Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 22. september 1972. Sigvaldi Hjálmarsson: KASTLJÓS o ÞETTA er allra fallegasta pláneta sem við byggjum, en ýmislegt bendir til að við séum að eyðileggja hana. Annars ber ég engan kviðboga fyrir þvi: náttúran sér um sig, á hina og þessa útvegi sem okkur eru að litlu kunnir. Þegar við tölum um mengunarhættu þá meinum við að skilyrðunum, sem maðurinn kýs sér sé hætta búin. Þetta land, sem við byggjum, er sterkt og voldugt, en samt getum við eyðilagt það að þvi marki að það verði hartnær óbyggilegt. Við státum af þvi aö hér sé allt óspillt, en þvi fer fjarri. Ég þekki enga þjóð, sem er jafn hirðulaus um land sitt og tslendingar. Ekkert land er meira spillt af maijxía byggð en tsland — að tiltölu við fólks- fjölda. Lika á þvi sviði eigum við met. Ef hér væri ekki sérlega strjálbýlt og náttúran ekki svo voldug sem hún er væri allt komið á kaf i rusl fyrir löngu. lslendingar henda hverju sem er hvar sem er og mölva allt og eyðileggja hvar sem þeir fara. Dreif af mjólkurhyrnum og plastrusli liggurum allar fjörur á Suðurlandi. Skældir girðingarstaurar, rygögaður gaddavir, niðurbrotnir kofar og aflagðar landbúná-ðarvélar „prýða” sveitirnar. 1 borgum eru upprifnar byggingarlóðir, bilahræ og timburdrasl al- gengara „punt” en annars staðar þar sem ég hef komið. Og enn erum við að skemmta okkur við að mölva simakúlur og skjóta niður vegarmerki. Kannski erum við ekki full- orðið fólk? Þetta er um umgengnina. En næst er að ræða svolitið um hvernig við nytjum landið. Við bjuggum, brenndum og beittum skóginn unz landið var blásið niður i grjót. Ég veit að lesendur benda mér á, að ekki dugi að sakast við forfeður vora. Þeir höfðu ekki aðra útvegi og vissu ekki betur. Og veit ég það vel, að þeim má fyrirgefa á þeim forsendum að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Það er kristilegt. , En á sömu forsendu á ékki að fyrirgefa okkur, sem nú erum á dögum, þvi að við vitum hvað við erum að gera. Við vitum að landið er enn að blása, en beitum það samt meir en það þolir. Viö ræðum i alvöru að leggja Þjórsárver að miklu undir vatn, af þvi aö nú er oröið að kæ'k a'ð reisa hér raforkuver útum allar trissur. Samt vitum við ósköp vel, að Þjórsárver og náttúruundur upp i öræfunum að gróðursfari og dýralifi. Og ekkis,mundi slik spilda gróa upp annar staðar, þótt við mynduðumst við að hjálpa til fyrren kannski að liðn- um löngum tima. Allt þarf að éta. Itafmagn getur orðið matur, en það verður heiðagæsin varla að neinu ráði. Ein er sú árátta, sem algeng virðisthér á landi, að vilja farga felstum skepnum, sem guð gefur að nálgist okkur. Að þessu leyti likjumst við Englending- um, sem hafa það fyrir iþrótt að elta með grimmum veiðihund- um héra og kaninur og önnur meinlaus smádýr og skjóta þau, þegar þau eru að þvi komin að springa af ótta og mæði. Englendingar hafa við þetta sérstakt ritúal, en við ekki: Maður nokkur taldi sig sjá sjóskrimsli eða eitthvert annað kykvendi sjaldgæft á sundi útá firði. Hann greip byssu sina og skaut. Hvalavaða gekk á land i Reykjavik fyrir nokkrum árum. Hópur manna rauk til og vildi þegar murka úr vesalingunum liftóruna með sveöjum, af þvi þeir voru illa staddir. Þetta er liklega gamall vani siðan allir voru hungraðir og sljóir af þrældómi og stóðu i keng með háusinn niður á bringu og lúkurnar milli fótanna. En það er varhugavert að fara með hugarfar sultarins inni allsnægtirnar: Einmitt þá hættir mönnum til að fara að hafa magann fyrir sinn giH>, veikjast af ofáti, og að fitna kringum hjartað með til- heyrandi ógnvekjandi afleiðing- um. Hér