Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur :tO. september 1972 TÍMINN Hér sjást myndirnar eins og þær leggja sig. Myndin af glfmumönnunum innst f horninu er fullgerð, en hinar verða væntanlega kláraðarnúna um helgina. ( Ljósmynd: Þorkell Bjarnason) ÍSLENDINGAR SKRÁ SÖGU SÍNA Í LAGMYNDUM Á BYGGINGAR AÐ HÆTTI GRIKKJA OG RÓMVERJA Stp—Reykjavik — Listaverkið tekur sig mjög vel út séð ofan frá aðalveginum, hvað þá frá hlaðinu á mennta- skólanum. Fuilgert verður það áreiðanlega stórglæsilegt, — sagði Þorkell Bjarnason á Laugarvatni. Það, sem hér er um að ræða, er myndskreyting, sem mynd- höggvarinn Ragnar Kjartansson vinnur að um þessar mundir, á menntaskólanum á Laugarvatni. Er það austurhlið nýrrar álmu menntaskólans, þar sem eiga að vera skólastofur, rannsóknar- stofur o.fl., sem Ragnar er að skreyta. Skreyting skólabyggingarinnar er i samræmi við lög, sem sam- þykkt voru fyrir 5 árum. í 10. grein i lögum nr. 49 frá 1967, segir: „Menntamálaráðuneytið geturað fenginni umsögn sveitar- stjórnar ákveðið listskreytingu skólamannvirkja, og telst kostnaður, sem af þvi leiðir, til stofnkostnaðar. Má verja i þessu skyni fjárhæðí sem nemur allt að tveimur prósentum af áætluðum stofnkostnaði skólamannvirkis miðað við reglur byggingardeild, þó aldrei hærri fjárhæð en 500.000.00 krónur til hvers ein- staks skóla, að viðbættri hækkun skv. byggingavisitölu skv. 8. grein”. Auk Ragnars vinna um þessar mundir við skreytingu skóla- bygginga samkvæmt áðurnefndri lagagr. listmálararmr Jón Gunn- ar Árnason, Bragi Asgeirsson og Hringur JóhannessSr Jón Gunnar um myndskreytingu Hrafnalækj- arskóla i Aðaldal i Suður-Þing- eyjarsýslu, Bragi skólann að Þelamörk i Eyjafirði og Hringur gagnfræðaskólann á Húsavik. Fréttamaður haföi samband við Ragnar austur á Laugarvatni og innti hann nánar eftir þvi verk- efni. sem hann er að vinna að þarna austur frá: —Hve langt er siðan þú byrjaðir á þessu verki? —Það er um vika siðan ég byrj- aði á myndunum á Laugarvatni, en þetta hófst þannig, að teiknar- ar hússins höfðu samband við mig i fyrrahaust, en þeir eru Birgir Breiðdal og Hreggviður Stefáns- son, og báðu mig að gera teikningar eða tillögur. Komum við okkur saman um, að þetta ætti að vera táknrænt fyrir æsku- lýðsmenntasetur og mottóið fyrir listaverkinu skyldi vera „Æskan og lifið”. Ég gerði svo allmargar tillögur og úr þeim voru valdar fimm. — Hvað sýna svo þessar mynd- ir? — Mynd númer eitt, sem er næst gamla skólahúsinu, er is- lenzka gliman, sem er um leið þjóðartáknið, sérstaða íslands Mynd nr. 2 er nemandinn, þar sem hann situr einn yfir náms- bókum sinum. Þriðja myndin er hópleikurinn. þ.e. hóptilfinning, sem skólaæskan þarf að haía. Númer fjögur er myndhöggvari, það er tákn fyrir list og menn- ingu. Fimmta og siðasta myndin sýr^ir útreiðartúr, tákn fyrir is- lenzku sveitina. — Hvað eru þetta stórir fletir, sem myndirnar eru á? — Þeir eru þrir metrar á hæð og fjórir og hálfur á breidd. Myndirnar koma á gluggalausan vegg, sem sérstaklega var teikn- aður með tilliti til væntanlegrar myndskreytingar af tveimur áðurnefndum arkitektum. Lengd veggsins er um 27 m og er hann hólfaður niður i fleti með súlum, og breiðum þakkanti. — Hvernig er svo gerð þessara mynda? — Við múrum þær inn í vegg- inn, þannig að þær koma fram upphleyptar. Þessi gerð mynda er kölluö „relief” á ensku, en við köllum þær rismyndir (áður lág- myndir). Þetta var það, sem þeir skreyttu með sin stærri hús, Grikkir og Rómverjar, sýndu þar sögu sina i myndum. — Eru dæmi til þess, að þetta hafi verið gert hér áður? — Já, það var gert á burstinni við gamla aðalinnganginn á 'Landspitalanum 1927 og á Austurbæjarbarnaskólanum 1930. Þetta hefur reynzt ákaflega vel og sér ekkert á þessum myndum ennþá. Það var Asmundur Sveinsson, sem gerði þessar myndir á Austurbæjarskólanum, Miðdal á !|| Listamaöurinn stendur vigreifur undir mynd af einu eftirlætisviöfangsefni sinu, hestum. en Guðmundur frá Landspitalanum. — Notarðu liti i þessar myndir á Laugarvatni? — Eg nota kannski liti til blæ- brigða aðeins til þess að sam- ræma þær, ef þær höggva sig of mikið út i lit, þegar húsið hefur verið málað. En það verður ekki gert l'yrr en næsta sumar. —Hve langt ertu kominn með myndirnar? — Ein myndin er alveg búin, og það er sem óðast að koma einhver svipur á hinar. Býzt ég við að klára þær núna um helgina. Þannig var, að ég gerði fyrst módel niðri á vinnustofu minni i fyrravetur i stærðinni 1:20 af hús- hliðinni allri og fullkláraðri þar myndirnar i þessu smækkaða „formati”, svo að ég hef getað unnið mjög beint og áhyggjulitið út frá þeim hér. — Hverjir hafa nú á seinni ár- um fengizt við rismyndagerð? hér á landi? — Ja, ég man i svipinn aðeins eftir Sigurjóni Ólafssyni. Hann gerði stórt verk á stöðvar- bygginguna við Búrfell, en sá still, sem hann notar þar, er meira „dekorativ”, en sá sem hér er um að ræða. —Þú hefur nýlokið við að gera rismyndir i anddyri nýja félagsheimilisins i Grindavik. — Já, en þar nota ég meira liti og allt annað efni, þ.e. steinleir. Þær gerði ég á vinnustofunni hjá mér, brenndi þær og limdi þær siðan upp. Bæði myndir minar hér og i Grindavik eru „figúra- tivar” en ekki abstrakt. — Hvað viltu svo að lokum segjaum þá lagagrein, sem sam- þykkt var fyrir nokkrum árum, er heimilar, að ákveðnu hlutfalli af heildarkostnaði opinberra bygg- inga sé varið til skreytinga á þeim? — Þess er að vænta, að þetta sé upphafið að einhverjum hlut, sem getur orðið mjög skemmtiíegur hér á landi. Þetta er tækifæri fyrir myndalistamenn almennt að fá að spreyta sig á monumental skreytingum í sam- ráði við arkitekta. 1111 III lllíli hll; llill WSM iliiiiilií iliillll iiiiÍ'Í'i Plí llllllÍltliil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.