Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur :íO. september 1972. TÍMINN Hvalur 9. hefur verið talsvert til umræöu að undanförnu, sennilega mest vegna tregöu eigandans aö láta landhclgisgæzlunni hann I té til eftirlitsstarfa. Auövitaö hefur ekki hvaö sizt veriö margt spjallaö á varðskipunum, og þá kannski stundum I gamansömum tón. 1 þeim dúr er þessi skemmtilega teikning Höskulds Skarphéðinssonar, stýrimanns á varöskipinu Ægi, af Hval 9. á togaravciðum. (Ljósmynd: Jón Stein- dórsson) Þorvaldur Skúlason fyrirframaneitt verka sinna. Tlmamynd Róbert. Listasafn íslands hefur sýningu á verkum Þorvalds Skúlasonar 52 þús. bifreiðar í landinu Þó-Reykjavlk. Yfirlitssýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar listmálara verður opnuð i Listasafni fslands við Suðurgötu i dag. Sýningin er mjög yfirgripsmikil, enda eru hvorki fleiri né færri en 177 verk á sýningunni, og eru flest málverk- in i einkaeign. Elzta málverkið er frá árinu 1928, er Þorvaldur var við nám i Osló en nýjustu myndir- nar eru frá þessu ári. Þorvaldur er fæddur á Borðeyri árið 1906 sonur hjónanna Skúla Jónssonar og Elinar Theódórs- dóttur. Hann fluttist ungur með foreldrum sinum til Reykjavikur og stundaði nám i málaralist hjá Ásgrimi Jónssyni I 2 ár. Árið 1927 héltÞorvaldur til Oslóar. Davald- ist hann þar i 3 ár, en var oftast heima á sumrin og málaði þá mikið. Ariö 1933 hélt Þorvaldur til Parisar og stundaði hann þar nám hjá hinum heimsþekkta málara Gromaire. Erlendis dvaldist hann siðan að mestu fram til ársins 1940, m.a. i Dan- mörku, Italiu og Frakklandi, en þá hraktist Þorvaldur heim af völdum ófriðarins. Þorvaldur sagði i gær, að hann hefði nú fengizt við að mála afstrakt i 20 ár, en áður hefði hann fyrst málað figúrur, siðan afstrakt, en svo varð hlé á þvi fyrst eftir að hann kom heim, en afstrakt byrjaði hann að mála aftur i kringum 1950. Hann sagði, aö afstraktmyndum sinum hefði i fyrstu verið tekið illa af mörgum en þetta hefði þó breytzt á siðari árum, en samt væri það svo, að það væru margir,sem ekki kynnu að meta afstraktlist T.d. voru listamenn eins og Þorvaldur nán- ast hataðir, þegar þeir héldu hin- ar frægu september sýningar sinar i kringum 1950. Þorvaldur hefur litið haldið einkasýningar hér heima og sagöi hann ástæðuna fyrir þvi vera að honum leiddist umstangið kring- um sýningar. Annars hefur Þor- valdur sýnt þó nokkuð mikið af myndum erlendis og hefur hann oft selt myndir á þeim sýningum. M.a. á hann nú nokkur verk á heimssýningu, sem haldin er á ítaliu og siðast, þegar hann frétti höfðu selzt tvær myndir eftir hann og kvaðst hann ánægður með það. Dr. Selma Jónsdóttir, forstöðu- kona Listasafns tslands sagði, að þetta væri langyfirgripsmesta sýning, sem Listasafnið hefði staðið fyrir. Ein tvö ár eru liðin siðan farið var að hugsa til þess- arar syningar og þurfti að leita til ótalmargra aðila til að fá myndir sýninguna. Allan siðasta mánuð má segja, að starfsfólk Lista- safnsins hafi lagt nótt við dag við að koma þessari sýningu upp. Sýningin verður opin a.m.k. i 3- 4 vikur alla daga frá kl. 13.30-22. Þó-Reykjavik. Ariö 1959 voru 116.5 bifreiöir á hverja 1000 ibúa á tslandi, en um s.l. áramót voru 253.4 bifreiöir á hverja 1000 ibúa. Þetta kemur