Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur :iO. september 1972. Ræða Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra, á allsherjarþingi 5Þ í gærkvöldi: Þakka skilning margra þjóða á nauðsyn íslendinga til að vemda tilveru sína Hr. forseti. Fyrir hönd sendinefndar minnar vil ég taka undir orð fyrri ræðumanna og flytja yður einlægar árnaöaróskir í tilefni af kjöri yðar sem forseti þessa Allsherjarþings. Sendinefnd Islands mun i hinum almennu umræðum aö þessu sinni einungis fjalla um ástand þaö, sem nú rik- ir á hafinu umhverfis tsland. Hættuástand er^nú fyrir hendi i þeim hluta heims, sem ég tel rétt að vekjá athygli Allsherjarþingsins á. Ég mun fyrst ræöa það ástand sér- staklega og siðan i ljósi réttarreglna á hafinu, og þá einkum með hiiðsjón af undirbúningi fyrir hina væntan- legu Hafréttarráðstefnu. Mun þá hin almenna þýðing þessa sérstaka tilviks liggja ljóst fyrir. Ég vil þá fyrst lýsa ástandinu á hafsvæðinu umhverfis Island. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin, að hinn 1. september 1972 voru fiskveiðimörkin umhverfis tsland færð út i 50 milur, svo sem ég tilkynnti úr þessum ræðu- stól fyrir ári. t meira en ár hefur verið leitazt við að ná hagfelldri lausn á þeim vandamálum, sem skapazt hafa fyrir togaraútgerö þeirra þjóða sem mestra hagsmuna hafa að gæta i þessu sambandi. A þeim grundvelli var samkomulag gert hinn 7. september 1972 milli tsiands og Belgiu, þar sem tilteknum fjölda belgiskra togara var veitt leyfi af islenzkum stjórnvöldum, til að stunda fisk- veiöar fram til 1. júni 1974 á tilteknum timum og svæðum innan hinna nýju fiskveiðimarka. Hér er um að ræða hagfellt fyrirkomulag, sem eftir atvikum var álitiö fela i sér fullnægjandi lausn á vandamálunum. Svipuðu fyrirkomulagi hefur einnig verið komiö á að þvi er varð- ar fiskiskip frá Færeyjum. Viðræður við Bretland og Sambandslýðveldið Þýzka- land fara enn fram, en engin lausn er enn fengin. Aðeins eitt aðildarriki S.þ. — Bretland — hefur haldið áfram aö senda fiskiskip til veiða innan fiskveiðimarkanna gagn- stætt islenzkum lögum og reglugerðum og alvarlegir at- burðir hafa þegar átt sér stað. Þetta framferði er tengt leiðarvisun um bráðabirgðaúrræði, dags. 17. ágúst 1972, frá Alþjóðadómstólnum, sem ætlað er að heimila brezk- um togurum að veiða 170.000 tonn af fiski árlega á ís- landssvæðinu. Bretland hefur reynt að höfða mál fyrir dómstólnum á grundvelli erindaskipta frá 1961. Rikisstjórn tslands tilkynnti rikisstjórn Bretlands þegar hinn 31. ágúst 1971 að hún teldi, að samþykkt á dómsögu dómsins samkvæmt samkomulaginu frá 1961 hefði náð tilgangi sinum og væri það þess vegna brott- fallið. Þetta sjónarmið var siðar staðfest með samhljóða ályktun Alþingis. Til skýringar vil ég með leyfi yðar, hr. forseti, lesa fyrir þingheimi texta orðsendingar rikis- stjórnar tslands frá 31. ágúst 1971 til rikisstjórnar Bret- lands. Orðsendingin hljóðar þannig: „llinii 11. mar/. 1961 skiptust ríkisstjórnir lslands og Bretlands á orðsendingum um lausn fiskveiðideilunnar inílli landanna, sem átti rót sína aö rekja til útfærslu fiskveiðitakmarkanna við island árið 1958. 1 orösending- um þessum scgir: „Kikisstjórn islands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. mai 1959 varöandi útfærslu fiskveiöilögsögunnar við island, en mun til- kynna rfkisstjórn Bretlands slika útfærslu mcð sex mán- aða fyrirvara, og risi ágreiningur um slika útfærslu. skal lionum, cf annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóða- dómstólsins”. Kikisstjórn islands vinnur áfram að þvi að fram- kvæma ályktun Alþingis með hiiösjón af aukinni þekk- ingu og annarri þróun, sem átt liefur sér stað siöan skip- /t var á orösendingunum og er þeirrar skoðunar, að nú liafi verið náð að fullu tilgangi og markmiði ofangreinds ákvæðis um að visa tilteknum ágreiningsatriöum til dómsúrlausnar. A þvi tiu ára timabili, sem nú er liðið, hefur rfkisstjórn Brellands notið góös af þeirri stefnu rikisstjórnar tslands, aö frekari útfærslu fiskveiðitak- markanna yrði frestað uni sanngjarnan og hæfilegan tima. Vegna þróunar á sviði visinda og efnahagsmála (þ.