Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 256. tölublað — Miðvikudagur 8. nóvember — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Þegar búið var að telja 3% atkvæða hafði Nixon 67% og útlit fyrir Yfirburða sigur Kichard Nixon Þegar búið var að telja :i% at- kvæða i forsetakosningunum i Kandarikjunum hafði Nixon fengift 1462,000 atkvæði, eða «7%. McGovern (iKO.OOO atkvæði eða :!2%. Aðrir frambjóðendur 1%. i ölluiii þeim fylkjum. sem tölur bárusl úr hafði Nixon um helm- ingi fleiri atkvæði en McGovern. Þótt allt útlit virtist fyrir að Nixon væri öruggur um endur- kjör, voru sérfræðingar yfirleitt sammála um, að litlar likur væru til að repúblikanar gætu unnið meirihluta i deildum þingsins. Ein sjónvarpsstöð hafði þegar um miðnættið fullyrt, að Nixon hefði sigrað i kosningunum. Tölva fyrirtækisins hafði reiknað út, að kosningasigur forsetans yrði stórkostlegur. Nixon var sigurviss, er hann greiddi atkvæði i barnaskóla i San Clemente i Kaliforniu strax kl. 7 i gærmorgun. Forsatinn var fimm miriútur að fylla út kjörseðilinn, enda kosið um ýmislegt fleira en forseta i Kaliforniu. Þar var m.a. greitt þjóðaratkvæði um 21 atriði, m.a. hvort banna ætti klám og lögleiða marijuana. Eftir að for- setahjónin höfðu greitt atkvæði, bjuggu þau sig undir að fljúga til Washington, þar sem þau biðu úr- slitanna. George McGovern kom heim til Suður-Dakota i gær, greinilega dauðþreyttur eftir hina 22 mán- aða lóngu kosningabaráttu sina. Hann og kona hans greiddu at- kvæði i heimabæ McGoverns, Mitchell um kl. 4 i gær að isl. tima. Kosninganóttinni eyddi McGovern á hóteli i Sioux Falls ásamt fjölskyldu sinni, en þar var það sem hann i janúar 1971 til- kynnti fyrstur manna um forseta- framboð sitt. Mörg hundruð manna biðu i þrjár klukkustundir á flugvellin- um i Sioux falis og loks þegar McGovern kom: var honum inni- lega fagnað. Hann var þreyttur, enda ekki furða eftir loka- sprettinn: Hann var i New York á mánudag, talaði til þúsunda i Philadelphia, lenti i þrumuverði i Kansas og hélt fund á flugvellin- um i Long Beach i Kaliforniu. Þá hafði hann að baki 7.204 km þann daginn. Hann kvaðst hafa lagt af um hálft fimmta kiló, en var ákaflega bjartsýnn um úrslitin, áður en hann dró sig i hlé. Ekki voru þó fyrstu úrslitin uppörvandi. Þau koniu frá þorpinu Dixville Notch i New Hampshire, þar sem 20 manns greiddu atkvæði, 16 með Nixon, 3 með McGovern og einn skilaði auðu. McGovern var fram á siðustu stundu viss um að skapa sér sess i sögunni með þvi að endurtaka afrek Trumans frá 1948, er hann þvert ofan i allar skoðana- kannanir sigraði frambjóðana repúblikana, Thomas E. Dewey á marklinunni, ef svo má segja. NÝ AÐFERÐ VIÐ HÚSAGERD - uppfinning rcðsmannsins á Kleppi ÞÓ—Reykjavik. Vistmenn Kleppsspitalans vinna að gerð margskonar hluta i fristundum sinum. Meðal annars vinna suinir, undir stjórn Baldurs Skarphéðinssonar ráðsmanns að gerð nýrra byggingamóta. En þessi byggingamót hefur Baldur fundið upp, og hefur hann fengið einkaleyfi á framleiðslu þeirra. Byggingamótin eru úr plasti, marmara og gleri. i þar til gerð- um mótum eru steyptar sérstak- ar útveggjahellur, er annað hvort eru úr plasti og marmara eða plasti og gleri. Sú hlið, sem út snýr, er alveg slétt og þess vegna þarf hvorki að mála né pússa hana. Innan á útveggjaplötuna er lagt einangrunarplast, siðan kemur holrúm fyrir steinsteypu, en innst er þykk einangrunar- plata. Baldur sagði i samtali við blað- ið, að þrjú ár væru siðan fyrst var byggt úr þessu efni hér á landi, en siðan er búið að byggja þrjú hús á þennan hátt. Byggingamótunum er auðvelt