kemur ferðamanna- bissnissinn jjin i málið. Ekki svo að skilja að við étum ferðamenn, en þeir eru vissu- lega „matur” samt. Eg er einn þeirra manna, sem i tuttugu ár hef hvatt til þess i skrifum að auka ferðamanna- strauminn til landsins. Það gerði ég af þeim ástæðum, að vel mættum við hafa nokkrar aukatekjur af þessum bissniss auk þess, sem mér fannst landið of stórkostlegt til þess að þvi væri haldið leyndu fyrir mann- kyninu. En ég hef aldrei verið þvi með- mæltur að steypa nóaflóði af út- lendum túristum yfir þetta land. Of mikill ferðamanna- straumur er nákvæmlega sama vitleysan og of margar rollu- skjátur á heiðalöndunum. Landið hefur sin lögmál, sem manninum helzt ekki uppi að brjóta. Þau ná ekki aðeins til land- kostanna, heldur lika til fegurðarinnar. Óspillt náttúra er ekki einasta röskuð náttúra. Maðurinn skemmir ekki einasta með þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Stundum er skemmd umhverfisins fólgin i þvi, hvar hann er — ef þannig stendur á. Þórsmörk, Lnadmannalaugar og Hveravelíir eru kannski jafn- fallegir staðir fyrir mynda- vélina, þegar þangað er kominn mikill fjöldi fólks, en ekki fyrir lifandi menn. Lifandi maður fer upp i öræfin til að hverfa inn i öræfin, drekkja sér i hátignarlegri þögn. Hvæsandi bilar og nuddandi fólk þarf ekki að spilla neinu fyrir myndavélinni né þvi fólki, sem ekki hefur neina sál, heldur bara myndavél, en það gerir lifandi manni illmögulegt að finna þá furðulegu einveru- kennd, sem er meginþátturinn i löfrum óbyggðanna meðan þær eru óbyggðar. Fegurð tslands er að miklum hluta hin óskaplega smæð mannsins frammi fyrir yfir- þyrmandi veldi náttúrunnar. Þessi tröllauknu áhrif á sálina er einmitt það, sem við beitum mest til að tæla ferðamenn. Við bjóðum þeim ekki upp á baðstrendur og næturklúbba, enda enginn hörgull á sliku suðri löndum. Og með of miklum mannaþef á fjöllum erum við hreinlega að véla ferðafólkið, bjóða upp á það sem var, en þá er um leið horfiö. Við þurfum að telja ferða- fólkið i fjöllin rétt eins og skjáturnar i hagana. Náttúra þessa lands er góður skóli fyrir vaska drengi. Hún agar strangt, en hún á til bliðu. Náttúran er fegurst eins og guð vors lands skapaði hana. Móar með flögum, mýrlendi með fifu og fugli, fjöíl, sem eru sterklega grópuð inni heið- rikjuna, niðandi lind, þrumandi foss, stirðnuð auðn. Það er meira gaman að hlusta á fugl en skjóta hann og horfa á blóm en slita þau upp. Við verðum að læra að eira þvi, sem við þurfum ekki að ónáða. Þeir, sem alltaf fara um helgidóma náttúrunnar rænandi og ruplandi og drepandi saklaus dýr, eru beinlinis dálitið geð- veikir og ættu að leita læknis. Og sjúkdómurinn er engu betri, þótt hann sé algengur. En náttúran tekur til sinna ráða, ef henni er misboðið. Maðurinn eyðileggur hana ekki. Hann getur eyðilagt sig sjálfan. Ingi Tryggvason: LANDBÚNAÐARMÁL í ALÞÝÐUBLAÐI Nokkrar athugasemdir við ritstjóraskrif Ritstjóri Alþýðublaðsins hefur gerzt dyggur málsvari skoðana Björns Matthiassonar hagfræð- ings i landbúnaðarmálum. Strax að morgni þriðjudags birti hann á forsiöu blaðs sins útdrátt úr er- indi B.M. á mánudagskvöldi, og var þar auðvitað aðaláherzla lögð á það, sem fjarstæðukenndast var i málflutningi Björns. Siðan hafa skrif ritstjórans um landbúnaðar- mál prýtt siöur blaðsins alltaf annað slagið og þau öll á eina lund. Rishá eru skrif þessi ekki og þvi naumast svara verð. En þar sem ritstjórinn gerir enn, þriðjudaginn 12. september, til- raun til að bera blak af Birni, en gera málflutning undirritaðs tor- tryggilegan, þykir mér rétt að vikja til hans nokkrum orðum. Fyrst er