Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. október 1972. TÍMINN Útgefandi: Frá*msóknarflokkurihn ifFramkvæmdastjóri: Kristján Benetfiktsson. Ritstjórar: Þór :•:• arinn Þórarinsson (ábm.).Jón Helgason, Tómas Karlssoni; ÍÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri^ Sunnudagsblaðs TIméns)|;;;;;;;;; ti Auglýsingastjóri: Steingrlmur. GiSUtísa^H. • Ritstjórnaríkrif-f:;:;:;:;: :|:i stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar i830p-i.S3()(U;;;':;::i; Si Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsj;;;;;;;; S ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300.„Askriftargjaldj;;;:;;;:; § 335 kiónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-t;!;:;:;:; itakið. Blaðaprent h.f.i SjSg Herleitt blað Timinn hefur frá upphafi fylgt þeirri reglu að hafa það, sem sannara reynist. Þessvegna er blaðinu ljúft að leiðrétta þá missögn, sem var i forustugrein þess siðastliðinn miðviku- dag, að tillaga um málefni Alþýðublaðsins, sem lögð var fram á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, hafi verið samþykkt þar. Til- lagan var ekki samþykkt á þinginu, en hún var heldur ekki felld. Henni var visað frá, þar sem hún þótti of stórorð um málefni Alþýðublaðs- ins til þess að verða samþykkt, en hinsvegar vildu fundarmenn ekki heldur fella hana, þar sem hún hafði augljósar staðreyndir að geyma. Vitanlega eru það þessar staðreyndir sem fólust i tillögunni, sem skipta höfðumáli. Þessar staðreyndir eru á þann veg, að Alþýðu- flokkurinn hefur samið við sérstakt fyrirtæki um að annast útgáfu blaðsins a.m.k. næstu tvö árin. Að þessu fyrirtæki standa flestir sömu aðilar og annast útgáfu Visis og Vikunnar. Markmið þeirra er að skapa hér einskonar blaðahring og er Alþýðublaðihu ætlað að verða einskonar morgunútgáfa Vísis. Þetta út- gáfufyrirtæki ræður að sjálfsögðu mestu um efni og fréttaflutning Alþýðublaðsins. Alþýðu- flokkurinn fær að ráða pólitiskan ritstjóra og fær takmarkað rúm fyrir pólitiskt efni, en að öðru leyti er blaðið á valdi útgáfufyrirtækisins, meðan það annast rekstur þess. Þeir menn, sem mestu ráða i útgáfufyrirtækinu, eru lang- flestir ýmist Sjálfstæðismenn, eða til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitiskt áhugamál þeirra er vitanlega að sveigja fréttaflutning og annað efni blaðsins sem mest til liðs við ihaldsöflin i landinu, eða samræma hann fréttaflutningi Mbl. og Visis, enda hafa landsmálafréttir AÍþýðublaðsms að undanförnu verið i sama anda og þessara tveggja ihaldsblaða. Þegar þetta er athugað, er ekki undarlegt, þótt umrædd tillaga hafi komið fram á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna og mörgum ungum Alþýðuflokksmönnum þyki blað flokksins illa herleitt, þar sem fjármálaöfl, sem hafa allt annarra hagsmuna að gæta en al- þýðan i landinu, annast útgáfu þess og ráða mestu um meginefni þess. Undir slikum kringumstæðum er vitanlega alveg útilokað, að Alþýðublaðið geti verið það málgagn al- þýðunnar, sem þvi var i upphafi ætlað að vera. Vissulega er það erfitt verkefni að fást við útgáfu pólitisks dagblaðs á íslandi. En það er ekki erfiðar nú en það var t.d. á fyrstu árum Alþýðublaðsins. Þá hefði forustumönnum Al- þýðuflokksins aldrei komið til hugar að láta blað sitt að einhver ju leyti i hendur andstæðum fjármálaöflum, enda þótt þeir hefðu fengið að ráða yfir einhverri siðu þess. Eitt hið alvar- legasta við herleiðingu Alþýðublaðsins er ein- mitt það, að ýmsum helztu foringjum Alþýðu- flokksins virðist ekki þykja þetta neitt óeðli- legt eða varhugavert fyrirkomulag. Eftir 12 ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, er for- usta Alþýðuflokksins komin svo óralangt frá uppruna og tilgangi alþýðuhreyfingarinnar i landinu. , . Þ.