Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. nóvember 1972 TÍMINN 5 Meðferð „geðsjúklinga” í Sovétríkjunum” Vladimir Bukowski er 29 ára gamall Rússi. Hann var i haust dæmdur i tveggja ára fangelsi, fimm ára þrælkunarvinnu og siðan fimm ára „sérstaka með- ferð”. Glæpur hans var, að Vladimir tókst að koma úr landi gögnum, sem skýrðu frá, hvernig póli- tiskir afbrotamenn eru með- höndlaðir i Sovétrikjunum i sér- stökum stofnunum, sem reknar eru i öllum stærri borgum landsins. Samkvæmt dómaran- um, sem dæmdi Vladimir, var hann fundinn sekur um að dreifa lygum og óhróðri um framkvæmd sosialismans i Sovétrikjunum. Fyrstu „geðdeildirnar” voru settar á stofn i valdatið Krúsjeffs. Er hver sá, sem ekki trúir á óumdeilanlega forsjón sóg'aliskra valdhafa, álitinn geðveikur og er meðhöndlaður samkvæmt þvi. Starfsmenn geðdeildanna heyra beint undir KBG, öryggislögregluna. Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzenitsyn hefur lýst þvi tiltæki valdhafanna að loka mótstöðumenn sina inni á geðveikrahælum sem „hlið- stæðu við gasklefana, þar sem jafnvel enn djöfullegri pyntingar eiga sér stað”. Meðferð sjúklinganna á sér enga hliðstæðu. Meðal svo- kallaðra lækningaaðferða eru I Vladimir Bukowsky að sjúklingunum eru gefin inn alls kyns kemisk efni, sem sizt eru til þess fallin að bæta geð- heilsu manna, þar sem sum þeirra hafa beinlinis skaðleg áhrif á heilann, og valda deyfð og minnisleysi. Meðal þeirra lyfja, sem sjúklingarnir fá, eru stórar súlfasprautur, sem valda langvarandi 40 stiga hita, verkjum i liðamótum og kveljandi höfuðverk. Aðferðirnar eru margs konar. Ein þeirra er að vefja sjúklingana rennblautum lökum og binda þá niður i rúmin og láta lökinjiorna utan á þeim. Lökin strekkjast að líkamanum,og eru þeir,sem i þeim eru, eins og í skrúfstykki. Böð i isköldu vatni eru algeng á stofnunum, og liggja sjúklingarnir lengi i renn- andi isköldu vatninu, og sýnir myndin slika meðferð, en hún er meðal þeirra gagna sem Vladimir kom úr landi með aðstoð vina sinna. Vladimir Bukowski vissi vel hvað beið hans fyrir þau iand- ráð, að senda lýsingar á „geð- veikrahælunum” úr landi. Hann hefur áður afplánað þriggja ára dóm i þrælkunarbúðum,og siðan var hann 21 mánuð i „sérstökum stofnunum”, meðal annars i Leningrad, þar sem eitt illræmdasta „geðveikrahæli” Sovétrikjanna er. Þegar siðari dómurinn var felldur yfir honum i Moskvu, sagði hann: — Með þvi að dæma mig, reyna valdhafarnir að breiða yfir eigin afbrot. En skoðunum minum verður ekki breytt. Ég gefst ekki upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.