þar til að taka, að rit- stjóranum þykir hlýða, i upphafi siðustu greinar sinnar, að leggja áherzlu á, að Ingi Tryggvason hafi „hafið” deilu við Björn Matthiasson um vinnuaflsafköst” i landbúnaði. Er ritstjórinn aö halda þvi fram, að sá sé upphafs- maður átaka, sem snýst til varnar? Er það skoðun ritstjór- ans, að saklaust sé að bera fals- aðar tölur á alþjóðaborð, ef þær snerta landbúnað, upphafsmaður orðaskipta sé sá, sem leiðréttir rangfærslurnar? Ég get ómögu- lega komið auga á nokkra skyn- samlega ástæðu ritstjórans fyrir þvi að reyna að blekkja lesendur sina á þennan hátt. Gott væri að fá skýringu á þvi, hvaða tilgangi svona málflutningur þjónar, hvort málflutningur sem þessi er bara orðinn að vana. Enn ein- kennilegra er þetta fyrir þá sök, að ég get ekki séð, að nokkur skaðist á þessum málatilbúnaði, nema þá ritstjórinn sjálfur og blað hans. 1 grein þeirri, sem ritstjórinn hyggst svara með skrifum sinum 12. september, færði ég skýr rök fyrir þvi, hvers vegna ég teldi „tryggingarskyldar vinnuvikur” ekki réttan mælikvarða á „vinnu- aflsafköst” i landbúnaði. Þessi rök viðurkennir ritstjórinn að nokkru, telur rétt, að margir séu tryggðir að fullu við landbún- aðarstörf, sem ýmist vinna að mestu i öðrum atvinnugreinum, eða eru litt vinnufærir sökum aldurs. Hins vegar telur ritstjórinn, að ég hafi af einhverjum óskiljan- legum ástæðum „gleymt þvi, að vinna húsmæðra i sveitum er ekki talin að fullu við framleiðslustörf i skýrslum þeim, sem B.M. lagði til grundvallar um mat á „vinnu- aflsafköstum”. Ritstjórinn segir, að „einungis helmingur af vinnu eiginkvenna bænda reiknist til starfa við búskap”. Þannig hafi „vinnuaflsþátturinn i framleiðslu landbúnaðarafurða lækkað úr tæpum 16% af heildarvinnuaflinu i landinu i tæp,13%”. Greinilegt er, að ritstjóranum finnst mjög til um það veglyndi að ætla sveita- konunum nokkra stund frá bú- stritinu til að sinna heimilisstörf- um. Ekki vil ég gera litið úr þátt- töku eiginkvenna bændanna i framleiðslu landbúnaðarvara, en þeir, sem til þekkja, vita vel, að heimilisstörf i sveit eru sizt minni umfangs en við sjávarsiðuna. Ég hugðist leiða hjá mér rökræður um þessi atriði vegna þess, að þar er við takmarkaðar upplýsingar að styðjast. En mér dettur ekki i hug, að þessi helmingaskipti milli heimilis og bústarfa séu nákvæm og rétt, þvert á móti sýnist mér sanna haldleysi þeirra tekna, sem notaðar eru til mats á marg- nefndum „vinnuaflsafköstum” i landbúnaði. 1 nýútkominni ársskýrslu Bú- reikningastofnunar landbúnaðar- ins 1971 er skýrsla yfir skiptingu vinnunnar milli starfsflokka. Meðalstærð búreikningabúsins er nokkru meiri en meðalbús i land- inu, en búin hins vegar aðeins 116, svo að ekki er hægt að telja niður- stöður búreikninganna óvéfengjanlegan mælikvarða á landbúnaðinn allan. A þessum 116 búum var veginn meðalvinnu- stundafjöldi húsmæðra 531 stund á ári við landbúnaðarstörf, eða tólf og hálf vika, sé miðað við 44 stunda vinnuviku eins og i gildi var þá. Ef þessi tala er dæmigerð fyrir landbúnaðinn i heild,lætur nærri, að 1/4 tryggingarskyldra vinnuvikna húsmæðra tilheyri landbúnaðarframleiðslunni. Þetta er þó ekki fram sett sem óyggjandi niðurstaða. Samt er ársskýrsla Búreikningastofnunar nákvæm og örugg heimild, svo langt sem hún nær, og aðrar heimildir ekki tiltækar um hið raunverulega vinnuframlag hús- mæðra til landbúnaðarfram- leiðslu. Ritstjóri Alþýðublaðsins virðist annað hvort ekki geta skilið eða ekki vilja skilja samanburð þann, sem ég gerði á greiddu vinnu magni samkvæmt verðgrund velli landbiinaðarvara ann ars vegar og framtaldra tryggingarskyldra