? Flokksforysta Verkamanna- flokksins virðist i þann veginn að missa að nokkru leyti vald á flokksvélinni að þvi er varðar þetta mál. Þetta á einkum við i einstökum flokksfélögum, t.d. úti á landi, þar eð þessi félög eru andvig forystunni eða taka ekki afstöðu mörg hver. I þessu sam- bandi er rétt að minna á, að verkalýðshreyfingin er þrælklof- in. Forysta hennar hefur fylgt svo harðri já-linu i málinu, að leitt getur til þess að agi i hreyfing- unni verði úr sögunni að mestu. Launþegar finna i stórum stil fyrir beinni valdbeitingu i nafni hreyfingarinnar, þvi að verka- lýðsforystan hefur ráðið fjölda erindreka til skamms tima vegna þessa máls og sent þá út um allt. Þeir eru svo launaðir úr sam- eiginlegum sjóðum. Jafnframt hefur forystan hafnað tillögum um sérstakar kosningar i fél- ögunum til alþýðusambandsþings um málið. Sú neitun vakti mikinn biturleika i garð forystunnar hjá öllum launþegum, sem vilja lýð- ræði innan hreyfingarinnar. Hvernig er samstarf ykkar við nei-fólkið lengst til vinstri? Sósialiska æskulýðshreyfingin er mjög skelegg og dugleg i bar- áttunni, en óneitanlega eru sumar baráttuaðferðir þar á bæ ekki við- kunnanlegar. Hóparnir lengst til vinstri eru okkur að nokkru leyti byrði, þó að þeir standi okkar megin, en við getum þó ekki gert að þvi,að þeir skuli vera andvigir aðildinni! Hafði ckki afsögn Knut Hoem sjávarútvegsmálaráðherra áhrif? Að sjálfsögðu. Hann sagði sig úr rikisstjórn Brattelis á s.l. vetri vegna þess, að honum var ekki veitt trygging fyrir stærð land- helginnar eftir árið 1982. Ljóst er, að réttmæti þeirrar afstöðu kom enn frekar i ljós, þegar Islending- ar færðu landhelgi sina út. Hvaða vígorð gefast ykkur bezt i baráttunni? Yfirgripsmesta vigorðið er nei til unionen ( =sambandsriki neitað). Orðið unioner vel þekkt úr sögu Noregs, við vorum eitt sinn i sambandi við Danmörku og siðar við Sviþjóð. Það sambands- riki, sem nú á að láta okkur ganga i, verður á ýmsan hátt af- markaðra og lokaðra en fyrri sambandsriki, sem Noregur hefur verið i. Hvernig standa dagblöðin i málinu? Um 90% af blöðunum eru fylgj- andi aðild, og af stærri dag- blöðum eru aðeins tvö andvig aðildinni, nefnilega Dagbladet og Nasjonen bæði i Osló Ef tillagan um aðild verður samt sem áður felld, sýnir það eitt af tvennu: að fjölmiðlar ráði ekki sérlega miklu um skoðanamyndun, eða að lýð- ræðið hafi unnið sigur. -= Yfirleitt virðist mér, að já-fólkið ráði yfir mestöllu fjármagni, sem notað er i baráttunni. Þannig má segja, að baráttan standi á milli valds fólksins og valds fjármagnsins, og við kunnum prýðilega við okkur hjá valdi fólksins. Það furðulega er, að Verkamanna- flokkúrinn virðist kunna jafn vel við sig hjá valdi fjármagnsins! Verður stjórnarkreppa ef nei- mann sigra? Kannski. En þó að Bratteli hóti að segja af sér, hljötum við öll að hafa þá tiltrö gagnvart lýðræðis- fyrirkomulagi okkur, að unnt verði að koma á fót nýrri stjórn, sem geti tekizt á hendur þá ábyrgð, sem Bratteli virðist ætla að losa sig undan. A þessu stigi málsins er ekki unnt að segja, hvernig sú stjórn muni lita út, en ef af verður, mun það skýrast mjög fljótt eftir atkvæðagreiðsl- una. Er hugsanlegt að ný rfkisstjórn færi út landhelgina? Þessu er erfitt að svara. Hitt er staðreynd, að ein mikilvægasta röksemdin gegn aðild er, að Norðmenn þarfnast réttar til að ráða sjálfir öllu um útfærslu land- helgi sinnar. Sjálfræði i þessu máli tapast við inngöngu i Efna- hagsbandalagið. Persónulega hef ég mjög mikla samúð með út- færslu Islendinga, enda má minnast þess, að tsland gekk á undan um árið, þegar landhelgi okkar var færð út i 12 milur. Afstaða tslendinga nú er i grund- vallaratriðum sú eina rétta: Sifellt gengur á auðlindir jarðar- innar og þá hlýtur að vera rétt að koma á eftirliti einstakra þjóða með auðlindunum, i stað þess að láta þeim sem mest mega sin i tveröldinni þær eftir. Og hvcrnig heldurð svo að atkvæðagreiðslan fari? Báðar stofnanirnar, sem fram- kvæma skoðanakannanir, hafa allt til þessa verið þeirrar skoðunar, að tillagan um aðild verði felld. Persónulega óttast ég, að hinn stórbrotni áróður fylgis- manna aðildar um að Noregur sé ,,á reki til austurs” kunni að hafa nokkur áhrif i lok baráttunnar. Þessum áróðri er einfaldlega ætlað að hræða fólk til fylgis við aðild, og hann er mjög óhugnan- legur, þvi að hann er byggður á röksemdum, sem eru út i hött og skortir alla raunhæfa pólitiska undirstöðu. En sem sagt, i dag er útlitið mjög gott fyrir okkur aðildarandstæðinga. Björn Teitsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.