Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. seotember 1972. Útgefandi: Fralnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlssoní Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).'; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasoni.' Ritstjórnarskrifi: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306j: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — augiýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Áskriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein takiö. Blaðaprent h.f. í dag kveður þjóðin * w Asgeir Asgeirsson hinztu kveðju Útför Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi for- seta íslands, verður gerð i dag frá Dómkirkj- unni i Reykjavik. Ásgeir Ásgeirsson gegndi embætti þjóðhöðingja íslands i 16 ár. í minningargreinumÁsgeirÁsgeirsson, sem óiafur Jóhannesson, forsætisráðherra, ritar i Tímann i dag, segir hann m.a.: „Ásgeir Ásgeirsson kom mjög við sögu is- lenzkra þjóðmála um nær hálfrar aldar skeið. Ungur að árum vakti hann á sér athygli með ágætri ræðumennsku, frjálslyndi, framfara- áhuga og óvenjulegri gíæsimennsku. Hann kom á Alþing aðeins tuttugu og niu ára að aldri, árið 1923, og átti þar óslitið sæti til 1952, er hann var kjörinn Forseti islands. Hann var forseti sameinaðs Alþingis 1930-31, og var framkoma hans á Alþingishátiðinni rómuð og vakti verðskuldaða athygli, bæði hér heima og erlendis. Fjármálaráðherra var hann 1931-34 og forsætisráðherra 1932-34. Hann var fræðslu- málastjóri i nokkur ár og bankastjóri Útvegs- banka íslands var hann frá 1938 til 1952. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörf- um, sem hér verða ekki taíin. Forseti íslands var hann svo kjörinn 1952 og gegndi þvi æðsta embætti þjóðarinnar i samfleytt 16 ár.” Ólafur Jóhannesson minnir siðan á, að Ás- geir Ásgeirsson átti drjúgan þátt i þeirri umbótabaráttu, sem hófst með valdatöku Framsóknarflokksins 1927. Eftir að hann gerð- ist Alþýðuflokksmaður, mun hann og jafnan hafa veriö mikill ráðamaður i þeim flokki, þó að hann stæði þar ekki i allra fremstu viglinu. Telur Ólafur að þingsagan muni sýna, að þar hafi Ásgeir Ásgeirsson léð mörgum góðum málum lið. Segir forsætisráðherra, að hann hyggi, að Ásgeir Ásgeirsson hafi i stjórnmála- störfum sinum verið maður, sem hafi kosið að bera kiæði á vopnin — maður sátta og samn- inga fremur en valdboðs og hörku. „Um stjórnmálastörf Ásgeirs Ásgeirssonar verður sjálfsagt deilt og dómar felldir, svo sem um starfsemi annarra þeirra, er á þvi sviði standa. Um hitt hygg ég, að öll þjóðin sé sam- mála, að hann hafi rækt sitt langa forsetastarf svo sem bezt varð á kosið. Þar naut hann sin vel, vann sér hvarvetna traust og virðingu, jafnt heima og erlendis, jafnt i konungssölum sem á alþýðuheimilum. Má og segja, að hann hafi verið vel undir það búinn að takast forsetastarf á hendur. Auk meðfæddra hæfileika hafði hann mikla og margháttaða starfsreynslu og staðgóða þekk- ingu á fólki og þjóðarhögum. Með virðulegri framkomu og eðlislægri háttvisi rækti hann hið vandasama þjóðhöfðingjastarf smáþjóðar og kom ætið fram á þann hátt, að íslandi var sómi að.” Að loknum löngum og viðburðarikum starfs- degi kveður islenzka þjóðin i dag Ásgeir Ás- geirsson með virðingu og þökk fyrir mikil og vel unnin störf i þágu lands og lýðs. TÍMINN 9 Þórarinn Þórarinsson: Ferðaþættir frá Síberíu II Byltingin markaði tíma- mót í sögu Síberíu An Síberíu hefðu Rússar vart