Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 28. október 1972 Stundum fannst drengnum, að Paterson hlyti að vera að minnsta kosti þriggja metra hár. Paterson gekk út að glugganum og leit úr. Sólskinið var þegar orðið óþægilega bjart, enda þótt sólin væri varla komin upp fyrir fjallstindana i norðaustri. Þessu næst gekk Paterson að rúminu aftur og fór sjálfurað hella tei i bollann sinn, sér til mikillar skelfingar sá drengurinn, að hann snerti ekki asperinið. Paterson gekk til hans, lét fingurna renna gegnum hár hans og sem snöggvast virtist þessi stóra krumla vera að þvi komin að rykkja höfð- inu af i gáska og fleygja þvi Ut um gluggann. Drengurinn fékk lemj- amdi hjartslátt og brosið stirðnaði á vörum hans. „Tuesday", sagði Paterson. „Ja-á, herra Paterson". „Tuesday, miklir atburðir munu gerast. Skilur þú það?" „Já, herra". Drengurinn brosti aftur, en skildi hvorki upp né niður. „Það gengur illa með striðið, Tuesday. Það breiðist stöðugt út". „Jl herra.... já herra Patson". „Þú átt að fara með bréf til herra Bettesons". „Já herra, en fyrst er morgunmatur". Drengurinn var fljótur að gera tilraun til að forða sér út um dyrnar, en Paterson greip i hann. „Skitt með morgunmatinn", sagði Patprson". „Þú átt að fara strax til Bettesons. Nadia getur búið til morgunmatinn. Komdu og sæktu bréfið eftir fimm minútur. Skilurðu það?" „Já herra.... já, herra Patson". „Agætt. Farðu nú niður og greiddu þér". Þegar Paterson ýtti drengnum i átt til dyranna, reis hárið á höfði hans eins og á hræddu dýri, en Tuesday strauk það aftur i flýti. Honum datt helzt i hug, að Paterson væri bara aðgrinast, en komst brátt á aðra skoðum, þvi að Paterson fór að klæða sig án þess að snerta teið eða apserinið. Tröllaukinn likami Patersons hvarf til hálfs inn i fataskáp- inn, en kom fljótlega i ljós aftur, og þá hafði hann hreinar hvitar léreftsbuxur i hendinni. Hann sló óþolinmóðlega i áttina til drengsins. „Reyndu nú að flýta þér, fjandakornið. Það liður ekki á löngu, unz þetta bölvað strið verður hér lika". Nú var Tuesday ekki i vafa um, að Paterson var alvara. Þar til nú hafði hann ætið getað reiknað skapsmuni Patersons út með tilliti til þess fjölda asperintafla, sem han tók á morgnana.Honum hafði aldrei flogið i hug, að engin aserintafla hefði sinar afleiðingar. Þessi uppgöt- vun skelfdi hann, en þrátt fyrir það, hvarf brosið ekki af andlitinu. Það var óbreytt, alveg eins glaðlegt og hýrt og fyrr. Um leið og hann hvarf út um dyrnar kom kátinuglampi i augun, rétt eins og hann væri kominn að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt væri þetta sennilega gamansemi hjá Paterson. Drengurinn var dálitið sár við Paterson fyrir að vilja láta Nadiu út- búa morgunverð. Niðri i eldhúsi fór hann að skera niður frosna melónu og raðaði stykkjunum á fat með safarikum appelsinubátum,að lokum stráði hann sykri yfir allt saman. Uppáhaldsmatur Patersons var melónur, og Tuesday vissi upp á hár, hvernig hann vildi hafa þær. Það var hægt að nota Nadiu til að steikja egg og jafnvel flesk. Hún bjó lika tilgott te,en ef melónur áttu að vera á borðum, treysti Tuesday engum öðrum en sjálfum sér til að matreiða þær sómasamlega. A þann hátt gat hann lagt sig allan fram um að hljóta velþóknun þessa stóra óútreiknanlga manns, sem var að klæða sig þarna uppi núna. Hann hafði aðeins-'tima til að setja flugnanet yfir ávextina, áður en Paterson hrópaði aftur. Drengurinn stökk af stað og rakst á Paterson á ganginum. Tuesday varð hverft við, þgar hann sá, að Paterson var þegar fullklæddur og með bréfið i hendinni. Hann gerði sér grein fyrir þvi, að það hlaut að vera eitthvað óvenjulegt og mjög alvarlegt, sem kom þvi til leiðar, að Paterson fór á fætur i slikum flýti, án tes, án hjálpar, án asperins. Brosið var á sinum stað, óbreytt.glaðlegt og einlægt. Það gaf til kynna, að ekkert væri til milli himins og jarðar, sem Paterson gæti dottið i hug að biðja hann um og hann ekki gerði auðmjúkur og ánægður. „Eins og eldibrandur til Bettesons og strax til baka eins og skot" „Já herra Paterson". Þegar Paterson rétti honum umslagið, tók hann við þvi brosandi, eins og það væri súkkulaði. „Skilurðu það, eins og eldibrandur". „Eins og eldibrandur, já herra Paterson". „Og eins og skot til baka". „Já herra Paterson, eins og skot til baka". „Komdumeð Bettesonhingaðogbúðu tilhafragraut handa honum". „Hafragrautur og herra Betteson eins og eldibrandur". I hegningarskyni fyrir að drengurinn reyndi að skopast að þessu öllu slæmdi Paterson hendinni i átt til drengsins, en hann bar handlegginn eldsnöggt og örugglega fyrir sig og kom með þvi i veg fyrir höggið. Paterson glotti ánægður. Þetta var eitt af þvi, sem hann hafði kennt stráksa. „Þú verður laglegur