Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. október 1972 TÍMINN Borgin gangi sómasamlega frá lóðum sínum Tillaga Kristjáns Benediktssonar um það efni Á borgarstjórnarfundi á dögun- um lagði Kristján Benediktsson fram tillögu varðandi frágang lóða á nokkrum stöðum í borg- inni. Er þar annarsvegar um að ræða lóðir þriggja sambýlishúsa norðan i Kleppsholtinu og hins vegar í iðnaðarhverfinu innan Grensásvegar. Sambýlishúsin i Kleppsholtinu voru reist af Byggingasjóði borgarinnar á árunum 1964-1966 og eru þau i eigu borgarinnar. I húsunum búa margar barnafjöl- skyldur, en barnafjöldi var á sin- um tima ráðandi um það hverjir fengju þar inni. Kristján sagði, að það væri ekki vansalaust fyrir borgina, að urð og grjöt skuli ennþá þekja baklóð- ir þessara húsa, einkum ef tekið væri tillit til þess, hve mörg börn búa þarna og þess að ekkert leik- svæði er þar nálægt. Iðnaðarhverfið innan Grensás- vegar var skipulagt fyrir tiu ár- um og má nú heita fullbyggt. Þar er engin ibúðarbyggð. Kristján sagði, að þegar litið væri yfir þetta hverfi blöstu við ómálaðar húsasamstæður, ótölu- legur fjöldi moldarhauga og minni hauga úr alls kyns skrani. Þetta hverfi er vinnustaður fjölda fólks og enn fleiri eiga þar leið um i verzlunarerindum, sagði Krist- ján. Borgaryfirvöld geta þvi vart unað þvi, að ekki sé gengið sóma- samlega frá lóðum í þessu hverfi. Tillögu Kristjáns var visað til borgarráðs. wgsk WkWm mmmsmm ¦-.;. t ¦. ¦ Kristján Benediktsson. Merkjasöludagur flugbjörgunar- sveitarinnar ÞÖ—Reykjavik. Arlegur fjáróflunardagur flug- björgunarsveitanna er i dag, laugardaginn 28. október. Leitað verður til almennings viða um land til styrktar starfseminni. Á undanförnum árum hefur það sýnt sig, að það eru fleiri og fleiri, sem styrkja starf sveitanna, með þvi að kaupa merki. Að þes'su sinni verða merkin seld i Reykja- vik, Akranesi, Isafirði, Varmahlíð, Akureyri, Húsavik, Egilsstöðum, Neskaupstað, Hornafirði, Vestmannaeyjum, Keflavik, Hafnarfirði og Kópa- vogi. I haust hefur flugbjörgunar- sveitin fengið skála í Smáfjöllum við Tindafjöll,og er hann ætlaður til nota við þjálfun félaganna. Þarna er hugsað að þjálfa um helgar og jafnvel að koma þar upp viku námskeiðum. Þessi lóð er leikvangur fjölda barna. Hún er í eigu borgarinnar. Málverkasýning í Gallerí Súm - Súm og Súr hyggja á samstarf í vetur. Uppiestrarkvöld verður á þeirra vegum í Galleríinu annað kvöld Stp-Reykjavik 1 dag, 28. október, opnar Þor- björg Höskuldsdóttir málverka- sýningu í Galleri Súm, Vatnsstig 3B. Verður sýningin opin daglega frá ki. 4 til 10 siðdegis til 12. nóvember. Er þetta fyrsta einka- sýning hennar. Þorbjörg er fædd i Reykjavik 1939 og stundaði hér myndlistanám 1962-66, en 1967-70 stundaði hún nám við Listahá- skólann i Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt i vorsýningum á Charlottenborg undanfarin þrjú ár, og i fyrra tók hún þátt i sýn- ingu á islenzkri nútimalist i Hasslebyhöll. A listahátiðinni hér i vor átti Þorbjörg tvær myndir á sýningunni við Miklatún. Er fréttamaður leit inn i Galleri Súm í gær, var Þorbjörg að leggja siðustu hönd á undirbúning sýningarinnar. Myndirnar voru komnar á veggina og náðu þær allan hringinn. Þetta eru nær allt saman stórar myndir, allar eru myndirnar til sölu nema tvær, og er verðið frá 18.000 upp i 55.000 kr. Aðspurð, hvaða stefnu i mynd- list hún fylgdi, sagði Þorbjörg, að nokkuð erfitt væri að ségja ákveðið um það, — en segja mætti, að i höfuðdráttum fylgdi hún þeirri abstrakt-stefnu, er út- breidd væri i heiminum um þess- ar mundir, m.a. i Danmörku. Þó væru myndir hennar með all- miklum persónulegum blæ, eink- um þær, sem hún hefur málað hér heima, þar sem landslag kæmi inn i flestum eða öllum tilfellum. Þá hefur „fígúran" aftur komið inn i abstraktið i myndum Þor- bjargar, og það með miklum sprengikrafti. Eru allar myndirn- Þorbjörg við eina af sinum frábæru myndum. Sjálf hefur liún skýrt myndina Snæfellsás, 'en sumir hafa viljaðkalla hana „Kristnihald undir Jökli" eða jafnvel „Úu" (Tfmamynd: Róbert) ar málaðar eftir 1969. — Ég fékk pósitifar undirtektir úti i Kaup- mannahöfn, en það er eftir að sjá, hvað verður hér. — Þarna i Gallerí Súm var einnig staddur ungur rithöfundur, Ólaf- ur Haukur Simonarson, sem einn- ig hefur nýlokið námi i Kaup- mannahöfn, en hann er meðlimur nýstofnaðra (frá þvi i haust) samtaka ungra rithöfunda hér- lendis, SÚR. Eru i þessum sam- tökum nú þegar um 60 manns. Ólafur