sigrað í síðari heimsstyrjöldinni l.oðskinn frú Sfberíu hafa lcngi vcrið cftirsótt ÞÓTT Kinverjar dragi i efa yfirráðarétt Rússa yfir ýms- um landssvæðum i Asiu, hafa þeir ekki véfengt yfirráðarétt þeirra yfir Siberiu. Landa- kröfur Kinverja ná til annarra landssvæða i Austur-Asiu og Mið-Asiu. Rússar lögöu Sibe- riu undir sig á siöari hluta 16. og fyrri hluta 17. aldar, án þess að eiga i nokkurri sam- keppni við önnur stórveldi. Þar voru þá fyrir tiltölulega fámennir þjóðflokkar og land- ið mátti heita að litlu leyti byggt. Nær eingöngu Rússar og Ukrainumenn hafa flutzt þangað siðan og munu um 85% af ibúum Siberiu vera Rússar og Ukrainumenn. Eðlilegt er þvi að lita á Siberiu sem al- rússneskt land, enda er það hluti af rússneska lýðveldinu, sem er stærsta lýðveldið i Sovétrikjunum. Stærstu þjóð- flokkarnir, aðrir en Rússar og Ukrainumenn.hafa einskonar heimastjórn á svæðum, þar sem þeir eru i meirihluta, og eru sum þeirra mjög viðlend, t.d. Jakutia og Buryatia. RÚSSAR hófu snemma á öldum að hafa verzlunarskipti við þjóðflokkana i Vestur- Siberiu. Einkum voru loðskinn þeirra eftirsótt. Það hindraði þó þessi viðskipti, að ekki var hægt að fara þangaö meö góðu móti, nema norðan eðasunnan Úralfjalla, og var syðri leiðin miklu auðveldari. Þar réðu hinsvegar Tatarar rikjum og hindruðu ferðir Rússa. A þessu varð fyrst veruleg breyting, þegar Ivan grimmi sigraði Tatarahöfðingjana i Kazan 1552. Fimm árum siðar lét Ivan lýsa sig keisara allrar Siberiu og taldi hann keisara- dæmi sitt ná alla leið til Svartahafs. En þetta nægði þó ekki til að tryggja yfirráðin yfrir Siberiu, þvi að rúmri öld áþur höföu Tatarar stofnað riki i Vestur-Siberiu og komið sér upp höfuðborg, sem þeir nefndu Sibir. Árið 1582 áttu rússneskir kaupmenn mestan þátt i þvi, að Kósakkaforingi, sem Jermek hét, hélt með 540 kósakka og 300 málaliða aðra inn i Siberiu og sigraði Tatarahöfðingiann i Sibir og hersveitir hans. Eftir það mættu Rússar ekki teljandi mótspyrnu i Siberiu. Þó töldu þeir sér öruggara að koma þar upp virkjum á ýmsum stöö- um, og var það upphaf margra þeirra borga, sem siðar risu upp i Siberiu. Þannig rekur Tobolsk sögu sina til 1587, Tomsk til 1604, Krasnoyarsk til 1627 og Jakutsk til 1632. Árið 1638 höfðu Rússar náð alla leið til Kyrrahafs. Yfir- leitt er talið, að þeir hafi lagt Siberiu undir sig á árunum 1580-1640. SÓKN Rússa i Siberiu var allajafnan þannig háttað, að hermenn og kaupmenn fóru á undan og voru það einkum loð- skinnin, sem kaupmenn sótt- ust eftir. Loðskinnin frá Sibe- riu voru mjög eftirsótt verzlunarvara og eru það enn i dag, þvi að um 80% loðskinna framleiðslunnar i Sovét- rikjunum er i Siberiu. Eftir að hermenn höfðu byggt virki og kaupmenn reist verzlunar- staði, komu aðrir innflytjend- ur, einkum bændur, sem hófu að stunda landbúnað. Siöar byrjuðu svo Rússa-keisarar að senda þangað fanga, sem m.a. voru látnir vinna þar við silfurnámur og gullgröft, en öðrum málmum var litt sinnt. Kjörin i fangabúðunum voru hin hörmulegustu, og vegna þeirra varð Siberia illræmd sem einskonar viti á jörðu. Hinsvegar bjuggu ekki allir fangar við sömu kjör. Oft hlutu aðalsmenn eða mennta- mennekki nema útlegðardóm. Þeir gátu lifað tiltölulega frjálsu lifi i Siberiu, en máttu ekki fara þaðan. Margt bendir til, að dvöl þessara manna i Siberiu hafi stuðlað að meira menningarlifi þar en ella hefði orðið. I þjóðminjasafninu i Irkutsk er stór stofa helguð aðalsmönnum