m.a. fram i ný útkominni bifreiöaskýrslu, sem Hagstofa tslands hefur gefiö út. Bifreiðaskýrslan er mjög nákvæm að allri gerð, og i henni er að finna flestar upplýsingar um bifreiðaeign landsmanna. I skýrslunni eru ökutæki flokkuð i fóíksbifreiðir, vörubifreiðir og bifhjól. Meðal fólksbifreiða eru stationbifreiðir, jeppar og stærri fólksflutninga bifreiðir, en aðrar bifreiðir eru vörubifreiðir, þar með sendibifreiðir. Bifreiðir i eign varnarliðsmanna á Kefla- vikurflugvelli og hliðstæðra ein- staklinga þar (JO-bifreiðir) eru ekki meötaldar, en talið er aö þær hafi verið 1700-1800 að tölu i árs- byrjun 1972. Meira en 52 þús. bifreiðir 1 ársbyrjun áttu landsmenn 52.763 bifreiðir, þar af voru fólks- bifreiðir fyrir 8 farþega og færri 46.081, vörubifreiðir 2 tonn og yfir voru 3.987 en aðrar tegundir færri. 1 sýslum og kauptúnum lands- ins voru að sjálfsögðu langflestar bifreiðir i Reykjavik, 21.938 tals- ins, þar af fólksbifreiöir meö sæti fyrir allt að 8 farþegum 19.327. 1 Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu voru 5.679 bifreiöir og i þriöja sæti kemur Akureyri og Eyjafjarðarsýsla með 3.720. Fæstar eru bifreiðir á Ólafsfirði 191, á Keflavikurflugvelli 247 og i Strandasýslu 286. Tiltölulega flestar bifreiðir i Reykjavik og Rangárvallasýslu Eins og fyrr segir, þá eru lang- flestar bifreiðir i Reykjavik, og i Reykjavik eru lika flestar bifreiö- ir ef miðað er við fólksfjölda. 3.07 manns eru nú um hverja bifreið i Reykjavik, i Hafnarfirði eru 3.9 manns um hverja bifreið og á Akureyri 3.9. Af sýslum landsins eiga Rangæingar tiltölulega flest- ar bifreiðir, en þar eru 3.1 um hverja bifreið, i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu eru 3.2 um hverja bifreið og i Árnessýslu eru 3.5 um hverja bifreið. Mestaf Volkswagen Eins og undanfarin ár er Volks- wagen langalgengasti billinn á landinu, og um s.l. áramót voru 6.618 Volkswagen bifreiðar i land- inu og er það 14,2% af bifreiða- eign landsmanna. 1 öðru sæti er Ford,allar gerðir og af Ford eru til 6.474 eða 13.9%, i 3. sæti er Moskvitch, en af þessari rúss- nesku bifreið eru 3.285 sem eru 7,0 %, þá kemur Land Rover 2.799 eöa 6.0%, Skoda 2.743 eða 5.9%, Willys Jeep 2.409 eða 5.2% Opel 2.245 eða 4.8%, Volvo 2.041 eða 4.4%. Aðrar tegundir eru ekki til á landinu i yfir 2000 eintökum. Flóamarkaður í Norræna húsinu í dag SJ—Reykjavik Bókavaröafélag Islands og Nordmannslaget, félag Norð- manna og Noregsvina á Islandi, efna til flóamarkaðar I kjallara Norræna hussins i dag. Hefst hann kl. 2 e.h., og er eins gott fyrir áhugafólk aö bregða snöggt við, þvi á fyrsta flóamarkaöi Nordmannslaget i fyrra var hvert einasta tangur og tetur uppselt kl. 3.30.. Nordmannslaget var fyrsti félagsskapurinn hér á landi, sem efndi til flóamarkaðar, en siöan hafa þeir orðið vinsælir og hafa ýmis félög haldið slika markaði I fjáröflunarskyni. Til dæmis um áhuga manna á þessari tilbreytni i hversdagslifinu má geta þess, að hópur fólks úr Borgarnesi og ná- grenni tók á leigu rútubil og fór á markað Nordmannslaget i fyrra — en komu of seint og misstu af góðu gamni og innkaupunum. Þegar fyrsti flóamarkaðurinn var opnaður kl. '2 á laugardags- eftirmiðdegi i fyrra, héldu menn, að það væri knattspyrnukapp- leikur i Norræna húsinu svo mikill straumur fólks og bifreiða var i grenndinni. Á flóamarkaöinum i dag kennir margra grasa. Þar fást silfur- kjólar, kjólföt, heilar óperur á 78 snúninga plötum, leirtau og yfir- leitt flest, sem nöfnum tjáir að nefna. Föt eru öll nýhreinsuð. 