Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 1
 228. tölublað —Laugardagur 7. okt. —56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Gestir í heím- sókn á Óðni KJ—Heykjavík — fcg heilsaði upp á skipshöfn- ina á Óöni, og mun heilsa upp á skipshafnir hinna var&skipanna, eftir þvi sem tækifæri gefst, sag&i ólafur Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráöherra, er hann kom frá bor&i á Ó&ni i gær um klukkan fimm. Varðskipið Óðinn kom inn til Reykjavikur skömmu fyrir klukkan þrjú i gær, eftir að hafa verið við landhelgisgæzlu og að^ stoðarstörf umhverfis landið að undanförnu. Olafur Jóhanesson hafði ætlað að koma um borð klukkan þrjú, stuttu eftir að skipið lagðist að, en heimsóknin um borð dróst til klukkan f jögur vegna mikilvægra funda i sambandi við viöræður Breta og tslendinga um landhelg- ismálið. Klukkan fjögur kom svo ráðherrann um borð, ásamt Baldri Möller ráðuneytisstjöra, og tók Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, á móti ráðherranum og ráðuneytisstjór- anum á bryggjunni, en Sigurður Arnason skipherra tók á móti gestunum á skipsfjöl. Heilsaði ráðherrann siðan upp & Óðins- menn, en gekk þvi næst um skipið i fylgd með skipherranum og for- stjóranum. Það vakti einkum athygli, þegar þeir fóru aftur á skipiö og þar undir þiljur. En þar munu virahnifarnir, sem beitt hefur verið með góðum árangri, vera geymdir. Eftir tæplega klukkustundar- dvöl um borð, héldu gestirnir frá borði, en þá beið ráðherrans enn fundur um landhelgismálið. KONNUÐ ÞORF A LEIGUHUSNÆDI A afturþiljum óðins i Reykjavíkurhöfn i gær. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, ásanit Pétri Sigurðssyni, Baldri Möller og Sigur&i Arnasyni skipherra. — TtMAMYND: GE. JGK—Reykjavfk. Uui þessar mundir stendur yfir könnun á þörf kaupsta&a og kaup- túna utau Reykjavikur á leigu- húsnæði. Könnunin fer fram á lonbylting í adsigi: Áætlað verðmæti iðnvarn- ings 40 milljarðar árið 1980 ÞÓ—Reykjavik. Aætlað er, að árið 1980 verði iönaðarframleiðslan á tslandi komin upp í 40 milljar&a króna, en á árinu 1970 var hún a&eins rúmir 1.2 milljar&ar. Þetta kom m.a. fram, þegar iðna&arrá&- herra kynnti nýju iönþróunar- áætlunina á fundi meö frétta- mönnum i gær. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagði, að af þessari 40.000 millj. kr. framleiðslu myndi heimamarkaður taka um 15.000 millj. kr., en útfluttar vörur munu nema um 25.000 m. kr. Þá er gert ráð fyrir, að útflutningur á fisk- og land- búnaðarafurðum nemi 17.600 m. kr. Þannie vrði hlutur iðnaðar- vara kominn upp i 60% af heildar- litflutningi þjóðarinnar. Sem stendur mun hann alls vera um 12%, að álinu meðtöldu. Þessi nýja iðnþróunaráætlun er unnin af Iðnþróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna og Iðnþróunar- sjóöi Islands. En vorið 1971 var gerður samningur milli islenzku rikisstjófnarinnar og Sameinuðu þjóðanna um aðstoð S.Þ. við gerð iðnþróun'aráætlunar fyrir Island. Slikar áætlanir hafa verið gerðar i tugum landa i þeim tilgangi að stuðla að skipulegri iðnþróun og skynsamlegri nýtingu fram- leiðsluhátta. Undirbúningi áætlunargerðar- innar átti upphaflega að ljvika á þessu hausti, en vegna ófyrir- sjáanlegra tafa við ráðningu er- lendra sérfræðinga, verður verkinu ekki lokið að fullu fyrr en i febrúar n.k. A blaðamannafundi i gær, sagði Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra, þegar hann gerði grein fyrir iðnþróunar- áætluninni m.a.: „Eitt höfuðeinkenni islenzks þjóðarbúskapar er einhæft at- vinnulif og óstöðugleiki, sem það ástand hefur i för með sér fyrir þjóðarbúið og afkomu lands- manna. Afkoma sjávarútvegsins hefur ætíð haft mjög sterk áhrif á þjóðarbúið hvort heldur sem við skoðum tekjumyndun innanlands eða jöfnuðinn gagnvart út- löndum. Við eigum nú i örlagarikri bar- áttu um stækkun landhelginnar. Þar erum við ekki aðeins að berjast fyrir rétti okkar til að nýta auðlindir, sem eru óve'- fengjanlegur hluti af landinu