vinnuvikna hins vegar og mats á „vinnuaflsafköstum” eftir þvi. Þar sem ég tel ekki fullkomlega öruggt, að ekki séu einhverjir fleiri tornæmir á þennan saman- burð, tel ég mig tilneyddan að endurtaka að nokkru það, sem áður er fram komið um þetta efni. Mat Björns Matthiassonar, hagfræðings, á þvi.sem hann kall- ar „vinnuaflsafköst” er byggt annars vegar á framtöldum fjölda tryggingarskyldra vinnu- vikna og hins vegar heildartekj- um atvinnuvegarins. Þannig hljóta vinnuaflsafköstin að vera þeim mun meiri sem hærra kaup er greitt fyrir hverja vinnuviku. Ef t.d. Alþýðublaðið borgar starfsfólki sinu vel, eru vinnuafls- afköst þess mikil samkvæmt þessum útreikningum og skiptir þá hæfni eða afkastageta engu máli, né heldur magn eða gæði hins ritaða máls. Ef vinnuvikur eru taldar fleiri en þær, sem greiddar eru, minnka auðvitað vinnuaflsafköstin. Ég hef reynt að gera samanburð á greiddum vinnuvikum i landbúnaði og tryggingarskyldum og komizt að þeirri niðurstöðu, að þær tölur séu of ósambærilegar til þess, að hægt sé að draga þar af nokkrar skynsamlegar ályktanir um „vinnuaflsafköst”. Þennan samanburð kallar ritstjóri Al- þýðublaðsins „furðulega útreikn- inga”, sem gefi „furðulega út- komu”. Furðurnar við þessa út- reikninga eru einfaldlega þær, að ég hef reynt að sýna fram á, að „vinnuaflsafköst” samkvæmt skilningi B.M. og endurtekn- ingum Alþýðublaðsritstjórans, hljóti að vera i nánu sambandi við þann vinnustundafjölda, sem þjóðfélagið greiðir i verði land- búnaðarvara. Skal það enn rakið að nokkru,ef það mætti verða til skilningsauka. Rétt er að taka fram, að sumar tölur eru áætl- aöar, og ég held þvi ekki fram frekar nú en fyrr, að niðurstöð- urnar séu óyggjandi nákvæmar. Þó gefa þær ákveðnar ábendingar skynsömu fólki til umhugsunar og eru mjög nálægt hinu rétta. 1 verðgrundvelli landbúnaðar- vara, sem er samningur um kaup og kjör bændastéttarinnar, er gert ráð fyrir, að ákveðið vinnu- magn þurfi til framleiðslu ákveð- ins magns landbúnaðarvara. Fulltrúar bænda hafa talið þetta vinnumagn vanreiknað, enda hef ég tekið það skýrt fram i fyrri skrifum. Ef miðað er við 44 stunda vinnuviku þá, sem i gildi var, þegar núgildandi verðgrund- völlur var ákveðinn, svaraði vinnumagnið til 52 vinnuvikna bóndans, 23 vinnuvikna unglinga og 14 vinnuvikna húsmæðra, eða samtals 89 vinnuvikna. Vegna þess, að verðgrundvallarbúið” er nokkru stærra en meðalbú i land- inu, verður greiddur vinnuvikna- fjöldi sem næst 80 vinnuvikum á meðalbú, Af þvi er um 1/4 hluti unglingavinna. Út frá þessum tölum er ekki hægt að segja með neinni nákvæmni, hve greitt er fyrir margar vinnuvikur i land- búnaðinum i heild, en sé bænda- talan 4900, eins og B.M. reiknar með, verður tala greiddra vinnu- vikna i landbúnaði sem næst 4900 X 80, eða 392 þúsund. Ef aðeins er greitt verð fyrir 392 þúsund vinnuvikur, en „vinnuaflsafköst” miðuð við 654 þúsund tryggðar vinnuvikur, ætti flestum mönnum að vera ljóst, að slikur útreikn- ingur er enginn raunverulegur mælikvarði á afköst þeirra, sem landbúnaðinn stunda. Útreikn- inga, eins og þessa kallar ritstjóri Alþýðublaðsins „Hreint kennslu- bókardæmi um, hvernig ekki á að fara með tölur”. Hins vegar dett- ur honum ekki i hug að færa rök fyrir þessari fullyrðingu, enda vafalaust ekki maður til. Hitt þykir honum sæma að fullyrða þvert ofan i sannleikann, að vinnutimamatið i verðgrund- vellinum sé „skyndilega orðin sú eina rétta undirstaða allra út- reikninga i augum Inga Tryggva- sonar”. — Hefur þér aldrei verið sagt, að ljótt sé að skrökva, rit- stjóri góður? Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.