á.m. sivaxandi hættu á aukinni hátæknivæddri sókn á islandsmið) cr framhald þcirrar stefnu orðið óhóftega þungbært og óviðunandi, enda stofnar hún í voða við- lialdi auðlinda sjávarins, sem íslenzk þjóð byggir af- komu sina á. í þvi skyni að efla verndarráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru til að tryggja lifshagsmuni islenzku þjóðarinn- ar á hafinu umhverfis landiö, telur rlkisstjórn islands nú nauðsyn bcra lil að færa út fiskveiöitakmörk islands, þannig að þau nái yfir hafsvæöi landgrunnsins. Káðgert er. að hin nýju takmörk gangi i gildi eigi siðar en 1. september 1972 og veröur nákvæm staðsetning þeirra tilkynnt siðar. Með hliðsjón af ofangrcindu er rikisstjórn islands þess reiðubúin, að á grundvelli umræðna þeirra, sem þegar hafa átt sér stað í London, vcrði stofnað til funda fulltrúa rikisstjórna Bretlands og islands i þeim tilgangi að finna hagfellda lausn á þeim vandamálum, sem hér er um að ræða.” Röksemdir þessar voru staðfestar i orðsendingu, dags. 24. febrúar 1972 og fylgdi þar með greinargerðin „Fiskveiðilögsaga Islands”, þar sem lýst er þeim sjónarmiðum, er liggi til grundvallar þeirri ákvöröun rikisstjórnar tslands að gefa út hina nýju reglugerð. Sú greinargerð hefir verið send öllum aðildarrikjum Saon- einuðu þjóðanna. Hinn 14. april 1972 tilkynnti ritari Alþjóðadómsins mér að rikisstjórn Bretlands hefði afhent málshöfðunar- beiöni gegn islandi á grundvelli erindaskipta frá 1961 sem ég hefi þegar vitnað til. 1 svari minu óskaði ég eftir þvi, að athygli dómstólsins yrði vakin á ýmsum skjölum sem fjölluðu um aðdrag- anda og brottfall umrædds samkomulags og hinar breyttu aðstæður vegna hinnar siauknu nýtingar fiski- Einar Agústsson miðanna umhverfis ísland. Ég sagði, að sú hætta sem þetta hefði i för með sér fyrir islenzku þjóðina gerði frekari umráð nauðsynleg af hálfu tslands, eina strand- rikisins á svæöinu. t bréfi minu til dómstólsins lýsti ég einnig skoðunum rikisstjórnar islands varðandi erindaskiptin, sem reynt var að byggja málshöfðun á. Þeim skoðunum skal nú lýst. Atvik þau, sem lágu að baki orðsendinganna frá 1961, voru mjög erfiö, enda hafði brezki flotinn beitt afli gegn framkvæmd 12 milna fiskveiðimarkanna, sem islenzka ríkisstjórnin ákvaðárið 1958. Þær fólu í sér lausn þeirrar deilu, en það samkomulag sem um var aö ræða, var ekki deilu, en það samkomulag sem um að var að ræöa, var ekki i eðli sinu gert til eiliföar. Rikisstjórn Bretlands viðurkenndi hina sérstöku þýðingu fiskveið- anna fyrir afkomu islenzku þjóðarinnar og efnahagslega þróun og viðurkenndi 12 milna fiskveiðimörkin að áskildum þriggja ára umþóttunartima. Þess ber að geta, að rikisstjórn Bretlands hefur siðan tekið upp 12 milna fiskveiðitakmörk undan ströndum Bretlands. Rikisstjórn islands tók fram fyrir sitt leyti, að hún myndi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. mai 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við island, en myndi tilkynna rikisstjórn Bret- lands slika útfærslu með 6 mánaða fyrirvara með mögu- leika á málskoti til Alþjóðadómsins, ef ágreiningur risi um slika útfærslu. Rikisstjórn Bretlands var þannig gef- ið tækifæri til málskots til dómsins, ef rikisstjórn Islands myndi fyrirvaralaust færa út mörkin