slagsmálahundur. Fljótur nú afmanin þin, fljótur". „Já herra Paterson, afmán". Drengurinn brosti með öllu andlitinu. „Þetta er niðrandi orð", öskraði Paterson á eftir honum. „Mjög niðr- andi orð' „Já herra Paterson". Drengurinn var á augabragði horfinn út um bakdyrnar, en Paterson fór út um aðaldyrnar með leifarnar af glottinu á andlitinu. Hann stefndi þvert yfir eyðilega flötina, þar sem eitt seinn greri gras, en jakaranda- tréð með skærbláu blómin var nú eina lifsmarkið i gulhvitu rykinu, sem minnti ósjálfrátt á yfirgefna eyðiströnd. I þvi hann beygði inn á veginn til myllunnar, hallaði Nadia sér út yfir svalahándriðið. Hún horfði rannsakandi á eftir honum, og augnaráðið bar vott um ástúð og umhyggjusemi. Það var sem draumur leyndist i augum hennar, þar sem hún starði út i hreint morgunloftið. Gagnstætt drengnum var hún viss um, hvað gekk að Paterson. t nótt beið hún hans lengi, en hann kom ekki. Seinna komst hún að þvi, hvernig á þvi stóð. Um miðnættið hafði hún staðið við dyrnar hjá honum og hlustað á útvarpið. Fyrst heyrði hún fréttir á ensku frá Rangoon, hún skildi ekki mikið i þeim, en seinna komu sömu fréttirnar á burmanska rikismálinu, og þótt hún skildi álika litið i þvi, heyrði hún, að raddirnar voru æstar og það var rætt um, að ógnvekjandi atburðir kynnu að gerast. Striði hafi hingað til verið fjariægt fyrir brigði, en virtist nu i þann veginn að hafa bein áhrif á lif hennar sjálfrar. Hún vissi nákvæmlega, hverju það gæti valdið, ekki einungis henni og Tuesday, Það skipti ekki svo miklu máli með þau, en Paterson skipti þvi meira máli. Hún stóð á svölunum, nakin upp úr rúminu og horfði á Paterson ganga rösklega i áttina til myllunnar, siðan teygði hún sig eftir rauða pilsinu sinu og klæddi sig i það. Hún var ákaflega grönn um mittið og liktist stóru blómi i rauða pilsinu. Paterson leit við og sá hana, og I sama bili brosti hún. Bros hennar var bæði alvarlegra, ástúðlegra og einlægara en bros drengdins, af þvi að i þvi fólst ótti. Litlu seinna tók hún eftir þvi, að Paterson var farinn að hlaupa. 1244 Lárétt 1) Maður.- 5) Fljót.- 7) Mjöð- ur.-9) Hross.- 11) Lærdómur.- 13) Riki.- 14) Skælur.- 16) Burt,- 17) Fljót.- 19) Frjálsir.- . Lóðrétt 1) Mjótt.- 2) Eins.- 3) Huídu- vera.-14) Rúlluðu.- 6) Pest.- 8) Kassi.- 10) Reykti.-12) Blása.- 15) Efni.- 18) Riki.- X Ráðning á gátu Nr. 1243 Lárétt 1) Auknar.- 5) Aar.- 7) DV.- 9) Mars.- 11) Lak,- 13) Róa.- 14) Iðnu.- 16) Ak.- 17) Agóða.- 19) Sagðir,- Lóðrétt 1) Andlit.- 2) Ká.- 3) Nam.- 4) Arar.- 6) Ásakar.- 8) Vað.- 10) Róaðir,- 12) Knáa.- 15) Ugg.- 18) Óð.- IC tr:------------!^B7T—~ /7 li w Laugardagur28 október. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar . 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islenzkt mál Endur- tekinn þáttur dr. Jakobs Benediktssonar frá s.l. mánud. 15.00 i Hveragerði Jökull Jakobsson gengur þar um götur með Gunnari Benediktssyni rithöfundi — siðari þáttur. 15.35 islcnzk alþýðulög 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Stanz Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siðdegistónleikar 17.40 útvarpssaga barnanna: „Sagan al' Hjalta litla" eftir Stcfán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (3) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiðlarnir Dagskrárþáttur i umsjón Einars Karls Haraldssonar fréttamanns 19.40 Bækur og bókmenntir Gunnar Stefánsson Hjörtur Pálsson og Jóhann Hjálmarsson ræðast við um nýjustu ljóabók Matthiasar Johannessens, „Mörg eru dags augu". 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar 20.55 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka" eftir Gunnar M. Magnúss 2. þáttur: 21.30 Gömlu dansarnir 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.15 Popphornið 23.55 Fréttir i stúttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 28. október 17.00 Endurtekið efni. Bi bi og blaka.Fræðslumynd frá Time-Life um ungbörn og þörf þeirra fyrir ástúð og umhyggju. Þýðandi Þór- hallur Guttormsson. Þulur Guðbjartur Gunnarsson. Áður á dagskrá 2. septem- ber sl. 17.30 Skákþáttur. Umsjónarmaður Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmyndaflokkur. Lygalaupurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson Stefán Baldursson, Vésteinn Ólason og Þorkell Sigur- björnsson. 21.30 Undir fölsku flaggi(Love in the Afternoon) Bandarlsk biómynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Claude Anet. Leikstjóri Billy Wilder. Aðalhlutverk Gary Cooper, Audrey Hepburn og Maurice Chevalier. Þýðandi Gylfi Gröndal. Myndin greinir frá ungri stúlku, dóttur leynilögreglumanns. Hún freistast til að blanda sér fullmikið i mál föður sins og lendir fyrir vikið i ó- venjulegu ævintýri. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.