skýrði frá þvi, að SOR og SOM hefðu nú tekið upp sam- vinnu og væri m.a. á dagskrá hjá þeim að hafa hálfsmánaðarleg upplestrarkvöldi vetur. Verður á þessum kvöldum auk þess söngur og spil, leikstarfsemi o.fl. I tengslum við sýningu Þorbjargar fer svo af stað fyrsta upplestrar- kvöldið annað kvöld og hefst klukkan niu í Galleri súm. A dagskránni annað kvöld verður upplestur hjá Guðbergi Bergssyni og Olafi Hauki Simonarsyni. Megas kyrjar ljóð sin og lóg, og Androklesar, sjö manna leikflokkur, syngur. les upp ljóð o.fl. Verður veitt kaffi og mönnum gert eins þægilegt fyrir og unnt er. Svo að nánar sé skýrt frá „Androklesum", þá er það eins konar tilraunaflokkur, sem nokkrir islenzkir námsmenn i Kaupmannahöfn hafa starfrækt undanfarin tvö ár. Ætla þeir að þreifa fyrir sér, hvers konar leik- starfsemi á helzt við hérlendis. Þorbjörg er sviðsstjóri og leik- munamálari flokksins. Leik- flokkurinn er um þessar mundir að æfa og vinna að barnaleikriti, sem Ólafur Haukur samdi eða lagði drög að, með lögum og ljóð- um. Vonast þátttakendur til að geta sýnt leikinn i desember. Er áformað að fá inni með leik-, starfsemina i skólum borgarinn- ar og viðar, ef hægt er. Flokkurinn sýndi nokkur leikrit i Kaupmannahöfn, en meðlimirn- ir voru flestir námsmenn þar, og meðal þeirra var verk, sem unnið var upp úr smásögu Guðbergs Bergssonar, Androkles og ljónið, og þaðan kemur nafn flokksins. Þá sýndi hann einnig Jóðlif eftir Odd Björnsson o.fl. Vísitölukerfið Er ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, gerði grein fyrir þvi á Alþingi, hvað væri að hans áliti skynsamlegasta leiðin til lausnar efnahags- vandanum, lagði hann m.a. til, að vísitölukerfið yrði endurskoðað og höfð hliðsjón af framkvæmd nSgranna- þjóða á kaupgreiðsluvisitölu. Taldi ólafur m.a. hæpið, að vissir liðir, sem ekki snertu brýnustu lifsframfærslu almennings yllu hækkun á kaupgreiðsluvisitölu. Með þeim hætti mætti einnig koma i veg fyrir, að vcrulegur hluti þeirrar óbeinu skattheimtu, sem kann að verða gripið til svo unnt sé að halda áfram verðstöðvun allt næsta ár, komi fram i kaupgreiðsluvisi- liilu, en það er algert skilyrði þess að fjáröflun til áfram- haldandi verðstöðvunar og aukinna niðurgreiðslna hafi einhverja þýðingu, að þessi fjáröflun komi ekki beint fram i kaupgreiðsluvisitölunni. Ekki heilög kýr Um þetta mál segir Þjóð- viljinn I forystugrein i gær: „Skattheimta, sem óhjákvæmileg kann að rcynast,verður að miða að þvi að takmarka verðmætasóun og óhófscyðslu þeirra, sem betur mega sín i þjóðfélaginu, og ýta undir þá þróun til aukins -jafnréttis í launa- málum, sem ríkisstjórnin hefur nú þegar stuðlað að. Núverandi visitölukerfi er vissulega cngin heilög kýr, og það ekki sjálfsagt mál, að mcðan maður með 25 þúsund króna mánaðarlaun og 1000.- kr i vísitöluuppbætur fær hinn með 100.000.- króna mánaðar- tckjur fjórum sinnum hærri vísitöluuppbót. Kn hin faglega verkalýðs- hrcyfing og þau faglegu stjórnmálasamtök, sem i raun cru hluti verkalýðs- hrcyfingarinnar munu sjá til þess, að allar breytingar á nú- verandi visitölukerfi tryggi' ckki siður cn nú er kaupmátt láglaunafólksins". Vegna stórfellds aflabrests og vegna tilkostnaðar- hækkana af völdum gengis- brcytinga erlendis, sem rfkis- stjórn a tslandi fær auðvitað ckki við ráðiö er við talsvcrðan vanda að etja nú i cfnahagsmálum. Þessi vandi vcrður ckki lcystur án ein- hvcrra fórna. Þessum vanda Vcrða allir að mæta með skiln- ingi og cinurð með vpnir um það, að útfærsla fiskveiðiland- ^helginnar og uppbygging fiskiskipastóls og fiskiiðnaðar muni á næstu árum snúa þróuninni við að nvju i átt til meiri hagsældar íslenzku þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Þessu má ekki gleyma í þcssu sambandi mega launþcgar. og forystumenn þcirra heldur ekki horfa fram hjá þvi, að á stuttum valda- tima núverandi rikisstjórnar hcfur kaupmáttur timakaups verkafólks vaxið um nær 30% miðað við timakaupstaxta al- mcnnu verkamannafélaganna en kaupmáttur vikukaupsins nokkru niinna. þar sem rfkis- stjófnin lét það verða meðal fyrstu verka sinna, að lög- binda styttingu vinnuvik- unnar. Svo mikil kaupmáttar- aukning timakaupsins á aðeins einu og hálfu ári er einsdæmi i gjörvallri sögu verkalýðshreyfingar á islandi. Það, sem gerðist i árslok 1958 og hvað þá tók við fyrir launastéttir og verkalýðs- hreyfingu næsta áratug má ekki liða mönnum úr minni. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.