Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. september 1972. TÍMINN 7 Þegar fyrirsætan fór í bankann Stúlkan á myndinni, sem stendur frammi fyrir banka- gjaldkera i Stokkhólmi, með skammbyssu i annarri hendi og tóman poka i hinni, er ljós- myndafyrirsæta að atvinnu, eða var. Þegar hún kom að afgreiðsluborðinu rétti hún gjaldkeranum tóma pokann og miða sem á stóð. „Þetta er rán. Settu alla peningana i pokann.” Til að undirstrika orðsending- una beindi hún byssunni að gjaldkeranum, sem setti alla peningana, sem voru i kassan- um i pokann, en setti jafnframt i gang sjálfvirka myndavél, sem tók þessa mynd af ræningjan- um. Fyrirsætan fór út með pening- ana og þóttist vel hafa veitt, en vissi ekki að myndavélin geymdi andlit hennar. Lögregl- an komst fljótlega á sporið og fyrirsætan var handtekin. Tveir karlmenn voru einnig viðriðnir ránið. En þeir voru feimnir og hlédrægir og biðu fyrir utan meðan vinkona þeirra skrapp i bankann og náði i pen- ingana fyrir þá. Annar vinanna er Bandarikjamaður, einn af mörgum liöhlaupum úr hern- um, sem fengið hafa hæli i Svi- þjóð. Sá næst-næst bezti Ungi maðurinn hvessti augun á tengdamóður sina og sagði: — Það er eins gott að ég segi þér það, svo þú vitir það. Það er þin vegna að ég ætla að skilja við Ingu. — En Kalli þó, sagði tengda- móðirin og roðnaði. Sjáifsmorö í stað auös og frægöar Til mikils er að vinna fyrir hnefaleikamenn, að lemja hvern annan sem mest og bezt, þvi séu þeir nógu góðir að rota verða þeir rikir og frægir. En baráttan er miskunnarlaus og þeir, sem verða undir,vinna sér hvorki fjár né frama og gleym- ast fljótlega. Þungavigtarboxarinn Eddie Machen ætlaði sér einu sinni að verða heimsmeistari, en mis- tókst. Allir reiknuðu með, að þessi bandariski negri ætti auð- velt með að rota Sviann Ingimar Johansson, árið 1958, sem þá var tiltölulega óþekktur, en viðureignin við hann átti að gefa Machen rétt til að keppa við Floyd Patterson, sem Ingemar vann siðar og varð heims- meistari. En Sviinn gerði strik i reikn- inginn fyrir Machen. Negrinn tapaði og hefur verið að tapa allt siðan. Hann varð aldrei einn af þeim stóru. Eddie Machen fannst nýlega látinn neðan við brunastiga við bakhlið húss i San Fransisco. Alitið var, að hann hafi kastað sér niður og framið sjálfsmorð, en hann hefur gert nokkrar til- raunir til þess á undanförnum árum. Machen hefur dvalið nokkrum sinnum á geðveikra- hæli, hann var óvinnufær vegna heilaskemmda, blásnauður og drykkfelldur. Enginn kærði sig um að sjá hann i hringnum og enginn hnefaleikamaöur vildi keppa við hann. A myndinni er hann að tapa fyrir Ingemar. Hinn herrann er búinn að borga reikninginn. — Ég vil gjarna kaupa krókó- dilaskó. — Já, frú. Hvaða númer notar krókódillinn yðar? Hættu þessum grenjum. Finnst þér ekki nóg vatn hérna eða hvað? , Litill, rauður sportbill þaut með 100 km hraða þvert yfir akbraut- ina út i skurð, inn á tún, þar sem hann fór nokkrar veltur og stað- næmdist á hvolfi. Undurfalleg ljóska og krambúleraður ungur maður skriðu út úr flakinu. — Ó, Axel, stundi stúlkan. Svona á almennilegur koss ein- mitt að vera. — Vertu rólegur. Þeir hlaupa i þvottinum. DENNI DÆMALAUSI Og ég vil fá viskisjúss meö Is.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.