að raða saman, þar er rásir eru hafðar i plastið. Þegar búið er að hlaða upp veggina, er steinsteypu hellt i mótin, og þarf þá aðeins að ganga frá innveggj- um, annaðhvort með þvi að pússa þá eða tréklæða. — Með þessari byggingaraðferð, sparast t.d. pússning og málun útveggja, timbur sparast að minnsta kosti um 20%, útveggirnir eru við- haldsfriir, og enginn kostnaður fylgir uppsetningu á einangrun. Fermeterinn af þessum byggingamótum kostar um 1500 krónur og taldi Baldur að þessi byggingaaðferð væru mun ódýr- ari, en þegar þarf að slá upp mót- um úr timbri fyrir steypuna. Hús það, sem mótahlutirnir eru framleiddir i, er byggt eftir þess- ari aðferð Baldurs. Einnig er ibúðarhús við Efstasund og annað i Borgarnesi byggt úr þessum mótahlutum, og eru eigendur húsanna mjög ánægðir með þau. Sagði Baldur að mikil eftirspurn væri eftir þessum mótahlutum, en ennþá væri ekki hægt að anna eftirspurn, þar sem framleiðslan væri ekki komin i það horf, sem hún ætti að vera i framtiðinni. Baldur Skarphéðinsson með hið iiýja byggingarefni sitt. Fjórar beinagrindur fundust í Landsveit: Kirkjugarðurinn í Skarfanesi elzfa fundinn á eyðislóðum Landsveit hefur um óralangar aldir átt við skæðan óvin að etja. i þúsund ár hefur sandurinn leitað á byggðina og eytt þar gróðri, og i hörðustu lotunum gerði sandfokið slfk- an usla, að bændur voru nauð- beygðir til þess að hörfa með byggð sina. Öll spor þessa fólks, sem varð að færa bæi sina undan sandinum, jafnvei hvað eftir annað, eru fyrir löngu afmáð, og það verður að teljast til tíðinda, er þessar gömlu horfnu kynslóðir minna skyndilega á sig á óvæntan hátt. Þetta gerðist einmitt nú fyr- ir skömmu. Flokkur manna, sem er að leggja raflinu frá orkuverinu við Búrfell niður Land og Holt, sótti grjót i hól, sem stendur á uppblásnu landi alllangt, neðan við Þjófafoss i Þjórsá. Þegar þeir höfðu tekið þar nokkuð af grjóti, komu i ljós mannabein. Er skemmst af þvi að segja að þeir fundu þarna fjórar beinagrindur eða hluta af þeim. SKARFANES HIÐ FORNA. — Þarna mun Skarfanes hafa verið endur fyrir löngu, sagði Sigriður Sæmundsdóttir, húsfreyja á Skarði, er blaðið leitaði fregna af beinafundin- um hjá henni. En það er orðið afarlangt siðan þarna var byggð, bætti hún við — lengra en svo að við höfum af þvi neinar sagnir. Liklega eru nokkrar aldir siðan bærinn var fluttur þaðan, að sjálf- sögðu vegna sandágangs. „ÞETTA ER GAML KIRK.IUGARDURINN" — Okkur var gert viðvart um þennan beinafund, sagði Þór Magnússon þjóðminja- vörður, er við snerum okkur til hans. Heimildir eru um það, að i Skarfanesi hefur ver- ið kirkja, eða bænahús að minnsta kosti, og þetta er gamli kirkjugarðurinn, sem þeir haf'a fundið. A þvi getur varla leikið neinn vafi, að þetta er grafreitur, og raunar ekki fátitt, að mannabein finn- ist við jarðrask i gleymdum og týndum kirkjugörðum. ÞR.IÚ BÆ.IARSTÆDI KUNN Það Skarfanes, sem siðast var i byggð, féll i auðn fyrir nokkrum íugum ára. Magnús Finnbogason magister er son- ur siðasta bóndans i Skarfa- nesi, og þess vegna höfðum við einnig tal af honum. — Upphaflega mun Skarfa- nes hafa verið i sem næst háaustur frá siðasta bænum, sagði Magnús, sennilega höfuðból i öndverðu, þvi að svo mikið er viðhaft að segja i Landnámu frá brúðkaupi bóndadóttur i Skarfanesi, Einhvern tima fyrir löngu sið- an hefur bærinn svo verið fluttur á stað, sem er i norður frá siðasta bænum, og þaðan varð fólk svo að flýja undan sandinum seint á nitjándu öld. Þessi siðasti bær, þar sem ég ólst upp, átti sér þvi ekki ýkja- langasögu. — JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.