Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 28. október 1972 Klli- og hhikrunarhcimitið Grund. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund fimmtíu ára JGK-Reykjavik Þann 29. október verða liðin 50 ár frá vigslu Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar i Reykjavik. Af þvi tilefni boðaði Gisli Sigurbjórnsson forstjóri til blaðamannafundar á mánu- daginn og gerði stuttlega grein fyrir stofnuninni i nútið og fortið. Tildrög aðstofnun Grundar var i stuttu máli þau.að sumarið 1921 stoínaði félagsskapur, sem kallaðist Samverjinn til skemmtunar fyrir gamalt fólk, en félagsskapurinn hafði þá um nokkurra vetra skeið annast matargjafir handa fátækum börnum og gamalmennum. Hélt félagið þessu skemmtana- haldi áfram i allmörg ár og sumarið 1922 varð afgangur 541 króna, sem lagt var til hliðar sem stofnfé að elliheimili. Var siðan efnt til almennra samskota til viðbótar þessu fé og safnaðist um hálft niunda þúsund króna á einum mánuði, Var keypt húsnæði þar sem nú er barna- heimilið Vesturborg. 27. október fluttust sex vistmenn inn og tveim dögum siðar var húsið vigt. Starfsfólkið var þá þrjár stúlkur Gisli Sigurbjörnsson forstjóri. heimilið Grund og það vigt i september 1928. Siðan hafa um- svifin enn stóYaukizt. 1946 var starfsmannaheimilið Minni- Grund tekið i notkun og við það varð unnt að stórfjölga vistfólki. Grund 1922. Þarna hófst starfsemin fyrir 50 árum. fyrsta ráðskonan var frú Maria Pétursdóttir. Stofnendur elliheimilisins voru: Sr. Sigurbjörn A Gislason formaður, Haraldur Sigurðsson verzlunarmaður féhirðir, Páll Jónsson verzlunarmaður bókari, Flosi Sigurðsson trésmiða- meistari og Julius Árnason kaup- maður. Það kom fljótt i ljós að þörfin var brýn og starfseminni var of þröngur stakkur skorinn i hinu upphaflega húsnæði. 1928 var þvi hafist handa að reisa hús það sem nú nefnist Elli- og hjúkrunar- Þá var hafin starfsemi austur i Hveragerði árið 1952. ' Borgarstjórn Reykjavikur hefur lengst af veitt heimilinu nokkurn fjárstuðning, eða þar til fyrir tveim árum að styrkurinn var afþakkaður, sem og sá rikis- styrkur, er veitturvar Hér er ekki kostur aö gera fullnaðarskil þeirri fjölþættu starfsemi.sem unnin hefur verið á vegum þessarar stofnunar, en nokkrar tölur skulu nefndar til marks um vöxt hennar og við- gang. Þegar núverandi forstjóri, Gisli Sigurbjörnsson.hóf starf sitt árið 1935 voru vistmenn á Grund 118 en eru nú 373 og hafa þvi þre- faldast. Þar við bætist svo vist- fólkið á Hveragerði en þar eru nú 151 vistmaður. Með þessu er þó ekki nema hálf sagan sögð. Það lif sem lifað er innan veggja þessarar stofnunar er nokkuð sem ekki verður gert skil i stuttri fréttagrein en vonandi gefst tækifæri til þess siðar að ein- hverju leyti. Gisli forstjóri drap á það á fundinum með blaðamönnunum, hve málefnum aldraðs fólks væri litill gaumur gefinn af al- menningi. Til dæmis má geta þess.að stjórn elliheimilisins áætlaði að koma sér upp nýbyggingu fyrir afmælið þar sem reka skyldi ýmis konar starf- semi i þágu gamla fólksins. I þvi skyni var efnt til fjársöfnunar.en ekki söfnuðust nema 700 þúsund og þar af gáfu vistmenn sjálfir um helming. Þar gafu þeir sem minnst áttu, sagði Gisli. „Mér finnst stundum eins og gamla fólkinu sé ofaukið i þjóðfélaginu nema um kosningar. Þá komast elliheimilin i þjóðbraut. Gisli sagði að brýn þörf væri nú á auknu húsnæði fyrir gamalt fólk, einkum fyrir veikt aða lasburða. Meðalaldur þjóðarinnar hækkar og gömlu fólki fjölgar hlutfallslega en nú munu um 9% þjóðarinnar vera 65 ára og eldri. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt. A laugardaginn verður afmælishátið fyrir vist- fólkið. A afmælisdaginn á sunnu- dag verður hátiðarmessa i kirkjusalnum á Grund, sem sr. Lárus Halldórsson annast og sama dag kl. 15-17 verður opið hús fyrir vini og velunnara heimilisins. Mánudagskvöldið 30. október verður svo að lokum afmælishátið fyrir starfsfólkið. Núverandi stjórn skipa: Gisli Sigurbjörnsson formaður, Jón Gunnlaugsson, f.v. stjórnar- ráðsritari, ritari, Ólafur Jónsson forstjóri, Ólafur Ólafsson kristni- boði og Þórir Baldvinsson arki- tekt meðstjórnendur. Varamaður dr. Óttar P. Halldórsson verk- fræðingur. Mjólkursamlag K.Þ. 25 ára Erl — Reykjavik IIinii 10. október s.l. voru liðin 25 ár frá þvi Mjólkursamlag K.