Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. september 1972. TÍMINN 7 ........................................................................... . .. .,..................................................................................................................................................................................................................................................................................... Útgefandi: Framsóknarflokkurinn $:$•;!;? Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;!;!;:;!;; arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;;!;!;!;!;: !;!;!;;;;;!; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans)i;i;i;i;i; :gS!; Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason. RitstjórnarskrifÝ;!;:;:;: stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306^!;!;!;!;! ;!;!;!;!;!;! Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusími 12323 — auglýs-!;;;;!;;!; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald!;!;!;!;!; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-!;!;!;!;!; takið. Blaðaprent h.f. t2:i:::;:!:!:;:!:!:;:;:!:;:!:!:!:;:!:!:!:!:!:!:!:!:!:!:!:!:;:;:!:!:!:!:!:!:!:!:!:!:!:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::!:!:!:!:ij Biðleikur Reyndur stjórnmálamaður hefur likt við bið- leik yfirlýsingu þeirri, sem viðræðunefndir, Samtaka frjálslyndra og vinstri mannaannars vegar og Alþýðuflokksins hins vegar, hafa birt um sameiningarmálið svonefnda. Nefndir leggja ekki annað til, en að endanlegum ákvörðunum um sameiningu flokkanna skuli frestað og þing þessara flokka geri ekki annað, en að kjósa viðræðunefndir og samþykkja viljayfirlýsingu um að allir lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn eigi að sameinast i einn jafnaðarflokk. Það fer svo eftir niðurstöðum viðræðunefndanna, hvert áframhaldið verður. Um það rikir eftir sem áður óvissa. Það er nú komið á annað ár siðan viðræður þessara flokka hófust um sameiningu. Báðir flokkarnir voru þá sammála um viðræðurnar og að stefna ætti að þvi, að sameina alla jafnaðarmenn i einn flokk. Það^sem lagt er til við flokksþingin, er raunar ekki annað en að staðfesta það, sem samstaða var um i upphafi. Vafalitið var það takmark þeirra, sem áhugasamastir eru um sameiningu, að við- ræðunefndirnar væru búnar að ná fullu sam- komulagi um sameiningu fyrir flokksþingin nú og þau gætu svo tekið afstöðu til þess. Það átti að vera hægt, þar sem heilt ár var til stefnu. Þetta hefur bersýnilega ekki tekizt og niður- staðan þvi orðið einskonar biðleikur i málinu. Það bendir til, að hér séu ýmsir þröskuldar i vegi, og vafalitið er sá mestur, að Alþýðu- flokkurinn heldur áfram andstöðu við rikis- stjórnina. Eðlilegast hefði verið, ef Alþýðu- flokkurinn hefði verið heilshugar i samein- ingarmálinu, að hann hefði farið eftir tillögu Samtakanna i fyrra og tekið þátt i rikisstjórn- inni frá upphafi. En sterk öfl i Alþýðuflokknum vilja ekki slita tengslin við Sjálfstæðisflokkinn, heldur standa jafnt við hlið hans i stjórnarand- stöðu og i rikisstjórn. Markmið þeirra er jafn- vel að gera það að skilyrði fyrir sameiningu, að Samtökin fari úr rikisstjórninni og að hinn nýi jafnaðarmannaflokkur geti ekki siður unnið til hægri en vinstri, likt og Alþýðuflokkurinn gerði á árunum 1959-71. Meðan þetta sjónarmið er sterkt hjá áhrifamiklum forráðamönnum Alþýðuflokks- ins verður sameiningin erfið, ef hinn nýi jafnaðarmannaflokkur á að vera raunveru- legur vinstri flokkur, en ekki hækja fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hér skal engu spáð um, hvert verður fram- hald þessara viðræðna eftir biðleikinn, — en fyrir islenzk stjórnmál væri ekkert æskilegra en að hægt væri að treysta og fullkomna það samstarf vinstri manna og frjálslyndra, sem varhafið með myndun núverandi rikisstjórnar. Að þvi vinnur Framsóknarflokkurinn og mun vinna. Fyrir Framsóknarflokkinn væri það mikil ánægja, ef hinn gamli samstarfsflokkur hans, Alþýðuflokkurinn, kæmi einnig til heils- hugar þátttöku i þvi samstarfi. Jafnaðar- mannaflokkur, sem starfaði i anda Jóns Baldvinssonar, gæti nú sem fyrr gegnt mikil- vægu hlutverki i islenzkum stjórnmálum. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT BAHAMAEYJAR VERÐA SJÁLFSTÆTT RÍKI 1973 Blökkumenn hafa náð öruggum völdum þar Lyndon O. ALLAR horfur eru nú á, að nýtt sjálfstætt riki komi til sögu 10. júli á næsta ári og verði samþykktur meðlimur Sameinuðu þjóðanna á Alls- herjarþingi þess næsta haust. Þetta nýja riki er Bahama- eyjar, sem eru mest þekkt hér á landi vegna flugferða, en dðtturfyrirtæki Loftleiða heldur uppi flugferðum milli Bahama og Luxemburg. Hinn 19. september siðast- liðinn fóru þingkosningar fram á Bahamaeyjum og urðu úrslit þeirra þau, að Fram- sóknarflokkurinn (Progressive Liberal Party) hlaut 61% greiddra atkvæða og 29 þingsæti af 38 sætum alls. Fyrir kosningarnar lýsti flokkurinn yfir þvi, að hann stefndi að þvi, að Bahama- eyjar fengju fullt sjálfstæði á næsta ári og þykir vist, að eftir þessi kosningaúrslit fallist Bretará það. Helzt er nú talað um, eins og áður segir, aö sjálfstæði Bahamaeyja verði lýst yfir 10. júli næstkomandi. Það vakti mikinn fögnuð á Bahamáeyjum, þegar endan- leg úrslit kosninganna voru tilkynnt. 1 helztu borgunum var efnt til mikilla hátiða- halda og forsætisráðherrann, Lynden O. Pindling, var sér- staklega hylltur. SKRAÐ saga Bahamaeyja hefst i október 1492, er Columbus kom þangað i landaleit sinni, þegar hann fann Ameriku. Columbus lenti á eyju, sem hann nefndi San Salvador. Eyjarnar byggöi þá friðsamur þjóðflokkur Indi- ána. Spánverjar fluttu siðar alla ibúa eyjanna til Hispaniola (nú Haiti og Dominikanska lýðveldiö) og lét þá vinna i námum þar. Arið 1508 höfðu þeir allir, eöa um 40 þúsund talsins veriö fluttir burtu og eyjarnar voru óbyggðar næstu aldirnar, að öðru leyti en þvi, að þær voru mikið griðland fyrir sjóræn- ingja. Spánverjar réðu yfir eyjunum að nafni til, en gerðu ekkert til aö byggja þær að nýju og treysta yfirráð sin á annan hátt. Aðrar eyjar i Karabiska hafinu voru miklu arðvænlegri. Um 1630 ákváðu Bretar að skerast i leikinn, en verulegt landnám hófu þeir ekki þar fyrr en seint á 17. öld- inni. Þeir skipuðu þá sér- stakan landstjóra þar og lýstu yfirráðum sinum yfir eyjunum. Vald þeirra var þó ótryggt þar og Spánverjar tóku iðulega yfirráðin i sinar hendur. Það var ekki fyrr en 1783, að Bretar fengu yfirráð sin yfir Bahamaeyjum full- komlega viðurkennd. Verulegur skriður komst ekki á landnám á Bahama- eyjum fyrr en eftir að frelsis- striði Bandarikjanna lauk. Allmargir þeirra Bandarikja- manna, sem höfðu fylgt Bretum að málum, fengu þá að setjast að á Bahamaeyjum með góðum skilyrðum. Þeir fluttu með sér svarta þræla i stórum stil. Af um 150 þúsund ibúum Bahamaeyja nú eru um 84% blökkumenn. FLJÓTLEGA eftir að Bretar hófu landnám á Bahamaeyjum, settu þeir þar á stofn sérstakt þing, en vitan- lega voru það aðeins hvitir menn, sem áttu þar sæti. Lengi vel hafði þetta þing aðeins ráðgefandi vald, en aðalvöldin