Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. september 1972. TÍMINN 11 Göppingen leikur gegn leik- reyndu liði FH í dag kl. 16.00 — á morgun mætir íslenzka OL-liðið í handknattleik v-þýzku meisturunum í dag mæta FH-ingar v-þýzku meisturunum Göppingen I Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 16.00. FH-liðið mætir með alla sina sterkustu leikmenn og má segja að liöiö sé leikreynd- Hjalti Einarsson, leikur sinn 350. leik mcð FH i dag. Lokahóf knatt- spyrnumanna Annað kvöld heldur Knatt- spyrnudeild Fram, lokahóf fyrir íslandsmótið i knatt- spyrnu i Glæsibæ. öllum knattspyrnuunnendum er vel- komið að mæta, þar sem verður dansað undir tónum frá hljómsveitinni B.G. og, Ingibjörg. Agóðaaf dansleikn- um, mun Knattspyrnudeild Fram láta renna i flóðljósa- sjóð, en nú er á döfinni að flóð- lýsa félagssvæði Fram við Alftamýri. asta félagslið tslands f dag. Það má búast við spennandi leik, eins og alltaf, þegar FH mætir erlend- um félagsliðum. Hjalti Einars- son, hinn snjalli markvörður liðs- ins leikur sinn 350. leik með liðinu i dag, en hann hefur leikið næst flesta leiki með FH, aðeins einn leikmaður hefur leikið fleiri leiki, það er hin gamla kempa Birgir Björnsson, sem hefur leikið 447 leiki og lcikur sinn 448. leik i dag. Annars verður FH-liðið, sem leikur i dag skipað þessum leik- mönnum, inn f sviga leikir ieik- reyndustu leikmannanna: Hjalti Einarsson (349) Birgir Finnbogason Birgir Björnsson (447) Geir Hallsteinsson (219) Elías Reykja- víkurmeistari i tugþraut Elias Sveinsson, IR varð Reykjavikurmeistari i tugþraut, en keppnin fór fram i afleitu veðri á Melavelli á miðvikudag og fimmtudag. Elias hlaut 5729 stig. Methafinn Valbjörn Þorláksson hætti keppni eftir átta greinar, en alls luku þrir keppni. Crslit urðu þessi: 1. Elias Sveinsson, ír-5729 stig. (11,8-5,58-11,97-1,85- 57,0-17,6-37,40-3,49-44,60-5:27,6). 2. Friðrik Þór Óskarsson, 1R, 5366 stig. (11,6-6,68-11,23-1,75-55,8-16,5- 29,60-3,00-36,56-6:17,6). 3. Stefán Jóhannsson, A, 5161 stig. (11,8-5,56-10,85-1,65-55,1-16,5- 35,18- 2,70-45,54-6:17,6). Ekki er minns'ti vafi á þvi, að þessir þrir ungu menn geta allir náð 1000 stigum meira strax næsta sumar, EF þeir æfa af krafti og hugsa svolitið um veiku greinarnar. Næsta sumar verður mikið um að vera fyrir tug- þrautarmenn, m.a. landskeppni á Spáni o.fl. viðburðir. —öe. Ólafur Einarsson Gunnar Einarsson Auðunn Óskarsson (203) Höröur Sigmarsson Arni Guðjónsson (208) Viðar Simonarson Þórarinn Ragnarsson Gils Stefánsson Eins og má sjá á uppstillingu FH-liðsins, þá leika með þvi sömu leikmenn og i fyrra og má búast við að FH-liðið verði eitt það sterkasta i 1. deildinni i vetur. Annað kvöld mætir svo OL-lið tslands f handknattleik, vestur- þýzku meisturunum Göppingen i Laugardalshöllinni kl. 20.30. Leikmenn liðsins hafa veriö valdnir og er liðið skipað eftir- töldum leikmönnum: Hjalti Einarsson FH Ólafur Benediktsson Val Agúst ögmundsson Val Gunnsteinn Skúlason Val Viðar Simonarson FH Björgvin Björgvinsson Fram Axel Axelsson Fram Sigurður Einarsson Fram Sigurbergur Sigsteinss. Fram Stefán Gunnarsson Val Ólafur Jónsson Val Geir Hallsteinsson FH Einn leikmaður er til vara, það er Stefán Jónsson úr Haukum. Hjörleifur Þórðarson hefur valið liðið og mun hann stjórna þvi utan leikvallar. Það má reikna með að leikur OL-liðsins og Göppingen, verði mjög spennandi og jafnvel harður, þvi að þaö er draumur hvers félagsliös aðleggja landslið af velli. SOS. Úrslitaleikur í bikar- keppni 2. flokks 1971 Orslitaleikur i bikarkeppni 2. flokks 1971, verður loks leikinn á sunnudaginn. Fer leikurinn fram á Kópavogsvellinum, og hefst hann klukkan 17. Til úrslita leika Breiðablik og FH. Bikarkeppni KSÍ í dag: Þróttur og Akurnesingar leika á AAelavellinum KÁTUR SEGIR! Hefur Baldur Jónsson, vallarstjóri ekki talað viö Geir Hallgrimsson, borgarstjóra? Ég held að það sé bezta ráð- ið. að malbika Laugardals- völlinn og mála hann grænan — þá væri hægt að leika á hon- um knattspyrnu allt árið... HA..HA.. - Akureyringar fá Eyjamenn í heimsókn Tveir leikir verða leiknir i Bikarkeppni KSt i dag, á Akur- eyri mætast heimamenn og Eyja- menn kl. 16 og á Melavellinum leika Þróttur og Akranes kl. 14. Það má búast við að það veröi hart