Þ. á Húsavik tók til starfa. i sam bandi við afmæliö átti Timinn stutt samtal við Harald Gislason mjólkurbússtjóra, er hann var hér á ferð um helgina. — Á þessum aldarfjórðungi hefur mjólkurmagnið sjöfaldazt, sagði Haraldur. — Fyrsta heila starfsárið, 1948, tók samlagið á móti 1 milljón litrum af mjólk, en siðasta ár á móti 7 milljónum. A sama tima hafa niðurstöðutölur á rekstrarreikningi samlagsins hækkað úr 1,8 millj. króna i 148 milljónir. Fyrsta starfsárið greiddi sam- lagið 1,50 kr fyrir litrann, en sú tala var komin upp i 15,90 á siðasta ári, sem er 20 aurum hærra en grundvallarverð. A þessum tima er ekki hægt að segja,að hlutföllin milli vinnslu- kostnaðar og mjólkurverðs hafi breytzt neitt. Af innvegnu mjólkurmagni eru 12-15% unnin og seld sem neyzlu- mjólk, en hin 85 prósentin eru unnin nær eingöngu i osta, smjör og skyr. Kasein er mjög litið unnið lengur. Verulegur hluti ostanna fer til útflutnings, og er nú unnið að þvi að framleiða osta- tegundir, sem gefa hærra verð i útflutriingi, svo og að leita nýrra markaða fyrir þær. Nokkuð af framleiðslunni er lika selt á Reykjavikursvæðinu, einkum þó á haustin. Nú standa yfir miklar byggingaframkvæmdir á vegum samlagsins. Er þar um að ræða nýja ostagerð, og flyzt þá önnur starfsemi i það húsnæði, sem hún hefur haft. Við þessa viðbót eykst húsnæði samlagsins um ca. 50%. Næst á verkefnaskránni verður svo tankvæðing á samlags- svæðinu og vart liða nema ein 3 ár, þar til hafizt verður handa við þá framkvæmd. Þá kemur að sjálfsögðu allur flutningur i hendur samlagsins sjálfs og ættu tveir bilar að geta annað öllu svæðinu með góðri nýtingu þeirra, en nú er mjólkin flutt með 7 bilum. Þessar framkvæmdir, sem nú standa yfir, má lita á sem nokkurs konar undirbúnings- framkvæmdir fyrir tank- væðinguna, þvi að auk þess, sem áður er talið, hafa nú verið reistir nýir geymar, sem taka við 80.000 litrum af mjólk. Án þeirra væri alls ekki hægt að leggja út i tank- væðinguna. Fyrir nokkrum árum tók sam- lagið i notkun þvottavél til að þvo i mjólkurbrúsana. Siðan hefur flokkun mjólkurinnar batnað all- mikið, en er þó ekki nógu góð ennþá, reyndar verður hún það ekki, fyrr en öll mjólkin fer I fyrsta flokk. Flokkurin er verst yfir sumarmánuðina, og sannar það, að aðstöðu til kælingar er sums staðar ábóta vant. Með tankvæðingu verður mjólkin kæld með rafmagni, svo að flokkunin ætti að batna verulega með til- komu hennar. Ég álit, að með þvi að birta flokkunina hjá hverjum framleiðanda á samlagssvæðinu mætti bæta ástandið mjög, þvi að það eru alltaf sömu mennirnir, sem mjólkin er verst hjá. Eins Haraldur Gislason ætti skilyrðislaust að verðlauna þá, sem skara fram úr, hvað við- kemur gæðum mjólkurinnar, og aldrei fellur mjólk hjá niður i annan flokk. Ihlaupalæknar á Siglufirði JÞ-Siglufirði Sigurður Sigurðsson héraðslæknir á Siglufirði, sem verið hefur þar starfandi i tiu til tólf ár, er nú i árs leyfi frá störfum og óttast margir að hann muni ekki koma aftur hingað. Læknanemar starfa á Siglufirði á meðan, Lúðvik Guðmundsson var i mánuð, Árni Ragnarsson starfar núna en Lúðvik er væntanlegur aftur fyrir jól. Eftir jólin kemur svo læknir, Arni Jóhannesson og mun hann væntanlega starfa þann tima, sem eftir er af ársleyfi Sigurðar. Þrennir fjölskyldu- tónleikar í vetur A þessu starfsári mun Sinfóniu- hljómsveitin halda þrenna fjbl- skyldutónleika, sem svo eru nefndir. Verða þeir sunnudagana 29. október, 11. febrúar og 25. marz. Allir hefjast þessir tónleik- ar klukkan þrjú. A undanförnum árum hefur Sinfóniuhljómsveit lagt rækt við tónleika, sem ætlaðir eru börn- um. Þetta hefur gefizt vel, þvi að þessir tónleikar hafa verið fjöl- sóttir, og koma foreldrarnir á þá i fylgd með börnum sinum. Það eru einmitt þessir tónleikar, sem kallaðir hafa verið fjölskyldutón- leikar. Aðgöngumiðar, sem gilda að öllum tónleikunum i vetur, verða til sölu i barnaskólum Reykjavik- ur, Hafnarfjarðar og Garða- hrepps, svo að hægt er um vik fyrir þá, sem þessa vilja njóta. Á hinum fyrstu tónleikum nú á sunnudaginn verður flutt tónlist eftir Bach, Mozart, Grieg, Britt- en, Pál tsólfsson og Kuhlau, og hljómsveitarstjóri verður Sverre Bruland frá Noregi. I'll'ii i ¦ ¦ i 11 í i .r: Mjólkursamlag K.Þ. á Húsavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.