Þ. J. Loch, The Scotsman: Tilhögun pólitískra réttar- halda í Tékkóslóvakíu Réttarhöldunum er ætlað að vera til viðvörunar SAKBORNINGARNIR i pólitisku réttarhöldunum i Prag að undanförnu hafa allir, að fjórum undanteknum, verið kærðir fyrir brot á 98. grein refsilaganna, en hún fjallar um skemmdarverk gegn lýð- veldinu. Sumir sakborninganna voru dæmdir fyrir „andróður" eða hatursfulla hvatningu til and- úðar á félagsmála- og stjórnarkerfi sósialista. Refs- ing fyrir þetta brot getur num- ið allt að fimm ára fangelsis- vist ef andróðurinn er á prenti, eins og þarna var. Þegar litið er á feril sak- borninganna veldur furðu, að þeir skuli sakaðir um „andúð á kerfi sósialista". Þeir eru undantekningarlaust úr hópi þeirra menntamanna kommúnista, sem gegnt hafa mikilvægum störfum i kommúnistaflokki Tékkó- slóvakiu. EFNI ritlinganna, sem kært er út af, hefir ekki verið birt. Fjölmiðlar i Tékkóslóvakiu hafa lýst verknaði sakborn- inganna aðeins lauslega og sagt hann hafa „truflað við- leitnina til einingar fyrir kosn- ingarnar i nóvember 1971". Samkvæmt fréttum frétta- stofnana á Vesturlöndum hvöttu ritlingarnir kjósendur að minnsta kosti óbeint til þess að kjósa ekki þá, sem hvöttu til einingarinnar og vildu láta kjósendur staðfesta hana. Þetta hafa með öðrum orðum verið ritlingar, sem algengt er að gefa út i frjálsum kosning- um. Ritun, prentun, utgáfa og dreifing slikra bæklinga getur orðið tilefni til afbrotamála i Tékkóslóvakiu. I lögunum frá 6. júli 1971 um kosningaáróöur er kveðið svo á um kosningar til þjóðþingsins: „Sérhverjum þegni er frjálst að afla sér fylgis til framboðs fyrir þjóð- fylkinguna i blöðum eða öðr- um fjölmiðlum, á fjöldafund- um og með öðrum hætti." Þetta virðist þó ekki heimila andróður gegn öðrum fram- bjóðendum. SAMRÝMIST þetta venju- legum skilningi á frelsi til að tjá skoðanir sinar? Það ákvæði kosningalag- anna, sem Iýst er hér á undan, striðir ekki gegn þvi frelsi til tjáningar, sem stjórnarskrá Tékkóslóvakiu tryggir. Þar er tryggt frelsi til tjáningar munnlega eða i riti með þeim skilyrðum þó, að það „sé i samræmi við hagsmuni vinn- andi sté'tta". Flokkurinn hefir hins vegar einn rétt til að ákveða, hvað séu hagsmunir vinnandi stétta. Stjórnarskráin veitir flokknum þennan rétt þegar hún kveður á um, að hann sé forustusveit verkalýðsins og leiðandi afl rikis og sam- félags. Af þessum sökum er ritlingur þvi aðeins i samræmi við stjórnarskrána að hann hafi að flytja hugmyndir, sem samrýmast stefnu flokksins. Stefna flokksins hefir eink- um beinzt að samræmingu og eflingu einingar siðan árið 1969, eða með öðrum orðum að viðleitni til að tryggja og varð- veita þá stjórnmálaskipan, sem komið var á i kjölfar at- burðanna i ágúst árið 1968. Þá var lagður grunnurinn að þeirri „sósialistaskipan", sem Husak nú rikir. Hver og einn, sem gagnrýnir þessa skipan í rit- lingi ræðst um leið gegn sósia- listaskoðuninni undir forustu flokksins og vinnur til refsing- ar. FORUSTA flokksins er ekki tryggð i stjórnarskránni einni. Lögin um skipan dómstóla skylda dómara til að túlka hin almennu lög „i samræmi við vitund og skilning sósialista". En flokkurinn er leiðandi afl rikisins og kveður þvi á um „vitund og skilning sósia- lista". Yfirlýsing stjórnarskrár- nefndar þjóðþingsins i febrúar i vetur var byggð á þessum forsendum: „Lögum og rétti ber sem heild að beita i sam- ræmi við stefnu kommúnista- flokksins". t dagblaðinu Pravda i Slóvakiu var þessu lýst þann- ig: „Lagaleg skipan sósialista er hin lagalega hlið á stefnu kommúnistaflokksins". I Nove Slovo stóð' hins vegar: „Dómarinn er fulltrúi hinna heilbrigðu, framsæknu afla i samfélaginu. Honum ber skylda til að stuðla að eflingu einingar og samræmingar". Allt er á