þegar i stað eða innan skamms. Samkomulagið um lausn þessarar deilu og þar með möguleika á sliku málskoti til dómsins (sem rikisstjórn islands var ávallt mótfallin, að þvi er varðar deilur um viðáttu fiskveiðitakmarka við island, svo sem viður- kennt er af hálfu Bretlands) var ekki i eðli sinu gert til eilifðar. Sérstaklega er ljóst, að skuldbinding um að hlita úrskurði dómstóls er ekki i eðli sinu gerð til eilifðar. Ekkert i þessum málsatvikum eða neinni almennri reglu nútima þjóðaréttar réttlætir annað sjónarmið. i orðsendingunni frá 31. ágúst 1971 gaf rikisstjórn is- lands brezku rikisstjórninni m.a. 12 mánaða fyrirvara varðandi ætlun sina um að færa fiskveiöitakmörkin um- hverfis landið út, þannig að þaiínæðu yfir hafsvæðið yfir landgrunninu en tók fram að nákvæm takmörk yrðu til- kynnt siðar. Hún lét einnig i ljós, að hún væri fús til að athuga möguleika til að finna hagfellda lausn á þeim vandamálum, sem brezk togaraútgerð teldi sig hafa. Sérstaklega var tekið fram að hin nýju mörk mundu ganga i gildi eigi síðar en 1. september 1972. Samtimis var þvi yfirlýst, að markmiðum og tilgangi 1961 sam- komulagsins hefði að fullu verið náð. Afstaða rikis- stjórnar Islands var endurtekin i orðsendingunni frá 24. febrúar 1972, sem áréttaði að orðsendingarnar frá 1961 ættu ekki lengur við og væru brottfallnar. Afrit af þeirri orðsendingu voru send aðalritara Sameinuðu þjóðanna og ritara Alþjóðadómsins. Eftir brottfall samkomulagsins, sem skráð er i orð- sendingunum frá 1961, verður að telja, að hinn 14. april 1972 hafi enginn grundvöllur verið samkvæmt sam- þykktum dómsins fyrir þvi, að dómstóllinn hefði dóm- sögu i máli, þvi, sem Bretland visar til. Þar sem hér er um að ræða lifshagsmuni islenzku þjóðarinnar, tilkynnti rikisstjórn Islands dómstólnum, að hún vildi ekki fallast á að heimila dómstólnum dóm- sögu i nokkru máli varðandi viðáttu fiskveiðitakmark- anna við island og þá sérstaklega i máli þvi, sem rikis- stjórn Stóra-Bretlands og Norður-lrlands hefur reynt að visa til dómsins hinn 14. april 1972. Af ofangreindum ástæðum tilnefndi rikisstjórn Islands ekki umboðsmann af sinni hálfu. Hr. forseti. Svo sem sjá má af þeim skjölum, sem ég hef vitnað til< fellst rikisstjórn tslands ekki á að Alþjóða- dómstóllinn hafi dómsögu i máli þvi.sem Bretland hefur reynt að höfða. Rikisstjórn Islands telur heldur ekki að Alþjóðadómstóllinn sé bær til aö meta á nokkurn hátt veiðimagn það, sem brezkir togarar megi taka af is- lenzku hafsvæði, án þess að stofna i hættu fiskistofnun- um á svæði,sem rikisstjórn islands hefur lýst fullveldis- rétti sinum yfir, að þvi er varðar fiskveiðar. Það er samningsatriði milli rikisstjórna Bretlands og islands og islenzka rikisstjórnin er reiðubúin að halda áfram að reyna að ná hagfelldri lausn með slikum viðræðum. Við- ræðum milli fulltrúa rikisstjórnanna mun reyndar hald- ið áfram i næstu viku. Hr. forseti. Ég vil nú vikja að þeirri röksemdfsem haldið hefur verið fram I þessu máli þess efnis, að rikis- stjörn Islands hefði ekki átt að færa út fiskveiðimörkin, en hefði i stað þess átt að biöa eftir væntanlegri Haf- réttarráðstefnu. 1 þvi sambandi vil ég leggja áherzlu á það, að rikisstjórn islands hefur i raun beðið i nær 25 ár eftirslikri lausn. Það var á Allsherjarþinginu árið 1949, að sendinefnd tslands tókst að fá samþykkt að Alþjóða- laganefndin skýldi taka til heildarmeðferðar allar réttarreglur á hafinu. t framhaldi af þeirri rannsókn voru haldnar Genfarráðstefnurnar um réttarreglur á hafinu á árunum 1958 og 1960 og enda þótt ekki hafi þar náðst lausn varðandi viðáttu lögsögu strandrikisins er þess nú vænzt að fyrirhuguð Hafréttarráðstefna muni ná slikum árangri. Vissulega vonum við það. Og þegar þess er gætt að undirbúningsstörf vegna þeirrar ráðstefnu sýna, að mikill meirihluti aðildarrikja S.