barizt i leikjunum, því að þaö lið,sem tapar,er þar með fallið úr Bikarkeppninni. Leikirnir eru liður f 16 liða keppninni, sem er langt á eftir áætlun, upphaflega átti Bikarkeppnin að vera búin fyrir 15. september s.l. Nú þegar hafa fimm lið tryggt sér rétt til að leika i 8-liða úrslitunum, þaö eru Keflavik, Vikingur, FH, KR og llaukar. Það vakti athygli, aö Haukar,sem eru i 2. deild slógu út Breiöabiik, sem leikur í 1. deild. Nú er spurningin, hvort 2. deildarliðin Þróttur og Akureyri, takist að sigra I. dcildarliðin. Akureyringar, sem unnu sér rétt til að leika 11. deild næstkom- andi keppnistímabil, hafa örugg- lega mikinn hug á að sigra Eyja- menn i dag á Akureyri. Það verður erfiður róður, þvi að Eyja- menn eru i miklum ham um þess- ar mundir, og þegar þeim tekst upp eru þeir ósigrandi. Akur- eyringar eru ekki frægir fyrir að tapa heimaleikjum og þeir töpuðu ekki leik i 2. deild i sumar, sem er frábær árangur. Verður sigur- ganga þeirra stöðvuð i dag? — úr þvi fæst skorið á vellinum á Akur- eyri kl. 16.00. Einn leikur fer fram á Mela- vellinum i dag, þar mætast liðið, sem varö i þriðja sæti i 2 deild, Þróttur, liðinu, sem varð I þriðja sæti i 1. deild, Akranes. Skaga- -menn hafa ekki siðustu árin náð góðum árangri á Melavellinum i Bikarkeppninni, það getur breytzt i dag þegar þeir mæta Þrótti kl. 14.00. Þróttarliðið er eitt af islenzku liðunum, sem er óút- reiknanlegt — annan daginn getur liðið sigrað með miklum muri, en hinn daginn getur liðiö tapað stórt. Ef þvi tekst vel upp i dag, má alveg eins búast við að liðið fari með sigur af hólmi i dag. Skagamenn sýna einnig misjafna leiki, þeir leika eins og Islands- meistarar annan daginn, en hinn daginn leika þeir eins og leik- menn i lélegu fyrirtækisliði. En nú er að duga eða drepast fyrir leikmenn liðanna i dag, þvi að ef þeir standa sig ekki vel, geta þeir farið að pakka niður knattspyrnuskónum I ár. Siðasti leikurinn i 16-liða úrslit- unum, verður leikinn á miðviku- daginn kemur, þá mætast á Mela- vellinum kl. 20.00 Armann og Valur. Nú eftir helgina verður dregið um það, hvaða lið mætast i 8. liða úrslitunum og það má bii- ast við að úrslitaleikurinn i Bikarkeppninni verði leikinn um helgina 14.—15. október, eða ein- um mánuði eftir áætlun. SOS. Geir Hallsteinsson. . . tekst honum og félögum hans úr FH að sigra v- þýzku meistarana i dag. Geir leikur einnig með OL-liðinu á morgun. Gefur landsliðsnefndin í handknattleik ekki kost a ser — úr þvi fæst skorið á ársþingi HSÍ iþróttasiöan hefur frétt, að allir landsliðsnefndarmennir- nir þrir i handknattleik, Hilm- ar Björnsson, Jón Erlendsson og lljörleifur Þórðarson, muni scgja stöðum sinum lausum, en þeirra timabil rennur út á n.k. Arsþingi H.S.I.. Hilrnar, sem einnig var landsliös- þjálfari, mun ekki vera mcð landsliöiö áfram. Hann mun stunda nám i Sviþjóö i vetur og getur af þeim ástæðum ekki haldið störfum sinum áfram hjá HSÍ. Það kemur ekkert á óvart, að landsliðsncfndin segi af sér, cftir hina inikiu æfin- týraferð, sem hún fór með islenzka OL-liðinu til Miinch- en, þar sem íslenzka landsliðið fékk slæma útreiö, sem verður lengi i minnum höfð. Nú eru menn farnir að velta þvi fyrirsér, hvaða menn taki við stöðunum, sem þessir þrir menn hafa gefið eftir og eru margir tilnefndir, T.d. hafa menn eins og Karl Benedikts- son, Ingólfur óskarsson og Reynir Ólafsson, verið orðaöir við landsliðsþjálfun, svo ein- hverjir eru nefndir. Það eru skiptar skopanir um hvaða menn eiga að skipa landsliðsnefndina, sumir vilja fá einvald aftur og hefur þá skotið upp einni tillögu — Sigurður Jónsson, sem var „einvaldur” um tima fyrir nokkrum árum. Þá vilja margir fá tvo unga áhuga- menn um handknattleik i landsliösnefndina, ásamt landsliösþjálfara. Aðalatriðið er að nú er kominn timi til að koma með nýtt blóö og nýjar hugmyndir, ryðja allri þröng- sýni og persónulegri andúð út i horn. Menn biða spenntir eftir Ársþingi Handknattleikssam- bands tslands, sem væntan- lega verður haldiö i október n.k. A þinginu koma mörg mál fram á stjórnarsviöið og þar má búast við að verði mörg stórmál tekin fyrir. SOS . Jón Erlendsson, formaður landsliðsnefndar Hilmar Björnsson.þjálfari iandsliðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.