og mennta- mönnum, sem voru dæmdir til útlegðar eftir desemberupp- reisnina i Fétursborg 1825, en þeir höfðu setzt að i Irkutsk og þótt hafa góð áhrif þar. Lenin var i útlegð I Siberiu um skeið og naut þá frelsis til ritstarfa og ýmissar iðju. M.a. fékk hann greiðan aðgang að stóru bókasafni, sem var á næstu grösum. Hann reit sum merk- ustu rit sin á þessum árum. Um siðustu aldamót gerðist tvennt, sem hleypti nýju fjöri i landnámið i Siberiu. Annað var það, að bændaánauðin var afnumin i Rússlandi og flutt- ust þá margir bændur til Sibe- riu. Hitt var það, að lokið var lagningu Siberiujárnbrautar- innar, sem náði alla leið til Kyrrahafs. 1 kjölfar hennar fylgdi aukin nýting á námu- auðæfum og ýmiss konar iðnaður og greiðari verzlun. Á árunum 1896-1914 flutti um 2 millj. bænda frá Rússlandi til Siberiu og hófu flestir þeirra búskap þar. I upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar er talið að ibúar Siberiu hafi verið um 8 milljónir. ÓUMDEILANLEGT er, aö byltingin 1917 markaði þátta- skil i sögu Siberiu. Hinir nýju valdhafar gerðu sér enn betri grein fyrir hinum miklu auð- æfum þar en keisarastjórnin hafði gert. Gerðar voru áætl- anir um miklar stóriðjufram- kvæmdir. M.a. var ákveðið aö nota kolin til að koma þar upp miklum járn- og stálverk- smiðjum á þann hátt, að flytja járnmálminn frá Úralfjöllum. Þessar áætlanir komust i framkvæmd og þóttu mikið af- rek á sinum tima. Nú er orðið óþarft að flytja járngrýtið frá Úralfjöllum, þvi að nóg er til af þvi i Siberiu. Heimsstyrjöldin siðari átti mikinn þátt i eflingu hvers- konar stóriðnaðar i Siberiu. 1 mörgum tilfellum tókst Rúss- um að flytja vélar frá Rúss- landi til Siberiu og endurreisa verksmiðjurnar þar. Á þann og annan hátt var reynt að efla iðnaðinn i Siberiu á striðsárunum. Sumir sagn fræðingar telja liklegt, að Rússar hefðu tapað i styrjöld- inni, ef þeir hefðu ekki stuðzt við iðnaðinn i Siberiu. Eftir styrjöldina var svo eflingu iðnaðarins þar haidið áfram. Fyrst áttu hernaðarlegar ástæður sinn þátt i þvi, þar sem reynslan frá siðari heimsstyrjöldinni sýndi, að ekki var hyggilegt aö hafa mestalla stóriðjuna i Evrópu- hluta Sovétrikjanna. Þannig var talið 1956, að helmingur allrarjárn- og stál-vinnslu i Sovétrikjunum væri i Siberiu og einnig um 50%, alls efna- iðnaðarins. Á siðari árum hafa svo komið til sögunnar hin miklu orkuver og allskonar stóriðja fylgt i kjölfar þeirra, t.d. mikil álvinnsla. Siberia er óðum að verða eitt mesta stór- iðjusvæði heimsins. Sennilega háir fólksskortur Siberiu eins og er. úr þvi er m.a. reynt aö bæta á tvennan hátt. Kaupgjald er yfirleitt hærra i Siberiu en annarsstað- ar i Sovétrikjunum. Enn meiri áherzla virðist lika lögö þar á menntun og vélvæðingu en annarsstaðar i Sovétrikjun- um. Við ætlum að bæta upp fólksfæðina, sagði einn Siberiumaður við mig, með þvi að hafa valinn mann i hverju rúmi og láta vélarnar vinna sem mest af þvi, sem gera þarf. Við munum heldur ekki nota alla orkuna heima fyrir, heldur stefna að þvi, að selja hana til Evrópu, Japans og viðar. Aðalkeppikefli okkar er ekki fólksfjöldinn, heldur að geta nýtt auðæfin og haldið Siberiu jafnframt sem mest hreinni og óspjallaðri af mannavöldum. Einnig i þessu viðlenda landi eru mengunar- málin komin mjög á dagskrá og sennilega mun það m.a. verða til þess, að stóriðja verði ekki látin spilla hinu fræga og fagra Baikalvatni. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.