voru i höndum brezks landstjóra. Smásaman voru þó völd þingsins aukin og eftir siðari heimsstyrjöldina fengu blökkumenn einnig kosningarétt. Ariö 1964 veittu Bretar Bahamaeyjum við- tæka heimastjórn. I kosning- unum 1967 vann Framsóknar- flokkurinn undir forustu Pindlings sigur og myndaði rikisstjórn, sem hefur farið með völd síðan. Kosningarnar 1967 mótuðu þau sögulegu þáttaskil, að blökkumenn tóku stjórnina i sinar hendur, en Pindling er fyrsti svarti for- sætisráðherra, sem Bahama- eyjar hafa haft. Fylgi sitt á Framsóknarflokkurinn mest meðal blökkumanna. Stjórn Pindlings hefur verið hin röggsamasta á margan. hátt. Áður en hún kom til skjalanna, ráku Bandarikja- menn m.a. spilaviti á Bahamaeyjum, sem var orðið einskonar rfki i rikinu. Pindl- ing létþað hætta rekstri. Hann hefur beitt sár fyrir öðrum mikilsverðum umbótum. Margt bendir til, að hann eigi eftir að koma mjög við sögu á Bahamaeyjum, en hann er 42 ára gamall og getur þvi átt langan starfsferil framundan. Markmið hans er m.a. að tryggja full yfirráð blökku- mann^en hann vill hinsvegar ekki skerða neitt óeðlilega rétt hvitra manna, þótt þau for- réttindi, sem þeir hafa notið áður, verði afnumin. BAHAMAEYJAR hafa fyrst komið verulega við sögu eftir siðari heimssty rjöldina, sökum hins sivaxandi ferða- mannastraums, sem hefur legið þangað. Veðurskilyrði eru mjög hagstæð fyrir ferða- menn allt árið. Meðalhiti á vetrum er þar 70-75 stig á Fahrenheit og 80-90 stig á sumrin. Baðstrendur eru þar eins góðar og bezt verður á kosið. Mörg hótel hafa verið byggð þar á siðari árum og hefur það ýtt undir erlenda fjárfestingu, að tekjuskattar hafa verið þar engir. Ekki mun laust við, að erlendir fjármálajöfrar óttist, að stjórn blökkumanna geti hert skilyrðin i sambandi við fjár- festingu þeirra. Pindling Eins og kunnugt er, dreifast Bahamaeyjar yfir allstórt svæði. Þær liggja alla leið frá ströndum Flórida og til Kúbu. Um 760 milur eru milli nyrstu og syðstu eyjanna. Alls eru eyjarnar um 700 talsins, en um 30 þeirra eru byggðar. Auk þess eru smáeyjar og sker um 2000 talsins. Eyjarnar eru kóraleyjar, sem liggja á ytri mörkum landgrunnsins viö Flórida, og tekur yfirleitt við snardýpi utan þeirra. Eyjarnar eru yfirleitt lág- lendar og er hæsta fjall þar um 400 fet. Frá hernaðarlegu sjónar- miði geta Bahamaeyjar haft verulega þýðingu. Þetta mun ekki fara framhjá Banda- rikjamönnum, einkum þó eftir að yfirráðum Breta lýkur þar. Liklegt þykir, að Bandarikin muni sækjast eftir góðri sam- búð við Bahamaeyjar eftir að þær hafa hlotið sjálfstæði og gæta þess að virða sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra i hvi vetna. Annað gæti skapað þar jarðveg fyrir andúð á Banda- rikjunum. Bandarikjamenn hafa áreiðanlega margt lært af viðskiptum sinum við Kúbu. t brezkum blöðum kemur nokkuð fram sá ótti, að Bahamaeyjar hafi ekki nógu traustan efnahagslegan grundvöll til þess að vera sjálfstæðar. Þar sé ekki mikið um örugga atvinnuvegi eftir að ferðamannamóttöku sleppir. Fram að þessu hafi Bahamaeyjar notið meira hags efnahagslega af tengslum við Breta, en hið gagnstæða. Þetta geti breytzt eftir, að Bahamaeyjar fá fullt sjálfstæði. Af hálfu Bahamamanna er þvi svarað, að þeir ætli ekki að slita að öllu tengslin við Bret- land. T.d. sé ætlun þeirra að vera innan brezka samveldis- ins. Bahamamenn telja sig hafa öll skilyrði til efnahagð- legs sjálfstæðis ef þeir hag- nýta skynsamlega þau auðæfi, sem land þeirra býr yfir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.