hreinu um hina lagalegu hlið. Dómarnir sýna túlkun á refsilögum, sem ekki striðir gegn grundvallarskiln- ingi lagalegra raka. Lögin, sem farið er eftir, eru i sam- ræmi við stjórnarskrána. STJÓRNARSKRAIN mælir hins vegar svo fyrir, að óháðir dómarar skuli kveða upp úr- skurði dómstóla. Forusta flokksins hefir tryggt með vali réttra manna, að framkvæmd dómsmálanna sé hagað i sam- ræmi við hagsmuni hennar. Jan Nemec dómsmálaráð- herra Tékkóslóvakiu segir 145 tékkneska dómara — eða 13 af hundraði — hafa látið af störf- um fyrir 2. júli 1970 vegna samræmingar og eflingar ein- ingar. Furðulegast er þó, að 22 dómarar létu af störfum að eigin ósk. Brottvikning dómara og brotthvarf þeirra af frjálsum vilja hefir haldið áfram siðan á miðju ári 1970. Tveir tékk- neskir dómarar voru leystir frá störfum að eigin ósk og einum vikið 25. marz 1971. Þjóðþingið leysti 3 dómara hæstaréttar frá störfum 6. júli 1971. Otiltekinni tölu tékk- neskra dómara var vikið frá störfum 7. október og hinn 13. sama mánaðar var eins fariö að i Slóvakiu. 25. april i ár var einnig ótilteknum fjölda tékk- neskra dómara sagt upp starfi. 30. júni sagði dr. Jan Filipovsky dómari viö hæsta- rétt upp starfi sinu og 8. júli óskuðu 34 tékkneskir dómarar eftir lausn. (Filipovsky gekk i kommúnistaflokkinn árið 1945 og hefir verið trúr félagi i flokknum i 27 ár). LAGALEG fylgni við stefnu flokksins hefir einnig verið tryggð með þeim hætti að láta dómurum i té leiðbeiningar. I Vecerni Praha i júll var haft eftir forseta hæstaréttar: „Hæstiréttur sósialistalýð- veldisins Tékkóslóvakiu hefir samið leiðbeiningar fyrir dómara til þess að koma i veg fyrir óheimilar aðferðir i framkvæmd réttargæzlu og stemma stigu við frjálslyndis- hneigð i meðferð brota ákveð- ins eðlis og i uppkvaðningu dóma". Otgáfa leiðbeininga til dóm- ara og hreinsanir af pólitisk- um toga hafa i framkvæmd af- numið það frelsi dómara, sem tryggt er i stjórnarskránni og stuðlað þar með að stjórnar- skrárbroti frá sjónarhóli lag- anna séð. 1 þessu sambandi er eðlilegt að spyrja, hvort aftur riki saraa ástandið og á árunum milli 1950 og 1960, þegar dóm- arar urðu að spyrja sakborn- inga og vitni samkvæmt for- skrift, sem flokkurinn gaf? MARGT hefir breytzt siðan. Sú tið er liðin, að þúsundir sakborninga séu leiddar fyrir rétt. Rikisstjórnin er i raun og veru að fylgja fram ákveðinni ógnun. Svivirðilegar ásakanir eru ekki framar bornar á sak- borninga áður en þeir koma fyrir rétt. Dauðadómar af stjórnmála aástæðum eru ekki kveðnir upp yfir fjölda manna. Fang- elsisdómar eru hvergi nærri eins þungir og áður tiðkaðist, enda þótt varla sé unnt aö kalla^ þá dóma milda, sem kveðnir hafa verið upp að undanförnu. Segja má, að tilgangur dóma á árunum milli 1950 og 1960 hafi verið að vekja sem mesta athygli og stuðla ao al- mennum ótta. StÐAN Husak tók við völd- um hefir dómum verið stillt i hóf eins og kostur var, að minnsta kosti enn sem komið er. Viðleitni til að forðast æsingar hefir gengið svo langt, að réttarhöld fyrir opn- um tjöldum, — mjög mikil- vægt atriði dómsmála hvar- vetna, — hafa orðið að þoka. Almenningi hefir yfirleitt ver- ið meinaður aðgangur að réttarhöldum i öllum málum af pólitískum toga siðan 21. águst 1968 og engir aðrir feng- ið aðgang en vendilega valinn hópur manna. Fregnir af slík- um réttarhöldum eru næsta takmarkaðar. Það er sýnilega ætlun rikis- stjórnarinnar að fjarlægja þá, sem málum vilja miðla. Dæmt er til fangelsisvistar um all- langt en þó ekki óheyrilega langt árabil. Reynt er að valda sem allra minnstri æsingu hjá þeim, sem ekki eru viö málin riðnir. Ekki má þó gleyma þrýstingnum og þeirri ákveðnu ógnun, sem býr að baki þrúguninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.