þ. er þegar fylgjandi þvi grundvallar sjónarmiði, aö fiskveiðitak- mörk skuli miðast viö raunhæfar aðstæður á staðnum innan sanngjarnar fjarlægðar frá ströndum, má vel vera að markmiðið sé ekki langt undan. En ekki liggur fyrir hvenær þvi verki veröi lokiö. Enn getur tekið mörg ár áður en samningur er gerður, undirritaður og fullgilt- ur af nægilega mörgum rikjum til að hann gangi i gildi. Að svo komnu máli verður islenzk þjóð að horfast i augu við þá staðreynd, að hin eina auðlind hennar kunni að verða eyðilögð vegna fiskveiða erlendra manna. Vinnunefnd,sem komið var á fót af Norðvestur-Atlants- hafs fiskveiðinefndinni og Alþjóöa Hafrannsóknarráðinu hefur komizt að þeirri niðurstöðu að minnka ætti þorsk- veiðarnar á Norður-Atlantshafi um helming. Þetta er spurning um lif og dauða. Niðurstaða okkar varog er að við gætum ekki beöið lengur. Við gætum ekki setið auðum höndum og horft fram á hrun efnahags þjóðar- innar. Engar ásakanir um eigingirni eða einhliða að gerðir geta breytt þeirri staðreynd. Og við skulum öll hér á þingi gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að ósveigjanlegar reglur, sem byggðar eru á verndun hagsmuna þjóða, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum og hagnýta i sina þágu strandmið annarra rikja, — aö slikar reglur eru ekki sigildar. Þær eru úreltar. Að þvi er Alþjóðadómstólinn varðar vil ég segja, hr. forseti, að hlutverk hans i kerfi hinna S.þ. er afar þýðingarmikið. En dómsaga hans er takmörkuð við mál, þar sem samþykki fyrir lögsögu hefur verið gefið og liggur fyrir. Samþykkt Islands á dómsögu dómstólsins varðandi fiskveiðitakmörk var gefið við sérstaklega erfiðar kringumstæður. Það samþykki er brott fallið og er ekki lengur fyrir hendi. i úrskurði sinum frá 17. ágúst 1972 varðandi bráða- birgðaúrræði segir dómstóllinn, að þegar um er að ræða beiðni um bráðabirgðaúrræði þurfi dómstóllinn ekki áð- ur að ganga úr skugga um, að hann hafi dómsögu um efnisatriði málsins, enda þótt honum bæri eigi að fara fram eftir 41. gr. samþykkta dómstólsins, ef augljós væriódómhæfni hans um efnisatriði. Skoöun rikisstjórn- ar islands er sú, að ódómhæfni dómstólsins sé augljós, þar sem samþykki fyrir dómsögunni var ekki fyrir hendi, þegar reynt var að stofna til málshöfðunar. Einn af dómendum Alþjóðadómstólsins, Padilla Nervo, komst að þeirri niðurstöðu, að dómstóllinn hefði ekki átt að gefa leiðarvisun um bráðabirgðaúrræði, þar sem ekki hefði verið gengið úr skugga um dómsögu dómstólsins. Að þvi er efnisatriðin varðar sagði dómar- inn Padilla Nervo þetta: „Rikisstjórn islands hefur i skýrslum sinum og skjöl- um, sendum dómstólnum, flutt fram vel rökstuddar ástæður og skýriugar á drottinvaidslegum rétti sinum til að færa út fiskveiðilögsögu sina til alls landgrunns- svæðisins. Fiskveiðarnar við strendur islands hafa alltaf verið undirstaða undir efnahagsafkomu landsins. Fiskveiðarnar við strendur islands eru algert skiiyrði (conditio sine qua non) fyrir efnahagsafkomu is- lendinga. An þeirra hefði landið ekki verið byggilegt. island hvilir á stalli eða landgrunni, og fylgja útiÍQur þess útlinum landsins sjálfs. A þessum neðansjávar grunnsævis hjöllum eru vegna ákjósanlegra skilyrða til- valdir hrygningarstaðir og uppeldisstaðir fisks, og á verndun þeirra og hagnýtingu er lifsafkoma þjóðarinn- ar reist. Það er i siauknum mæli viðurkennt, að fisk- vciðar við strendur lands byggjast á, að sérstök skilyrði séu fyrir hendi og rikjandi meðfram ströndum landsins, Prh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.