sjálfu, heldur erum.við að gera ráðstafanir gegn rányrkju, sem ógna sjálfu lifinu i sjónum. Fiski- fræðingum ber saman um að allur fiskistofn i Norður-Atlants- hafi séu ýmist fullnýttir eða of- nýttir, og við höfum fulla ástæðu til að óttast, að sá aflaskortur, sem er mesta efnahagsvandamáí okkar i ár sé afleiðing af þessari þróun. Hvort sem fullur sigur okkar I landhelgismálinu vinnst fyrr eða síðar, mun það taka langan tima að efla fiskistofnana á nýjan leik, og þvi er okkur það óumflyjanleg lifsnauðsyn að renna fleiri stoðum undir efna- hagslif okkar, eins fljótl og við erum menn til. Við stöndum einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að tryggja ört vaxandi þjóð næga og örugga atvinnu. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir,að mann- aflinn muni vaxa um 1700—1800 manns árlega á timabilinu 1970—1980. Iðnþróuíiaráætlunin er samin í þvi skyni að styrkja hvorttveggja, stöðugleika atvinnulífsins og næga atvinnu i landinu. Stöðugleiki atvinnu- lifsins veröur ekki tryggður nema fjölbreytnin aukist og tekju- myndun atvinnuveganna verði jafnari". Frh. á bls. 15 vegum Húsnæðismálastofnunar rlkisins. Hefur stofnunin sent út bréf til sveitarstjórna varðandi þetta mál, og eru svör þegar farin a& berast. En svarafrestur rennur tít um miðjan mánuðinn. Ni&urstö&ur munu sennilega liggja fyrir um næstu mána&a- mót. A siðasta þingi var afgreidd þingsályktunartillaga þess efnis, að rikisstjórnin skyldi útvega fjármagn til byggingar á leigu- húsnæði, og er könnunin gerð til að áætla, hve brýn þörfin er. Húsnæöisskortur er nú mikill i Reykjavik en vandinn er einnig ærinn úti á landsbyggðinni. Til dæmis má geta þess, að Slipp- stöðin á Akureyri hefur átt i erfið- leikum með að fá verkamenn vegna þess, aö húsnæði hefur ekki verið til fyrir aökomumenn, sem vildu flytjast til bæjarins. Líka sögu má sjálfsagt segja viðar frá. Sjötíu og sjö ríki fylgjandi 200 mílna landhelgi Franskur tvískinnungur: Áttatíu mílur í Suður-Ameríku, þröng landhelgi í Evrópu sagði Sjíaó Kúan- Þa& er nú þegar talift, a& sjötiu og sjö rfki, sem a&ild eiga a& Sameinu&u þjóðunum, muni aðhyllast tvö hundruð sjómflna landhelgi.Það er rifur meirihluti, þvi aft innan Sameinuðu þjóftanna eru ntí í kringum hundrað og þrjátiu riki. Þetta kom fram i ræðu, sem utanrikisráðherra Perú, Miguel Angel de la Flor, flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna i fyrradag. 1 þessari sömu ræðu færði hann ts- lendingum sérstakar þakkir og fór viðurkenningarorðum um hugrekki þeirra og einurð I máli, sem miklu varðaöi að leystist aö vilja þeirra. Flestar þjóöanna sjötiu og sjö eru t Suður-Amerlku, Aslu og Afriku. Nú síðast hafa rikis- stjórnir Gabons, Máritanlu og Ómans lýst yfir þvi, að lögsaga þessara landa verði færö út fyrir tólf sjómilur. FyLLUR KINVERJA STUÐNINGUR mið þeirra", húa. FRAKKAR SKJOLDUM LEIKA TVEIM A miðvikudaginn flutti i'asta- fulltrúi Kfnverja Sjlaó Kúan-hUa einnig ræðu, þar sem hann lýsti fullum stuðningi þjó&ar sinnar, sem fjölmennust er allra i veröldinni, við rlki, sem vilja sjálf hagnýta hafsvæði við strendur sinar innan viöattu- mikillar landhelgi. Fordæmdi hann viðhorf og athafnir gamalla nýlenduvelda, sem ásælast gæði sjávar I námunda við strendur annarra landa. „Við munum eindregið styðja llt.il og meðalstör ríki I baráttu þeirra yið stórveldi, sem hyggjast fara ránshendi um fiski- Frakkar eru sem kunnugt er meöal þeirra þjóða, sem standa gegn útfærslu landhelgi og fisk- veiðitakmarka hér i Norðurálfu. Sú afstaða nær þó aðeins til þess heimshluta, þar sem þeir telja sér hag I, að landhelgi sé þröng. I óðrum heimshlutum geta þeir haldið öðru fram og breytt þvert gegn þvi, sem þeir telja einsýnt hérna megin Atlantshafsins. Það er ljósast dæmi um þetta, að 5. júli i sumar samþykkti franska þingið lög, þar sem land- helgi frönsku Guiönu I Suður- Ameriku er akveðin áttatiu sjó- milur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.