Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 9
Miftvikudagur 8. nóvember 1972 TÍMINN 9 ibrökkva, þegar dansstjórinn kaliaði „Allir i kokkinn V'ið einn vegginn var bekkur, en annars sátu unglingarnar á koddum, sem þeir höfðu meðferðis. menna, hangið ælandi og vælandi útúrdrukknirog illa hafðir. Þarna sást aftur á móti ekki vin á nokkrum manni, en einstaka sáust þó reykja. Slikt er ekki talin synd i þessum félagsskap, en aftur á móti er með öllu bannað að hafa um hönd áfengi eða örvandi lyf. Það var lika sýnilegb að þetta fólk þurfti ekki vin til að geta skemmt sér. Anægjan skein úr hverju andliti og feimni var ekki að sjá hjá neinum, þó klæðnaðurinn væri ekki sá, sem ungt fólk á að venjast á dans- leikjum. Höskuldur Frimannsson for- maður Hrannar, var klæddur náttsekk af gömlu góðu gerðinni og bar á höfði nátthúfu með dúsk, sem lafði niður á axlir, þegar við spjölluðum við hann á milli dansa. Hann sagði okkur, að Hrönn væri svolitið sérstæður félagsskapur. Hrannarar vildu ekki kalla sig templara, þó svo að allir i félaginu væru það i þeirri merkingu orðsins viðvikjandi vin og örvandi lyf. Þetta væri meira skemmti- og ferðaklúbbur, þar sem allir hjálpuðust að við að hafa ánægju af tilverunni og að njóta lifsins á sem heilbrigðastan hátt. f félaginu væru nú eitthvað á annað hundrað manns, fiest á aldrinum 16 til 25 ára,en einnig nokkrir eldri félagar. 10 hjónabönd á 1 ári Félagið væri með skemmtilegt húsnæði að Bárugötu 11, þar sem haldnir væru fundir i hverri viku, og þar væru nýir félagar ávallt velkomnir. Einnig væri mikið um ferðalög, bæði vetur og sumar, dansleiki, föndur, kaffifundi, bió og leikhúsferðir ásamt iþrótta- æfingum. Svona náttfataball væri haldið árlega og ætið gefizt vel. þvi þar væru allir svo frjálslegir höfðum séð fyrir utan aðra dansstaði fyrr um kvöldið. Þar höfðu jafnaldrar þessara ung- yttir” með gömlum nærbuxum, fatnaði. Það var glaumur og gieði, glens og gaman á náttfataballinu hjá Hrönn I Templarahöllinni. — Það er vist réttara að setja tölu á huxnakluufina og fyndist mikil tilbreyting i þessu. Hópurinn væri mjög sam- stilltur og allir finndu eitthvað við sitt hæfi i dagskrá félagsins. Hann bætti þvi brosandi við, að sem dæmi gæti hann nefnt, að á siðasta ári heföi verið stofnað til 10 hjónabanda meðal Hrannara, og sýndi það, hversu vænt þeim þætti um hvort annað. Ekki mátti Höskuldur vera lengur að þvi að ræða við okkur, þvi nú var kallað „dömufri” og ein úr hinum friða og föngulega hópi kvenna á staðnum var búin að bjóða honum upp. Við skildum vel, að hann vildi heldur fara út á gólfið með dömuna, en að ræða við okkur, „þvi hvaða karlmaður getur neitað,þegar falleg stúlka i næstum gegnsæjum náttkjól kemur og biður einhvers. Við yfirgáfum þvi staðinn,og það siðasta sem við heyrðum var söngur fólksins, sem kyrjaði hástöfum — þrátt fyrir að það væri bindindisfólk — „Vindlingar og viski og villtar meyjar.” Og þegar út var komið, varð okkur hugsað til ungmenna þeirra, sem nú voru að reyna að hafa ein- hverja skcmmtun út úr kvöldinu með aðstoð Bakkusar á öðrum dansstöðum borgarinnar. Einnig til þeirra eldri, sem sifellt eru að tönglast á hvað æskan nú til dags sé gjörspillt. Það hefði átt að vera komið á náttfataballið hjá Hrönnurum, til að komast að raun um annað. -klp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.