3 Nýjar viðræður í fyrradag ræddu þeir sam- an i New York, Einar Ágústs- son, utanrikisráðherra, og Sir Aiec Douglas Home, utan- rikisráöherra Breta. Náðu þeir samkomulagi um að hefja viðræður um landhelgisntálið að nýju, til að freista þess að finna bráöabirgðalaustn á deilunni. Munu viðræður em- bættismanna hefjast i Reykja- vik i næstu viku, en niðurstöð- æðum siöan lagðar fyrir ráð- herra rikisstjórnanna. Þá hefur Walter Scheel, utanrikisráðherra Vestur- Þýzkalands einnig óskað eftir að eiga viðræöur viö Einar Agústsson um landhelgis- málíð. Er enn óákveðið hvar og hvenær ráðherrarnir hitt- ast, en Einar Ágústsson veröur farinn frá New York, þegar Walter Scheel kemur til Allsherjarþingsins. Eftir viðræðurnar við Sir Alcc i fyrradag sagði Einar Agústsson, að þeir hefðu báðir lýst þeirri skoöun sinni, aö þorskastrið væri óæskilegt og nokkuð væri til þess vinnandi að binda endi á það. Broslegt Engu er likara en Alþýðu- flokkurinn islenzki sé að klofna út af afstöðu til úrslita þjóðaratkvæðagreiöslunnar i Noregi um aöildina að EBE. Gylfi Þ. Gislason formaður Alþýðuflokksins, talaði engri tæpitungu, þegar úrslitin lágu fyrir og lýsti þvi yfir að hin afturhaldssömu öfl I Noregi hefðu sigrað og úrslitin yrðu Norðmönnum til tjóns. Daginn eftir birti varafor- maður Alþýðuflokksins, Bene- dikt Gröndal grein I Alþýðu- blaðinu, þar sem hann með hóflegum orðum fagnar niður- stöðu þjóðaratkvæöagreiösl- unnar i Noregi og telur að tslendingar geti margt af Norðmönnum lært. Leiðari Alþýöublaðsins i gær er svo stuöningur við skoðanir Gylfa Þ. Gislasonar, formanns flokksins — eöa kannski öllu heldur afsakanir fyrir afstöðu hans til úrslit- anna i Noregi. Við hliðina á leiöaranum skrifar svo einn af alþingis- mönnum Alþýðuflokksins, Stefán Gunnlaugsson, um málið og segir það hafi vakið furðu, „hvernig ýmsir for- ystumenn islenzkra stjórn- málaflokka hafi blandað sér i þetta innanrikismál Norð- manna.” t leiðaranum við hliðina er hins vegar hamraö á þvi, aö ekkert sé eölilegra en stjórn- málamenn utan Noregs hafi skoðun á þessu máli og láti hana óhikað I Ijós. Er þar ekkert verið að skera utan af þvi og sagt orðrétt, að ,,sá stjórnmálamaöur I Evrópu stæöi ekki undir nafni, sem ekki hefði skoöun á slikri niöurstöðu.” Hvort leiðara- höfundurinn er þar að gefa Stefáni Gunnlaugssyni, sem skrifar undir mynd viö • lið leiðarans, einkunn skal ósagt látið, en óneitanlega er þetta mál að verða æði kátbroslegt i þeim skrifum, sem birtast eft- ir forystumenn Alþýðuflokks- ins I Alþýöublaöinu þessa dag- ana. 262 peningastofnanir Þjóöviljinn hefur eftirfar- andi upplýsingar eftir Þresti ólafssyni hagfræðingi i gær: ,,t landinu eru tæplega 120 peningastofnanir svo sem bankar og sparisjóöir. 1 Reykjavik einni eru þær tæp- lega 30. Þessar stofnanir veita atvinnuvegunum margvislega þjónustu, en ég efast ekki um að fækka mætti þeim um hclming og draga úr kostnaði Frh. á bls. 15 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.